Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 57
16.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Ég man þig er mjög sennilega besta bók Yrsu Sigurðardóttur, yfirnáttúrulegur spennutryllir sem hefur fengið frábæra dóma. Independent sagði til dæmis að í þessari bók sýndi Yrsa að hún væri jafnoki Steph- ens King þegar kæmi að því að skapa óhugnað og ótta hjá les- andanum. Nú kemur bókin út í þriðju útgáfu hér á landi. Þeir sem vilja góða blöndu af spennu og hryllingi og hafa ekki lesið bók- ina fá hér harla gott lesefni. Bókin fjallar um ung fólk sem gerir upp hús í eyðiþorpi. Á sama tíma dregst ungur læknir á Ísafirði inn í rannsókn á sjálfs- morði eldri konu. Af stað fer óhugnanleg atburðarás. Draugaleg Yrsa Alþjóðlega glæpasagnahátíðin Iceland Noir sem haldin var í Reykjavík á síðasta ári tókst svo vel að nú stendur til að endurtaka leikinn og verður hátíðin haldin í nóvember. Í fyrra mættu fjölmargir þekktir glæpasagnahöf- undar til leiks og svo verður einnig í ár. Þegar hefur verið tilkynnt að hinn heimsfrægi breski glæpasagnahöfundurinn Peter James muni mæta, en bækur hans hafa selst í fjórtán milljónum eintaka víða um heim. Norski rit- höfundurinn Vidar Sundstøl verður einnig gestur á Iceland Noir, en hann er þekktastur fyrir hinn ágæta Minnesota þríleik, sem út hefur komið á íslensku hjá Uppheimum (Land draumanna, Hinir dauðu og Hrafnarnir). Þríleikurinn gerist á slóðum norskra vesturfara í Minnesota og fyrir fyrstu bókina í syrpunni hlaut Vidar norsku Riverton verðlaunin árið 2008, fyrir bestu norsku glæpasöguna, og í kjölfarið tilnefningu til Glerlykilsins. Í fyrra sendi Vidar frá sér nýja spennusögu í Noregi, bókina Besettel- sen. Vidar Sundstøl mætir á Iceland Noir. Morgunblaðið/Kristinn VIDAR SUNDSTØL Á ICELAND NOIR Eina skáldsagan sem vitað er til Char- lie Chaplin hafi skrifað hefur verið gefin út, tæpum sjötíu árum eftir að hún var skrifuð. Sagan, sem er stutt, 70 blaðsíðna nóvella, nefnist Foot- lights og hin afbragðsgóða kvikmynd Chaplins Limelight sem gerð var ár- ið 1952 byggði á henni, en þar fór Chaplin sjálfur með aðalhlutverkið ásamt Claire Bloom, en myndin gerði hana að stjörnu. Það er ævisagnahöf- undur Chaplins, David Robinson, sem kom handritinu í útgáfuform. Í bókinni er, eins og í kvikmyndinni Limelight, sögð saga hins drykkfellda trúðar Calvero, sem hefur lifað sitt fergursta, en bjargar ballerínu sem ætlar að fyrirfara sér. Chaplin skrifaði bókina árið 1948 en hún var ekki ætluð til útgáfu. Á þeim tíma var Chaplin að upplifa erfitt tímabil vegna vinstrisinn- aðra stjórnmálaskoðana sinna og almenningsálitið snerist gegn honum og var það mikil breyting í lífi manns sem hafði lengi verið dáður og elskaður. Chaplin varð síðan að yfirgefa Bandaríkin vegna gruns um kommúnisma. Ævisagnahöfundur hans, Robinson, segir að tilfinningar Chaplins á þessu tímabili hafi ratað í söguna sem hann segir vera sérkennilega en góða. Ekki ætti að koma á óvart að Chaplin