Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.2. 2014 Eivør Pálsdóttir kemur fram ásamt Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands á tónleikum í Hofi á laugardagskvöld klukkan 20. Hljómsveit- arstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson. Á tónleikunum verða flutt eldri sem nýrri lög Eivarar, lög sem endurspegla líf hennar, æskuna, ástina og sorgina. Lögin eru einlæg og þótt skynja megi söknuð í þeim eru þau einnig full af von og sátt. Tróndur Bogason, eiginmaður Eivarar, útsetti lögin fyrir þetta tilefni en hann á farsælan feril að baki sem tónskáld og leikur einnig á hljómborð í hljómsveit hennar. Eivör var búsett á Íslandi í fjögur ár og seg- ir að mörg laga sinna séu undir sterkum áhrifum frá þeim tíma. TÓNLEIKAR Á AKUREYRI EIVÖR MEÐ SN Færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir og tónlist hennar eru viðfangsefni tónleikanna. Morgunblaðið/Eggert Gestabókin er nýtt útvarpsleikrit eftir Braga Ólafsson ljóðskáld og rithöfund. Morgunblaðið/Kristinn Útvarpsleikhúsið frumflytur á sunnudag klukkan 13 nýtt leikrit eftir Braga Ólafsson, Gestabókina. Stefán Jónsson er leikstjóri en leikarar þau Eggert Þorleifsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Katla Margrét Þor- geirsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson og Guðlaug María Bjarnadóttir. Leikritið, sem var unnið í samvinnu við Listahátíð Í Reykjavík, var tekið upp í sum- arbústað og fólksbílum. Það fjallar um ensku- kennarann Gest sem hefur í tæpa viku dvalið einn í sumarbústað. Dvölin hefur ekki verið frásagnar verð, en hann skrifar í gestabókina fyrir næstu gesti sem eru að renna í hlað. FRUMFLUTT Í ÚTVARPINU GESTABÓKIN Myndlistarkonan Thora Karlsdóttir opnar sýningu sem hún kallar „Hver er lykillinn?“ í Mjólkurbúð- inni í Listagilinu á Akureyri í dag, laugardag, klukkan 15. Um er að ræða innsetn- ingu í rými Mjólkurbúð- arinnar og hún fjallar um lífið sjálft og leitina að lífs- hamingjunni. Myndlistarmaðurinn notar lykla í ýmsum formum og leikur sér með efni og ímyndir, margræð tákn, á huglægan og hlut- lægan hátt. Thora Karlsdóttir útskrifaðist fra Europa- ische Kunst Akademi of Fine Arts í fyrra. Í Listagilinu er vinnustofa, sýningarými og heimili hennar. Þetta er önnur einkasýning Thoru á Íslandi en hún hefur sýnt víða erlendis. Síðar á árinu mun hún sýna í Þýskalandi og Lúxemborg. OPNAR Í MJÓLKURBÚÐINNI SÝNING THORU Thora Karlsdóttir Sýning Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur myndlistarkonu, „Jarð-hæð“, verður opnuð í fordyri Hallgrímskirkju klukkan 12 ásunnudag, eftir messu í kirkjunni. Inga Þórey segir verkin að vissu leyti byggjast á ljósmyndum sem hún tók þegar hún var með vinnustofu í Nepal um tveggja mánaða skeið í fyrra. Verk Ingu Þór- eyjar hafa oft snúist um ferðalög, þar sem skúlptúrar og þrívíð rými hafa fengið á sig form farartækja eða farangurs og þannig fært áhorfandann huglægt á annan stað. Á þessari sýningu eru ákveðin umskipti; hér er það myndlistarmaðurinn sjálfur sem tekur á sig ferðalag og safnar efniviði. „Í fyrra setti ég sjálfa mig í visst myndlistarlegt farbann og fór að vinna bara með tvívíða flötinn,“ segir hún. „Ég einbeitti mér þá að vissri formfræði, skoðaði línur, liti, fleti og hlutföll. Í fyrra ferðaðist ég síðan nokkuð og ákvað að halda þá áfram að vinna í þá veru en með ljósmyndavél. Ég hélt áfram að leita að og vinna með svipaða fleti og ég vann með á vinnustofunni hér heima.