Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld verk-
ið Svanir skilja ekki eftir Auði Övu
Ólafsdóttur, skáldsagnahöfund, og er
þetta annað leikverk Auðar en hún
sló í gegn með verki sínu Svartur
hundur prestsins sem frumsýnt varið
árið 2011 og var
tilnefnt til Grím-
unnar. Áður en
Auður snéri sér
að leikhúsinu
hafði hún
fyrir löngu fest
sig í sessi sem far-
sæll rithöfundur
en fyrsta skáld-
saga hennar Upp-
hækkuð jörð kom
út árið 1998. Þá
hlaut hún bókmenntaverðlaun Tóm-
asar Guðmundssonar árið 2004 fyrir
bókina Rigning í nóvember og var til-
nefnd til Bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs fyrir Afleggjarinn.
Gamaldags nýgræðingur
Nýja verk Auðar var ekki lengi í
fæðingu en tæpt ár er síðan hún hóf
vinnu við það. „Aðdragandinn var
ekki langur að verkinu og ég skrifaði
það á mjög skömmum tíma yfir
páskana í fyrra,“ segir Auður en hún
lýsir sér sem gamaldags nýgræðingi
enda kýs hún að skila handritum til-
búnum í einum blaðabunka.
„Örlitlar breytingar voru gerðar á
handritinu eftir að ég heyrði leikara
lesa upp leikritið fyrir mig í sumar en
eftir það læt ég mig hverfa og kom
ekki að því aftur fyrr en mér var boð-
ið á æfingar núna í lokavikunni. Ég sé
mig því sem svona gamaldags ný-
græðing á þessu sviði.“
Charlotte Böving leikstýrir verk-
inu og er Auður ánægð með útfærslu
hennar á því. „Um leið og ég sá
hvernig Charlotte ætlaði að vinna
sýninguna var ég viss um að verkið
væri í góðum höndum og gat stigið til
hliðar sátt enda mínu hlutverki lokið
og mikilvægt að gefa leikurunum og
leikstjóranum svigrúm til að gera
verkið að sínu, án þess að ég væri að
þvælast fyrir þeim,“ segir Auður og
bætir við að hún hafi verið bæði
snortin og ánægð þegar hún sá af-
rakstur leikhópsins.
Mótsagnakenndar væntingar
Svanir skilja ekki er verk um und-
arlegt eðli hjónabandsins en Auður
segir hjónabandið vera merkilegt fyr-
irbæri. „Hvernig fer óskylt fólk að því
að búa saman í sömu íbúð, deila sama
rúmi og kvöldmat í mörg ár og samt
tekst þetta nábýli í svo mörg skipti,“
spyr Auður sem reynir að nálgast
þessar spurningar í verkinu en það
fjallar um hjón sem leita til sálfræð-
ings vegna unglingssonar þeirra sem
neitar að taka niður húfuna við mat-
arborðið og geymir úðabrúsa undir
rúminu sínu. Sálfræðingurinn stingur
þá upp á óhefðbundinni meðferð.
Auður segist vera með verkinu að
velta fyrir sér mótsagnakenndum
væntingum sem fólk gerir til maka
sinna. „Þær eru flóknar þarfir mann-
skepnunnar og líklega gerir fólk að
jafnaði ekki jafn mótsagnakenndar
væntingar til annarra og það gerir til
maka síns. Ég varð strax vör við
þetta þegar ég skoðaði uppbyggingu
samtala fólks sem tengist tilfinn-
ingaböndum en þá komst ég að því
hvað slík samtöl eru merkilega órök-
rétt,“ segir Auður og bendir á að slík
samtöl snúist oftast ekki um að kom-
ast að niðurstöðu. „Margt annað en
orð búa til merkingu í samskiptum
fólks. Ég reyni að endurspegla það
með líkamlegum þætti verksins eins
og dansi.“
Tengist mörgum listformum
Erfitt getur reynst að fara úr því
að skrifa skáldsögur yfir í handrit
fyrir leikhús eða kvikmyndir. Auður
hafði haslað sér völl sem rithöfundur
áður en hún tók sig til að skrifa leik-
verkið Svartur hundur prestsins sem
fékk góða dóma. „Það er alls ekki
sjálfgefið að skáldsagnahöfundur geti
skrifað gott handrit fyrir leikhús eða
handritahöfundur skrifað skáldsögu.
Þetta eru gjörólík form þar sem upp-
lýsingum er komið til skila með mis-
munandi hætti,“ segir Auður. Sjálfri
finnst henni þó ekki erfitt að vinna að
skáldsögu og handriti fyrir leikhús á
sama tíma.
