Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014
Í vikublaðinu
Reykjavík 15. febrúar
sl. var frétt að mestu
byggð á viðtali við
Heiðar Má Guðjónsson
fjárfesti um fjárfest-
ingar hans og félagsins
Ursus I slhf. í grunn-
þjónustu samfélagsins.
Sagt er að: „félagið
hefur það eina mark-
mið að eignast fyr-
irtæki í grunnþjónustu samfélagsins
og hagnast á slíkum kaupum“. Í
stofnskrá félagsins er sagt: „Félagið
mun fjárfesta með arðsemi hluthafa
félagsins að leiðarljósi.“ Fleira at-
hyglivert er í fréttinni, svo sem að í
hluthafasamkomulagi skuldbinda
hluthafar sig til: „ að arðsemi félags-
ins sé ávallt hámörkuð“ og hluthafar
eigi að fá „bestu mögulegu ávöxtun“
á fjárfestingu sinni. Frétt sem þessi
vekur líklega ekki mikla athygli
hvað þá að fólk geri sér grein fyrir
hvaða áhrif það sem fréttin fjallar
um gæti haft á hagsmuni þess. Sókn
einkafjármagns inn í grunnþjónustu
samfélagsins sem ríki og sveit-
arfélög stofnuðu til vegna uppbygg-
ingar atvinnulífs og menningar í
landinu. Hvers vegna og til hvers
sækir einkafjármagn inn í þessi fyr-
irtæki? Svarið er: Þetta er örugg-
asta fjárfesting sem völ er á. Sam-
félagið kemst ekki af án orku- og
veitufyrirtækja. Notendur þjónust-
unnar neyðast til að greiða uppsett
verð. Orku- og veitufyrirtækin hafa
verið rekin þannig að
verð á þjónustu þeirra
standi undir rekstr-
arkostnaði og end-
urnýjun. Hagnaður fer
ekki til einkafjármagns
hluthafa. Þessu vill
einkafjármagnið
breyta. Það vill troða
sér inn í þessa innviði
samfélagsins. Í krafti
eignarhalds er hægt að
ráða verði þjónust-
unnar. Hækka verð
hennar þannig að
tekjur verði verulega umfram það
sem þarf til reksturs og viðhalds fyr-
irtækjanna. Þannig verði fengin sú
besta mögulega ávöxtun og arðsemi
hlutafjár sem Ursus I slhf. stefnir að
og hefur að leiðarljósi. Til þess að ná
fram nefndum markmiðum einka-
fjármagnsins og Ursus I slhf. þarf
skammsýna og einfalda stjórn-
málamenn Alþingis og sveit-
arstjórna. Eða menn úr þeim hópi
sem auðvelt er að fá á mála. Hugs-
anlega verður fólk sem hefur alla
þessa eiginleika í framboði til sveit-
arstjórna í vor. Á Alþingi er nú næg-
ur fjöldi skammsýnna stjórnmála-
manna sem væru tilbúnir að selja,
t.m. Landsvirkjun að hluta eða öllu
leyti vegna stundarhags. Það hefur
komið fram í málflutningi þeirra.
Ekki aðeins þeirra sem eru mál-
svarar einkafjármagnsins heldur
einnig þeirra sem telja sig málsvara
jafnaðarstefnu. Helgi Hjörvar alþm.
vildi, samkvæmt greinum í Mbl. í
september 2008, selja eða leigja
Kárahnjúkavirkjun og aðrar virkj-
anir Landsvirkjunar til þeirra sem
kaupa orkuna. Það er engin þörf á
því fyrir samfélagið eða hagur þess
að selja orku- og veitufyrirtæki að
hluta eða að fullu. Að selja þau er
ígildi þess að selja hluta af sjálfstæði
þjóðarinnar. Þetta eru fyrirtæki sem
samfélagið stofnaði til framþróunar í
landinu. Verðmæti þeirra vex með
hverju ári. Það veit einkafjármagnið
sem vill þrengja sér inn í orkufram-
leiðslu og grunnþjónustu og hagnast
þannig á innviðum samfélagsins.
Taka meira fé úr vösum almennings.
Hagnaðurinn verður ekki sóttur
annað.
Að hagnast á
innviðum samfélagsins
Eftir Árna
Þormóðsson » Það veit einka-
fjármagnið sem
vill þrengja sér inn í
orkuframleiðslu og
grunnþjónustu og hagn-
ast þannig á innviðum
samfélagsins.
