Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Síða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Síða 51
„Það má segja að þetta hafi verið eitt viðburðaríkasta árið í lífi mínu. Bæði leikurinn og svo samningurinn við Warner Bros. Sá samningur þýðir að þeir geta þjónað mér vel og ég á til dæmis núna svakalega dýran og fínan míkrafón,“ segir Edda Magnason. Ljósmynd/Karin Törnblom Kynningarmynd úr kvikmyndinni Monica Z. Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason, sem ólst upp í Svíþjóð fer einnig með stórt hlutverk í myndinni. 16.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 „Manni finnst þetta vera svolítil ösku- buskusaga með Eddu. Hún er valin þarna, ómenntuð leikkona, úr stórum hópi fag- fólks til að fara með hlutverk Monicu Zet- terlund. Þannig að já þetta kom manni svolítið á óvart. Ég vissi auðvitað hversu góð tónlistarkona hún er en hafði minni vitneskju um þetta með leikinn,“ segir Hjörtur Magnason, dýralæknir á Egils- stöðum, faðir Eddu Magnason. Hjörtur hefur búið hérlendis í 14 ár og starfað lengst af sem héraðsdýralæknir Austur- lands þangað til hann fór að praktísera með eigin stofu á síðasta ári og sinnir öll- um dýrum. Hjörtur segir að það hafi fljótt farið að bera á listrænum hæfileikum Eddu. Það hafi verið ljóst alveg frá því að hún var 7 ára gömul að hún hefði mikla tónlist- arhæfileika. Ertu búinn að sjá myndina? „Já, ég er var því tilfinningamál fyrir þá hvernig far- ið væri með hlutverk hennar. Það var líka gaman fyrir Eddu að fá þarna að flytja tónlist hennar frá grunni í myndinni án þess að notast væri við gamlar upptökur Monicu.“ Hjörtur fær dóttur sína oft í heimsókn en hún er yngst barna hans. Edda dvelst yfirleitt hjá honum í nokkrar vikur í senn en þegar hún bjó hjá honum í hálft ár um 19 ára aldur fór hún á fjórhjóli í sveitinni á hverju kvöldi til að geta spilað á píanó í grunnskóla sem var ekki alveg í næsta ná- grenni. Jafnvel þótt það væri stórhríð. „Edda hefur mjög sterkar taugar, er ákveðin og afar dugleg þannig að ég held að það verði ekkert mál fyrir hana að halda áfram í kvikmyndaleik ef hana lang- ar það. Ég er bara hamingjusamur fyrir hennar hönd en er ekki að þrýsta neitt á hana. Hún finnur hvað hún vill gera.“ fremur nýbúinn að sjá hana, þegar ég var hjá Eddu í síðustu viku, því ég var fastur í vinnu hér á Egilsstöðum þegar hún var frumsýnd. Monica Zetterlund er svona hálfgerð Ellý Vilhjálms þeirra Svía og það HJÖRTUR MAGNASON FAÐIR EDDU MAGNASON Dýralæknirinn stoltur af dótturinni Hjörtur Magnason dýralæknir að störfum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.