Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 36
FYRSTI ÍSLENSKI TÖLVULEIKURINN VAR GERÐUR 1986. SÍÐAN HEFUR GRÍÐARLEGA MIKIÐ VATN RUNNIÐ TIL SJÁVAR OG ÍSLENSKIR TÖLVULEIKIR, EVE ONLINE OG QUIZ UP ERU ALÞJÓÐLEGAR STJÖRNUR. ALLS VINNA 620 MANNS VIÐ ÍSLENSKA TÖLVULEIKJAGERÐ EN SAMTÖK LEIKJAFRAMLEIÐANDA, IGI, ERU LEIÐ Á AÐ SJÁ EFNILEGT FÓLK FLYTJA BÚFERLUM VEGNA ERFIÐS REKSTRARUM- HVERFIS. FIMM VINSÆLUSTU TÖLVULEIKIRNIR Í IPHONE Á SÍÐASTA ÁRI VORU GERÐIR Í SKANDINAVÍU. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Í slenskir tölvuleikir eru ekki gaml- ir. Fyrsti íslenski tölvuleikurinn sem vitað er um var gerður 1986 og hét Sjóorrusta, gerður á gagnakassettu fyrir Sinclair Spectr- um-tölvur. Síðan leið tíminn þangað til EVE Online kom á markaðinn. „Fyrsti alvöruleikurinn – sá sem er markaðssettur á alþjóðamarkaði er Eve Online frá CCP. Þeir einfalda- lega komu Íslandi á kortið. Eitthvað sem við eigum að vera stolt af,“ seg- ir Ólafur Andri Ragnarsson hjá tölvufyrirtækinu Betware en hann situr í stjórn samtaka leikjaframleið- anda eða Icelandic Game Industry, skammstafað IGI. IGI voru stofnuð formlega 2009 eftir að nokkrir ein- staklingar í leikjafyrirtækjum, þá- verandi og verðandi, fóru að ræða saman hvort ekki væri hægt að stofna samtök í kringum þessa ört vaxandi grein. Á hinum löndunum á Norðurlöndum eru sambærileg sam- tök en Norðurlöndin eru mjög fram- arlega í tölvuleikjum. Tölvuleikir fyrir alla 400 manns vinna hér á landi við tölvuleikjagerð en allir starfsmenn innan IGI eru 620, hluti starfs- manna vinnur erlendis enda eru fyr- irtæki eins og CCP og Betware al- þjóðafyrirtæki en með höfuðstöðvar sínar á Íslandi. Ólafur Andri segir að ákveðin bjartsýni ríki innan tölvuleikjafram- leiðanda enda sé hér meðbyr sem þurfi að nýta. „Núna spilar alls kon- ar fólk tölvuleiki en ef þú spyrð það þá kannast það ekkert við slíkt. Tökum sem dæmi konu á besta aldri sem hefur gaman af því að spila Candy Crush Saga, FarmVille 2 eða Bubble Safari á Facebook. Aldrei myndi hún viðurkenna að hún spilaði tölvuleiki. Nei, þetta er bara Facebook, myndi hún segja.“ Fljótlega eftir að IGI var stofnað kom fram áhugi á að halda keppni í gerð tölvuleikja. Hugmyndin var að virkja þá sem höfðu alltaf viljað búa til tölvuleik en aldrei haft tækifæri eða hvatningu til þess. Fyrsta keppnin var um vorið 2010 og alls tóku 11 hópar þátt. Hópurinn Clockwork Alien vann verðlaunin fyrir leikinn Path to Ares. Keppnin var haldin aftur haustið 2011 með breyttu sniði, bæði styttri og með meiri stuðningi. Þá vann Lumenox með leikinn Aaru’s Awakening sem kemur á markað með vorinu. Í ár er því þriðja keppnin. Ólafur Andri segir að Norð- urlöndin standi mjög framarlega þegar kemur að tölvuleikjagerð. „Nokkur af helstu og öflugustu fyrirtækjum heims á þessum mark- aði, eru stofnuð og starfrækt á norðurslóðum. Til marks um þenn- an árangur má til dæmis nefna að undir lok ársins 2013 voru allir fimm mest sóttu iPhone-leikirnir í Bandaríkjunum, búnir til á Norð- urlöndunum. Þetta voru leikirnir QuizUp frá Íslandi, Candy Crush Saga frá Svíþjóð, Angry Birds Go, Angry Birds Star Wars og Clash of Clans frá Finnlandi. Tölvuleikir eru orðnir stærsti menning- artengdi útflutningur Norður- landanna.