Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.2. 2014 Menning Ég er dökkur skrokkur á floti í skipastiga/ ligg í hótelrúmi meðan borgin vaknarumhverfis mig.“ Þannig hefst ljóðið „Djúpt í Evrópu“ eftir sænska skáldið Tomas Tranströmer en það birtist árið 1989 í bókinni Fyrir lifendur og dauða sem skáldið hreppti Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir. Þarna má sjá dæmigerða myndasmíð Tranströmers, ljóðmælandinn skynjar sig sem þungan skipsskrokk sem flýt- ur aðþrengdur í skipastiga, þar sem hann er að vakna í ókunnugri borg: „Þögull dyn- ur og grátt ljós streyma inn / og lyfta mér hægt upp í næsta hólf: morguninn.“ Þetta er glæsileg mynd, sem þeir sem séð hafa skip lyftast hægt í stórum skipastigum skynja og skilja. En síðan fer skáldið með okkur, eins og í svo mörgum ljóða sinna, í óvænta átt, til móts við óræðan dauða í drungalegri og per- sónulegri mynd: Sjóndeildarhringurinn hlustaður. Hinir dauðu vilja tala. Þeir reykja en eta ekki, anda ekki en eiga sér enn rödd. Ég mun skunda um strætin sem einn úr þeirra hópi. Sortnuð dómkirkjan, þung eins og tungl, veldur flóði og fjöru. Hér er ekki horft á sjóndeildarhringinn heldur hlýtt á hann – hvernig sem farið er að því; dauðir vilja tala þótt þeir andi ekki og ljóðmælandinn hyggst skunda um strætin með þeim. Er maðurinn í hótelrúminu, þessi „dökki skrokkur“, ef til vill feigur? Svo endar ljóðið á þesari sortnuðu dómkirkju, sem er þung eins og tungl, og veldur að auki fljóði og fjöru eins og máninn. Ekkert rökrétt við það, en afar áhrifaríkt. Tomas Tranströmer er sannkallaður galdramaður orða og skynjunar; ljóða sem leita á lesendur og opna óvænta heima við lesturinn. Það ætti ekki að hafa komið neinum á óvart sem þekktu til ljóða hans, og þeir eru ófáir um allar jarðir, þegar hann hreppti nób- elsverðlaunin árið 2011. Ljóð Tranströmers hafa verið þýdd á um sextíu tungumál og hann er eitt víðlesnasta og áhrifamesta skáld sam- tímans. Samt hefur hann ekki sent frá sér viðamiklar bækur um dagana; heildarsafn ljóða hans rúmast á um 350 blaðsíðum í þessu framúrskarandi safni með þýðingum Njarðar P. Njarðvík, sem hefur þýtt nánast öll ljóð sem skáldið hefur sent frá sér í þrettán bók- um. Þær eru ekki þykkar en opna þeimur dýpri heima. Aðdáendur um allar jarðir Tomas Tranströmer fæddist árið 1931 í Stokkhólmi og er menntaður sálfræðingur. Hann hóf ungur að fást við ljóðagerð og var fyrsta ljóðasafn hans gefið út árið 1954. Strax á sjöunda áratugnum var farið að þýða ljóð skáldsins á önnur tungumál, en þau hafa löngum þótt óvenjulega þýðingavæn, að hinar áhrifaríku en þó hversdagslegu myndir hans sem byggjast á djúphugulli skynjun á náttúru og mannlegri tilveru, skili sér vel milli tungu- mála og menningarheima. En þótt aðdáendum Tranströmers fjölgaði víða um lönd, þá nutu ljóð hans dvínandi skilnings í heimalandinu á áttunda áratugnum, á þeim sérkennilegu tím- um nýraunsæis og miðstýrðar félagshyggju þar sem múlbinda átti skáldlegt flug. Bless- unarlega var þeim áherslum fljótlega stungið undir stól og skáldið hélt alltaf áfram að þróa ljóðheim sinn á markvissan og eftirtekt- arverðan hátt; heim þar sem ávallt grillir í undur og stórmerki undir hversdagslegu yf- irborðinu. Árið 1990 fékk Tranströmer alvarlegt heila- blóðfall og missti við það málið og máttinn í hægri hendinni. Síðan hefur útgefnum ljóðum hans farið stórum fækkandi.Árið 1996 sendi hann þó frá sér afar áhrifamikið ljóðasafn, Sorgargondól, og Torráðin gáta, kver sem að mestu byggist á hækum, kom út árið 2004. Ólík nálgun þýðenda Nokkrir íslenskir þýðendur hafa gegnum árin tekist á við ljóð Tranströmers. Árið 1990 sendi Njörður P. Njarðvík frá sér þýðingasafnið Tré og himinn; þýðing Ingibjargar Haraldsdóttur á Sorgargondól og fleiri ljóðum kom út árið 2001, og þá kom ljóðabálkurinn Eystrasölt út árið 2012 í þýðingu Hjartar Pálssonar. Fleiri þýðingar hafa birst í tímaritum gegnum árin, meðal annars eftir Jóhann Hjálmarsson, og hafa íslenskir ljóðaunnendur því lengi þekkt óviðjafnanlegan ljóðheim Tranströmers. Njörður sagði ekki skilið við verk hins sænska skáldbróður, og 23 árum eftir að Tré og himinn kom út birtist á prenti þetta veg- lega safnrit Ljóð 1954-2004. Er það mikill merkisfengur, enda fagnaðarefni að geta lesið margbrotið