“ Í verkunum gefur að líta götumyndir sem byggjast á ákveðinni endurtekningu. „Það eru myndir sem fólu í sér þessa fleti, línur og liti sem ég var að leita að,“ segir hún. „Líka ákveðna þætti sem tengjast tímanum, en ég hafði verið að vinna málverk sem ég ákvað að gefa mjög minn tíma. Þá vísar titillinn, „Jarðhæð“, í sjónarhornið sem ég beiti og gestir í kirkjunni munu upplifa,“ segir hún. Inga Þórey Jóhannsdóttir stundaði myndlistarnám við Fjöl- tæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1984-1988, við Hochschule für Angewandte Kunst í Vínarborg frá 1988-1989 og lauk kennaranámi frá Listaháskóla Íslands 2004. SÝNIR JARÐHÆÐ Í HALLGRÍMSKIRKJU Götumyndir og endurtekning „Ég einbeitti mér þá að vissri formfræði, skoðaði línur, liti, fleti og hlutföll,“ segir Inga Þórey um verkin á sýningunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á SÝNINGU INGU ÞÓREYJAR JÓHANNSDÓTTUR ERU VERK SEM SPRUTTU AF VINNU HENNAR Í NEPAL. Menning Á dögunum hreppti hljómplata hins heimskunna tónskálds Ar- vos Pärts, Adam’s Lament, Grammy-verðlaunin í Banda- ríkjunum fyrir bestan flutning kórs á liðnu ári. Kórnum stýrir kunnur stjórnandi, Tõnu Kaljuste, og einsöngv- ararnir í verkinu eru þau Tui Hirv og Rai- ner Vilu. Tui hefur verið búsett hér á landi síðan í sumar og þessi snjalla eistneska söngkona er farin að láta að sér kveða í ís- lensku tónlistarlífi. Á dögunum kom hún til að mynda fram með Caput-hópnum á Myrk- um músíkdögum þar sem flutt voru verk eft- ir tónskáldin Helenu Tulve og Pál Ragnar Pálsson, sambýlismann Tui, sem margir þekkja sem gítarleikara hljómsveitarinnar Maus. „Það var engin leið að sjá fyrir að flutn- ingurinn á verkinum myndi fá Grammy- verðlaun,“ segir Tui og bætir við að það hljóti að kynna verkið fyrir stærri hlust- endahópi. Það sé hins vegar langt síðan verkið var hljóðritað, árið 2011. „Og þá vor- um við í raun að vinna með verkið í annað sinn. Arvo Pärt samdi það upphaflega fyrir sópran og átta selló. Nokkrum sinnum var reynt að hljóðrita verkið í þeirri mynd en það gekk ekki upp og var aldrei gefið út. Árið 2008 fór ég í tónleikaferð með Kamm- erkór eistnesku fílharmóníunnar um Banda- ríkin og fyrir þá ferð var þetta verk Pärts útsett fyrir kammersveit, kvennakór og tvo einsöngvara. Við stjórnandinn, Tõnu Kalj- uste, þekktumst þá þegar því ég hafði áður sungið með barnakór sem faðir hans stofnaði árið 1951, frá sjö ára aldri þar til ég lauk menntaskóla. Hann valdi mig til að syngja sópranhlutverkið.“ Verkið er sungið á frönsku og fjallar um holdsveikisjúkling sem ábóti nokkur fellst á að bera á markað og reynist vel að öllu leyti, þrátt fyrir að sá holdsveiki reyni á þolrif hans. Að lokum reynist sá veiki vera engill sem hafði verið að reyna trú ábótans. Tui ljær englinum rödd sína. „Á sínum tíma fluttum við verkið á átta tónleikum í Bandaríkjunum. Það var síðan æft upp aftur þremur árum síðar og hljóð- ritað fyrir ECM-útgáfuna í kirkju heilags Nikulásar í Tallinn, sem er þekkt fyrir gríð- armikið bergmál.