Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 34
Söngkonan Katy Perry er vinsælasti einstaklingurinn á Twitter með 50 milljón fylgjendur. Í byrjun febrúar fór hún yfir 50 milljón manna markið. Söngvarinn Justin Bie- ber er næstur með 49,2 milljónir og Barack Obama bandaríkjaforseti þriðji. Björk er vinsælasti Íslendingurinn en 500 þúsund manns fylgja poppstjörnunni. Hljóm- sveitin Of Monsters and men fær silfrið og Sigur Rós bronsið. Mest var endurtíst á Barack Obama þegar hann tísti hin einföldu en sterku orð: Fjögur ár til viðbótar. 770 þúsund manns endurtístu þessi orð. Leikkonan Lea Michele fékk 408.266 endurtíst þegar hún tísti um dauða samleik- ara síns úr Glee, Corys Monteiths. Þá var endurtíst um dauða leik- arans Pauls Wal- kers yfir 400 þús- und sinnum. Teiknimyndin Castle in the Sky á metið yfir flest tíst þar sem minnst er á ákveðinn viðburð. Teiknimyndin var sýnd í Japan 2013 og minntust 143.199 tíst á sekúndu á teiknimyndina. Leikarinn Ashton Kutcher var fyrsti maðurinn til að fá yfir milljón fylgjendur. Það gerði hann árið 2009, þremur árum eftir að hann stofnaði notendareikning sinn. Leikarinn Charlie Sheen stofnaði reikning eftir að hafa verið rekinn úr sjónvarpsþáttunum Two and a half men og það tók hann 25 klukkutíma að ná milljón fylgjendum. STAÐREYNDIR UM TWITTER Tíst slær í gegn Æ FLEIRI ÍSLENDINGAR ERU FARNIR AÐ NOTAST VIÐ TWITTER. SJÓNVARPSÞÆTTIR EINS OG SUNNUDAGSMORGUNN OG MÍN SKOÐUN SEM OG BEINAR ÚTSENDINGAR FRÁ ÍÞRÓTTAVIÐBURÐUM NOTAST VIÐ HASHTAG-MERKIÐ TIL AÐ FÓLK GETI TEKIÐ ÞÁTT Í UMRÆÐUNNI. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Vinsælasta hashtag Íslands er #boladagur en ár- lega er keppt í Boladeginum sem gengur út á að angra erlendar stórstjörnur. Alls voru send um 9.000 tíst til stórstjarna í síðustu keppni. Það gera 375 tíst á klukkustund allan sólarhringinn eða tíst á 10 sekúndna fresti. Sindri Snær Jensson vann keppnina árið 2013 fyr- ir frábæra frammistöðu. Keppt verður að nýju í mars. Jack Dorsey, stofnandi Twitter, greindi frá því í viðtali í lok síðasta árs að það hefði komið til tals að Twitter ætti að heita Twitch. Fyrsta tístið kom frá téðum Dorsey í mars 2006. Þá not- aði hann orðið Twttr því hann vildi höfða til yngra fólks. Það hins vegar náði aldrei fótfestu. Skráðir notendur Twitter eru 2,4 milljarðar. Þar af eru 1,2 milljarðar símanotendur. 215 milljónir manna eru svokallaðir mánaðar- notendur og yfir 100 milljónir manna tísta á hverjum degi. *Græjur og tækniTölvuleikjageirinn er gríðarlega stór en um 400 manns vinna við tölvuleikjagerð hér á landi »36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.