Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 4
* Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun ogvel upplýstar ákvarðanir.Fyrsta atriðið í grunnstefnu Pírata. ÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.2. 2014 Þegar horft er til nýrra fram-boða í borgarstjórnarkosn-ingum er árangur Besta flokksins fyrir fjórum árum ein- stakur en flokkurinn fékk þá sex menn kjörna. Odd- viti flokksins, Jón Gnarr, varð borg- arstjóri. Reykjavíkurlist- inn bauð fyrst fram árið 1994 og fékk hreinan meirihluta, átta menn. Það framboð var þó annars eðlis en að því stóðu gamalgrónir flokkar, Framsóknarflokkurinn, Al- þýðuflokkurinn, Alþýðubandalagið og Samtök um kvennalista, sem all- ir höfðu boðið fram áður í borg- inni. Oddviti fram- boðsins, Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, varð borg- arstjóri. Árið 1970 buðu Samtök frjáls- lyndra og vinstrimanna fram í fyrsta sinn og fengu einn mann kjörinn. Fjórum árum síðar buðu Samtökin og Alþýðuflokkurinn fram sameiginlegan lista og komu einum manni að. Konur bjóða fram Árið 1982 fékk Kvennaframboðið tvær konur kjörnar í borgarstjórn en það var undanfari Samtaka um kvennalista, sem bauð fram fjórum árum síðar og náði einni konu inn. Frjálslyndir og óháðir buðu fyrst fram 2002 og fengu einn mann kjörinn. Héldu honum fjórum árum síðar en þá var reyndar boðið fram undir merkjum Frjálslynda flokksins. Borg- arfulltrúi flokks- ins, Ólafur F. Magnússon, var um tíma borg- arstjóri á kjör- tímabilinu. Eftir að Reykjavíkurlistinn leyst- ist upp buðu Samfylkingin og Vinstrihreyfingin - grænt framboð fyrst fram til borgarstjórnar árið 2006. Samfylkingin fékk fjóra menn kjörna en VG tvo. Fyrst var kosið til borgar- stjórnar 1962. Frá 1836 til 1958 var kosið til bæjarstjórnar í Reykjavík. Einstök kosning Besta flokksins Þau gefa kost á sér í prófkjör- inu: Þórgnýr Thoroddsen í 1. sæti. Halldór Auðar Svansson í 1. sæti. Arndís Einarsdóttir í 1.-2. sæti. Þórlaug Ágústs- dóttir í 1.-2. sæti. Óskar Hall- grímsson í eitthvert af efstu sætunum. Ásta Helgadóttir í hvaða sæti sem er. Arnaldur Sigurðarson í 2. sæti. Björn Birgir Þorláksson í 2. sæti. Svafar Helgason í 2.-3. sæti. Kristín Elfa Guðnadóttir í 3. sæti. Haukur Ísbjörn Jóhanns- son í 3.-4. sæti. Þórður Ey- þórsson í 3.-4. sæti. Perla Sif Hansen í 3.-5. sæti. Kjartan Jónsson í 4.-6. sæti. Þuríður Björg Þorgrímsdóttir í 4.-6. sæti. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson í 5. sæti. Frambjóðendafundur verð- ur í dag, laugardag, kl. 16.00 í MÍR- salnum, Hverf- isgötu 105, 101 Reykjavík. Þar fá félagar í Pírötum í Reykjavík færi á að kynnast frambjóð- endum og spyrja þá spjör- unum úr. P rófkjör Pírata í Reykja- vík hófst á föstudaginn og lýkur á laugardag- inn eftir viku. Það fer fram rafrænt á netinu. Um 70 manns eru á kjörskrá en Halldór Auðar Svansson, kapteinn Pírata í Reykjavík, gerir ráð fyrir að fjölga muni í hópnum meðan á prófkjörinu stendur en til að taka þátt þarf fólk að eiga aðild að Pí- rötum í Reykjavík og búa í höf- uðborginni. Um 600 manns eru í Pírötum á landsvísu. Fólk þarf að hafa verið í Pírötum í a.m.k. þrjá- tíu daga til að geta tekið þátt í prófkjörinu. Píratar munu einnig bjóða fram í Hafnarfirði og Reykjanesbæ og mögulega víðar. Niðurstaða úr prófkjörinu mun liggja fyrir sunnudaginn 23. febr- úar næstkomandi. Áhersla á lýðræði „Kosningabaráttan leggst vel í okkur. Áhugi er þónokkur og mál- efnastarfið hefur gengið vel. Við munum