Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.2. 2014 Takist ekki samningar gæti afleiðingin m.a. orðið sú að andstæðingar Ísraela fái sam- þykktar efnahagslegar refsi- aðgerðir gegn Ísrael. En bent er á annan vanda: Íbúar Ísr- aels eru nú átta milljónir, þar af eru um 20% arabar, með fullan ríkisborgararétt. Um 3,5 milljónir araba búa á hernumdum svæðum, talan er þó umdeild. Mikil viðkoma Pal- estínumanna gæti innan fárra ára haft í för með sé að á öllu svæðinu yrðu gyðingar í minnihluta. Yrði þá hæpið að fjalla áfram um Ísrael sem raunverulegt lýðræðisríki. P alestínumenn eru klofn- ir, annars vegar í Fatah-samtök Mahmo- uds Abbas forseta sem stýra Vesturbakkanum og hins vegar hryðjuverkasamtökin Hamas sem stýra Gaza og hafna öllum samningum. Og þótt Ísraelar hafi lengi þótt einstaklega þras- gjarnir í stjórnmálalífi sínu er margvíslegur klofningur í sam- félagi þeirra nú djúpstæðari en dæmi eru um í 65 ára nútímasögu ríkisins. Þetta er ekki björgulegt. Samt gera sumir sér vonir um að samn- ingaumleitanir sem farið hafa fram að undirlagi Bandaríkjamanna síð- an í fyrra geti hugsanlega leitt til þess að eining náist um grundvöll að nýjum friðarviðræðum. Rætt er um að Ísraelar afsali sér í áföngum yfirráðum á Vest- urbakkanum, sem þeir hernámu 1967, samið verði um að þeir haldi ákveðnum landtökubyggðum sem næst liggja Ísrael. Palestínumenn fái bætt tap á landi með öðrum svæðum í Ísrael. Sendimaður Bandaríkjastjórnar, Martin Indyk, mun hafa tjáð Ísraelum að um 80% íbúa landtökubyggða gyðinga fái að búa þar áfram. Og Abbas er reiðubúinn að samþykkja að herlið frá Atlantshafsbandalaginu verði á landamærunum til að tryggja frið. Annað mál sem veldur miklu til- finningaróti er framtíð Jerúsalem- borgar sem Ísraelar ráða nú yfir. Harðlínumenn, jafnt úr röðum múslíma sem gyðinga, vilja í engu slaka til. Palestínumenn vilja að austurhluti Jerúsalem, sem er byggður aröbum, verði höfuðborg hins væntanlega Palestínuríkis, Ísraelar að hún verði áfram óskipt höfuðborg Ísraels. Þriðja málið sem lengi hefur orð- ið að ásteytingarsteini er réttur brottfluttra Palestínumanna til að endurheimta eignir sínar, jarðir og hús, á svæðum sem nú eru hluti Ísraels. Hundruð þúsunda Palest- ínumanna hröktust á brott 1948 og næstu ár, afkomendur þeirra víða um heim skipta núna milljónum. En Ísraelar benda á að þá verði einnig að huga að því að hundruð þúsunda gyðinga voru á sömu ár- um hraktir á brott frá araba- ríkjum og Íran, þeir misstu líka eigur sínar. Einnig sé svo langt um liðið að flækjurnar yrðu óleysanlegar ef allt flótta- fólk sneri aftur heim til fyrri heimkynna. Finna verði því búsetu í hinu nýja Palestínuríki eða annars staðar. Aðstæður Palest- ínumanna eru víðast hvar slæmar, ekki síst valda vanda allar skorð- urnar sem það setur að vera ekki borgarar í viðurkenndu ríki, eiga hvergi tryggan samastað. Og at- vinnuleysið á Vesturbakkanum er 19%, yfir 50% á Gaza. Ísraelar hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að nýta vatnslindir svæðisins fyrst og fremst í eigin þágu en láta Palest- ínumenn og þarfir þeirra sitja á hakanum. En auðug olíuríki, eink- um Sádi-Arabía, hafa lengi styrkt Palestínustjórn árlega með geysi- miklu fé, mikið af því hefur þó horfið í alræmda spillingarhít Fatah. Margir Palestínumemn vinna fyrir Ísraela Einnig hafa Sameinuðu þjóðirnar séð fólkinu í flóttamannabúðunum fyrir nauðþurftum og tryggt þar lágmarks heilbrigðisþjónustu og skólahald. Palestínumenn fá auk þess margir þjónustu á sjúkra- húsum Ísraela þótt sjaldan sé á það minnst í áróðri Palestínu- manna. Tugþúsundir Palestínumanna á hernumdu svæðunum stunda at- vinnu í Ísrael. Fram kemur í grein í New York Times að margir af þessum Palestínumönnum vinna við að reisa mannvirki í land- tökubyggðunum sem sífellt eflast. Þessi uppbygging gerir um leið sí- fellt erfiðara fyrir Palestínumenn að endurheimta hernumdu svæðin. „Ég neyðist til að vinna hér af því að ég á hús, er með fjölskyldu,“ segir einn verkamannanna, Jalaita, sem á fimm börn, þar af tvö í há- skóla. En það sé niðurlægjandi að vinna fyrir Ísraela. Fyrir hina síð- arnefndu er einnig umhugsunarefni að með þessu útvega þeir þjóð sem berst gegn landtökubyggðunum tekjur, hjálpa erkifjendum sínum að komast af. Draumurinn um frið lifir enn BANDARÍKJAMENN HVETJA NÚ ÁKAFT ÍSRAELA TIL AÐ REYNA AÐ TRYGGJA AÐ PALESTÍNUMENN GETI FENGIÐ AÐ BÚA Í EIGIN RÍKI VIÐ HLIÐ ÍSRAELS. FREMUR ÓLÍKLEGT ER ÞÓ AÐ SAMNINGAR NÁIST Á NÆSTUNNI. ÁFRAM LÝÐRÆÐI? Forseti þings Evrópusambandsins, Martin Schultz, var nýlega í heimsókn í Ísrael. Hann tók þá fram að hann væri sjálfur andvígur öllum hugmyndum um að ESB beitti efnahagslegum refsiaðgerðum til að fá Ísraela til að hætta að efla land- tökubyggðirnar. En í ræðu á þinginu, Knesset, gagnrýndi hann Ísraela fyrir að mismuna Palestínumönnum með því að nýta sjálfir megnið af vatnslindum svæðisins og tóku sumir þingmenn þessa gagnrýni óstinnt upp. AFP * Það er algerlega útilokað að hægt sá að viðhalda nú-verandi stöðu, hún getur ekki verið viðvarandi.John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.AlþjóðamálKRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is HEIMURINN BRET LO ysilegt tj síðuBret erset-héraði og nokkrirSomvik hafa verið látnir hlaðarmeafa tý nn verjast vatninu.um til að V að fo BANDARÍKIN WASHINGTON E vetrarstor og suðurh og valdið m m samgöngu er að rekja veðurham rsk átið s sem ráðist á Xinjiang- uta lands- nn sögðui rka- ð að enjulegaæð rmenntt v rbrotsúr

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.