Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014
✝ Hulda Haf-steinsdóttir
fæddist í Reykjavík
14. september 1946
og lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
18. febrúar 2014.
Foreldrar Huldu
eru Steinunn Sig-
urbjörnsdóttir, f.
3.9. 1921 og Haf-
steinn Ólafsson, f.
31.8. 1915, d. 19.11.
1987. Systkini Huldu eru Grét-
ar, f. 1940, Aðalheiður, f. 1942,
Jóna, f. 1943, d. 16.11. 2013,
Lilja, f. 1950, Guðlaug, f. 1951,
Ólafur, f. 1953, Guðbjörg, f.
1956 og Atli, f. 1959. Hulda gift-
ist eftirlifandi eig-
inmanni sínum,
Agnari Árnasyni,
6.12. 1969. Saman
eignuðust þau tvo
syni, Steinar Geir
Agnarsson, f. 3.4.
1970 og Atla Má
Agnarsson, f. 19.1.
1977. Barnabörn
Huldu eru Alvin
Smári Steinarsson,
f. 31.5. 2002, Elmar
Sölvi Steinarsson, f. 9.5. 2005 og
Agnar Magnús Atlason, f. 19.7.
2013. Útför Huldu verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag, 28.
febrúar 2014, og hefst athöfnin
kl. 15.
Ég vil með nokkrum orðum
minnast systur minnar, Huldu
eins og hún var ævinlega kölluð.
Hugurinn reikar til bernskuár-
anna þegar þröngt var í búi og
hlutskipti okkar var að deila rúmi
saman. Þar sem ég er eldri var
Hulda stundum sofnuð þegar ég
skreið upp í á kvöldin, minnist ég
þess hvað mér þótti hún gott og
fallegt barn. Það fór ævinlega vel
á með okkur. Við höfðum mikil
samskipti og hjálpuðumst oft að,
því eins og núna var erfitt að eign-
ast eigið húsnæði. Oft fórum við
saman í sumarfrí og tókum sum-
arbústaði á leigu. Þegar árin liðu
og efni jukust vorum við oft saman
í fríum erlendis. Eftir að dvöl okk-
ar hjóna varð lengri erlendis
komu þau hjónin oft til okkar.
Þegar hún fór að vera meira
heima vegna veikinda töluðum við
oft saman daglega í síma og höfð-
um við alltaf nóg að tala um.
Hulda og Agnar voru nýflutt þeg-
ar hún kvaddi, fannst henni mik-
ilvægt að vera í hentugra húsnæði
og nálægt strákunum sínum, svo
að þeir gætu komið við þegar þeir
vildu. Hulda var glæsileg kona og
mikill fagurkeri. Okkur fannst
ótrúlega gaman að fara saman í
búðir og gleymdum við okkur tím-
unum saman að skoða fallega
hluti. Eiginmenn okkar voru oft
hissa á hversu langan tíma við
dvöldum inni í búðunum. Ég vil
þakka Huldu fyrir öll góðu árin og
veit að hún fær góðar móttökur.
Ég vil biðja Guð og góða vætti að
styrkja Agnar og fjölskyldu hans í
þessum miklum erfiðleikum sem
þau eru að ganga í gegnum. Þín
systir Aðalheiður.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(Vald. Briem.)
Aðalheiður Hafsteinsdóttir.
Dýpsta sæla og sorgin þunga,
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.)
Þegar ljóst var að kynni okkar
Steinars yrðu varanleg kom að því
að hitta tilvonandi tengdaforeldra.
Ég kveið þeirri stundu lítillega,
enda alls óljóst hverskonar
tengdaforeldra maður fær í happ-
drætti lífsins. Í ljós kom að ég
hafði enga ástæðu til að kvíða
hlutskipti mínu, enda var mér tek-
ið opnum örmum frá fyrstu
stundu af þeim mektarhjónum
Agnari og Huldu. Hulda var ein-
staklega skemmtileg tengdamóð-
ir, hjartahlýr húmoristi sem vildi
allt fyrir alla gera. Við náðum sér-
lega vel saman í kaldhæðnis-
bröndurum okkar og ósjaldan átt-
um við samræður í léttu gríni um
meint misheppnað uppeldi hennar
á syninum sem ég sit uppi með.