“ Vantar nokkra milljarða upp á Íslensk stjórnvöld mættu styðja bet- ur við fjárfestingar í nýsköpunarfyr- irtækjum segir Ólafur en umhverfið hér á landi fyrir tölvuleikjafram- leiðslu sé allt annað en í nágranna- löndunum. Hann segir að Finnar, sem eiga heiðurinn af Angry Birds leikjunum meðal annars, starfræki sjóð, svokallaðan Tekes sjóð sem sé líkur tækniþróunarsjóði. „Við höfum kynnt okkur hvernig Finnar hafa byggt upp sinn leikjaiðnað. Það er ekki ofsagt að þar er bullandi upp- sveifla í leikjagerð og fjárfestar nánast banka upp á hjá áhugaverð- um leikjafyrirtækjum í von um að fá að fjárfesta. Hér er þessu öfugt far- ið, það er varla hægt að ná í nokkra fjárfesta. Finnar stofnuðu sinn Te- kes-sjóð til að fjárfesta í nýsköpun og skapandi greinum. Sá sjóður er ekki ósvipaður tækniþróunarsjóði nema að sá finnski er um 90 millj- araðar íslenskra króna á meðan tækniþróunarsjóður er mun minni,“ segir hann og hlær. „Ef sá íslenski ætti að vera sambærilegur væri hann um 5,3 milljarðar króna á ári.“ Fjárfestar forða sér við íslenska umhverfið Ólafur Andri nefnir að gjaldeyr- ishöftin hafi fráhrindandi áhrif og séu skaðleg fyrir minni fyrirtækin. Frá Sjóorrustu til QuizUp 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.2. 2014 Græjur og tækni hafs og í Finnlandi æfingamælir í armbandi sem kallast Polar Loop og er ódýrara en þau tæki sem fyrir eru en að mörgu leyti fullkomnari. Polar Loop-æfingamælirinn kom svo á markað um heim allan í byrjun þessa árs og er nú fáanlegur hér á landi. Fyrirtækið Altís í Hafnarfirði er með umboð fyrir Polar og flytur mælana inn. Æfingamælirinn, Polar Loop-armbandið, lætur ekki mikið yfir sér þegar hann er tekinn úr kassanum, afskaplega stíhreinn og nettur. Það er þó fleira í kassanum en armbandið því þar er málband og leið- beiningar um hvernig á að stytta armbandið með skærum og sérstöku tóli sem fylgir til að það passi sem best á úlnliðinn, enda er það með klemmu en ekki bara smellt saman. Þetta er óneitanlega smá umstang, en fyrir vikið er ekki hætta á að maður missi mælinn af sér. Með í kassanum er líka USB-snúra sem smellt er aftan á græjuna til að hlaða hana og líka til að tengja hana. Rafhlaðan endist vel og sam- kvæmt mælingum sem ég hef rekist á á netinu ætti hún að duga í allt að viku. Eftir að búið er að klippa armbandið til, stofna (ókeypis) aðgang hjá Polar og sam- stilla græjuna við tölvu þá er ekki annað eftir en að smella mælinum um úlnliðinn og byrja að hreyfa sig. Polar Loop kostar 19.900 hjá Altís sem stendur (er reyndar uppselt), en fæst hjá Nova á kynningarverði á 16.990 kr. Undanfarin ár hefur æfingamælum vaxið fiskur um hrygg, enslíkum mælum krækir fólk ýmist í fatnað, eða ber um úlnliðinn.