Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.2. 2014 Reglulega eru fluttar fréttir af því að Ísland séneðarlega eða „komi illa út“ á lista Eftirlits-stofnunar EFTA yfir hversu vel EFTA- löndunum miðar í innleiðingu tilskipana evrópska efnahagssvæðisins. Fyrir þá sem telja samanburð við erlend ríki þann mælikvarða sem mestu máli skiptir þá er rétt að minna á að á listanum eru ein- ungis þrjú lönd. Ísland kemst því á verðlaunapall telji menn það sérstakt keppikefli að ná árangri á listanum. Það sem þó skiptir hér máli efnislega er að með inngöngu í EES-samstarfið undirgengust EFTA-ríkin ekki keppni í innleiðingu reglna sem samningsþjóðirnar hafa sett sér. Það er ekkert til sem heitir „innleiðingarhalli“ eins og nefnt er í fréttum af þessum listum. Eitt meginmarkmiða EES-samstarfsins er að stuðla að auknu frjálsræði og samvinnu í við- skiptum um allan heim en um leið að tryggja eins- leitni á evrópskum markaði. Full þörf virðist vera á að rifja reglulega upp og árétta að EES-samstarfið er þó ekki einhliða samband sem rúllar reglum ESB viðstöðulaust inn í EFTA-ríkin. EES- samstarfið er tvíhliða samstarf annars vegar EFTA-ríkjanna og hins vegar ESB. Báðir aðilar hafa sama rétt við mótun reglna sem varða sam- starfið og þótt margir haldi að Íslendingar þurfi að vera algerir þiggjendur evrópskra reglna þá er það ekki þannig. Innleiðing nýrra reglna á sviði EES- samningsins fer ávallt fram með aðkomu alþingis og að undangenginni afgreiðslu í sameiginlegu EES-nefndinni en í henni fer fram upptaka nýrra reglna í EES-samninginn og breyting á eldri reglum. Sameiginlega EES-nefndin hefur einnig það hlutverk að veita EFTA-ríkjunum undanþágu frá sameiginlegum reglum ef samningsaðilar eru sammála um slíkt. Hefur það verið nýtt sem skyldi af hálfu Íslands? Það kann að vera að lagafrumvörp renni í gegn- um alþingi jafnmótstöðulaust og vatnið á suður- hluta Englands um þessar mundir. Ólíkt rigning- unni er innleiðing EES-reglnanna hins vegar ekki hluti af gangverki náttúrunnar. Alþingi hefur fullt forræði á því hvaða reglur eru innleiddar. Vilji þingmenn hafa á því skoðun hvaða reglur eru inn- leiddar geta þeir það. Telji þingmenn sig ekki hafa tíma til þess að hafa skoðun á EES-reglunum, nú eða öðrum lagafrumvörpum, eiga menn alltaf þann kost að gefa þeim ekki lagagildi hér á landi. Bíða með það þangað til þeir hafa tíma til að kynna sér málið. Og það er bara alls ekkert að því. Magn er ekki sama og gæði * Ef það er óvinnandivegur að fylgjast með og hafa áhrif á reglusetningu samkvæmt EES-samningnum í dag hvernig yrði þá staða Íslands innan ESB? ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is María Rut Krist- insdóttir, formaður Stúd- entaráðs, veltir fyrir sér hvað hún ætlar að taka sér fyrir hendur að loknu starfi. „Er að upplifa þvílíka tilvistarkreppu akkúrat núna og er því tilneydd til að deila henni með ykkur. Ég er nefnilega hægt og ró- lega að átta mig á því að ég hætti að vera formaður Stúdentaráðs 1. júní næstkomandi og þarf að finna mér vinnu fyrir sumarið! Viljiði plís hjálpa mér aðeins: HVAR Á ÉG EIG- INLEGA AÐ VINNA?! Kveðja, ein ringl- uð.