Tók Hulda ávallt undir allar um-
kvartanir mínar í þessum efnum
og bætti um betur og svo hlógum
við báðar að hótfyndni okkar,
enda vissum við báðar að henni
tókst afskaplega vel upp í því að
koma honum til vits og þroska.
Þessara stunda og allra hinna
góðu samverustundanna okkar á
ég eftir að sakna.
Eftir að ég kynntist Huldu kom
fljótlega í ljós að hennar æðsti
draumur var að verða amma. Við
hjónin erum svo lánsöm að hafa
getað gefið henni tvo vel heppnaða
ömmudrengi, þá Alvin Smára og
Elmar Sölva, sem áttu vísan stað í
hjarta hennar frá því hún fékk
fyrst fregnir af væntanlegri komu
þeirra. Hulda reyndist frábær
amma sem sýndi drengjunum ein-
lægan áhuga og umhyggju í öllu
sem þeir tóku sér fyrir hendur og
hennar heimili og hennar faðmur
var þeim ávallt opinn. Í hvert
skipti sem hún sá þá skein stolt og
gleði úr augum hennar og fáar
ömmur eru stoltari af litlu afleggj-
urunum sínum en Hulda var. Hún
var þeim afskaplega kær og þeir
sóttu mikið í hennar félagsskap og
vildu alltaf vera í Fannó og nú síð-
ast Hæðó í góðu yfirlæti hjá
ömmu „Hundu“. Skarðið sem hún
skilur eftir í lífi litlu mannanna
minna er því stórt og verður seint
fyllt. Þeir eiga erfitt með að skilja
hvers vegna amma fær ekki að
vera lengur hjá þeim og þeim
finnst það sorglegra en tárum taki
að hugsa til þess að litli frændi
þeirra fær ekki að kynnast þessari
frábæru ömmu sem þeir áttu.
Kveðjuorðin sem Elmar Sölvi
hvíslaði að ömmu sinni voru:
„Takk fyrir að vera alltaf svona
góð amma, elsku amma mín. Ég
elska þig svo mikið og á eftir að
sakna því svo mikið og Aggi
Maggi mundi segja þetta líka ef
hann kunnti að tala.“ Þeir hafa lof-
að því að halda minningunni um
elskaða ömmu sína á lífi með því
að segja frænda sínum frá henni
svo hún geti líka haft áhrif til góðs
inn í hans líf.
Ég er afskaplega þakklát og
lánsöm að hafa fengið að hafa
hana Huldu í lífi mínu og drengj-
anna minna og fyrir allt það góða
sem hún af gjafmildi sinni og hlýju
veitti okkur. Hvíldu í friði, Hulda
mín. Þín minning mun lifa í hjört-
um okkar. Þín tengdadóttir,
Steinunn.
Æ, amma, hvar ertu? Æ, ansaðu mér.
Því ég er að gráta og kalla eftir þér.
Fórstu út úr bænum eða fórstu út á haf?
Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað?
(Höf. ók.)
Elsku amma okkar. Takk fyrir
allar góðu stundirnar. Við máttum
alltaf koma til þín og fá grjóna-
graut, lifrarpylsu og ristað brauð.
Við munum líka þegar þú bauðst
okkur til Spánar og Elmar kallaði
þig „amma Hunda“. Þú varst allt-
af glöð og jákvæð þegar við kom-
um. Þú sagðir meira að segja afa
að sofa í sófanum þegar við gistum
hjá þér og fengum martraðir. Við
elskum þig voða, voða mikið. Takk
fyrir allar góðu minningarnar.
Hlökkum til að hitta þig á himn-
um. Bless, bless, amma, við lofum
að passa afa fyrir þig. Kveðjur,
Alvin Smári og Elmar Sölvi.
