Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Tómstundir
Nýkomin sending af
plastmódelum.
Tómstundahúsið,
Bíldshöfða 18, sími 587 0600.
www.tomstundahusid.is
Finnið okkur á facebook.
Ýmislegt
!
Lok á heita potta og hitaveitu-
skeljar
Eigum einnig til á lager: 8 hyrnd lok á
Unaðsskel, Hörpuskel, Blómaskel frá
Trefjum. Snorralaug og Unnarlaug frá
Normex. Eigum einnig til á lager lok:
235x235, 217x217, 210x210,
200x200, 217x235, 217x174. Lokin
þola 1000 kg jafnaðarþunga af snjó.
Sterkustu lokin á markaðnum í dag.
Litir: Brúnt eða grátt.
www.Heitirpottar.is – sími 777 2000.
Teg. 81103 – nýr litur, frábært snið,
fæst í 70-85B og 75-90C á kr. 5.800,
buxur við á kr. 1.995.
Teg. 198879 – mjúkur, dásamlegur í
75-90CD á kr. 5.800, buxur við á
kr. 1.995.
Teg. 110915 – léttfylltur og rosa
flottur í 70-85B og 75-85C. á kr.
5.800, buxur við á kr. 1.995.
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.–föst. 10–18,
laugardaga 10–14.
Þú mætir – við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
– vertu vinur
Teg: 1501 Mjúkir og þægilegir
dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Stærðir: 36 - 42 Verð: 16.400.-
Teg: 7305 Mjúkir og þægilegir
dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Stærðir: 36 - 42. Verð: 14.685.-
Teg: 5011 Mjúkir og þægilegir
dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Stærðir: 36 - 42. Verð: 15.785.--
Teg: 7282 Mjúkir og þægilegir
dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Litir:
svart og bordo. Stærðir: 37 - 42.
Verð: 15.600.-
Teg: 171 Mjúkir og þægilegir
dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Stærðir: 36 - 42. Verð: 15.785.-
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán. – fös. 10–18,
laugardaga 10–14.
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Kíktu á heimasíðuna
lifstykkjabudin.is
Póstsendum
Fallegur
aðhalds
undir-
fatnaður
Glæsilegt úrval
Aukablað
um bíla fylgir
Morgunblaðinu
alla þriðjudaga
✝ Einar Árnason,fyrrverandi
kaupmaður, fæddist
í Vík í Mýrdal 27.
nóvember 1924.
Hann lést á Brák-
arhlíð, hjúkrunar-
og dvalarheimili í
Borgarnesi, 22.
febrúar 2014.
Foreldar hans
voru Árni Ein-
arsson, f. í Þór-
isholti í Mýrdal 9. ágúst 1896, d.
18. ágúst 1976, og Arnbjörg Sig-
urðardóttir, f. í Melshúsum á
Akranesi, 1. september 1897, d.
8. maí 1964. Bræður Einars eru
Sigurður, f. 28.10. 1921, d. 6. 11.
1969. Andrés, f. 2.3. 1926, d. 5.11.
1988, Haraldur, f. 14.2. 1930 og
Einar Arnar, f. 28.10. 1941.
Einar kvæntist Jarþrúði Guð-
mundsdóttur 22. desember 1946.
Jarþrúður er fædd 19. apríl 1925
á Þórisstöðum í Ölfusi, dáin 16.
október 2006. Foreldrar hennar
voru Guðmundur Guðmundsson
Breiðdal, f. 15. júlí 1895, d. 28.
júní 1962 og Helga Gísladóttir, f.
30. júní 1895, d. 7. apríl 1943.
Dætur Einars og Jarþrúðar eru:
manninum í Hafnarfirði og starf-
aði hann þar samfellt til 1959 er
hann varð kaupfélagsstjóri í
Vestmannaeyjum. Einar hóf að
nýju störf hjá sýslumanninum
1961 og starfaði þar til ársins
1966. Samhliða störfum hjá
Sýslumanninum, áður en hann
fór til Eyja, rak Einar Mánabar
við Strandgötu í Hafnarfirði.
Einnig rak Einar verslanirnar
Mánabúð við Suðurgötu og Mat-
arbúðina við Austurgötu. Einar
hafði mikinn áhuga á versl-
unarrekstri og rak hann útibú
Kaupfélags Hafnarfjarðar við
Smárahvamm eftir að hann hætti
hjá sýslumanninum. Um hríð
vann Einar á skattstofunni í
Hafnarfirði. Hann átti Laug-
arneskjör við Laugarnesveg um
hríð. Hann vann hjá Kaupfélagi
Saurbæjar í Dölum árin 1971 til
1972. Einar rak söluturninn
Njálsgötu til sjötugs.
Bjuggu Einar og Jarþrúður í
Hafnarfirði með hléum 1946 til
1971, eftir 1972 bjuggu þau í
Kópavogi. Einar flutti sig í íbúð í
Sunnuhlíð árið 2009 og vorið
2012 flutti hann sig í Brákarhlíð í
Borgarnesi þar sem Arna dóttir
hans býr.
