Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 47
Móðuramma Árna Más hét Ragnhildur Ólöf Gottskálksdóttir og var vinsæll lækna- miðill á síðustu öld í um þrjá áratugi, en hún bjó og starfaði í Tjarnargötu 30. Hún fæddist árið 1903 og lést 1979. Í blöðum birtust nokkur viðtöl við hana og má hér að ofan sjá bút úr ítarlegu viðtali sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 1967. Ragnhildur var jarðsungin í upphafi árs 1980 frá Dómkirkjunni en séra Þórir Stephensen flutti þar útfararræðu sem vakti athygli spíritista þar sem kirkjunnar maður þótti sýna skilning á hæfileikum Ragnhildar. Ræðan birtist í heild í Morgni, tímariti Sálarrann- sóknarfélags Íslands. Í henni sagði Þórir meðal annars að sérgáfa Ragnhildar hefði komið snemma í ljós. „Það vita allir, sem hafa viljað vita, að um hug og hendur Ragnhildar í Tjarnargötunni hafa farið þau öfl, sem miklu góðu hafa til leiðar komið og jafnvel skilið eftir verksummerki, sem allir er til þekkja hljóta að kalla kraftaverk.“ RAGNHILDUR ÓLÖF GOTTSKÁLKSDÓTTIR Amman í Tjarnargötu 16.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Árni Már Jensson er barnabarn einsþekktasta miðils síðustu aldar, Ragn-hildar Ólafar Gottskálksdóttur, sem jafnan var kennd við Tjarnargötu. Árni Már kynntist þar heimi miðlastarfsemi en Jónas Jónasson útvarpsmaður var einnig áhrifavaldur í hans lífi. „Amma mín skildi við árið 1979 og var starf- andi sem læknamiðill fram á síðasta dag, köll- unin var hennar líf og yndi,“ segir Árni Már. „Ég bjó í sama húsi og hún við Tjarnargötu 30 þar til ég var fimm eða sex ára en var líka hjá henni oft í viku eftir að við fluttum. Það sem var sérstakt við lífið í Tjarnargötu var þetta sérstaka andrúmsloft sem maður varð hvergi annars staðar var við. Frammi á gangi beið fólk eins og á læknabiðstofu og amma var svo að skjótast fram á milli funda til að heilsa upp á barnabörnin. Þá var póstkassinn fullur af bréfum, ýmist þakkarbréfum eða beiðnum um fyrirbænir. Mér er það sérstaklega minnisstætt hvernig afi minn Eggert Ólafsson létti undir með henni með því að taka símann sem hringdi látlaust og skrifa niður fyrirbænir fólks.“ Árni Már snéri til sömu starfa og amma hans sinnti þegar hann var 37 ára. „Ég var mjög næmur sem barn, ekki þar fyrir að börn eru það nú yfirleitt. Ég man eftir spjalli mínu við fólk, án þess að það væri fólk sem aðrir sáu og ég greindi aldrei á milli þess hvað væri hugsanlega ímyndun og hvað ekki. Stundum er þunn slæða á milli ímyndunar og skyggninnar. Mig dreymdi fyrir hlutum og fékk fyrirboða. En ég streittist gegn þessu alla ævi. Maður er alltaf að glíma við þessar andstæður í sjálfum sér; annars vegar þess veraldlega og hins veg- ar þess andlega. Þá fannst mér skrýtið að þetta væri eitthvað sem mér væri ætlað. Ég var baldinn unglingur, líklega ofvirkur með athygl- isbrest og þetta var fjarri þeim hugmyndum sem ég hafði um sjálfan mig.“ Þegar Árni Már var 37 ára og fékk örlaga- ríka upphringingu hafði hann beðið í mörg ár fyrir þeim sem hann vissi að glímdu við veik- indi eða leið illa, bæði ættingum og öðrum. Hann segist þó ekki hafa vitað hvort þær bæn- ir bæru árangur, hann hafi ekki litið á sjálfan sig sem áhrifavald þótt hann tryði á mátt bæn- arinnar. Einnig hafi hann í raun ekki haft mik- inn áhuga á starfsemi miðla. „Síminn hringdi og á hinum enda línunnar var maður með djúpa rödd sem kynnti sig sem Jón- as Jónasson útvarpsmann. Jónas heitinn tjáði mér að hann hefði áhuga á að fá mig í spjall. Hann sagðist hafa fylgst með mér í einhvern tíma og vissi að ég hefði beðið fyrir fólki í laumi og að það hefði hjálp- að. Hann sagðist líka hafa þekkt ömmu mína og leitað til hennar þegar hann var ungur maður. Hann vildi fá mig í viðtal og ég sló til. Þarna hafði ég aðeins einu sinni á ævinni læðst inn á miðilsfund, sem mér fannst ekkert sérstakur og mér þykja slíkir fundir raunar ekki heldur vera það í dag.