Hún viðurkennir þó að leikhúsið
kalli örlítið meira til hennar núna,
enda spennandi form sem tengir
saman mörg listform. „Ég flétta
dansinn til að mynda inn í nýja verkið
og vann þann hluta með danshöfund-
inum Melkorku Sigríði Magn-
úsdóttur,“ sem er dóttir hennar. Auð-
ur kveðst í framhaldinu stefna á að
eyða meiri tíma í að sinna ritstörfum
sínum, ásamt því að kenna listfræði
við Háskóla Íslands.
Rýnt í eðli hjónabandsins
Þjóðleikhúsið frumsýnir nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur í kvöld Undarlegt eðli hjónabands-
ins er skoðað í verkinu og líkamleg tjáning Höfundurinn kveðst vera gamaldags nýgræðingur
Hjónabandið Svanir skilja ekki fjallar um undarlegt eðli hjónabandsins en verkið er frumsýnt í kvöld.
Auður Ava
Ólafsdóttir
Charlotte Bøving er leikstjóri verksins Svanir skilja ekki en hún lauk
leiklistarnámi við leiklistarskólann í Árósum árið 1992. Hún hefur leik-
stýrt og framleitt nokkur verk á Íslandi m.a. Mamma mamma í Hafn-
arfjarðaleikhúsinu.
Auður hefur ekki áður unnið með Charlotte en er gífurlega ánægð
með leikstjórn hennar. Þegar Charlotte fékk boð um að leika í stór-
myndinni Everest eftir Baltasar Kormák hvatti Auður Ava hana strax til
að stökka á tækifærið enda ekki á hverjum degi sem færi gefst að klífa
Everest í stórmynd.
„Það er eftirsjá að Charlotte en verkið er í góðum höndum Benedikt
Erlingssonar, eiginmanns Charlotte,“ segir Auður og er ánægð með að
leikstjórnin haldist innan fjölskyldunnar.
Leikstjórinn klífur Everest
ÚR HARKINU HEIMA Á TINDINN Í HOLLYWOOD
Mennta- og menningarmálaráð-
herra hefur í fyrsta skipti að tillögu
safnaráðs veitt 39 menningarminja-,
náttúru- og listasöfnum viðurkenn-
ingu samkvæmt nýjum safnalögum.
Markmiðið með viðurkenningu
safna er að taka af öll tvímæli um
stöðu þeirra, skyldur og samfélags-
lega ábyrgð.
Meðal skilyrða fyrir viðurkenn-
ingu er að eigandi safnsins tryggi
safninu fjárhagsgrundvöll fyrir eðli-
lega starfsemi, að safnið starfi eftir
stofnskrá, skrái safnkost sinn í
gagnagrunn sem uppfyllir skilmála
safnaráðs og standist öryggiskröfur
ráðsins. Sömuleiðis eru gerðar kröf-
ur um menntun eða hæfni forstöðu-
manns, að safnið sinni faglegu starfi
og taki á móti skólanemum án end-
urgjalds.
Þessi söfn hlutu viðurkenningu:
byggðasöfn Árnesinga, Borg-
arfjarðar, Hafnarfjarðar, Húnvetn-
inga og Strandamanna, Reykjanes-
bæjar, Skagfirðinga, Snæfellinga og
Hnappdæla; byggðasöfnin Görðum,
Hvoll og í Skógum; Flugsafn Ís-
lands, Gljúfrasteinn – hús skáldsins;
Grasagarður Reykjavíkur; Hafn-
arborg; Heimilisiðnaðarsafnið;
Hönnunarsafn Íslands, Landbún-
aðarsafn Íslands; listasöfn ASÍ, Ár-
nesinga, Kópavogs-Gerðarsafn,
Reykjanesbæjar, og Reykjavíkur;
Ljósmyndasafn Reykjavíkur, menn-
ingarmiðstöðvar Hornafjarðar og
Þingeyinga; minjasöfn Austurlands,
Egils Ólafssonar, Reykjavíkur og á
Akureyri; Náttúrufræðistofa Kópa-
vogs; Nýlistasafnið; Sagnheimar;
Síldarminjasafn Íslands; Sæheimar;
Tónlistarsafn Íslands; Tækniminja-
safn Austurlands og Víkin.
Morgunblaðið/Sverrir
Ábyrgð Gestir skoða kúluskít í Náttúrufræðistofu Kópavogs sem er ein
þeirra stofnana sem fá viðurkenningu samkvæmt nýjum safnalögum.
Söfn fá viðurkenningu
HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18
FRÁBÆR TILBOÐ
Í GANGI
SJÓNMÆLINGAR
MIKIÐ ÚRVAL AF
UMGJÖRÐUM
SJÓNMÆLINGAR
LINSUMÁTANIR
TRAUS
T
OG GÓ
Ð
ÞJÓNU
STA
Í 17 ÁR