Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 60
erpool, Bill Shankly sem var knatt- spyrnustjóri liðsins frá 1959 til 1973, stendur í eilífri sigurstöðu á hlaðinu, með kreppta hnefa til him- ins. Fiðrildagerið í maganum er farið að láta ærlega að sér kveða, en ég minni mig á að dagurinn í dag eigi að snúast um staðinn, stundina og stemninguna. Góð úr- slit verði bara bónus. Við höskum okkur inn á völl, finnum sætin okk- ar og drekkum í okkur andrúms- loftið. Leikvangurinn fyllist von bráðar og spennan eykst. Þegar að því kemur að standa á fætur og taka undir með Gerry & the Pa- cemakers þegar einkennislagið You’ll Never Walk Alone sannast að ég gerði rétt í því að stinga vasaklút í úlpuvasann. Eins og við er að búast bera tilfinningarnar mig ofurliði, án þess að ég geri minnstu tilraun til að streitast á móti. Anfield-kórinn er sá hljóm- Þ að mun hafa verið um það leyti sem ég hóf skólagönguna í Hlíða- skóla á því herrans ári 1979 að ég spurði karl föður minn með hvaða liði við héld- um í fótbolta. Bjarni Fel fjallaði af landskunnum myndarskap um enska boltann í Ríkissjónvarpinu og deildin var að hefjast. Í minn- ingunni lagði pabbi frá sér Morg- unblaðið og tjáði mér að á þessu heimili styddum við Liverpool. Það leist mér býsna vel á því þeir voru rauðklæddir og það var uppáhalds- liturinn minn. Þess utan var liðið firnasterkt um þær mundir og ráðahagurinn því vænlegur. Liðið var áfram sigursælt með afbrigðum og gladdi stuðningsmenn sína reglulega með stórum titlum. Í gegnum súr og sæt 35 ár hef ég stutt liðið af talsverðum tilfinn- ingahita og því tímabært að grípa gæsina þegar hún gafst um síðustu helgi og fara á völlinn. Enginn smáleikur sem fyrir dyrum var; efsta lið ensku úrvalsdeildarinnar, Arsenal, á leiðinni og við erfiðri viðureign að búast. Það er enda augljóst strax að morgni laug- ardagsins 8. febrúar að grunnt er á rafmögnuðu andrúmslofti í borg- inni. Leigubílstjórinn sem ekur okkur félögunum frá hótelinu okkar og að Anfield er ósköp slakur þeg- ar við setjumst inn í bílinn, en þeg- ar við látum uppi ákvörðunarstað- inn grípur hann fastar um stýrið og hristir lítillega höfuðið, eins og hann trúi varla spennunni fyrir þennan mikilvæga leik. „Ertu að koma í fyrsta skiptið? Þá áttu von á góðu,“ segir hann. „Þetta verður án vafa hörkuleikur því hvorugt lið- ið má við því að missa stig sem stendur.“ Ég spyr hann varfærn- islega hvernig hann haldi að leik- urinn fari. Aftur hristir hann lít- illega höfuðið. „Ég vil ekki hljóma eins og ég sé í neinni uppgjöf, eða hafi ekki trú á sigri. En ég skal segja þér í hreinskilni að gegn þessu liði yrði ég ekki óánægður með stig. Við skulum segja að svo fremi sem talan þeirra á skorskilt- inu verði núll þá telji ég úrslitin ásættanleg.“ Reyndar varð Gareth – sem hann heitir ef marka má lít- inn skjöld sem festur hefur verið til hliðar við mælaborðið – ekki að ósk sinni með markatölu Arsenal í leikslok, en ljóst er að hann hafði ekki yfir neinu að kvarta þegar dómarinn blés til leiksloka. Vera má að mörgum stuðningsmanninum hafi verið eins innanbrjósts og Ga- reth, en annað var skrifað í skýin yfir vellinum þann dag. Stemningin magnast Við félagarnir erum snemma á ferð þennan morguninn því við ætlum, samkvæmt ráðleggingum reynslu- bolta, að kíkja á pöbbinn fyrir leik. Öldurhúsið sem stefnan er tekin á heitir The Park og er handan göt- unnar frá Anfield-leikvanginum. Þangað er þegar mættur talsverður hópur rauðklæddra stuðnings- manna og við verðum að gera okk- ur að góðu að standa og sötra