“ Á plötunni koma fram nokkrir kórar, einsöngvarar og hljóð- færahópar. Hin ríka kórahefð í Eistlandi Tui segir að útgáfunni hafi strax verið vel tekið, eins og öðrum með verkum Arvos Pärts. „Þetta er eins og vél sem malar áfram,“ segir hún. „Ég var einfaldlega beðin að stíga um borð í farartækið sem heldur ferðinni áfram. Fyrsti diskurinn með sam- starfi Tõnu Kaljuste og Pärts, Te Deum, kom út 1993. Ég hlustaði mikið á hann sem unglingur.“ Tui segir að Kaljuste hafi ekki gert mikið með Grammy-verðlaunin. „Hann spurði á Fésbókinni hvort einhver tryði því virkilega að hægt væri að bera ólík tónverk saman til að veita einu þeirra verðlaun. En hann ítrekar líka að verðlaun og viður- kenningar séu hluti af tónlistariðnaðinum.“ Hún segir að vissulega hafi Arvo Pärt haft mikil áhrif á eistneskt tónlistarlíf, þrátt fyrir að hann hafi ekki alltaf verið nálægur eða virkur þátttakandi í tónlistarlífi landsins. „Hann bjó lengi í Berlín en er nýfluttur aft- ur til Eistlands, býr í þorpi sem er álíka langt frá Tallinn og Eyrarbakki er frá Reykjavík,“ segir Tui. Hún bætir við að mörg yngri tónskáld semji í hans anda og svo hafi fjöldi kóra sprottið upp og þeir tak- ist iðulega á við sömu verkin. Kórahefð er gríðarlega rík í Eistlandi. „Þjóðlegur kórsöngur hefur skipt gríðar- miklu máli fyrir sjálfstæði og sjálfsmynd þjóðarinnar,“ segir Tui. „Fyrsta söngvahá- tíðin var haldin í Eistlandi árið 1869 og síð- an hafa þær verið haldnar reglulega, oftast á fimm ára fresti. Eistland varð sjálfstætt árið 1918 og hátíðirnar voru haldnar áfram, einn- ig á sovéttímanum þótt reynt væri að láta þær þjóna sovéskri hugmyndafræði. Það gekk í raun ekki því Eistar notuðu tækifær- ið til að flytja ástsælustu þjóðernissöngvana, jafnvel þótt reynt væri að kæfa þá með há- værum hergöngumörsum úr hátölurunum,“ segir hún og brosir. „Kórsöngurinn, og söng- vahátíðin, er í kjarna sjálfsmyndar Eista.“ Þegar Tui er spurð hvenær hún hafi ákveðið að leggja sönginn fyrir sig ypptir hún öxlum og segir að þetta hafi hún alltaf viljað gera. „Ég hef alltaf sungið. Ég tala ekki um það sem ég geri sem einhvern söngferil, heldur vil ég syngja með fólki sem syngur vel og ef maður syngur alltaf með góðum söngvurum, og góðum hljóðfæraleikurum, býst ég við að maður endi í einhvers konar atvinnu- mennsku. Ég vil einfaldlega fást við tónlist. Ég er ekki dæmigerður klassískur söngv- ari því ég syng venjulega ekki óperur. Hvers vegna? Því röddin mín er ekki hin dæmi- gerða óperurödd. Það fer eftir hvaða hæfi- leika náttúran skammtar manni hvað hentar best að syngja. Ég hef áhuga á óperu og get ekki sagt að ég muni aldrei takast á við það EISTNESKA SÖNGKONAN TUI HIRV LÆTUR AÐ SÉR KVEÐA Í ÍSLENSKU TÓNLISTARLÍFI „Ég lít á sjálfa mig sem hljóðfæri“ Á DÖGUNUM HREPPTI TÓNVERK ARVOS PÄRTS, ADAM’S LAMENT, GRAMMY-VERÐLAUNIN. SÖNGKONAN TUI HIRV, SEM ER BÚSETT HÉR Á LANDI, SYNGUR SÓPRANHLUTVERKIÐ. „LÍKLEGA ERU RÆTUR MÍNAR ORÐNAR STERKARI HÉR EN ÞAR,“ SEGIR HÚN ÞEGAR SPURT ER UM MUNINN Á TÓNLISTARLÍFINU Í EISTLANDI OG HÉR. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.