Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 2
* Forsíðumyndina tók Ómar Óskarsson. 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.2. 2014 Mannskepnan hræðist það sem hún þekkir ekki. Spákonur, miðl- ar, skyggnigáfa og hinn andlegi heimur verður okkur ávallt hug- leikið fyrirbæri. Hins vegar þekkjum við þetta fyrirbæri nú flest enda mikið rætt um þennan heim hér á landi. Sögur af ýmsum spámiðlum og læknamiðlum ganga manna á milli um allt land. Flestir bera þeim söguna vel. Sumir eftir að hafa jafnvel fengið innsýn í framtíðina, styrk eða hjálp. Aðrir eru gjarnan sagðir fúskarar standist þeir ekki vænt- ingar. Það sem er áberandi í viðtölum við nokkra þekkta miðla hér á landi í blaðinu í dag er það að lengi vel voru þau ósátt við að hafa þessa óumbeðnu skyggni- gáfu. Í mörgum tilfellum tók það sinn toll og tíma að sætta sig við sitt hlutskipti áður en þau hættu að streitast á móti. Ætla mætti að það væri síður en svo auðvelt að burðast með slíkt á lífsleiðinni og er miðlum gjarnan feimnismál. Oft heyrist hátt í efasemd- aröddum þegar spákonur og miðl- ar ber á góma og trompið dregið fram, vísindin. Að vísu vilja sumir miðlar meina að þessir tveir heimar, hið veraldlega og hið and- lega, séu að sameinast. Ekki verður lagður dómur á það hér. Skiptar skoðanir eru á þessum málum og skiljanlegt að fólk hafi efasemdir. En hvort sem fólk trú- ir á hið andlega eður ei er aldrei verra að víkka sjóndeildarhring- inn, enda er það ríkt í landanum að trúa því að fleira leynist í heiminum en það sem augað nem- ur. Engin einhlít skýring er á til- gangi lífsins og enginn veit hvort það er líf eftir dauðann. Sennilega fáum við aldrei nein svör við því. Hvers vegna ættum við þá ekki að taka hlutunum með opnum huga? RABBIÐ Dularfulli heimur andans Gunnþórunn Jónsdóttir Sjaldan er Leifur heppni, frægasti íbúi Skólavörðuholtsins, tilkomumeiri en í ljósaskiptunum en við þau skilyrði sótti Árni Sæberg, ljósmyndari Morg- unblaðsins, einmitt að honum í vikunni. Að baki honum er helsta kennileiti borgarinnar, Hallgrímskirkja. Styttuna færðu Bandaríkjamenn Íslendingum að gjöf í tilefni af Alþingishátíðinni 1930. Skólavörðuholt hét upphaflega Arnarhólsholt þar sem það er fyrir ofan Arnarhól og var stórgrýttur melur með jökulurð og gott berjaland áður en þar var byggt. Vesturhlíð hæðarinnar er kölluð Þingholt eftir bæ sem þar stóð áður fyrr. Núverandi nafn sitt fékk holtið eftir að Skólavarðan var reist þar árið 1793 en hana reistu skólapiltar úr Hólavallarskóla. AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg LEIFUR STENDUR VAKTINA EKKI ER OFSÖGUM SAGT AÐ HEPPNIN HAFI ELT LEIF EIRÍKSSON LANGT ÚT FYRIR GRÖF OG DAUÐA. Í LIFANDA LÍFI VAR HANN KENNDUR VIÐ HEPPNI OG NÚ TÆPUM ÞÚSUND ÁRUM SÍÐAR STENDUR HANN MEÐ ALVÆPNI Á HÆSTA PUNKTI Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR, SKÓLAVÖRÐUHOLTINU, OG HORFIR YFIR LIFENDUR OG DAUÐA. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Útskriftarsýn- ing Ljósmyndaskólans. Hvar? Lækn- ingaminjasafn Við Nesstofu á Seltjarn- arnesi. Hvenær? Laugardag kl. 15. Nánar: Fimmtán nemendur útskrifast úr ljósmyndaskólanum og sýna verk sín. Sýna verk sín Hvað? Spilakaffi – tveggja manna spil. Hvar? Gerðubergi. Hvenær? 15. janúar kl. 20-22. Nánar: Opið spila- kvöld þar sem fólk getur komið saman og spilað undir skemmtilegri leiðsögn. Spilakvöld í Gerðubergi Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Origami-kennsla. Hvar? Borgarbókasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Hvenær? Sunnudag kl. 15. Nánar: Origami Ísland leiðbeinir börn- um að gera origami. Þemað er fuglar. Origami fyrir börn Hvað? Bergþórutón- leikar. Hvar? Salurinn, Kópavogi. Hvenær? Laugardag kl. 20.30. Nánar: Ragnheiður Gröndal, Pálmi Gunnarsson, Svavar Knútur og fleiri taka lagið á árlegum tónleikum þar sem flutt eru nokkur af þekktustu lögum Bergþóru Árnadóttur. Verð: 3.900 kr. Árlegir tónleikar Hvað? Donnie Darko. Hvar? Bíó Paradís. Hvenær? Sunnudag kl. 20. Nánar: Donnie Darko verður sýnd á Svörtum sunnudegi í Bíó Paradís. Svartur sunnudagur Hvað? Þúsundkrónamarkaður til styrktar Barnaspítala Hringsins. Hvar? KEX hostel, Skúlagötu 28. Hvenær? Laugardaginn 15. febrúar kl. 11-17. Nánar: Markaður með ýmsum varn- ingi. Allar vörur kosta einungis 1.000 kr. og rennur allur ágóði til Barnaspítala Hringsins. Þúsundkrónamarkaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.