Látin er Hulda Hafsteinsdóttir,
mágkona mín, langt um aldur
fram. Hulda og Agnar hafa í gegn-
um árin verið minni fjölskyldu
mikil hjálparhella í gegnum súrt
og sætt og vinskapur fjölskyldna
okkar hefur þróast á þann hátt að
mikil vinátta er okkar á milli.
Frá því ég kynntist Huldu í
fyrsta skipti fann ég strax að hér
var óvenjulega sterkur persónu-
leiki á ferð og var ávallt gaman að
eiga orðræðu við hana.
Hulda var mjög vinnusöm og
hafði ávallt allt í röð og reglu og er
ég klár á því að þeir vinnuveitend-
ur sem hún vann hjá hafi sömu
sögu að segja.
Fjölskyldur okkar fóru saman í
ferðalög bæði innanlands og er-
lendis meðan börnin voru ung og
eftir að börnin urðu eldri fórum
við saman í fjölmargar ferðir.
Þessar ferðir voru okkur öllum
mikil skemmtun og voru þær frá
því að fara í dagsferð innanlands
eða til útlanda í lengri eða
skemmri tíma.
Hulda greindist með krabba-
mein fyrir sjö árum og má segja
að hún hafi tekið því með undra-
verðri yfirvegun og barist hetju-
lega við þennan illvíga sjúkdóm.
Og svo kom reiðarslagið
fimmtudaginn 13. febrúar er
Hulda var flutt á Landspítalann
og þar lést hún 18. febrúar. Er
hennar sárt saknað af öllum þeim
sem kynntust henni á hennar lífs-
leið og vil ég að lokum senda Agn-
ari og fjölskyldu hans hugheilar
samúðarkveðjur.
Steinn Halldórsson.
Það eru margar skemmtilegar
minningar sem koma upp í huga
mér þegar ég minnist Huldu mág-
konu minnar, sem lést eftir bar-
áttu við krabbamein.
Eitt af fyrstu minningum mín-
um var þegar hún gaf mér forláta
skyrtunnur sem voru fyrst notað-
ar sem borð og stóll en prýða
garðinn minn í dag með blómum.
Ævintýralegu verslunarferðirnar
til Glasgow koma upp í huga minn.
Þar sem ég var tíu árum yngri
kenndi hún mér að passa uppá
peningana, við áttum að eyða
þeim en ekki láta ræna okkur. Ég
man að þegar ég var að fara út að
skemmta mér leitaði maður oft í
fataskáp Huldu mágkonu sem
alltaf var auðsótt. Hulda var mikill
fagurkeri og ber heimili þeirra
vott um það. Guð geymi þig, elsku
Hulda mín. Agnar minn, Steinar
Geir, Atli Már og fjölskyldur,
megi Guð styrkja ykkur í sorginni.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Helga Haraldsdóttir.
Hinn 18. febrúar síðastliðinn
kvöddum við systkinin Huldu
frænku okkar á gjörgæsludeild
Landspítalans. Þegar heim var
komið eftir að hafa kvatt hana í
hinsta sinn fór hugurinn á flug og
við rifjuðum upp kynni okkar af
þessari yndislegu konu, ekki bara
frænku okkar heldur einnig góðri
vinkonu. Það hefur verið mikill
samgangur með fjölskyldum okk-
ar og lykill að þeim góðu stundum
hefur verið hittingur og spjall, þá
helst á léttu nótunum enda Hulda
með einstaklega skemmtilegan
húmor. Fjölskyldur okkar hafa
ferðast mikið saman bæði erlendis
og innanlands og Hulda með ein-
lægan áhuga á okkur systkina-
börnum kom í heimsókn til okkar
sem höfum búið erlendis. Hún
vildi vita að okkur liði vel sama
hvar við vorum niður komin. Hún
var okkur öllum góð, veitti okkur
öryggi og vellíðan. Við minnumst
yndislegu stundanna sem við höf-
um átt á aðfangadag með þeim
hjónum sem hafa alltaf tekið svo
vel á móti okkur. Nú síðast stopp-
uðum við óvenju lengi og þegar við
héldum heim á leið lofuðum við
Huldu að koma fljótt aftur. Það
var alltaf svo yndislegt að koma til
Huldu og Agga og okkur fannst
þau svo lánsöm að eiga hvort ann-
að að. Þau voru alltaf svo sæt sam-
an.