heildarverk svo mikilvægs rithöf- undar á íslensku. Þýðandinn virðist vera mjög trúr frumtext- anum, svo á stundum örlar á þýðingarblæ og glittir í sænskuna: „Það sést rauður hlöðu- veggur“ (76) segir sem dæmi á einum stað; „Það er tré á ferli í regninu“ (72) má sjá í öðru ljóð og þriðja dæmið þar sem ljóðlína hefst á orðinu „það“, og fallegra hefði verið að losna við, er: „Það er forsögulegt málverk / á kletti í Sahara“ (91) Hér hefði verið eðlilegra að tala um rauðan hlöðuvegg sem sæist; að í regninu væri tré á ferli og að á kletti í Sahara væri for- sögulegt málverk. Slík dæmi eru þó ekki mörg og í raun smávægileg í heildinni, því þýðingar Njarðar eru að mestu heildstæðar, fágaðar og áhrifaríkar. Vitaskuld stendur hver þýðandi frammi fyrir ótal möguleikum og lausnum. Undirritaður hefur á undanförnum mánuðum notið þess að lesa þetta safn en samtímis hef ég lesið þýðingar annarra á ljóðum Tranströ- mers og velt fyrir mér hinum ólíku nálgunum, sem allar eru athyglisverðar en kveikja vissu- lega nokkuð mismunandi myndir og skilning, því í þessum fínlega skáldskap skiptir hvert orð máli. Sem dæmi má taka þessi erindi í „Apríl og þögn“, ljóði í Sorgargondól. Ingi- björn Haraldsdóttir þýðir svona: Vorið er lagst í eyði. Flauelsdimmt díkið skríður við hlið mér án speglana Það eina sem lýsir eru gul blóm. Ég er borinn í skugga mínum líkt og fiðlan í sínum svarta kassa. … Þannig er þýðing Njarðar: Vorið er eyðilegt. Flauelssvartur skuður skríður við hlið mér án spegilmynda. Ekkert skín nema gul blóm. Ég er borinn í skugga mínum eins og fiðla í svörtum kassa. … Og þannig þýðir Hjörtur Pálsson upphaf annars hluta Eystrasalta: „Vindurinn fer um furuskóginn. Hann þýtur þungt og létt. / Það þýtur líka í Eystrasaltinu inni á miðri eynni, langt inni í skógi er fólk úti á rúmsjó …“ Þá þýðing Njarðar á sömu línum: „Vindurinn hvín í furuskóginum. Þungur og léttur þytur,/ Eystrasalt niðar einnig inni á miðri eyju, langt inni í skóginum er maður úti á opnu hafi …“ Ólíkar nálganir og vissulega blæbrigðamun- ur fyrir vikið. Hinar eldri útgefnu þýðingar voru fyrst í stað svo lifandi í huga mér, að mér þótti þá sem nálgun Njarðar væri fullbókleg, þar væri ekki alveg sama skáldlega flugið og hjá hinum. En smám saman fór ég að meta aðferð hans betur og betur, tök hans og skilning á ljóð- unum, og trygglyndið gagnvart frumtextanum og andblænum sem Tranströmer skapar, markvisst og seiðandi. „Í átt að meiri víðáttu“ Landi Tranströmers og skáldbróðir, Kjell Espmark, ritar vandaðan og forvitnilegan eft- irmála við ljóðasafnið, eftirmála sem hefði að ósekju mátt vera lengri og ítarlegri. En hann greinir list Tranströmers á athyglisverðan hátt og segir hana réttilega hafa þróast „í átt að meiri víðáttu“. Skáldið hóf ferilinn árið 1954 með þessari frábæru línu sem lýsir á undurfurðulegan hátt ævistarfinu sem er framundan, með orðunum: „Að vakna er fall- hlífarstökk úr draumi“. Og Espmark tekur at- hyglisvert dæmi um list skáldins úr ljóðinu „Carillon“ í bókinni Villta torgið. Það kallast á við „Djúpt í Evrópu“ hér í upphafi, í því að þar er ljóðmælandinn aftur uppi í rúmi á hóteli, og sjá má dæmigerða spennuna milli hins „hvers- dagslega einstaklings og hins mikla hlutverks hans“, í mynd sem nær „hinu óhöndlanlega á hugvitssamlegan hátt“: Ég ligg í rúminu með útrétta handleggi. Ég er akkeri sem hefur grafið sig fast og heldur föstum skugganum stóra sem flýtur fyrir ofan, því óþekkta sem ég er hluti af og er áreiðanlega merkilegra en ég. Ljóðasafn Tomasar Tranströmer er bók sem allir unnendur glæsilegs skáldskapar ættu að njóta að sökkva sér í. Einar Falur Ingólfsson Sænska nóbelskáldið Tomas Transtömer hefur sent frá sér þrettán rómaðar ljóðabækur. NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK HEFUR ÞÝTT HEILDARSAFN LJÓÐA TOMASAR TRANSTRÖMER Fallhlífarstökk úr draumi Njörður P. Njarðvík þýddi heildarsafn ljóða Tranströmers og er frumtextanum trúr. Morgunblaðið/Kristinn BÆKUR LJÓÐ 1954-2004 bbbbb Eftir Tomas Tranströmer. Njörður P. Njarðvík íslenskaði. Uppheimar, 362 bls. *… skáldið héltalltaf áfram aðþróa ljóðheim sinn á markvissan og eft- irtektarverðan hátt; heim þar sem ávallt grillir í undur og stórmerki undir hversdagslegu yfirborðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.