Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Síða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.2. 2014 BÓK VIKUNNAR Ekki einhöm er ljóðabók eftir Berglindi Gunnarsdóttur en þar er meðal annars að finna ljóð til Péturs Pan og Joan Baez. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Bókin sem undanfarið hefur trónað átoppi metsölulista Eymundssonarer stórkostleg saga um hetjuskap og þær fórnir sem fólk er reiðubúið að færa í baráttu við hið illa. HHhH eftir Laurent Binet í þýðingu Sigurðar Páls- sonar er marglofuð verðlaunabók sem hlýtur að hafa djúp áhrif á alla lesendur. Ein af fjölmörgum hetjum bókarinnar er Jozef Gabcík, sem hér sést mynd af, en hann fékk það verkefni ásamt Jan Kubiš að drepa Reinhard Heydrich, hættulegasta mann þriðja ríkisins. Í HHhH segir Laurent Binet frá tilræðinu við Heydrich, aðdragandanum og eft- irleiknum. Hann leggur sig fram við að leita sannleikans og öll smáatriði skipta hann máli. Hann lifir og hrærist í frásögn sinni og lesandinn getur ekki annað en fylgt honum. Bi- net tekur sterka af- stöðu með hetjum sögunnar, sem eru ekki bara Gabcík og Kubiš sem vissu mætavel að þeir væru að taka að sér verkefni sem nær engar líkur væru á að þeir kæmust lifandi frá. Þarna eru fleiri hetjur, fólk sem lagði líf sitt í hættu til að aðstoða og vernda þessa menn, og eins og höfundur segir sjálfur bendir ekkert til þess að þessir sömu ein- staklingar hafi séð efir því. Bókin er saga um hetjudáðir venjulegs fólks sem reis yfir ömurlegar aðstæður, horfðist í augu við hættuna og tók ákvörðun sem því fannst vera siðferðilega rétt. En þar sem eru hetjur eru líka svikarar sem eru til- búnir að framselja félaga sína fyrir silf- urpeninga. Þannig var einnig í Prag árið 1942. Og hefnd nasista var ægileg. Það er stigvaxandi spenna í þessari stórmerkilegu bók þar sem höfundur fylgir staðreyndum málsins og tekur sterka afstöðu og leyfir sér að sýna til- finningar og einmitt það á þátt í því að gera bókina svo sérstaka. Binet veit að hann er að segja sögu sem hljómar ótrú- lega en er sönn. Hann hyllir hetjur sem færðu fórnir og fordæmir þá sem tóku af- stöðu með illskunni eða gerðu sig seka um ófyrirgefanlega heimsku. Það er örugglega of oft sagt að bók sé ógleymanleg, en það er sannarlega ekki ofmælt þegar þessi bók á í hlut. Ekki missa af henni. Orðanna hljóðan ÓGLEYM- ANLEG BÓK Jozef Gabcík H inn árlegi og sívinsæli Bóka- markaður Félags íslenskra bókaútgefenda hefst föstu- daginn 21. febrúar og stend- ur til 9. mars. Undanfarin ár hefur bókamarkaðurinn verið í Perlunni en nú er hann haldinn í nýju húsnæði. Bryndís Loftsdóttir er framkvæmdastjóri markaðar- ins í ár. „Við erum að flytja á þjóðarleikvang Íslendinga, Laugardalsvöll, og komum okkur þar fyrir undir nýju stúkunni í frábæru hús- næði sem er mjög rúmgott þannig að það fer vel um bækurnar og fleiri titlar munu vænt- anlega komast að,“ segir Bryndís. „Þetta er líka þægilegt rými fyrir viðskiptavini Bóka- markaðarins, salurinn er allur miklu stærri og rúmbetri en var í Perlunni og bílastæði fleiri. Þarna verður einnig rekið kaffihús með áherslu á íslenskt þjóðlegt kaffimeðlæti, kleinur, vöfflur, jólakökur og tertur svo eitt- hvað sé nefnt. Þannig geta þeir sem hafa vanist því að fara á kaffihúsið í Perlunni um leið og þeir kaupa bækur haldið þeim sið áfram. Ég er sannfærð um að þetta húsnæði hentar frábærlega fyrir markaðinn.“ Spurð um úrval bóka segir Bryndís: „Þeg- ar bókamarkaðurinn var fyrst haldinn árið 1952 í Listamannaskálanum við Austurvöll voru Reykvíkingar harla glaðir yfir úrvali bóka sem þar voru á boðstólum, þeir höfðu aldrei séð jafnmarga titla samankomna á söluborðum en þeir voru um 700. Nú eru titl- arnir 15-20 þúsund þegar allt er talið, og þá tel ég með þær bækur sem Ari Gísli Braga- son fornbókasali verður með, en hann verður með sérstakt pláss fyrir gamlar bækur og þar á meðal eru ýmsir dýrgripir sem eru löngu uppseldir en fólk getur nú nælt sér í. Á bókamarkaðnum verða nýjar bækur sem komu út fyrir jól í bland við eldri bækur. Að venju er mikið af barnabókum á markaðnum og þær hafa alltaf verið mjög vinsælar og mikið keyptar. Einnig er þar þó nokkuð af tímaritum og krossgátublöðum en útgefendur tímarita setja nokkur þeirra saman í pakka og verðið er mjög hagstætt. Þarna verður líka gott úrval hljóðbóka auk hefðbundins úr- vals af skáldverkum, fræðibókum, ævisögum, ljóðabókum, matreiðslubókum og hvers kyns handbókum. Eins og undanfarin ár eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á mark- aðnum.