“ Skíða- svæðin hafa verið opin af og til að und- anförnu og væntanlega einhverjir gripið tækifærið og skellt sér. Ekki er vitað hvort Bragi Valdimar Skúlason er skíðamaður en hann veltir fyrir sér græjunum sem þarf að nota á skíðum: „Hérna, skíða- gleraugu … eru þau alveg, þið vitið, eðlile … eða?“ Félagi hans, Jóhann- es Tryggvason, svarar um hæl: „Ekki í rúminu, Bragi. Ekki í rúminu.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á klókan og sniðugan son. „Helgi Matthías gerði samning við pabba sinn … fékk 3 flatkökur (uppáhaldið hans) þegar hann kom úr leikskól- anum gegn því að lofa að borða all- an kvöldmatinn sinn. Ægilega fína fiskisúpu sem hús- bóndinn eldaði. Svo kom að skuldadög- um – súp- an góða komin á borð. Tárvotur með ekkasog þegar hann sá að hann hafði greinilega samið af sér reyndi hann að snúa sig út úr vondri stöðu: „Mamma … ef það hefði ekki verið súpa í kvöld- matinn heldur kjötbollur … þá hefði ég klárað kvöldmatinn. Þetta er svindl!“ AF NETINU Vetrar- og útivistarhátíðin Éljagangur fer fram um helgina á Akureyri og er viðburð- urinn orðinn árlegur í febrúarmánuði. Dag- skráin er ansi þétt á hátíðinni og meðal annars er þar mikið um að vera fyrir brettakrakka. Þá er ýmsir aðrir viðburðir á dagskrá á borð við vélsleðaferðir, morgunskokk, troðaraferðir á Kaldbak og fleira. Nánar á www.eljagangur.is. Morgunbaðið/Skapti Hallgrímsson Njóttu Éljagangs Japanska útvarpsstöðin J-wave hélt tónleika með tónlistarmanninum Ásgeir Trausta í jap- anska sendiráðinu á föstudag. Ásgeir er í fyrsta sæti japansks vinsældalista. Um 1.500 sóttu um miða á viðburðinn í sendiráðinu en einungis 40 manns komust að. Hannes Heim- isson sendiherra í Japan sagði tónleikana hafa verið flotta og augljóst að Ásgeir hafi snert einhverja strengi í Japan með skemmtilegri framkomu og flottum tónleikum. „Við vorum í sambandi við umboðsmann hans og útgáfufyr- irtæki hér, við ákváðum að bjóða þeim rými hér til þess að halda kynningartónleika fyrir nýju plötuna hans. Allt var tekið upp og verð- ur sent út á mánudag í þeirra dagskrá.“ Hannes segir Ásgeir Trausta vaxandi stjörnu í Japan, og miðað við stöðu hans núna þá lofar hann góðu. „Japanski markaðurinn er mjög kröfuharður, þetta er 127 milljón manna þjóðfélag sem fylgist grannt með því sem er að gerast í tónlistinni um heim allan. Japanir upp til hópa eru vandlátir, kröfu- harðir og um leið tryggir.“ Ásgeir Trausti mun spila á 5.000 manna tónleikum í Japan á sunnudag og heldur síðan áfram í tónleika- ferðalagi sínu. Ásgeir Trausti heillaði Japana þegar hann hélt tónleika í japanska sendiráðinu á föstudag. Ásgeir Trausti vinsæll í Japan Vettvangur Íris Dögg Pétursdóttir, ritstjóri Séð & Heyrt, á von á barni með sambýlismanni sínum Ey- þóri Einarssyni, en fyrir eiga þau saman tvö börn. Íris Dögg hefur ritstýrt tímaritinu í heilt ár núna. Hún er dóttir Péturs Péturssonar, fyrr- verandi landsliðsmanns og markamaskínu í fótbolta og er því ekki ólíklegt að barnið rati í boltann. Barnalán hjá Séð & Heyrt Morgunblaðið/Ernir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.