Elsku Aggi okkar, hugur okkar
er hjá þér, Steinari, Atla og ykkar
fjölskyldum. Elsku mamma, þú
hefur misst svo mikið, ekki bara
systur heldur einnig þína bestu
vinkonu. Þið voruð alltaf svo mikill
styrkur hvor fyrir aðra. Þið og við
öll höfum misst mikið. Við kveðj-
um Huldu frænku með þakklæti í
huga fyrir yndisleg kynni sem
gáfu okkur svo mikið.
Ást og umhyggja fylgja skal þér,
volgan yl ég sendi frá mér.
Í ótta við kveðjulaust ferðlag heim,
á sömu stundu á leið út í geim.
Ég veit ekki hvað þú hugsar um mig,
en eitt veit ég þó, að ég elska þig.
(Karen.)
Jóhanna Steinsdóttir,
Helga Ingólfsdóttir,
Halldór Steinsson,
Hafsteinn Steinsson og
Heiða Rún Steinsdóttir.
Þegar ég sit og hugsa til þín er
það fyrsta sem kemur upp í hug-
ann hvað þú varst glæsileg, alltaf
smart og vaktir eftirtekt hvar sem
þú komst. Þú varst ljúf og indæl
og aldrei heyrði ég þig kvarta þó
að þú hafir um árabil glímt við al-
varleg veikindi. Tilhugsunin um
dauðann er þó einhvern veginn
svo fjarlæg og þegar kallið kemur
er maður aldrei alveg tilbúinn.
Fyrir mér er enn hálf-óraunveru-
legt að þú skulir vera farin og til-
hugsunin erfið en ég veit að þú ert
á góðum stað.
Ég er fegin að hafa hitt þig fyr-
ir ekki svo löngu síðan þegar þið
Agnar voruð að flytja. Við kvödd-
umst með faðmlagi, kossi og þess-
um orðum:… komdu svo endilega
í kaffi fljótlega. Ef ég hefði vitað
að þetta væri í síðasta sinn sem ég
hitti þig hefði ég notað tímann bet-
ur, faðmað þig meira og látið þig
vita hvað mér þætti vænt um þig.
En minningarnar lifa og ég á alltaf
eftir að hugsa til þín með bros á
vör þegar ég set í þurrkarann.
Elsku Agnar, Steinar Geir, Atli
og fjölskyldur, megi Guð gefa
ykkur styrk á þessum erfiðu tím-
um. Þið verðið í huga mínum og
bænum.
Elín og Karl.
Við hjónin kynntumst Huldu
fljótlega eftir að Agnar gekk í fé-
lagið Akóges í Reykjavík. Í þessi
rúmu þrjátíu ár höfum við notið
félagsskapar hvert annars í
skemmtilegum ferðalögum sem
við höfum annað hvort farið með
Akóges eða á eigin vegum ásamt
öðrum góðum vinum. Einnig eru
árshátíðir Akóges og aðrar sam-
komur okkar vinanna eftirminni-
legar og ekki síst þorrablótin sem
við skiptumst á að halda í mörg ár.
Hulda var einstaklega þægileg
í allri umgengni, glaðlynd, bein-
skeytt og bráðskemmtileg. Hún
var mjög ákveðin og breytti að-
stæðum ef henni sýndist svo, og
gott dæmi um það er þegar hún
breytti einu þorrablóti í kalkún-
aveislu án þess að láta væntanlega
þorrablótsgesti vita fyrirfram.
Vakti þetta mikla kátínu og gleði.