Árni Þormóðsson
Höfundur er eldri borgari.
Valist hefur til
þáttastjórnunar hjá
RÚV sjónvarpi upp-
gjafa pólitíkus þó
ekki sé gamall, sem
náði ekki tilætluðum
árangri í eigin flokki í
Reykjavíkurborg,
Gísli Marteinn Bald-
ursson. Hann varð
sér til háborinnar
skammar í þættinum
sunnudaginn 16. febrúar sl. þegar
hann ætlaði heldur betur að láta ljós
sitt skína með því að valta yfir for-
sætisráðherrann, Sigmund Davíð
Gunnlaugsson, með ómældum dóna-
skap og yfirgangi, en tókst auðvitað
ekki því hann er ekki maður til þess.
Með fádæma leiðindum og rudda-
skap réðst hann að forsætisráðherra
og t.d. gaf honum ekki ítrekað færi á
að klára að svara spurningum og
þráspurði hann um sum atriði, sem
hann var búinn að fá svör við og
steininn tók úr þegar hann oftar en
einu sinni lagði forsætisráherra orð í
munn. Svona haga alvöru þátta-
stjórnendur sér ekki, en Gísla Mar-
teini virðast engin takmörk sett í
dónaskapnum. Þetta var ekki ólíkt
því þegar Kastljóssstjórnandinn ætl-
aði að rúlla Sigmundi Davíð upp með
offorsi og dónaskap í þætti fyrir síð-
ustu alþingiskosningar en hafði auð-
vitað ekkert upp úr því nema
skömmina svo eftir var tekið. Hafi
Gísla Marteini einhvern tíma dottið í
hug að hann hefði eitthvað í Sigmund
Davíð að gera er það stór misskiln-
ingur. Honum hefði verið nær að
taka viðtalið á mannlegu nótunum og
hefði þá komist betur út
úr því, en ekki reyna að
slá sig til riddara með
dónaskap og upphlaupi
þar sem hann átti við of-
urefli að etja. Kannski
náði hámarki ósvífni
Gísla Marteins er hann
eitt sinn greip fram í fyr-
ir forsætisráherra og lét
hann vita að það væri
hann, sem stjórnaði
þættinum. En steininn
tók endanlega úr þegar
hann fór að spyrja um Seðlabanka-
málið, hvort ætti að ráða tvo banka-
stjóra til „höfuðs“ Má Guðmundssyni
því það væri fullyrt á Framsókn-
armiðlinum Eyjunni. Forsætisráð-
herra sagði ekkert ákveðið í þeim
efnum og Eyjan væri ekki Fram-
sóknarmiðill. En Gísli Marteinn þrá-
spurði um það mál og reyndi á mjög
ósvifinn hátt að flækja málið þó hann
væri búinn að fá greinargott svar
eins og efni stóð til. Það sem stóð upp
úr þessum óvenjulega og ósvífna
þætti, sem þáttastjórnandinn hafði
algjörlega misst tök á var auðvitað
rómuð frammistaða Sigmundar Dav-
íðs Gunnlaugssonar við einstaklega
erfiðar aðstæður.
Þáttastjórnandinn
Eftir Hjörleif
Hallgrímson
»Ætlaði að valta
yfir forsætisráð-
herrann, Sigmund
Davíð Gunnlaugsson,
með ómældum dóna-
skap og yfirgangi.
Hjörleifur Hallgríms
Höfundur er framkvæmdastjóri.
- með morgunkaffinu
Í marsmánuði
hvert ár er vakin at-
hygli á krabbamein-
um hjá körlum.
Aukning hefur orð-
ið í greiningu á
krabbameinum í
blöðruhálskirtli á
Íslandi á síðustu ár-
um og í dag grein-
ast árlega um 215 ný tilfelli og 50
deyja af völdum þessa sjúkdóms. Ein-
kenni vegna krabbameins geta verið
þvagtregða og tíðari þvaglát, en oftar
fylgja sjúkdómnum lítil sem engin
einkenni. Sjúkdómsgangurinn getur
verið afar mismunandi og fer það
mest eftir útliti krabbameinsfrum-
anna og á hvaða stigi sjúkdómurinn er
við greiningu. Eins og gildir um önnur
krabbamein er mikilvægt að upp-
götva blöðruhálskirtilskrabbamein á
byrjunarstigi.
