Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 46
Úttekt 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.2. 2014 Spáðu í mig SPÁMIÐLAR OG LÆKNAMIÐLAR. HVAÐ GERA ÞEIR? HVAÐAN KOMA ÞEIR? HVERNIG STARFA ÞEIR? FJÓRIR ÍSLENSKIR MIÐLAR SEM HAFA VAKIÐ ATHYGLI HÉRLENDIS, Á ÖLLUM ALDRI OG ÚR MISMUNANDI UMHVERFI, SEGJA SÖGU SÍNA Á NÆSTU BLAÐSÍÐUM. Texti: Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Ljósmyndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is B urtséð frá því hvað fólki finnst um miðla og spákonur, hvort þau hafi yfirnátt- úrlega hæfileika eða ekki, þá hafa slíkir einstaklingar lifað með þjóðinni frá því að land byggðist. Fyrsta spákonan okkar er jafnan talin vera landnámskonan Þórdís á Spákonufelli á Skagaströnd sem var sögð framsýn og forvitur. Hér á landi, rétt undir yfirborðinu, ganga sögur af spákonum og miðlum sem fólki finnst það hafa reynt að góðu, hvort sem er spádómum eða einhvers konar styrk og hjálp. Sumir verða hálfgerðar goðsögur á kaffistofum landsmanna og aðrir fá skömm í hatt- inn fyrir að hitta ekki á naglann. Hrönn Friðriksdóttir segir í viðtali hér að neðan að hún telji þá endast stutt í faginu sem fari með fleipur því íslenskt samfélag sé svo lítið og allt spyrjist út. Hún segist jafnframt skilja fjölmargar efasemdaraddir. Hins vegar verður ekki litið framhjá því að margt er óútskýrt í þessari tilveru og marga rekur í rogastans þegar fréttir birtast þess efnis að stofnanir eins og sænska lögreglan fái spákonur og miðla til að taka þátt í rannsóknum mála. Slíkt hefur reyndar lengi tíðkast og í danska blaðinu Nation- altidende birtist grein árið 1949 þar sem sagt var frá íslenskri spákonu sem aðstoðað hefði rannsóknarlögregluna í Kaupmannahöfn við að leysa morðmál. Nafni konunnar, sem lýst var sem aldraðri og gráhærðri, var haldið leyndu en í fréttinni var sagt frá því að danska lög- reglan hefði þá leitað til danskra spákvenna með engum árangri áður en þeir hittu þá ís- lensku. Hér á eftir fara viðtöl við fjóra íslenska miðla sem segja sögu sína og hvernig þeir hafa upplifað starf sitt. Í myndasafni Morgunblaðsins er fjölmargar forvitnilegar myndir að finna og þessa rak á fjörur við vinnslu greinarinnar. Myndin er tekin á miðilsfundi sem einn þekktasti miðill síðustu aldar, Haf- steinn Björnsson, leiddi en hann lést árið 1977. Hafsteinn er sá með hin sérstöku dökku gleraugu. Bíbí Ísabella Ólafsdóttir var 7 ára þegarfór að bera á að hún sá eitthvað semaðrir sáu ekki. Eftirminnileg er henni minning þegar hún fékk sýn um miðja nótt þar sem hún horfði á föður sinn fara út af vegi í olíubíl sem hann keyrði þá fyrir Esso. Bíbí tilkynnti móður sinni þetta sem brá við og rak hana inn í rúm. Morguninn eftir var barið að dyrum á heimilinu og móður hennar tilkynnt að slíkt slys sem Bíbí sá hefði átt sér stað. Bíbí segist hafa upplifað það eins og þetta væri henni að kenna. „Þetta er sú minning sem er mér svona mest ljóslifandi af því þetta var svo mikið áfall. Þarnæsta dag fór mamma með mig á spítalann og pabbi var allur vafinn í rúmi. Ég hélt mig alveg úti í horni og horfði á hann og hugsaði með mér hvað ég væri eig- inlega búin að gera við pabba. Eftir þetta var ég alltaf að sjá eitthvað og lenda í ein- hverju sem olli mér kvíða og vandræðum.“ Voru eða eru fleiri en þú í fjölskyldunni sem hafa reynt svipaða hluti? „Einn bróðir minn var nú þekktur fyrir annars konar hluti en þeir voru samt sprottnir af því sama. Hann var kraftakarl, hét Reynir Örn Leósson, og braust meðal annars út úr fangelsinu í Keflavík og sleit keðjur og eitthvað slíkt. Hann hafði einhvers konar ofurafl. Mamma var mjög næm og vissi hluti.“ Þá er forfaðir Bíbíar eldklerk- urinn Jón Steingrímsson sem kunnastur er fyrir eldmessuna er hann flutti í miðjum Skaftáreldum sem sögð er hafa valdið því að hraunstraumur stöðvaðist. Bíbí segist aldrei hafa verið sátt við það að vera skyggn. Hún hafi orðið að sætta sig við það. „Ég gaf loforð á endanum og hætti að streitast á móti. Dóttir mín lenti í því að vera næstum dáin ungbarnadauða. Um tíma var mjög tvísýnt með barnið og ég bað og bað til guðs og lofaði því um leið að ef hún fengi að lifa og vera heilbrigð skyldi ég aldr- ei neita neinu sem ég væri beðin um, hversu erfitt sem mér þætti það. Og ég skyldi ganga þann veg að reyna að sýna fram á að lífið væri meira en það sem fólk sæi al- mennt. Þetta var árið 1989. Ég hef því látið mig hafa það að fara í sjónvarp og blöð og aldrei þorað að segja nei eftir þetta.