Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 16
Þ etta var í annað skipti sem íslenski vinahópurinn sem kennir sig við beikon, og hefur þrjú undanfarin ár staðið fyrir samnefndri hátíð í Reykjavík, hélt til Des Moines. Opinbert markmið hátíðarinnar ytra, rétt eins og hér heima, er „að bera út boðskap beikons; sam- eina fólk og gleðjast“. Hátíðin í Iowa hefur farið fram árlega frá árinu 2008 en þar, rétt eins og hér á landi, var upphaflega um létta skemmtun vinahóps að ræða, sem hefur heldur betur vaxið fiskur um hrygg. Þús- undir sækja viðburðina í dag en allur ágóði af miðasölu rennur til góðgerðarmála og vinna við þá unnin í sjálfboðavinnu. „Erindi ferðarinnar nú var einkum að skoða hátíðina frekar og sjá hvort við getum eitthvað lært af því hvernig félagar okkar gera þetta. Auk þess færðum við Terry Branstad, ríkisstjóra Iowa, bréf frá Guð- mundi Árna Stefánssyni, sendiherra Íslend- inga í Washington, en Terry heimsótti hann í sendiráðið í fyrra,“ segir Árni Georgsson, einn Beikonbræðranna, um tildrög ferð- arinnar nú. Seldist upp á nokkrum mínútum Að sögn Árna hafa aðstandendur hátíð- arinnar úti komið þrisvar til Íslands en há- tíðin þeirra nú var sú stærsta til þessa: „Þrettán þúsund miðar voru í boði í ár og seldust upp á nokkrum mínútum.“ Mikil gleði ríkti á hátíðarsvæðinu að hans sögn. Auk þess sem beikon og beikonafurðir ýmissa framleiðenda voru kynntar í tveimur risastórum sýningarhöllum, voru ýmsir fyr- irlestrar í boði og skemmtiatriði á dagskrá. „Þarna voru líka veitt verðlaun fyrir besta beikonið, beikondrottning var krýnd, en það var saksóknari í Des Moines í ár. Keppt í beikonáti, fjölmargir skörtuðu Elvis- eða Priscillu Presley-búningum í takt við þemað, auk þess sem tvö „beikon-brúðkaup“ fóru fram á svæðinu,“ bætir hann við. Þá var fyrsta beikon-kvikmyndin einnig kynnt til sögunnar en sú ber heitið „State of Bacon“ og er væntanleg í kvikmyndahús. Þess má geta að íslenski hópurinn stóð fyrir fyr- irlestri um Ísland auk þess sem hann tók lagið fyrir viðstadda – lög Elvis Presley að sjálfsögðu. Að sögn Árna er Iowa-ríki skemmtilegt heim að sækja. Auk beikonmenningar er ríkið er einn stærsti svínaræktandi í Banda- ríkjunum. Hluti hópsins skellti sér einnig út í sveit þar sem hann prófaði að veiða fasana og naut náttúrunnar. Spurður út í hvort Beikonhátíðin í Reykjavík muni bera heimsóknarinnar merki, segir Árni: „Okkar hátíð er með að- eins öðru sniði en úti – en við viljum gjarn- an að litið sé á hana sem „matarhátíð alþýð- unnar“. Þangað sem fólk hefur gaman af því að koma á öllum aldri. Í fyrra bættust flott- ir aðilar í hópinn með okkur, s.s. Höfuðborg- arstofa, Miðborgarsamtökin, Ali, Svínaræktarfélag Íslands og Vífilfell. Við viljum gjarnan sjá framhald verða á og veg hátíðarinnar vaxa enn frekar,“ segir Árni að endingu. Beikonævintýri í Iowa GLÍMUKAPPAR, BEIKONDROTTNING, BRÚÐKAUP OG FYRSTA BEIKON-KVIKMYNDIN VORU Á MEÐAL ATRIÐA Á SJÖUNDU BLUE RIBBON-BEIKONHÁTÍÐINNI Í BORGINNI DES MOINES Í IOWA Á DÖG- UNUM. HIÐ ÍSLENSKA BEIKONBRÆÐRALAG ÁTTI ÞAR SÍNA FULLTRÚA, EN ÞEMA HÁTÍÐARINNAR Í ÁR VAR LAS VEGAS EÐA „VIVA LA BACON“. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Ófáir gestir skörtuðu Elvisbúningum, enda Las Vegas þemað. Eigandi La Quercia, kjötvinnslunnar, bauð hópnum í heimsókn. Íslenski hópurinn kyrjar „Ó beikon“. Skemmtiatriðin á hátíðinni voru glæsileg. BEIKONBRÆÐUR Á FARALDSFÆTI*Tilvalið er að skella sér í helgarferð til Parísar með elskunni en hún er sögð borg ástarinnar »18Ferðalög og flakk Setningarhátíð XXII. Vetrarólympíuleikanna, þann 7. febrúar sl., fór fram á Ólympíusvæðinu í Adler, sem er við sjálft Svartahafið og hluti af strand- lengju Sotsjí. Við, frá Íslandi, búum hins vegar í tveimur fjallaþorpum sem eru í um klukkustundar fjarlægð frá Svartahafinu og þeim Ólympíu- mannvirkjum þar sem keppt er í ísgreinum. Næsti bær er Krasnaya Po- lyana og ólympíuhringirnir áberandi um allt, í öllum stærðum. Andstæður koma upp í hugann, þegar ég horfi út um gluggann á snævi- þakin fjöllin, sem ná vel yfir 2.000 metra hæð. Síðar um daginn er ég við Svartahafið í um 15 gráða hita. Grænn gróðurinn og strandlengjan gefa ekki til kynna að um vetrarleika sé að ræða og hvað þá í Rússlandi. Það gera hins vegar Lenín og Lada, sem óneitanlega minna á gamla tíma. Bestu kveðjur frá Sotsjí, Andri. Höfundur niðri á strönd í Sotsjí, við Svartahafið. Fjöllin eru tilkomumikil og ægifögur. Frá Vetrarólympíuleikunum Lada og Lenín minna óneitanlega á gamla tíma. PÓSTKORT F RÁ SOTSJÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.