Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2014, Blaðsíða 48
Úttekt 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.2. 2014 Hrönn Friðriksdóttir tekurekki á móti fólki á heimilisínu líkt og flestir heldur á stað sem fæstir myndu tengja við aðstöðu spámiðla; í skrifstofu- húsnæði í Vogahverfinu. Í næsta herbergi við hana er til dæmis endurskoðanda að finna. Lausleg athugun blaðamanns leiddi í ljós að nafn Hrannar kom oft upp ef þeirri spurningu var kastað fram hvaða spákonur teld- ust færar á höfuðborgarsvæðinu. Hrönn segist hafa verið afar næm sem krakki. „Ég var mikið náttúrubarn, tengdist öllu sem er lifandi og geri enn. Þegar ég var lítil hélt ég að allir sæju það sem ég upplifði; liti í kringum allt og fólk sem enginn annar sá. Ég tjáði mig óskaplega lítið fyrstu 9-10 ár ævi minnar og var mest í mínum eigin heimi. Þeg- ar ég var níu ára veiktist ég af lömunarveiki, svokallaðri Akureyr- arveiki, en þá hafði hún ekki komið upp í nokkur ár hérlendis. Ég var afar veik í um hálft ár og var um eitt og hálft ár að jafna mig. Þarna missti ég um tíma sterka tengingu sem ég hafði haft við hinn heim- inn.“ Í fjölskyldu Hrannar hafa fæstir áhuga á andlegum málefnum. Þó er skyggnigáfa þekkt í föðurætt að vestan og hún telur móður sína næma. „Ég var mjög myrkfælin þegar ég var unglingur því ég fór að heyra sitthvað og í Mosfellsbæ, þar sem ég bjó, var húsið eilítið út úr og lítið um ljósastaura. Ef ég þurfti að fara á milli húsa í myrkri tók ég spottann yfirleitt á harða- spretti.“ Þegar Hrönn var 17 ára fór hún að upplifa að nýju eitthvað sem hún gat ekki útskýrt. „Ég var til dæmis barnfóstra í húsi í Reykja- vík og varð vör við mann sem hafði byggt húsið og hann gekk upp og niður stigann, strjúkandi handriðið sem hann hafði skorið út. Sem ungri stúlku þótti mér það mjög óþægilegt. Þegar ég er 19 ára flyt ég norður í land og þar fann ég skyggnina koma aftur smám sam- an. En ég var orðin 35 ára þegar ég fann hvernig heilu gáttirnar opnuðust í kjölfarið á breytingum á mínum persónulegu högum. Og ég áttaði mig í raun ekki á því hversu næm ég var fyrr en ég fór að vinna í þróunarhóp.“ Allir hafa sinn verndarengil Þegar þú færð svona mikið af fólki til þín – er aldrei sem þér finnst þú ekki geta hitt viðkomandi? „Jú, það getur komið fyrir en það er afar sjaldan og ég finn það þá áður. Þá er ekkert að gera nema aflýsa tímanum. Ég hlusta á innsæi mitt og ég líki þessu oft við þegar fólk er að fara að gera eitt- hvað afdrifaríkt, eins og að kaupa sér nýja íbúð. Maður heyrir fólk þá gjarnan segja: „Þegar ég kom þarna inn vissi ég að þetta væri mitt.“ Það er af því að þegar fólk tekur svona stórar ákvarðanir opn- ar það fyrir öll skynfæri sín og nemur allt sterkar og betur. Það má eiginlega segja að ég sé alltaf í þess konar ástandi.“ Hrönn notar bæði spákúlu og spil. Hún er búin að eiga kúluna lengi og hefur ferðast með hana víða. „Það tók mig átta mánuði að fá kúluna til að vinna með mér og á köflum gat ég ekki lagt hana neins staðar frá mér. Það er þann- ig með kúluna að ég sé ekkert með mínum eiginlegu augum heldur er það þriðja augað sem nemur. Eins er það með spilin. Ég er oft ekkert að lesa úr þeim neitt sérstaklega. Þau gefa mér ákveðnar vísbend- ingar en ég nota þau takmarkað.“ Eitt nefnir Hrönn sérstaklega en það er að þegar fólk kemur til hennar þá kemur alltaf einhver með því. „Fólkið okkar sem er far- ið á misauðvelt með að ná tengingu við okkur. Þannig getur þú komið núna og amma þín kemur með þér en þegar þú ferð eitthvað annað getur afi þinn eða langafi birst og svo framvegis. Hins vegar hafa all- ir sinn verndarengil sem fylgir okkur alla ævi og hefur það hlut- verk að styðja okkur í gegnum líf- ið. Það er hægt að biðja hann um hjálp við hverju sem er og fólk ætti að nýta sér það miklu meira.“ Hvernig fólk er það sem kemur til þín? „Þetta er fólk úr öllum stétt- um, á öllum aldri, en ég reynd- ar tek ekki fólk til mín nema það sé orðið 18 ára. Karlar eru farnir að koma til mín oftar og oftar síðustu árin þótt konur séu enn í meirihluta.“ Eru fúskarar í hópi spákvenna og spámanna á Íslandi? „Ef svo er, þá getur fólk ekki starfað lengi í þessu og dettur fljótt út. Slíkt spyrst alltaf út, að minnsta kosti á Íslandi, samfélagið er svo lítið. Ég er alin upp í fjöl- skyldu þar sem fólk hefur ekki mikla trú á andlegum málum svo að ég skil það mjög vel að fólk ef- ist. Og mér finnst að fólk eigi bara að fá að hafa sínar skoðanir.“ HRÖNN FRIÐRIKSDÓTTIR Ferðast með spákúluna um allt FÓLK ÚR ÖLLUM STÉTTUM ÞJÓÐFÉLAGSINS HEIMSÆKIR HRÖNN FRIRIKSDÓTTUR SPÁMIÐIL. „Ég hlusta á innsæi mitt og ég líki þessu oft við þegar fólk er að fara að gera eitthvað afdrifaríkt, eins og að kaupa sér nýja íbúð,“ segir Hrönn Friðriksdóttir spámiðill. „Þegar fólk tekur svona stórar ákvarðanir opnar það fyrir öll skynfæri sín og nemur allt sterkar og betur. Það má eiginlega segja að ég sé alltaf í þess konar ástandi.“ * Það tók migátta mánuði að fá kúluna til að vinna með mér og á köflum gat ég ekki lagt hana neins staðar frá mér.“ Af fjölmörgum þekktum miðlum sem hafa hvatt þenn- an heim má nefna tvær konur sem miklar sögur spunnust um. Amelie Engilberts, alltaf kölluð Amy, gaf sig einkum að stjörnuspeki sem hún lærði jafnframt í Svartaskóla í París en hún lést árið 2008. Amy var dóttir Jóns Engil- berts, eins helsta listmálara á Íslandi á 20. öld. Samkvæmt rannsókn Er- lendar Haraldssonar, prófess- ors við Háskóla Íslands, frá árinu 2006 töldu 78% Íslend- inga sig hafa orðið fyrir ein- hverri dulrænni reynslu. STJÖRNUSPEKING- URINN Amy Engilberts ÖRUGGT START MEÐ PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 04 82 Í gömlum dagblöðum má finna fjöldann allan af auglýs- ingum er tengjast starfsemi miðla og spáfólks. GAMLAR ÚRKLIPPUR Úr dag- blöðum 1913 1933 1933
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.