Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 59
16.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Sjá alltaf kyrrð í vælinu. (6) 4. Ekki jafnt grip í mistökum. (7) 10. Hugsir og setjir í flatir. (8) 11. Ósk bætti heilum við. (10) 12. Vísiljósið sem er aðeins of mikið fyrir gáfumanninn. (8) 13. Kraftur örvaði og opnaði. (7) 15. Ört ota með hluta af frumu í þarmatotu. (6) 16. Ekki vitlausir í gerðum. (6) 17. Ekkert í munni og nefi að sjá, vissulega. (8) 19. Páfugl ber fyrir kaþólskar. (8) 22. Borhrúga hjá lýð. (6) 24. Borga tófu einhvern veginn með hluta af húsgagni. (9) 26. Að lokum Sally segist vera fjögra ára á barnamáli og byrjar að syngja um íslenska jurt. (9) 29. Mál í gírskafti. (5) 30. Guð gaffla gaf kraft. (7) 31. Aflæra að fella niður. (6) 33. Heimsálfa vítis brenglast í heimsókn. (9) 34. Grýtir dís einhvern veginn skepnu. (9) 37. Belti og æsileiki valda óráðanleika. (10) 38. Rangir fá nefnd til að sjá um þá sem ekki eru kallaðir sínu rétta heiti. (11) 39. Heilagir maðkar í óveðrunum. (10) 40. Ameríkana meiðið í svikunum. (8) LÓÐRÉTT 1. Eru þrúguhratsvín slöpp út af fæti? (9) 2. Ofsi við bæ gefur yfirburði. (7) 3. Kemur inn okkar Íslands og er innan í. (9) 4. Merlin „garlakarl“ töfrar fram túnfiska. (9) 5. Herflotann siðið um jól. (8) 6. Ein stara á ílát aftur út af viðkvæmni fyrir vökva. (8) 7. Skordýr yfirtekur bílastæði Arngríms. (5) 8. Skoðuðum að dyrum. (8) 9. Á lagfæring að koma fram með ítrekun. (8) 14. Sagaðar ef hægt er að fá einhvers konar frásögn. (9) 18. Val Lars T. á hesti og tegund af skráarþjöppun kemur fyrir yfirmenn íþróttamannvirkja. (13) 20. Persónusaga án róna snýst einhvern veginn um frægan hest. (7) 21. Sé Balta rista flausturslegt listaverk. (12) 23. Sé herra Ólaf bilaðan að skrapa. (6) 24. Ljúf lofti í góðu veðri. (9) 25. Fleiri gullturnar innihalda hljóðfæri. (10) 27. Fáni fyrir töf í tölvu. (5) 28. Fyrir hálfgerða dúsu rómverskur stríðsguð drepi í húsi. (10) 32. Kusk hjá Klaus sem er án sjávarfangs. (8) 35. Óreiðu sýna einfaldlega í ávexti. (6) 36. Stúlka á brúðkaupsnóttinni. (4) Jón Viktor Gunnarsson er Skák- meistari Reykjavíkur eftir spenn- andi keppni á Skákþinginu, sem hófst í byrjun janúar og lauk í síð- ustu viku. Jón varð efstur ásamt Einari Hjalta Jenssyni. Þeir hlutu átta vinninga af níu mögulegum en Jón Viktor var sæmdur titlinum eft- ir stigaútreikning. Einar Hjalti varð einnig efstur á Haustmót TR og er á mikilli siglingu. Röð efstu manna á mótinu var að öðru leyti þessi: 3. Oliver Aron Jóhannesson 7 v. 4.-6. Mikhael Jóhann Karlsson, Loft- ur Baldvinsson og Haraldur Bald- ursson 6½ v. 7.