Hverjir eru í áhættu? Þekkt er að
tíðnin eykst mikið með aldri. Karl-
menn eldri en 50 ára eru í aukinni
áhættu og erfðaþættir skipta máli.
Hafi faðir fengið krabbamein í blöðru-
hálskirtil aukast líkurnar á því að son-
ur hans fái það um allt að helming. Ef
bæði faðir og bróðir hafa haft sjúk-
dóminn er 4-6 sinnum meiri hætta á
að fá sjúkdóminn. Karlar sem eiga
nána ættingja sem greinst hafa með
krabbamein í blöðruhálskirtli eru því
líklegri til að fá sjúkdóminn sjálfir og
er reglubundið eftirlit með blóðprufu
og læknisskoðun æskilegt frá 40-50
ára aldri. Mataræði sem inniheldur
mikið magn af dýrafitu og lítið magn
af grænmeti, ávöxtum og fiski er talið
auka áhættu.
Skiptar skoðanir eru á því hvort
æskilegt sé að framkvæma hópleit á
krabbameini í blöðruhálskirtli og í
dag er staðan almennt sú að ekki sé
slík hópleit ráðlögð. Rannsóknir hafa
hins vegar sýnt fram á að reglubundin
PSA-mæling í blóði karla 50-69 ára
hefur lækkað tíðni á útbreiddu
krabbameini og fækkað dauðsföllum
af völdum sjúkdómsins. Helst hefur
verið gagnrýnt að meðhöndla þurfi
fjölda sjúklinga að óþörfu til að bjarga
fáum en með aukinni þekkingu og
nýjum meðferðarúrræðum svo sem
með betri skurðtækni (skurðþjarka
eða róbot) og nákvæmari geisla-
meðferð er hægt að klæðskerasníða
meðferðarúrræðin betur í þá átt að
minnka óþarfa meðferðir og jafn-
framt að fækka aukakvillum með-
ferðar.
Hvernig fer læknisskoðun fram?
Kirtillinn er þreifaður og gerð óm-
skoðun um endaþarm og leitað eftir
stækkun, hnútum eða hersli. Tekin er
blóðprufa og mælt s.k. PSA, eða
„prostate specific antigen“. Þetta er
eggjahvítuefni sem er einungis fram-
leitt í blöðruhálskirtlinum og unnt er
að greina í blóði karla. Eðlilegt gildi
þess er á bilinu 0-4 ng/ml (0-2 hjá
körlum < 50
ára). Hóflega
hækkað gildi
upp í 10 ng/ml
tengist yfirleitt
góðkynja
ástandi eins og
góðkynja stækk-
un á blöðruháls-
kirtli eða blöðru-
hálskirtilsbólgu,
en það getur
einnig verið til
staðar á byrj-
unarstigi
krabbameins og
þýðir að frekari rannsókna, svo sem
sýnataka úr blöðruhálskirtlinum, sé
þörf til að útiloka sjúkdóminn.
Ýmsir kostir eru í boði við meðferð
á blöðruhálskirtilskrabbameini. Ef
um staðbundinn sjúkdóm er að ræða
er sjúklingi oftast boðin læknandi
meðferð. Við dreifðan sjúkdóm er
læknandi meðferð ekki möguleg og er
þá sjúklingi oftast boðin lyfjameðferð
sem heldur aftur af sjúkdómnum. Val
á meðferð er í nánu samráði við sjúk-
linga eftir að þeir hafa verið vel upp-
lýstir um aukaverkanir meðferðar.
Við val á meðferð er tekið tillit til ald-
urs sjúklings, útlit krabbameinsfruma
og útbreiðslu sjúkdómsins. Hægt er
að beita skurðaðgerð, geislun eða
hormónalyfjameðferð. Hjá mönnum
með „gott“ frumuútlit og staðbundinn
sjúkdóm er sjúkdómurinn oft hæg-
fara og ekki endilega ástæða til með-
ferðar utan reglubundins eftirlits.
Ef þú ert karl á aldrinum 50-70 ára
ættirðu að ræða við lækni þinn um
hvort ástæða sé til að fara í skoðun á
blöðruhálskirtli og fara í blóðprufu.