Hún var mjög umburðarlynd
við Munda sinn, eins og hún kall-
aði Agnar stundum, og er minn-
isstætt þegar í ljós kom að tjald-
súlurnar höfðu gleymst heima er
tjaldað skyldi lengst austur á
landi, en ekki skipti hún skapi
heldur gerði bara grín að öllu
saman. Eða þegar umræður voru
um að gott væri að hafa ferðakló-
sett með í „rúgbrauðunum“ sem
voru okkar ferðabílar á þeim tíma.
„Já, væri ekki bara fínt að stilla
því upp við hliðina á kæliboxinu,
ha?“ skaut hún þá inn í. Þar með
var það útrætt mál og mikið hleg-
ið.
Við hjónin höfum fylgst með
veikindum Huldu eins og hægt
hefur verið undanfarin ár og við
samhryggjumst Agnari, Steinari
og Atla og þeirra fjölskyldum inni-
lega. Megi minning um mæta
konu verða þeim huggun í harmi.
Eiríkur og Hulda.
Það er svo mikilvægt í lífinu að
eiga góða vini.
Ég var svo heppin að eiga
Huldu að vini í um það bil 50 ár.
Við kynntumst fyrst er við unnum
saman í mjólkurbúð þá 15-16 ára
og síðan fórum við báðar að vinna
á skrifstofu Mjólkursamsölunnar.
Við leigðum saman íbúð í nokkurn
tíma eða þar til hún og Agnar fóru
að búa saman. Hún var heppin
þegar hún kynntist Agnari eða
honum „Guðmundi sínum“ eins og
hún kallaði hann stundum. Hann
er mikill sómamaður og hefur
Hulda
Hafsteinsdóttir
✝ Ragnar Sig-urgeirsson
fæddist á Akureyri
27. júní 1942. Hann
lést á bráða-
móttöku Landspít-
alans 18. febrúar
2014.
Foreldrar hans
voru Sigurgeir
Guðmundsson, f.
20. júní 1916, d. 3.
október 1979, og
Þóra Ingibjörg Sigurjónsdóttir,
f. 7. apríl 1916, d. 13. nóvember
1966. Systkini Ragnars eru Jón-
ína Guðbjörg, f. 2. ágúst 1937,
Guðjón Ingvar, f. 30. júní 1939,
Sigurjón Eðvarð, f. 8. ágúst
1940, Ingunn Elísabet, f. 18. maí
1944, Ólöf Stefanía, f. 20. júní
1945, Hildur Björk, f. 29. janúar
1947, Agnes, f. 6. desember
1948, Ragnheiður, f. 4. nóv-
ember 1950, og Sigmundur
Brynjar, f. 23. maí 1958. Barns-
móðir Ragnars var Margrét
Þorláksdóttir, f. 20. desember
1940, d. 18. janúar 1990, en þau
áttu saman einn son, Þorlák, f.
12. september 1961. Kona hans
er Álfhildur Hjördís Jónsdóttir,
desember 1970. Börn þeirra eru
Alda Björk, f. 29. júní 1996, og
Arnar Logi, f. 26. janúar 2004.
Eftirlifandi sambýliskona Ragn-
ars er Lilja Tómasdóttir, f. 30.
mars 1943. Dætur Lilju af fyrra
hjónabandi eru Inga, f. 30. sept-
ember 1966, Hrefna, f. 5. febr-
úar 1971, og Ásta Jóna, f. 11.
maí 1977.
Ragnar ólst upp á Akureyri
en dvaldi flest sumur á Kálf-
borgará í Bárðardal. Hann var
lærður vélvirki. Ragnar flutti til
Vestmannaeyja árið 1962 þar
sem hann starfaði við sjó-
mennsku, vélvirkjun og járn-
smíði en lengst af starfaði hann
sem vélamaður í frystihúsinu
Eyjabergi. Einnig var hann með
verslunarrekstur í Friðarhafn-
arskýlinu í fáein ár. Árið 1982
flutti hann til Reykjavíkur og
hóf fljótlega störf í Álverinu í
Straumsvík þar sem hann starf-
aði í 27 ár, en hætti þar störfum
sökum aldurs. Síðstu árin var
hann í hlutastarfi í heildverslun
sonar síns.