“ Hvernig breyttist lífið þarna? „Það breyttist þannig að ég hætti að skammast mín fyrir það þótt ég sæi eitthvað. Ég kalla mig bara Nokia-farsíma sem reynd- ar vantar minniskubb í,“ segir Bíbí og hlær. „Ég vil meina að það sé ekkert dularfullt við þetta. Ég hef orkusýn, sé til dæmis þegar ljósgeislinn kemur úr farsímanum. Ég sé mikla liti í kringum fólk. Þetta er bara orka vil ég meina.“ Litir standa fyrir hæfileika Er fólk með margbreytilega liti? „Já. Ég átti 10 systkini og ekkert þeirra var eins á litinn. Ég vil meina að litirnir standi fyrir hæfileikana. Ég get oft á tíðum séð á hvaða línu fólk er á út frá litnum, hvers konar starf hentar því. Litirnir breyt- ast ekki í grunninn með aldrinum en þegar fólk reiðist til dæmis sér maður allt verða eldrautt fyrir ofan kollinn á því. Þegar fólk verður afbrýðisamt sveipar neongrænt ský sig um það. Enda er oft talað um að fólk verði grænt af öfund og rautt af reiði. Þegar ég fór í fyrsta skipti í flugvél, 17 ára gömul, og vélin hoppaði eitthvað varð ég dauðhrædd því mér fannst að það kviknaði í einhverjum sætum. En þetta var þá bara hræðsla sem kom eins og eldur upp úr kollunum á farþeg- um. Það er oft talað um að tilfinningar slökkvi ljós skynseminnar og ljós skynsem- innar hlýtur að vera í kringum kollinn á okk- ur.“ Hvernig fer þitt starf fram? „Ég fékk fyrstu tarrotspilin mín þegar ég var fimm ára en þá var það kerling í hverf- inu sem lét mig hafa þau þegar ég var úti að krota parís. Þetta var kona sem talaði aldrei við neinn í hverfinu. Hún sagði mér að þetta ætti ég að eiga og ég myndi nota þetta seinna. Svo bara gekk hún í burtu. Ég varð auðvitað rosalega hamingjusöm því maður fékk ekki oft gjafir og hljóp með þetta inn til mömmu. Hún tók þetta af mér og setti þetta upp í skáp og ég man hvað mér þótti það frekt af henni. Þegar ég var átta ára bað hún mig um að leika mér með spilin fyrir vinkonur hennar. Ég man ekkert eftir þessu en mamma sagði mér síðar að þær hefðu verið ánægðar með það. Ég man reyndar aldrei hvað ég segi við fólk undir þessum kringumstæðum, það bara þurrkast út eftir tímana. Ég nota spilin, sem eru samt bara tenging, og les í ljós fólks. Skyggnilýsing- arfundir eru hins vegar öðruvísi, en auðvitað tek ég þátt í þeim líka.“ Varðandi fólk sem er mikið í fréttum og Íslendingar þekkja - geturðu nefnt árur sem eru eftirminnilegar? „Ég get sagt þér að litir Helga Seljan, Ágústu Evu Erlendsdóttur, Friðriks Þórs Friðrikssonar og Vigdísar Grímsdóttur eru skemmtilega skrautlegir. Þeir sem eru með bláan lit í kringum sig fara oft í lögfræðinám og kennarar, viðskiptafræðingar og læknar eru með mikið blátt í kringum sig til dæm- is.“ Breytist margt í starfinu frá ári til árs? „Ég hitti fólk minna en ég gerði áður. Það er meðvituð ákvörðun. Þá er ég ekki að svíkjast undan en samt að standa við lof- orðið. Fyrir 20 árum var ég að hitta kannski 10 manns á dag. Ég hef ekki sömu orku í það og ég hafði og aðstæður mínar hafa breyst verulega. Svo á ég sex börn og 13 ömmubörn og maður verður að hafa tíma fyrir þau.“ BÍBÍ ÍSABELLA ÓLAFSDÓTTIR Aldrei verið sátt við að vera skyggn BÍBÍ ÓLAFSDÓTTIR ER EINN ÞEKKTASTI MIÐILL ÍSLANDS EN MARGIR MUNA EFTIR BÓK VIGDÍSAR GRÍMSDÓTTUR; SÖGUNNI UM BÍBÍ ÓLAFSDÓTTUR SEM VAR MEÐAL ANNARS TILNEFND TIL ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐ- LAUNANNA Á SÍNUM TÍMA. BÍBÍ SÉR MIKLA LITI Í KRINGUM FÓLK. „Ég hitti fólk minna en ég gerði áður. Það er meðvituð ákvörðun. Þá er ég ekki að svíkjast undan en samt að standa við loforðið,“ segir Bíbí Ísabella Ólafsdóttir miðill. * Þegar fólk reiðist sérmaður allt verðaeldrautt fyrir ofan kollinn á því. Þegar fólk verður afbrýðisamt sveipar neon- grænt ský sig um það.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.