Útförin verður gerð frá
Hjallakirkju í Kópavogi í dag, 28.
febrúar 2014, kl 13.
1) Helga, f. 1.4.
1949, maki Karl
Magnús Krist-
jánsson, f. 30.4.
1948, börn þeirra
eru a. Guðrún, f.
27.4. 1969, maki
Einar Sveinbjörns-
son, börn Hólm-
fríður Frostadóttir
og Ísak Helgi Ein-
arsson. Sambýlis-
maður Hólmfríðar
er Bjarki Geirdal Guðfinnsson. b.
Erla, f. 17.2. 1972, sonur Óðinn
Karl Skúlason, c. Jarþrúður, f.
19.3. 1979, maki Logi Hilm-
arsson, synir Kristján Gabríel
Skúlason og Úlfur Lucas Loga-
son, d. Einar, f. 5.11. 1981, d.
20.8. 2001. 2) Arna, f. 11.12. 1957,
d.12.8. 1960. 3) Arna, f. 6. apríl
1963, maki Konráð Konráðsson,
f. 19.2. 1963, börn þeirra eru a.
Salóme, f. 12.10. 1991, b. Árni, f.
10.6. 1993, c. Einar, f. 16.2. 1996.
Einar ólst upp í Vík í Mýrdal,
fór í Flensborgarskólann í Hafn-
arfirði og lauk prófi frá Sam-
vinnuskólanum vorið 1946. Eftir
að Einar lauk Samvinnuskól-
anum hóf hann störf hjá sýslu-
Ég kynntist Einari tengdaföð-
ur mínum þegar hann hafði lokið
um 20 ára starfsferli hjá Sýslu-
manninum í Hafnarfirði. Hann
vann nú við útibú Kaupfélags
Hafnarfjarðar.
Vann ég hjá honum í Hafnar-
firði í jólaösinni í tvö skipti. Einar
var vinnusamur maður með mik-
inn sjálfsaga. Ég kynntist því þá
að hann var góður vinnuveitandi
og vinsæll meðal viðskiptavina.
Heima var hann oft fámáll.
Smám saman áttaði ég mig á því
að hann var með harða skel í kjöl-
far skyndilegs láts tæplega
þriggja ára dóttur og fáum árum
síðar láts 14 ára bróðursonar af
hörmulegum slysförum en fjöl-
skylda hans bjó þá í sama húsi.
Þetta var aldrei rætt.
Einar hafði mikla frásagnar-
hæfileika og stálminni. Hann
miðlaði sífellt meira af þessari
gáfu sinni er árin liðu. Á efri árum
Einars fórum við í saman í ferðir
um landið. Hann starfaði hjá sím-
anum frá fermingu fram um tví-
tugt. Fór vestur um land, norður
á strandir, um Skagafjörð og allt
að Grímsstöðum á fjöllum. Á ferð-
um um gamlar slóðir sagði hann
sögur af stöðum, atvikum og fólki
sem hann kynntist. Einar spilaði á
harmóniku á böllum í Vík og einn-
ig þar sem farið var með síman-
um. Sagði frá skemmtilegum at-
vikum á böllunum. Snilldarleg var
nákvæm frásögn af því er hann
gerði við löngu bilað orgelið í
kirkju Jóns á Möðrudal með vír úr
girðingunni.
Í daglegum ökuferðum
hjónanna var athyglisgáfan í góðu
lagi, umhverfið og náttúran í
kring skoðuð. Hann hélt enn
áfram daglegum ökuferðum,
löngum og stuttum, er hann var
orðinn einn.
Einar hafði mikla ánægju af
nytjaveiðum, veiddi lunda í Álfsey
í Vestmannaeyjum og Andrésey
við Kjalarnes. Gekk í Krýsuvík-
urbjarg og víðar til eggjatínslu og
veiddi fýl í Mýrdal. Ávallt var
þess gætt að eiga saltan fýl í
tunnu að hausti.
Eftirminnilegur er bókalestur
síðustu æviárin. Heilu bókasöfnin
höfðu verið geymd til elliáranna.
Næstsíðasta árið las hann tvo
hillumetra af fornaldarsögum og
fleiri bókum. Lestrinum lauk
fáum mánuðum fyrir andlátið.
Söfnin upplesin.
Einar er kvaddur með þökk
fyrir samfylgd sem aldrei bar
skugga á.
Karl Magnús Kristjánsson.
Fyrsta minningin mín tengist
Einari afa. Það var morgunn og
ég lá nývöknuð í rimlarúmi við
hliðina á rúmi ömmu og afa. Fyrir
ofan mig sá ég afa liggjandi í rúm-
inu og var hann að slá með fingr-
unum í rúmgaflinn. Þegar negl-
urnar lentu á viðnum kom
skemmtilegt, taktfast hljóð því
hann endurtók þessa hreyfingu í
sífellu. Hljóðið heillaði mig svo að
þar sem ég lá reyndi ég að gera
eins. Sló fingurgómunum í minn
rúmgafl, taktfast, en ekkert
heyrðist, mér til mikils ama. En í
minningunni þá tók ég eftir að afa
fannst eitthvað skemmtilegt við
þessar tilraunir mínar. Líklega
hefur skemmtunin hans falist í því
að ég, agnarögnin, var að reyna að
gera eins og hann. Að vissu leyti
er þetta stutta minningarbrot lýs-
andi fyrir samskipti okkar afa.