gera grein fyrir sameig- inlegri sveitarstjórnarstefnu bráð- lega,“ segir Halldór. Skoðanakannanir sem birst hafa undanfarið hafa sýnt Pírata með mann inni í Reykjavík, jafnvel tvo. Halldór segir það mikla hvatn- ingu og með góðri kosninga- baráttu sé ekki óraunhæft að stefna á þrjú sæti í borgar- stjórn. Halldór segir að stefna Pírata í borgarmálum verði kynnt betur síðar en ljóst sé að áherslan verði á lýð- ræði, upplýsingagjöf, íbúasamráð, velferðar- og réttindamál enda setji hreyfingin þau mál iðulega á oddinn. Mikilvægur hópur Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, segir nýjustu skoðanakann- anir benda eindregið til þess að grundvöllur sé fyrir framboði Pí- rata í sveitarstjórnarkosningunum í maí, alltént í Reykjavík. Erindið virðist vera minna þegar komið er út fyrir höfuðborgarsvæðið enda stefnir ekki í að hreyfingin bjóði fram þar. „Athygli vekur að Pírat- ar virðast hafa meira fylgi meðal ungs fólks en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík, samkvæmt könnun sem Morgunblaðið birti á dög- unum. Fyrir stjórnmálaflokkana eru ungir kjósendur mjög mikil- vægur markhópur því rannsóknir sýna að talsverðar líkur eru á að fólk haldi áfram að kjósa það sama í framtíðinni. Það er því áhyggju- efni fyrir hefðbundna stjórn- málaflokka ef þeim tekst ekki að höfða til ungra kjósenda,“ segir Stefanía. Spurð hvað skýri sterka stöðu Pírata meðal ungs fólks vísar Stef- anía til vantrausts í garð hefðbund- inna stjórnmálaflokka og segir að ungum kjósendum kunni að þykja sem flokkarnir svari ekki kalli tím- ans og séu of lokaðar stofnanir. „Þá tengja ungir kjósendur, ekki síst ungir karlmenn, sem eyða löngum stundum í tölvum og á net- inu, við málflutning Pírata um net- frelsi og óheftan aðgang að upplýs- ingum. Mörgum þeirra finnst kannski sem slíkt muni auka lífs- gæði þeirra,“ segir hún. Stefanía bendir jafnframt á þá skýringu að töluverður samhljómur sé með hefðbundnu stjórnmála- flokkunum á sveitarstjórnarstiginu. „Lítið er um átök um lausn stórra mála sem skipta kjósendur veru- legu máli. Það þýðir jafnframt að erfiðara er fyrir kjósendur að gera upp á milli valkosta. Til að vega upp á móti þessu færist áherslan í kosningabaráttunni gjarnan á frambjóðendur frekar en stefnuna. Þetta kann að draga úr áhuga fólks á stjórnmálum til lengri tíma en jafnframt búa til jarðveg fyrir ný framboð sem hafa eitthvað nýtt fram að færa.“ Of snemmt að spá um árangur Stefanía segir þó enn of snemmt að segja til um sérstöðu Pírata eða möguleika á árangri þar sem þeir eigi bæði eftir að kynna stefnu sína í borgarmálum og frambjóð- endur. Hún nefnir einnig að ný framboð standi oft höllum fæti gagnvart hefðbundnu flokkunum þegar komi að kosningastarfi. „Styrkleiki hefðbundinna stjórn- málaflokka felst ekki síst í inn- viðum þeirra, svo sem félags- mönnum, skipulagi og fjármagni. Þetta nýtist þeim til að virkja kjós- endur. Þá má heldur ekki gleyma því að eldri kjósendur eru líklegri til að skila sér á kjörstað en þeir yngri.“ Morgunblaðið/Ómar ÞAU ERU Í KJÖRI Stefanía Óskarsdóttir (Pí)rata þeir inn? PRÓFKJÖR STENDUR YFIR HJÁ PÍRÖTUM Í REYKJAVÍK EN HREYFINGIN BÝÐUR NÚ FRAM Í FYRSTA SINN Í BORGINNI. ÞEIR HAFA HAFT MEÐBYR Í SKOÐANAKÖNNUNUM OG KAPTEINNINN Í REYKJAVÍK SEGIR EKKI ÓRAUNHÆFT AÐ STEFNA Á ÞRJÁ BORGARFULLTRÚA. STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR SEGIR ÁHUGA UNGS FÓLKS Á FRAMBOÐINU ATHYGLISVERÐAN.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.