“ Bókamarkaðurinn hefur ætíð verið fjölsótt- ur og svo verður örugglega einnig þetta árið. „Fólk er byrjað að hringja í skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda og spyrja hvenær markaðurinn byrji,“ segir Bryndís. Hún segir að markaðurinn skipti máli fyrir bókaútgef- endur. „Þarna ná þeir að losa um bókalager- inn sinn og fá inn fjármuni til að halda áfram útgáfu. Ein ástæða þess að svo mikil gróska er orðin í útgáfu nýrra bóka allan ársins hring er að eftir markaðinn geta útgefendur farið að prenta bækur sem koma út í vor- byrjun eða í kringum dag bókarinnar sem er 23. apríl, en þá er mikil útgáfa í gangi. Rekstur bókamarkaðarins hefur líka staðið undir mörgum góðum málefnum sem Félag íslenskra bókaútgefenda hefur komið að. Þar er nærtækast að nefna Íslensku bókmennta- verðlaunin en þau eru nú veitt í þremur flokkum og nemur heildarverðlaunaféð þrem- ur milljónum króna. Félagið styrkir einnig ýmsa viðburði eins og Upplestrarkeppni grunnskólanna og Bókmenntahátíðina auk þess sem Bókatíðindin koma árlega út á veg- um félagsins. Bryndís var lengi vörustjóri íslenskra bóka hjá Eymundsson en er nú starfsmaður hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Hún segist aldrei verða leið á bókum. „Ég hef starfað í bókabransanum í tuttugu ár og mér finnst vinnan alltaf jafnspennandi enda er ég stöð- ugt að sjá eitthvað nýtt og áhugavert. Mik- ilvægasta verkefnið framundan er að auka áhuga yngri kynslóðarinnar á lestri og þá er mikilvægt að við sem eldri erum séum þeim góðar fyrirmyndir og að þau sjái okkur til dæmis setjast niður í hálftíma eftir vinnu og gefa okkur stund til lesturs.“ BÓKAMARKAÐURINN VERÐUR HALDINN UNDIR NÝJU STÚKUNNI Á LAUGARDALSVELLI Bækur fyrir alla Bryndís Loftsdóttir með Bókakarlinn fyrir framan stúkuna í Laugardalnum þar sem markaðurinn verður haldinn. Milli 15 og 20 þúsund bókartitlar verða á markaðnum. Morgunblaðið/Kristinn BÓKAMARKAÐURINN HEFST Í NÆSTU VIKU Í NÝJU HÚSNÆÐI. BRYNDÍS LOFTSDÓTTIR ER FRAM- KVÆMDASTJÓRI MARKAÐARINS OG SEGIR NÝJA HÚSNÆÐIÐ HENTA FRÁBÆRLEGA. Sem barn var ég gjarnan sendur í sveit á sumrin. Á kvöldin og ef það rigndi var helsta afþreying mín að lesa bækur. Þar kynntist ég bókum Ármanns Kr. Einarsonar um Árna í Hraunkoti og Olla ofvita og ég man hvað mér þóttu þetta stórkostlegar sögur með litríkum karakterum. Í sveitinni las ég einnig margar Enid Blyton-bækur. Annars var bókakostur sveitabæja ærið misjafn. Á einum bænum voru ekki margar bækur, svo ég kláraði fljótt þær sem mér fannst vert að lesa. Eftir það var helsta lesefnið Bændablaðið og Búnaðarblaðið Freyr. Þar skoðaði ég auglýsingar um heyvinnuvélar og dráttarvélar og las um kynbótanaut. Þegar sæðing- armaðurinn kom í heimsókn hafði ég að sjálfsögðu myndað mér skoðun á því úr hvaða nauti heppilegasta sæðið væri og þuldi upp nöfn, númer og uppruna þessara kostagripa og veitti góð ráð. Þegar ég komst á menntaskólaaldur var ég óheppilega staddur á miðju leiðinlegasta tímabili íslenskrar bókmenntasögu, raunsæistíma- bilinu. Þá var gott að geta hallað sér að gömlu íslensku höfundunum Þórbergi og Halldóri Laxness, þar stendur Sjálfstætt fólk upp úr. Ég þakka skólakerfinu fyrir að hafa kynnst Íslendingasögunum á þessum tíma. Það var mér alger himnasending eftir raunsæistímabilið að komast yf- ir 100 ára einsemd Gabriels García Marquez og Hús andanna eftir Isabel Allende og kynnast töfraraunsæinu. Sú klassíska bók sem hvað mest áhrif hefur haft á mig er Glæpur og refsing, þar rann upp fyrir mér að hafi menn einhverja samvisku er lík- legt að þeir refsi sjálfum sér grimmilega fremji þeir glæp og því sé góð breytni hið eina rétta. Í seinni tíð hefur Jón Kalman heillað mig mest af íslenskum höf- undum og af mörgum frábærum bókum er Sumarljós og svo kemur nóttin í mestu uppáhaldi. Í UPPÁHALDI ÓLAFUR KRISTJÁNSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Ólafur Kristjánsson les mikið og er aðdáandi bóka Jóns Kalmans Stef- ánssonar og á sér uppáhaldsbók eftir hann. Morgunblaðið/Rósa Braga Ármann Kr. Einarsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.