hafi skrifað skáldsögu því fjölhæfni hans var gríðarleg; hann starfaði sem leik- ari, leikstjóri, handritshöfundur og tónskáld og gerði þetta allt jafn vel. SKÁLDSAGA EFTIR CHAPLIN Óbirt skáldsaga eftir snillinginn Chaplin lítur dagsins ljós. Sannleikurinn um mál Harrys Quebert eftir Svisslendinginn Joël Dicker hefur vakið mikla athygli, hlotið verðlaun, fengið afar góða dóma og selst í yfir tveimur milljónum eintaka. Nú er þessi snjalla bókmenntalega glæpasaga komin út hér á landi í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar. Á tæpum 700 blað- síðum sýnir höfundurinn mikla hugvitsemi og kemur lesand- anum hvað eftir annað gríðar- lega á óvart. Sannarlega eft- irminnileg og öðruvísi glæpasaga sem hittir í mark. Snjöll bók- menntaleg glæpasaga Snjöll verð- launabók og besta bók Yrsu NÝJAR OG NÝLEGAR BÆKUR HELSTU TÍÐINDIN Í ÚTGÁFU ÞESSA DAGANA ER ÞÝÐING FRIÐRIKS RAFNSSONAR Á VERÐLAUNA- BÓKINNI SANNLEIKURINN UM MÁL HARRYS QUEBERT EFTIR HINN UNGA SVISSLENDING JOËL DICKER. ÉG MAN ÞIG, BESTA BÓK YRSU SIGURÐ- ARDÓTTUR, ER KOMIN Í KILJU OG FERÐALANG- URINN VALLI GLEÐUR SVO BÖRNIN. Södd og sátt – án kolvetna er bók um LCHF-mataræðið, en þar er áhersla lögð á mat úr hreinu og náttúrulegu hráefni með fáum eða engum aukaefnum. Kolvetnaneyslu er haldið í lágmarki en fita er mik- ilvægur orkugjafi. Höfundurinn Jane Faerber hefur lengi starfað í danska fjölmiðlageiranum og heldur úti vin- sælasta LCHF-bloggi Danmerkur. Þetta er fyrsta bók hennar. Lífsstílsbók frá Danmörku Bækurnar um Valla og vini hans eftir Martin Hand- ford hafa notið mikilla vinsælda víða um heim. Nú eru komnar út tvær nýjar bækur um ferðalanginn. Önnur er Hvar er Valli? Hollywood, en þar rætist draumur Valla um að komast til Hollywood og sjá stórstjörnur. Hin bókin er Hvar er Vally? Æv- intýraferðin, en þar leggur Valli upp í dularfulla ævintýraferð með Hvítskegg töframanni. Leitin að Valla og vinum hans * „Eini munurinn á dýrlingi og syndaraer að dýrlingurinn á sér fortíð ogsyndarinn framtíð.“ Oscar Wilde BÓKSALA 6.-12. FEBRÚAR Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 HHhHLaurent Binet 2 Sannleikurinn um mál HarrysQuebert Joel Dicker 3 5:2 Mataræðið með Lukku í HappUnnur Guðrún Pálsdóttir 4 TímakistanAndri Snær Magnason 5 MánasteinnSjón 6 SandmaðurinnLars Kepler 7 30 dagar - leið til betra lífsDavíð Karlsson 8 Skuggasund - kiljaArnaldur Indriðason 9 Vísindabók VillaVilhelm Anton Jónsson 10 Iceland Small World lítilSigurgeir Sigurjónsson Vasabrotsbækur 1 HHhHLaurent Binet 2 Sannleikurinn um mál HarrysQuebert Joël Dicker 3 SandmaðurinnLars Kepler 4 SkuggasundArnaldur Indriðason 5 LygiYrsa Sigurðardóttir 6 ÓlæsinginnJonas Jonasson 7 Fiskarnir hafa enga fæturJón Kalman Stefánsson 8 Sem ég lá fyrir dauðanumWilliam Faulkner 9 VeiðihundarnirJørn Lier Horst 10 PrjónaklúbburinnKate Jacobs MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Öllu gamni fylgir nokkur alvara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.