Það þurfti aldrei mörg orð, enda
kjaftaði nú ekki endilega alltaf á
honum hver tuska. Þegar ég svo
eltist aðeins gat ég setið tímunum
saman og fylgst með afa leggja
kapal og fannst hann ótrúlega
fimur við að færa langar runur af
spilum fram og til baka án þess að
runan færi úr skorðum. Ég horfði
og lærði án þess að hann þyrfti að
segja mikið en ég var alltaf sann-
færð um að honum þætti mjög
vænt um að hafa mig nálægt. Þeg-
ar ég eltist áttum við áfram þessi
tengsl. Samskipti sem fólust ekk-
ert endilega í löngum samtölum
(þau átti ég við ömmu) heldur í
augntilliti, brosi, hnitmiðuðum
setningum en umfram allt sam-
þykki um að við værum í sama lið-
inu.
Þegar andlátsdagur afa leið að
kvöldi og ég smám saman áttaði
mig á því að hann væri endanlega
farinn út þessu lífi fylltist ég sökn-
uði og tómleika. Eftir því sem ég
sjálf eldist geri ég mér alltaf betur
grein fyrir því hvað fólkið mitt
skiptir miklu máli. Þau þurfa ekk-
ert endilega að vera í stöðugu
sambandi því það eitt að vita af
því að það er fólk þarna úti sem
þykir vænt um mig, nokkuð skil-
yrðislaust, er það sem heldur mér
gangandi. Ekki bara þegar allt fer
úrskeiðis og erfiðleikar knýja
dyra heldur tel ég þessa misstóru
skammta af væntumþykju vera
undirlagið og byggingarefnið í til-
verunni. Við erum svo lítið án
kærleika og öll miðlun á kærleika
skiptir máli, hvort sem hann er
tjáður í orðum, látbragði eða
augntilliti. Það er erfitt þegar fer
að fækka í liðinu og ég fyllist mik-
illi sorg við að horfa á eftir mann-
eskju sem var hluti af undirlaginu
mínu og stoð í lífinu. Afi var hins
vegar tilbúinn að kveðja og ég veit
að hvíldin var honum kærkomin.
Söknuði getur þó fylgt þakklæti
og sorgin helst oft í hendur við
gleðina því við horfum á eftir ein-
hverju sem var hluti af lífinu.
Hluta sem er horfinn en heldur
áfram að vera til gegnum okkur
sem lifum áfram. Í söknuðinum
getum við því upplifað drifkraft
og áminningu um að vera þakklát
fyrir það sem er, þau hin sem eru
enn til staðar. Ég vil því þakka afa
fyrir komuna inn í mitt líf og að
hafa alltaf staðið með mér.
„En nú varir trú, von og kær-
leikur, þetta þrennt, en þeirra er
kærleikurinn mestur.“ (1. Kor.
13.13)
Erla Karlsdóttir.
Einar Árnason
Jón Ingi og Sæmundur
með risaskor
Spilað var á 17 borðum í Gullsmára fimmtu-
daginn 20. febrúar.
Úrslit í N/S:
Guðlaugur Nielsen – Pétur Antonss 319
Sigtryggur Ellertss. – Tómas Sigurðss 313
Samúel Guðmss. – Jón Hannesson 309
Gunnar Sigurbjss. – Sigurður Gunnlss. 297
Gróa Jónatansd. – Kristm. Halldórsson 291
A/V:
Jón I. Ragnarss. – Sæmundur Árnason 367
Björn Péturss. – Valdimar Ásmundss. 314
Guðbjörg Gíslad. – Sigurður Sigurðss. 309
Ágúst Vilhelmsson – Kári Jónsson 296
Óskar Ólas. – Magnús Marteinss. 286
Skor þeirra Jóns Inga og Sæmundar er rétt
um 70%.
Spilað var á 16 borðum í Gullsmára mánu-
daginn 24. febrúar.Úrslit í N/S:
Jón Stefánsson - Viðar Valdimarss. 317
Sigurður Gunnls. - Gunnar Sigurbjss. 316
Jónína Pálsd. - Þorleifur Þórarinsson 302
Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðars. 301
Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonss. 298
A/V
Jón I. Ragnarss. - Sæmundur Árnason 329
Gunnar Alexanderss . -Elís Helgason 328
Ágúst Vilhelmsson - Kári Jónsson 326
Hrólfur Gunnarss. - Gunnar M. Hansson 304
Einar Kristinss. - Hinrik Lárusson 290
Spilað er alla mánudaga og fimmtudaga í
Gullsmára og hefst spilamennska kl. 13.
BRIDS
Umsjón Arnór G. Ragnarsson