Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014
LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 | SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660
Verslunin í
Spönginni
LOKAR
– allt á að seljast
SILFUR
50% afsláttur
GULL
30% afsláttur
ÚR
50% af
sláttur
DKNY
- Casio
- Fossil
- Diese
l
Á fallegum og notalegum stað
á 5. hæð Perlunnar
Aðeins 2.150 kr. á mann
Næg bílastæði
ERFIDRYKKJUR
Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is
Pantanir
í síma
562 0200
Gísli Einarsson fjölmiðlamaður
hlaut í gær viðurkenninguna
„brautryðjandinn 2014“ á ársfundi
Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Viðurkenningin er veitt fyrir
framúrskarandi atorku og hugvit á
sviði verðmæta- og nýsköpunar,
segir í tilkynningu. Þetta er í ann-
að sinn sem viðurkenningin er
veitt, en viðurkenningin 2013 kom
í hlut Siglfirðingsins og athafna-
mannsins Róberts Guðfinnssonar
fyrir lofsvert framtak og uppbygg-
ingu í Siglufirði síðustu ár. „Gísli
hefur á sinn einlæga hátt náð vel
inn á heimili landsmanna með efni,
sem ég held að við höfum öll áhuga
á. Það eru oft jákvæðu fréttirnar
af hugvitsmönnunum sem eru að
koma fram með alls konar nýstár-
legar lausnir, af fyrirtækjum sem
eru að feta nýjar slóðir t.d. með
nýstárlegri nýtingu hráefna og af
almenningi alls staðar af að land-
inu sem er að vinna á jákvæðan
hátt við það að auka lífsgæðin í
landinu,“ sagði Sigríður Ingv-
arsdóttir, framkvæmdastjóri Ný-
sköpunarmiðstöðvar Íslands, við
afhendinguna.
Verðlaun Gísli ásamt þeim Sigríði Ingvarsdóttur, framkvæmdastjóra Ný-
sköpunarmiðstöðvar Íslands, og Þorsteini Inga Sigfússyni forstjóra.
Gísli verðlaunaður
Útnefndur brautryðjandi ársins
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Landgræðslustjóri á von á einhverjum tilboðum í
nýtingu reka af fjörum jarða í umsjá Land-
græðslunnar í Meðallandi. Tilboð verða opnuð í
dag í Gunnarsholti.
„Landgræðslan leggur áherslu á, sem lið í
góðri stjórnsýslu, að halda til haga og nýta hlunn-
indi í eigu stofnunarinnar,“ segir Sveinn Runólfs-
son landgræðslustjóri.
Eignaðist jarðir
Á fyrri hluta síðustu aldar sótti foksandur
harkalega að byggðinni í Meðallandi. Sand-
græðslan tók við uppgræðslu landsins. Þá giltu
þau lög að Sandgræðslan þyrfti að eignast upp-
græðslulandið til unnt væri að girða það af og
friða fyrir beit. Sandgræðslan og síðar Land-
græðslan hafa fengið fleiri jarðir. Þessum jörðum
fylgja rekaréttindi.
Landgræðslan hefur með þessum hætti öðlast
yfirráð fyrir hönd ríkisins yfir fjölda jarða og sér-
staklega jarðahluta víða um land. Sveinn rifjar
upp að áður fyrr rak mikið á fjörurnar og reka-
staurarnir nýttust vel, bæði í hornstaura girðinga
og girðingarstaura. Oft hafi rauðvið rekið á
fjörur, væntanlega lerki frá Síberíu. Staurarnir
hafi nýst afar vel, til hafi orðið margir tugir kíló-
metra í girðingum.
Mjög hefur dregið úr reka á síðustu árum,
væntanlega vegna þess að Rússar hirða betur um
trjáviðinn sem þeir fleyta niður fljótin. Stundum
rekur þó talsvert af góðum staurum á fjörur
Meðallands.
Tilboð opnuð í dag
Landgræðslan óskar eftir verðtilboðum í að
hirða rekavið á tveimur samliggjandi fjörum,
Hnausastúf og Skarðsfjöru, en þá síðarnefndu á
ríkið að þremur fjórðu hlutum. Hnausastúfur er
talinn 475 faðmar og Skarðsfjara alls 1.769 faðm-
ar. Alls eru þessar fjörur því 4-4,5 kílómetrar að
lengd. Tilgangur útboðsins er auk þess að hirða
um eigur ríkisins, að nýta rekann í hornstaura
girðinga og selja annað.
Sveinn segist viss um að tilboð berist og vonast
til að þau verði sem hagstæðust. Samið verður
við þann sem besta boðið á. Tilboðin verða opnuð
í Gunnarsholti í dag.
Landgræðslan býður út reka
Morgunblaðið/Þorkell
Rekaviður Áður þótti rekafjaran gulls ígildi og enn sjá menn ástæðu til að ganga á reka.
Þótt reki hafi minnkað mikið í Meðallandi rekur stundum góða staura Land-
græðslan hefur hug á að gera verðmæti úr hlunninum jarða sem hún sér umSigurður Ingi Jó-hannsson, um-
hverfis- og auð-
lindaráðherra,
hefur veitt Stef-
áni Thors, ráðu-
neytisstjóra í um-
hverfis- og
auðlindaráðu-
neyti, námsleyfi
frá störfum sín-
um í ráðuneytinu
að hans ósk til eins árs frá 1. mars
nk.
Sigríður Auður Arnardóttir, skrif-
stofustjóri á skrifstofu umhverfis og
skipulags í ráðuneytinu, hefur frá
sama tíma verið sett í embætti ráðu-
neytisstjóra til eins árs.
Sigríður Auður er með embættis-
próf í lögfræði frá Háskóla Íslands.
Hún hefur starfað í ráðuneytinu frá
árinu 1998 og gegnt starfi skrif-
stofustjóra frá árinu 2003, á skrif-
stofu laga og upplýsingamála, laga
og stjórnsýslu og síðast á skrifstofu
umhverfis og skipulags. Sigríður
Auður hefur verið staðgengill ráðu-
neytisstjóra frá 2007 og var settur
ráðuneytisstjóri um tveggja mánaða
skeið árið 2013.
Sett ráðu-
neytisstjóri
Sigríður Auður
Arnardóttir