morgunölið. Fljótlega fer að þéttast innanstokks og þegar við leggjum í hann yfir götuna þurfum við að olnboga okkur gegnum þvöguna, svo ríflega er skipað í plássið. Það eru talsverðar tilfinningar fólgnar í því að sækja þennan víðfræga – nánast goðsagnakennda – leikvang heim. Styttan af manninum sem lagði grunninn að stórveldinu Liv- fegursti sem ég hef heyrt í. Upplif- unin er ótrúleg. Ég hef ekki sam- anburðinn svo ég spyr mig: er þetta hefðbundin stemning á An- field eða liggur eitthvað í loftinu? Leiftursókn rauða hersins Nánast um leið og flautað er til leiks kemur í ljós að svo sann- arlega liggur eitthvað í loftinu. Eft- ir 53 sekúndur hefur Martin Skrtel skorað eftir aukaspyrnu inn í teig- inn frá Steven Gerrard og húsið nötrar af fagnaðarlátum. Þvílík byrjun! Leikmenn Arsenal virka slegnir út af laginu, en raunir þeirra eru rétt að byrja. Leift- ursóknir Liverpool-menn hvolfast eins og holskeflur yfir gestina frá Lundúnum sem virka steinrunnari með hverju markinu sem bætist við. Þegar klukkan við hægri enda hinnar víðfrægu Spion Kop-stúku segir að nítján mínútur séu búnar af leiknum, segir markataflan fyrir neðan að staðan sé fjögur núll. Það er lygilegt út af fyrir sig, því Ars- enal er jú liðið sem hefur setið á toppi deildarinnar lengst af, en ennþá lygilegri er sú staðreynd að lærisveinar Arsène Wengers mega prísa sig sæla að staðan er ekki 7-0. Stuðningsmennirnir syngja há- stöfum og ljóst að hér eru söguleg úrslit í uppsiglingu. Stórlið Arsenal er spilað gersamlega ráðalaust og leikmenn þess geta sér enga björg veitt. Ekki einu sinni Mezut Özil, fastamaður í þýska landsliðinu og langdýrasti leikmaður Arsenal, get- ur komið liði sínu til bjargar; ef eitthvað er virkar hann einna sístur til afreka þegar hér er komið sögu. Miðvallarleikmenn Liverpool, þeir Jordan Henderson, Philippe Cout- inho og fyrirliðinn Steven Gerrard, ráða lögum og lofum inni á vell- inum og leiftursnöggir sóknarmenn liðsins, Daniel Sturridge, Raheem Sterling og Luis Suárez, þjóta næstum óáreittir fram hjá varn- armönnum gestanna. Á hliðarlín- unni stendur Wenger þungur á brún með hendur í vösum dúnkáp- unnar sem hann klæðist gjarna þegar svalt er í veðri og gárungar kalla svefnpokann. En það er sama hvað hann rótar í vösunum, lausnir eða svör finnur hann engin. Eldhringurinn Anfield Augljóst er að leikmenn Liverpool og stuðningsmenn nærast hvorir á öðrum þessar töfrum líku mínútur og vex ásmegin ef eitthvað er. An- field hefur um langan aldur verið sagður sá völlur sem besta hefur stemninguna og meðal álitsgjafa þar hafa verið ekki minni spámenn en Thierry Henry, fyrrverandi Kjörorð liðsins blasir við fyrir ofan Shankly Gates hliðin við Anfield, en þau voru reist til heiðurs hinum goðsagnakennda þjálfara árið 1982, ári eftir andlát hans. Pílagrímsferð sem breyttist í flugeldasýningu EFTIR RÚMLEGA 35 ÁR SEM STUÐNINGSMAÐUR ENSKA LIÐSINS LIVERPOOL LAGÐI UNDIRRITAÐUR LAND UNDIR FÓT OG FÓR Á VÖLLINN – SJÁLFAN ANFIELD Í BÍTLABORGINNI. ÚR VARÐ LEIKUR SEM LENGI VERÐUR Í MINNUM HAFÐUR MEÐAL STUÐNINGSMANNA LIÐSINS. Langþráð jómfrúrheimsókn greinarhöfundar á Anfield varð að veruleika þann 8. febrúar sl. Liverpool átti stjörnuleik sem lengi verður í minnum hafður. 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.2. 2014 * Ef þú ert ekki viss um hvað þú átt að gera við boltann, settuhann bara í netið og svo ræðum við aðra valkosti eftir á.“Bill Shankly, fv. knattspyrnustjóri Liverpool. BoltinnJÓN AGNAR ÓLASON jonagnar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.