Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 53
16.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Barnamenningarhátíðin Börn fyrir börn verður haldin í Hofi á Akureyri á sunnudag. Hæfileikarík börn á öllum aldri taka þátt auk þess sem góðir gestir líta inn. 2 Hin árlega og sívinsæla sýn- ing blaðaljósmyndara, Myndir ársins, verður opnuð í Gerðarsafni á laug- ardag klukkan 15. Þá verða veitt verðlaun fyrir bestu myndirnar auk blaðamannaverðlaunanna. Þá verður einnig opnuð sýning á ljómyndum Sigurgeirs Jónassonar frá Vest- mannaeyjum. 4 Sýningunni „Hnallþóra í sól- inni“, með úrvali prentverka Dieters Roth frá árunum 1957-1993, lýkur í menning- armiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði um helgina. Af því tilefni er blásið til keppni á laugardag kl. 15, um mik- ilfenglegustu tertuna. 5 Helga Lára Haraldsdóttir opnar sýningu í sal Íslenskrar Grafíkur að Tryggvagötu 17, hafnarmegin, á laugardag klukkan 16. Helga sýnir þar texta- og ljósmyndaverk þar sem leitast er við að varpa nýju ljósi á eða vekja athygli á orðum og orðasamböndum með því að tengja þau myndum. 3 Athyglisverðum gjörningi Curvers Thoroddsen lýkur í Ketilhúsinu á Akureyri á sunnudag. Síðustu vikur hefur hann dundað sér við það, nakinn og lokaður af frá umheiminum, en þó fyrir sjónum sýningargesta, að flokka allrahanda persónuleg skjöl. MÆLT MEÐ 1 Einn þáttur í starfsemi Listasafns ASÍ erað sýna verk úr safneigninni og í dag,laugardag, klukkan 16, verður opnuð sýning þar sem verkum eftir expressjónist- ann Svavar Guðnason (1909-1988) er stillt upp með málverkum eftir tvo unga listamenn sem einnig fást við málverk, þá Magnús Helgason og Úlf Karlsson. Úlfur Eldjárn mun flytja hljóðverk á opnuninni og vinna úr því verk sem hljóma mun á sýningunni til loka. „Við notum allir nokkuð mikið liti og segja má að verk okkar séu á vissan hátt óreiðu- kennd,“ segir Magnús þegar spurt er hvers vegna list þeirra sé stefnt saman. Þetta er önnur sýningin í sýningaröð safnsins sem kallast „Samspil“ og er Kristín G. Guðnadótt- ir sýningarstjóri. „Þetta er skipulögð kaos,“ segir Magnús og bætir við að fyrir sýninguna hafi verk Svav- ars verið tekin út úr borgaralegum og gyllt- um römmunum. „Til þess að yngja hann upp. Þegar Svavar kemur úr gullrömmunum er eins og hann andi léttar,“ segir hann og per- sónugerir verkin. „Það er mjög gaman að sjá þau svona, Svavar er meiri uppreisnarmaður svona án rammanna en hugmyndin er líka að sýna hvað hann var framsækinn og að verk hans eru ekkert svo ólík því sem listamenn eins og við Úlfur erum að fást við í dag.“ Úlfur og Magnús sýna báðir verk sem þeir hafa unnið á tréplötur. Magnús segist fást talsvert við að púsla saman fundnum plötum og mála. „Ég vinn þetta að vissu leyti eins og garðyrkjumaður. Hann býr ekki til blómin heldur velur þeim skemmtilegan stað og er alltaf að leita að ákveðinni fegurð og sam- ræmi. Einhver tilviljun hefur mótað þessar plötur sem ég er að nota og ég raða þeim upp, eins og garðyrkjumaður, bæti í og mála,“ segir hann. „Úlfur dregur síðan upp nokkuð grótestar og óreiðukenndar fígúrur – hann