Þeir sem eiga föður eða bróður sem
hafa greinst með blöðruhálskirt-
ilskrabbamein ættu að íhuga að fara í
skoðun fyrr eða upp úr 40 ára aldri.
Krabbamein í blöðruhálskirtli
– vertu vakandi
Eftir Guðmund
Geirsson, Eirík
Orra Guðmunds-
son og Rafn
Hilmarsson
»Karlmenn eldri en 50
ára eru í aukinni
áhættu og erfðaþættir
skipta máli.
Rafn
Hilmarsson
Höfundar eru þvagfæraskurðlæknar
og starfa á Landspítala og á Lækna-
stöðinni í Glæsibæ.
Guðmundur
Geirsson
Eiríkur Orri
Guðmundsson
Það eru 15 ár síðan
ég ásamt sveit-
arstjórnarmönnum af
Vesturlandi og úr
Reykjavík biðum
með hjartslátt niðri í
jörðinni þar sem
Hvalfjarðargöng eru
í dag. Við héldum
niðri í okkur and-
anum, síðasta haftið
var sprengt og gatið
góða kom í ljós. Þetta
var mögnuð stund og gleymist
seint.
Í gegnum göngin fara í dag
fimm þúsund bílar á sólarhring og
allir þekkja hvað kærkomin sam-
göngubót þetta er og ekki þarf að
hafa mörg orð um það.
Það sem hrjáir mig enn þann
dag í dag, eftir að draumurinn
rættist, er óttinn við eldneyt-
isflutningana, þ.e. bílana sem
keyra, að því er virðist, allan dag-
inn út og inn. Ég sat í bílaröð ekki
alls fyrir löngu norðanmegin gang-
anna í þrjátíu mínútur. Ástæðan
var óhapp þar sem stór bíll hafði
eins og oft áður keyrt niður hæð-
arhlið sunnanmegin ganganna. Að
bíða gerði mér ekkert til en þegar
ég leit fram í röðina sá ég mér til
skelfingar að þriðji bíll á undan
mér var stór, langur, hvítur bíll.
Það var ekki olíubíll heldur bíll
hlaðinn gasi – merktur sem slíkur.
Það gaus upp í mér gamli óttinn og
ég hugsa alltaf: ef það gerist ein-
hvern tímann – verður það ég,
börnin mín eða einhverjir aðrir
sem þar lenda?
Bæjarstjórn Akraness skrifaði
mörg bréf um þessi mál á sínum
tíma þegar göngin voru tekin í
notkun. Þessi bréfaskipti fóru
ávallt á þann veg að ráðuneyti
þessara mála sendu okkur jafnan
þau svör að ríkislög-
reglustjóri hefði með
þessi mál að gera.
Þetta mál var þræl-
pólitískt og allir sem
til þekkja vita hvers
vegna það var þannig
á þessum tíma. Á
þessum tíma fengum
við sem sátum í bæj-
arstjórninni til okkar
vana slökkviðlis-
menn, m.a. af Kefla-
víkurflugvelli, sem
útskýrðu fyrir okkur
hvers konar eldur yrði laus ef slys
yrði þarna niðri af þessum sökum.
Ég vil ekki með þessum skrifum
mínum hræða fólk en bið þess í
stað alla þá er koma að þessum
málum að hugsa vel um hvað er
hægt að gera. Þetta snýst auðvitað
líka um fjármuni og margir endar
lausir en látum ekkert koma í stað-
inn fyrir mannslífin. Ég er enn
þeirrar skoðunar að þessir flutn-
ingar hljóti að geta með ein-
hverjum hætti farið um göngin á
merktum tíma og fólk í almennri
umferð sé ekki statt í göngunum á
sama tíma.
Mér finnst ég knúin til að koma
þessum hugleiðingum mínum á
blað. Bíðum ekki eftir að eitthvað
gerist.
Bíðum ekki eftir
að eitthvað gerist
Eftir Sigríði Gróu
Kristjánsdóttur
Sigríður Gróa
Kristjánsdóttir
» Það var ekki olíubíll
heldur bíll hlaðinn
gasi – merktur sem
slíkur. Það gaus upp í
mér gamli óttinn og ég
hugsa alltaf: ef það
gerist einhvern tímann
Höfundur er fyrrv. bæjarfulltrúi
á Akranesi.