Þeir eru ekki nýir af nálinni, en eftir því sem snjallsímar hafa orðið útbreiddari hefur og aukist áhugi fólks á að nota æfingamæla og þá ekki bara til að kortleggja íþróttaæfingar, heldur líka til að mæla hreyfingar dagsins og næturinnar, ef vill, því fjölmargir mælar eru þeirrar gerðar að geta metið hve vel viðkomandi sefur með því einu að skrá hreyfingar hans í rúminu. Vestan hafs hafa Nike, Fibit og Jawbone verið ráðandi, Nike með Nike+ Fuelband, Fibit með ýmsar græjur, nú síðast Fitbit Force, og Jawbone með UP24 armbandið. Æf- ingamælar þessara framleiðenda hafa fengist öðru hvoru hér á landi og til að mynda man ég eftir að hafa séð Nike- æfingamæla til sölu hjá Nova á síðasta ári (og eru reyndar fáanlegir þar í dag líka). Gamalreyndur æfingatækjaframleiðandi hefur svo blandað sér í þennan slag, finnska fyrir- tækið Polar, sem er þekkt fyrir púlsmæla og GPS-úr. Seint á síðasta ári kom á markað vestan Í SVEFNI SEM VÖKU ÆFINGAMÆLAR, SEM ERU ÝMIST ARMBÖND EINS OG POLAR LOOP EÐA TÆKI SEM SMELLT ER Á FATNAÐ, VERÐA SÍ- FELLT VINSÆLLI ENDA PASSA ÞEIR UPP Á AÐ MAÐUR HREYFI SIG RÉTT NÁNAST ALLAN SÓLARHRINGINN. Græja vikunnar * Það að vera með farsímaer náttúrlega eins og að vera með nettengda tölvu í vas- anum (eða hendinni) og kjör- ið að tengja æfingamæla við símann til að skoða gögn eða senda þau jafnharðan inn á vefinn. Athugið þó, aðeins er til iPhone-app sem stendur, Android-app væntanlegt í mars. * Æfingamælirinn sér umað skrá hvað maður er að gera allan sólarhringinn, á láði og í legi, og mælir hve vel maður sefur líka. Ef maður situr of lengi kyrr á sama stað sendir hann svo áminningu í farsímann: Af stað! ÁRNI MATTHÍASSON * Polar Loop-æfinga-mælirinn hefur það framyfir keppinautana að hægt er að tengja hann við púlsmæli (frá Polar) og þá ná mun nákvæm- ari mælingu en ella; betra yf- irliti yfir álag og brennslu. Morgunblaðið/Ómar Ólafur Andri Ragnarsson hugbún- aðararkitekt sem situr í stjórn IGI. * Það skemmti-lega við íslensk-an leikjaiðnað er að flestir framleiðendur eru að horfa á erlendan markað. Þeir sem eru 21 árs í dag eru að jafnaði búnir að eyða um 10 þúsund klukkustundum í tölvuleiki - jafnlöngum tíma og í grunnskóla. 45% af tölvuleikjum eru spilaðir á síma. 93% foreldra spá í hvað börnin þeirra eru að spila. 79% foreldra eru með ákveðinn tímaramma þegar kemur að tölvuleikjaspilun barna sinna. Íslensku jólasveinarnir fengu um 150 bréf víðs vegar að úr heiminum fyrir jólin og helsta óskin að þessu sinni var að fá tölvur og tölvuleiki í jólagjöf. Mannkynið hefur eytt 5,93 miljónum ára í að spila leikinn World of Warcraft sem er jafnlangur tími og það tók mannkynið að þróast frá apa yfir í þá tegund sem nú gengur um á jörðinni. Fólk eyðir um 55 mínútum að meðaltali á dag á Facebook. 10.000 klst. Leikjaspilun eftir aldri: Undir 18 ára 18-35 ára +36 ára 32% 32% 36% Könnun ESA (entertainment software associaton) frá 2013: 42% þeirra sem spila tölvuleiki eru konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.