er brjálaðastur af okkur öllum,“ segir Magnús. efi@mbl.is VERK EFTIR SVAVAR GUÐNASON, MAGNÚS HELGASON OG ÚLF KARLSSON Í LISTASAFNI ASÍ Óreiðukennt samspil „ÞETTA ER SKIPULÖGÐ KAOS,“ SEG- IR LISTAMAÐUR UM SÝNINGUNA Í LISTASAFNI ASÍ ÞAR SEM VERK SVARARS ERU TEKIN ÚR RÖMMUM. Einræðisherrann, verk Svarars Guðnasonar, og Guð neitar ásökunum eftir Magnús Helgason. form, en eins og eistneska módelið af óp- erusöng er – mótað af rússneskum hefðum mikilla radda – þá get ég ekki keppt við það, þar sem þarf að syngja hærra en hljómsveitir. Mín söngtækni er ekki þannig, hún er nær eldri tónlist og einnig tónlist kórhefðarinnar. Hins vegar syng ég mikið af samtímatónlist og mörg tónskáld hafa samið verk sérstaklega fyrir mig. Ég lít á sjálfa mig sem hljóðfæri. Um daginn kom ég fram með Caput og slíkir tónleikar eru eitthvað það skemmtilegasta sem ég geri; að koma fram með litlum kammersveitum og vera eins og eitt af hljóðfærunum. Þegar ég syng með píanóleikara lít ég á hann sem jafninga, hann er alls ekki undirleikari minn.“ Skýtur nýjum rótum hér Var erfitt fyrir Tui að flytja til Íslands og skilja við eistnesku ræturnar? „Nei. Ég skýt nýjum rótum hér,“ segir hún ákveðin. „Ég hef verið að skjóta þeim frá 2008, þegar ég kom hingað fyrst, og síð- an hef ég dvalið hér oft, í lengri og styttri tíma. Hér fann ég ýmislegt sem var ekki að finna í Eistlandi – og líklega eru rætur mín- ar orðnar sterkari hér en þar.“ Hún kom ekki hingað vegna tónlistarlífs- ins, heldur vegna fjölskyldunnar – þau Páll Ragnar eiga saman fjögurra ára dreng sem nú gengur hér í leikskóla. „En auðvitað er tónlistarlífið ólíkt í þessum löndum, hér er það alls ekki jafnmiðstýrt og í Eistlandi. Hér er frelsi til að hrinda hugmyndum í framkvæmd miklu meira. Í Eistlandi hættir fólki til að bíða eftir fyrirmælum að ofan.“ Tui er ekki með mörg verkefni í gangi í Eistlandi en nýlega var ákveðið að Adam’s Lament-platan yrði flutt í heild sinni á tón- leikum í Tallinn í haust. „Ég vil helst komast þangað á sumrin, það er besti tíminn, en það er fátækt land og þótt einhver tónlistarverkefni gætu hentað mér þá er yfirleitt enginn peningur til að borga undir mig flugfar þangað. Hvað það varðar hef ég líklega verið strokuð út af list- anum!“ segir hún og hlær. „Hins vegar er svo auðvelt að vera í sambandi við vini og starfsfélaga í dag yfir netið. Ég er líka tón- listarfræðingur að mennt og hef starfað sem menningarblaðamaður fyrir dagblað í Eist- landi; ég get sinnt því að hluta héðan. Ég nýt þess að takast á við ólíka hluti í menn- ingarlífinu, enda trúi ég því að tími fíla- beinsturna í listum sé liðinn undir lok. Allir sem starfa á þessu sviði eru jafnir, þurfa að kynna sig og koma sér áfram. Faðir minn er ljóðskáld og ég hef líka skrifað alla tíð; nýt þess rétt eins og ég nýt þess að syngja.“ Morgunblaðið/Einar Falur * Hér er frelsi til aðhrinda hugmyndum í framkvæmd miklu meira. „Ég nýt þess að takast á við ólíka hluti í menning- arlífinu, enda trúi ég því að tími fílabeinsturna í listum sé liðinn undir lok,“ segir Tui Hirv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.