Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 7. M A R S 2 0 1 4
Stofnað 1913 56. tölublað 102. árgangur
• AFSLÁTTUR AF FLUGI INNANLANDS
• SÉRÞJÓNUSTA OG FRÍÐINDI
• VIÐSKIPTAYFIRLIT
FYRIR FYRIRTÆKI OG ATHAFNAFÓLK.
Sæktu um á flugfelag.is eða
sendu póst á flugkort@flugfelag.is
FLUGKORTIÐ HAGKVÆMT GREIÐSLU-OG VIÐSKIPTAKORT
FERMINGAR
ALLT UM STÓRA DAGINN Í 88 SÍÐNA BLAÐAUKA:
FRÆÐSLUNA, FÖTIN, VEISLUNA, GJAFIRNAR OG MARGT FLEIRA
Það snjóaði enn í Reykjavík í gær og var Hlíða-
hverfið því skrýtt vetrarbúningi eins og sjá má,
en varla er hægt að greina hvernig húsþökin eru
á litinn undir fannferginu. Eflaust vilja margir
að snjó fari að leysa til að vorið geti hafist, en
einhver bið verður á því. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Veðurstofu Íslands má gera ráð fyrir
að áframhald verði á vetrarfærðinni, en snjó-
komu er spáð um helgina. sgs@mbl.is
Áframhaldandi snjókoma og vetrarfærð á landinu
Morgunblaðið/RAX
Snævi þaktar Hlíðar
Seðlabanki Íslands greiddi máls-
kostnað Más Guðmundssonar seðla-
bankastjóra vegna dómsmála hans
gegn bankanum, samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins. Kjararáð
hafði á grundvelli laga nr. 87 frá
árinu 2009 lækkað laun Más Guð-
mundssonar, eins og annarra emb-
ættismanna sem undir ráðið féllu.
Már taldi að kjararáði hefði ekki
verið heimilt að skerða laun hans og
starfskjör eftir skipun hans í emb-
ætti. Már tapaði máli sínu fyrir hér-
aðsdómi og áfrýjaði málinu til
Hæstaréttar Íslands. Hinn 24. apríl
2013 felldi Hæstiréttur dóm sinn í
málinu. Þar var héraðsdómur stað-
festur með viðbótarskýringum á for-
sendum hans, sem voru staðfestar að
öðru leyti. Hæstiréttur ákvað í sín-
um dómi að „málskostnaður félli nið-
ur“ og var það í samræmi við ákvörð-
un um málskostnað fyrir
héraðsdómi. Það orðalag þýðir í raun
að hvor málsaðili ber sinn máls-
kostnað og þykir nokkur mildun á
niðurstöðu í þágu þess sem tapar
máli. Meginreglan er sú, að sá aðili
sem vinnur mál sitt fyrir dómnum
fær málskostnaðinn, að mati réttar-
ins, bættan af þeim sem tapar mál-
inu.
Ekki vísað til í fundargerðum
Lára V. Júlíusdóttir, sem var for-
maður bankaráðs Seðlabankans frá
2009 til 2013, á þeim tíma sem mála-
reksturinn stóð yfir, vildi ekki tjá sig
um málið þegar eftir því var leitað.
Ásta H. Bragadóttir, framkvæmda-
stjóri rekstrarsviðs bankans, vildi
heldur ekki svara spurningum um
málið. Ragnar Árnason prófessor,
sem setið hefur í bankaráði frá 2009,
staðfestir að þetta mál hafi aldrei
verið borið undir bankaráðið, hann
hafi hvorki séð vísað til þessa máls í
fundargerðum né hafi það verið bor-
ið upp á þeim fundum sem hann sat.
Skv. heimildum Morgunblaðsins var
ákvörðunin um þetta ekki heldur
borin upp við ráðuneytið sem Seðla-
bankinn fellur stjórnskipulega und-
ir. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
tókst Morgunblaðinu ekki að ná í Má
Guðmundsson í gær.
Seðlabankinn greiddi
málskostnað Más
Var hvorki borið undir bankaráð Seðlabankans né ráðuneyti efnahagsmála
Úrslit voru kynnt í gær í hug-
myndasamkeppni um skipulag og
hönnun Geysissvæðisins í Hauka-
dal. Tillaga Landmótunar bar sigur
úr býtum en alls bárust 14 tillögur í
keppnina. Í tillögu Landmótunar er
m.a. lögð áhersla á að líta á hvera-
svæðið umhverfis Geysi heildstætt.
Drífa Kristjánsdóttir, oddviti Blá-
skógabyggðar, var ritari dóm-
nefndar. Hún vonast til að málið
verði unnið áfram, búið sé að lyfta
grettistaki og nú sé kominn lykill
að áframhaldandi vinnu við upp-
byggingu á svæðinu. »14
Tölvumynd/Landmótun
Geysir Vinningstillagan gerir m.a. ráð fyrir
timburstígum og -brúm á Geysissvæðinu.
Tillögur að upp-
byggingu við Geysi
„Með því að vera
vakandi fyrir því
að blanda
tækninni inn í
kennslu er alltaf
sá möguleiki fyr-
ir hendi að áhugi
á tölvugeiranum
kvikni,“ segir
Adda Birnir,
framkvæmda-
stjóri í Banda-
ríkjunum, sem leggur áherslu á að
kenna konum forritun. Adda var
fyrir ári í 7. sæti á lista Business
Insider yfir áhrifamestu ungu kon-
urnar í tæknigeiranum. »4
Fjölgar konum
í tæknigeiranum
Áhrif Adda Birnir
hefur náð langt.
Friðrik Pálsson, formaður sam-
takanna Hjartans í Vatnsmýri, seg-
ir áform um að loka einni flugbraut
á Reykjavíkurflugvelli vegna fram-
kvæmda á Valssvæðinu hluta af víð-
tækari áætlun um lokun vallarins.
„Nú sést loks í snjáldrið á úlf-
inum í gegnum sauðargæruna og sú
pressa sem Valsmenn setja á
Reykjavíkurborg er borgaryfir-
völdum kærkomin. Þarna er að
mati formanns borgarráðs stundin
til að lýsa því yfir að byggð sé hafin
í Vatnsmýrinni,“ segir hann. »12
Borgin hafi reynst
úlfur í sauðargæru