“ Árni Már segist hafa bakkað út af þeim fundi þegar þar komu fram framliðnir læknar sem sögðust vera að bíða eftir honum. Úr saltfisksútflutningi í miðilsstörf Jónas Jónasson tók viðtal við Árna Má sem var útvarpað á Rás 1. „Á þessum tíma var ég meðal annars að sinna saltfisksútflutningi, hafði fjárfest í skipafélagi og lifði og hrærðist í hreinlega allt öðrum heimi. Síminn hringdi látlaust eftir að viðtalinu var útvarpað og það varð ekki aftur snúið. En með því að fara inn í þennan andlega heim slokknaði mikið á áhuganum á því verald- lega. Það er tætandi að lifa við tvíhyggju. Ég fór að hugsa hvernig ég vildi verja lífi mínu í jarð- vistinni og hverju ég vildi hafa áorkað þegar kæmi að leikslokum. Eilífðarvitundin var orðin hluti af mínum daglega veruleika. Hafði ég verið að sinna þeim verkefnum sem mér voru falin? Ég átti á þessum tíma hús á Fjölnisvegi en það tekur ekki nema um þrjár mínútur að ganga yf- ir á Landspítalann. Ég gerði mér grein fyrir því næstu fimmtán árin af hverju ég hafði sett mig niður þar því bæði var fólk að koma trillandi yfir til mín frá Landspítalanum og eins var alltaf verið að biðja mig um að koma þangað yfir, en ég reyndi þó að læðast fremur með veggjum því á milli þessara heima hefur ríkt andstaða, vís- indanna og spíritismans þótt mér finnist sá veggur þynnast.“ Jónas kom oft til Árna Más eftir viðtalið, í mörg ár, oft með fólk með sér sem hann taldi Árna geta hjálpað. Snúinn til baka frá Sviss Árni Már flutti til Sviss í kringum 2009. Hann hafði þá árin á undan átt og rekið húsgagna- og smávöruverslunina 1928, ásamt fyrrverandi sambýliskonu, og meðfram því tók hann á móti fólki heima hjá sér. Eftir hrun segir hann að ekki hafi reynst grundvöllur fyrir slíkum rekstri og hann fluttist til Sviss en hann flutti heim aftur rétt fyrir nýliðin jól. „Ég fór þangað upphaflega í smá viðskipta- erindum en ílengdist í 2-3 vikur og hugsaði svo: hérna ætla ég að setja mig niður um tíma. Ég hef verið á báðum áttum hvort ég ætti að vera á Íslandi eða fara aftur út. Áður en ég fór út hafði ég sinnt þúsundum einstaklinga á Fjölnisvegi þar sem ég var með sérherbergi fyrir miðils- fundi. Þegar ég fór út ætlaði ég mér að vera í felum sem miðill, bæði frá Íslandi og í Sviss. En það er svo merkilegt að maður felur ekki svo auðveldlega fyrir sjálfum sér og guði það sem manni er ætlað og eitthvað spurðist út. Ég var því fljótt byrjaður að taka á móti fólki, fara í sjúkravitjanir í heimahús og spítala og var að auki orðinn býsna vinsæll sem skyggnilýsing- armiðill í matarboðum efnafólks sem hreinlega hentaði mér ekki. Ég er nýkominn heim núna og er ekki kominn í símaskrá ennþá en fólk er að hafa samband við mig í gegnum Facebook og aðra milliliði. Ég hef aldrei haft atvinnu af þessu, fyrir mér eru þetta líknarstörf og ég er mjög þakklátur fyrir að fá að miðla þessari orku og þeim upplýsingum sem mér er treyst fyrir. En ég þarf líka að hafa ofan í mig og á og því er ég alltaf að vinna eitthvað með.“ Þekkirðu til þeirra tíma sem amma þín var starfandi miðill? „Maður þekkir jú aðeins til. Einar á Einarsstöðum og Hafsteinn Björnsson voru sterkir sannanamiðlar. Sann- anamiðill er miðill sem fer í djúpan trans, víkur jafnvel alveg úr líkamanum og svo koma framliðnir í gegn og sanna sig með nöfnum, mannlýsingum og atvikalýsingum. En þetta get- ur birst í ýmsum myndum. Ragnhildur amma mín var sterkur sannanamiðill en inntakið í hennar lífi og starfi var læknamiðlun. Svo verð- ur það mitt hlutskipti að vera læknamiðill. Ekki þar fyrir að óvefengjanlegur sannleikur flýtur oft í gegn. Það tók tíma að læra á mína eigin skyggnigáfu sem er fjölbreytt en þetta er gef- andi. Eiginlega er þetta eins og brjálað app!“ segir Árni og hlær. „Þú tengir í gegnum skil- yrðislausan kærleik og ferð að skynja hluti sem þú veist ekkert hvaðan koma en í flestum til- vikum hjálpa þeim sem þörfina hafa. Vegir guðs eru órannsakanlegir sem er hluti þess heillandi veruleika sem við lifum í frá degi til dags.“ ÁRNI MÁR JENSSON Jónas Jónasson varð örlagavaldur BARNABARN EINS ÞEKKTASTA LÆKNAMIÐILS SÍÐUSTU ALDAR, „RAGNHILDAR Í TJARNARGÖTU“, STARFAR EINNIG SEM MIÐILL Í DAG. „Ég var því fljótt byrjaður að taka á móti fólki, fara í sjúkravitjanir í heimahús og spítala og var að auki orðinn býsna vinsæll sem skyggnilýsingarmiðill í matarboðum efnafólks sem hreinlega hentaði mér ekki,“ segir Árni Már um dvöl sína í Sviss. Hann er nýlega fluttur heim til Íslands á ný. * Það tók tímaað læra á mínaeigin skyggnigáfu sem er fjölbreytt en þetta er gefandi. Eiginlega er þetta eins og brjálað app!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.