Útför Ragnars fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 28. febr-
úar 2014 kl. 13.
f. 4. maí 1944. Dótt-
ir þeirra er Mar-
grét Erla, f. 10.
október 1982. Fyrir
átti Álfhildur 4
börn, Helenu, f. 1.
janúar 1964, Björg-
vin Þór, f. 21. nóv-
ember 1965, Einar
Óðinn, f. 29. nóv-
ember 1971, og
Lindu Dögg, f. 27.
ágúst 1974. Ragnar
kvæntist hinn 3. ágúst 1963
Svanhildi Sigurðardóttur, f. 16.
febrúar 1945. Þau skildu. Börn
þeirra eru: 1) Helena, f. 20.
október 1962, búsett í Kaup-
mannahöfn. Börn hennar eru
Lilja, f. 7. desember 1980, Stef-
án Björn, f. 15. október 1994 og
Axel Örn, f. 22. janúar 1997, 2)
Hjalti Þór, f. 6. apríl 1965. Kona
Hjalta er Kristrún Hauksdóttir,
f. 14. júní 1964. Börn þeirra eru
Davíð Þór, f. 3. júní 1983, Daní-
el Þór, f. 14. febrúar 1985, Dag-
mar Ýr, f. 29. maí 1987, Svan-
hildur, f. 3 júlí 1989 og Danival
Snær, f. 15. september 1994. 3)
Andri, f. 9. apríl 1968. Kona
Andra er Rósa Ólafsdóttir, f. 6.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Guð geymi þig, elsku pabbi,
tengdapabbi og afi.
Andri, Rósa og börn.
Mágur minn og vinur, Ragnar
Sigurgeirsson, er látinn eftir erf-
ið veikindi og við vinir hans og
ættingjar syrgjum óvenju góðan
dreng, sem gat glatt okkur og
hresst með sínu kraftmikla eðli;
hressileika sem átti engan sinn
líka.
Ragnar var fæddur á Akureyri
og var lengi til sjós og fór til Vest-
mannaeyja og bjó þar um hríð.
Hann var kominn í land þegar
gosið mikla kom í Eyjum, en
hann fór ekki til fastalandsins
eins og flestir heldur varð eftir til
að hreinsa og taka til og bjarga
verðmætum.
Ragnar skilur eftir ótal góðar
minningar um óvenju góðan og
hjálpsaman dreng, sem var ekki
verkhræddur og réðst á verkefn-
ið með krafti, sem var oft sam-
fara kunnáttu hans og verksviti.
Ragnar var góður vinur vina
sinna, enda vinmargur og eiga
margir góðar minningar um
þennan góða dreng. Ragnar hafði
áveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum og hafði unun af að
rökræða og gerðist þá oftar en
ekki andsnúinn skoðunum við-
mælanda síns til að fá fram rök-
ræður um hlutina.
Við Ragnar horfðum oft á
enska boltann saman og fengum
okkur stundum bjórglas og höfð-
um góða stund. Hann var stuðn-
ingsmaður Liverpool en ég fylgdi
Man. United. Var oft glatt á
hjalla hjá okkur á þessum stund-
um.
Rangar bjó síðustu árin á
Skúlagötu 20, í íbúð sem hann
keypti og gerði hlýlega eins og
hans var von og vísa. Nokkrum
mánuðum eftir að hann hafði
keypt þessa íbúð var Ragnar kos-
inn í húsnefnd, því menn höfðu
fljótlega uppgötvað að þar fór
maður sem hafði vit á hvernig
ætti að halda húsinu við og hvað
þyrfti að laga og eða gera við með
sem minnstum tilkostnaði. Þann-
ig var Ragnar. Ég sakna Ragn-
ars, en geymi ljúfar minningar
um góðan dreng.
Blessuð sé minning Ragnars
Sigurgeirssonar.
Gunnar Gunnarsson.
Ragnar Sigurgeirsson