-13. Davíð Kjart- ansson, Lenka Ptacnikova, Sigurbjörn Björnsson, Þorvarður Ólafsson, Jón Trausti Harðarson, Stefán Bergsson og Vignir Vatnar Stefánsson 6 v. Ýmsar niðurstöður má lesa úr þessu móti en athygli vekur góð frammistaða piltanna úr Rimaskóla, Olivers Arons og Jóns Trausta, og hins tíu ára gamla Vignis Vatnars Stefánssonar. Af efstu mönnum hækkuðu Jón Trausti, Einar Hjalti, Loftur Baldvinsson og Vignir Vatnar myndarlega á stigum. Af hálfu TR var vel staðið að mótinu í hvívetna, skákir voru að- gengilegar degi eftir að umferð lauk, svo dæmi sé tekið. Frábær frammistaða Veroniku á Gíbraltar Undanfarin ár hefur opna mótið á „Klettinum“, þ.e. Gíbraltar, verið það vinsælasta meðal skákmanna og í ár flykktust þangað nafntogaðir kappar. Ivantsjúk, Cheparinov og Vitiugov deildu efsta sætinu, hlutu allir átta vinninga af tíu mögulegum í hópi meira en 250 keppenda; eftir aukakeppni var Cheparinov úr- skurðaður sigurvegari. Magnús Kristinsson bauð dóttur sinni, Veroniku Steinunni, í þetta ferðalag á framandi slóðir þar sem apar leika við hvern sinn fingur. Feðginin voru einu fulltrúar Íslands á Gíbraltar og Veronika náði eft- irminnilegum árangri og vann til góðra verðlauna í flokki keppenda undir 2.050 elo-stigum. Hún fékk fjóra vinninga af tíu mögulegum, tefldi upp fyrir sig allt mótið og náði árangri sem reiknast upp á 2.010 elo-stig en hennar stig fyrir mótið voru 1.561 elo. Veronika tók þátt í Evrópumóti barna og unglinga í Svartfjallalandi fyrir áramótin og undirbúningur hennar fyrir það mót er að skila sér núna. Eftirfarandi skák sem tefld var í 3. umferð er til vitnis um það: Tim R. Spanton (England) – Veronika Magnúsdóttir Reti byrjun. 1. c4 Rf6 2. g3 c6 3. Rf3 d5 4. b3 Bf5 Biskupinn er oft hafður á g4 en þetta er ágætt líka. 5. Bb2 Rbd7 6. Bg2 h6 7. 0-0 e6 8. d3 Be7 9. Rbd2 0-0 10. He1 Hc8 11. e4 Bh7 12. e5 Re8 13. d4 Rc7 Þótt svartur standi þröngt á hann góð færi náist að opna taflið með – c5. Hér hefði verið best að loka tafl- inu með 14. c5 en hvítur velur ómarkvissan leik. 14. Bh3? c5! 15. Hc1 cxd4 16. Rxd4 Rc5 17. Bf1 Rd3 18. Bxd3 Bxd3 19. He3 Bh7 20. c5 Ra6 21. c6 Db6 22. cxb7 Dxb7 23. a3 Hxc1 24. Dxc1 Rc5 25. Hc3 Db6 26. Df1 - Sjá stöðumynd - 26. … Ra4! Skemmtileg vending, annar góður leikur var 26. … a5. 27. Hc6 Db8 28. Bc1 Rc5! „Músagildru-þemað“ er hér komið fram, riddarinn hleypir hróknum inn til c6 en lokar svo á hann aftur með því að stökkva til baka. Veikleikinn á d3 reynist erfiður. 29. f4 Rd3 30. R2f3 Hc8 31. f5 Hxc6 32. Rxc6 Bc5 33. Kg2 Dxb3 34. fxe6 fxe6 35. Rd2 Dc2 36. Rd8 Be4+ 37. Kh3 Rf2+ 38. Kh4 Be7+ – og hvítur gafst upp, 39. Kh5 er svarað með 39. … Bg6 mát. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Veronika í verðlaunasæti á Gíbraltar Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgát- unnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn með nafni og heimilisfangi ásamt úr- lausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morg- unblaðsins, Hádeg- ismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úr- lausn krossgátu 15. febr- úar rennur út á hádegi 21. febrúar. Vinningshafi krossgátunnar 8. febrúar er Erling Þór Pálsson, Áshamri, Akranesi. Hlýtur hann bókina Kamban – líf hans og starf eftir Svein Einarsson í verðlaun. Mál og menning gefur út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.