Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 38
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Skáldsaga enska rithöfundarins Marks Haddon, The Curious Inci- dent of the Dog in the Night-Time, Furðulegt hátta- lag hunds um nótt í íslenskri þýðingu, kom út árið 2003 og sló í gegn. Haddon hlaut m.a. Whit- bread-bók- mennta- verðlaunin og barnabókaverð- laun dagblaðsins Guardian fyrir bókina það ár og níu árum síðar var frumsýnt í kon- unglega breska þjóðleikhúsinu, Royal National Theatre, leikrit Sim- ons Stephens byggt á bókinni. Leik- ritið hlaut í fyrra sjö verðlaun á Olivier Awards, bresku sviðs- listaverðlaununum, fleiri en nokkurt leikrit hafði áður fengið og var fært yfir í Apollo-leikhúsið á West End þar sem það hefur notið mikillar að- sóknar og vinsælda. Í verkinu segir af 15 ára pilti á ein- hverfurófinu, Christopher Boone, sem býr yfir einstökum stærðfræði- hæfileikum. Dag einn finnur hann hund nágranna síns dauðan úti í garði, rekinn í gegn með garðkvísl og ákveður að rannsaka drápið og skrifa út frá því leynilögreglusögu. Christopher finnur við rannsókn sína dularfull bréf sem tengjast fjöl- skyldu hans og leiða til þess að hann heldur í hættuför til Lundúna. Vandað til verksins Á morgun kl. 20 verður uppfærsla Borgarleikhússins á þessu vinsæla leikverki, í þýðingu Guðrúnar Vil- mundardóttur og leikstjórn Hilmars Jónssonar, frumsýnd á Stóra svið- inu. Blaðamaður ræddi við Hilmar í vikunni og spurði fyrst hvernig hon- um þætti leikgerðin samanborin við bókina. „Mér finnst leikgerðin mjög góð, fanga það sem er skemmtilegt og athyglisvert í bókinni og setja það á skemmtilegan hátt fram í leik- verki. Mér finnst hvort um sig skemmtilegt verk, leikgerðin og bókin. Það hefur tekist mjög vel til og þessi leikgerð er mjög skemmti- legt úrvinnsluefni fyrir okkur í leik- húsinu,“ segir Hilmar. -Nú fer bókin að miklu leyti fram í hugarheimi Christophers og það hlýtur því að hafa verið snúið að vinna leikgerð upp úr henni? „Já, þetta var örugglega ekkert auðvelt en það tókst vel til. Þetta var skrifað fyrir breska þjóðleikhúsið og vandað til verksins, algjörlega frá- bært leikhúsverk sem kemur út úr þessu,“ segir Hilmar. Frumupp- færslan hafi vakið mikla athygli og notið mikilla vinsælda í Lundúnum. Hilmar segist hafa séð þá sýningu og spurður að því hvort mikil líkindi séu með uppfærslu Borgarleikhússins og þeirri á West End segir Hilmar svo ekki vera. „Við förum aðra leið. Uppfærslan okkar er á Stóra sviðinu og þeirra uppfærsla var búin til upp- haflega í „black boxi“ í þjóðleikhús- inu og það eru önnur lögmál sem gilda í því rými sem verkið okkar er sett upp í. Það er hröð framvinda í sögunni, örar skiptingar milli staðar og stundar í framsetningunni á verk- inu og við ákváðum að notfæra okk- ur öll meðöl leikhússins til að stað- setja okkur í tíma og rúmi verksins.“ Sérstakur drengur -Leikmyndin í sýningunni úti er tæknilega flókin, svartur kassi með fjarstýrðum ljósabúnaði ýmiss kon- ar. Hvernig er ykkar leikmynd? „Við beitum ýmsum meðölum við að setja sýninguna á svið og segja söguna. Það er erfitt að bera þetta saman, það er allt önnur pæling í leikmyndinni okkar sem er erfitt að lýsa. Við ákváðum bara að lesa verk- ið á okkar forsendum og þó ég hafi séð sýninguna úti fyrir rúmu ári hef- ur það engin áhrif á okkar útfærslu. Það var skemmtileg og vel leikin sýning og maður sá að leikritið virk- aði,“ segir Hilmar og bætir við að leikmyndin í Borgarleikhúsinu sé margslungin og fjölnota. -Nú er þetta fyrsta burðar- hlutverk Þorvalds Davíðs Kristjáns- sonar eftir að hann var fastráðinn við leikhúsið. Þetta er mjög krefj- andi hlutverk, hvernig hefur tekist að leikstýra honum? „Okkur samstarf hefur verið mjög gott og gengið mjög vel. Það er stórt verkefni að setja sig inn í aðstæður drengs af þessu tagi, sérstaks drengs eins og Christopher Boone er. Okkur hefur gengið vel, við höf- um leitað til sérfræðinga og þeirra sem til málanna þekkja, skoðað heimildir, lesið bækur og viðað að okkur efni,“ segir Hilmar. Þeir hafi tekið þann pól í hæðina að skoða hagi fólks á einhverfurófinu. „Það er margslungið fyrirbæri, flókin grein- ing og mjög einstaklingsbundið hvernig þetta kemur fram. Við sönk- uðum að okkur fróðleik og notuðum það sem við töldum hæfa við úrlausn þessarar sögu. Það er skemmtileg saga og framvinda í verkinu, saga þessa drengs og fjölskyldu hans og þær kringumstæður sem skapast í heimi sem er ekki búinn til fyrir „drengi eins og þig“,“ segir Hilmar. Það hafi verið skemmtilegt verkefni fyrir leikhópinn að skoða átökin í verkinu. Samhent teymi Hilmar segir málefnið mjög verð- ugt verkefni fyrir leikhús að takast á við, að kynna sér hagi fólks sem þekki til í þessum heimi, heimi ein- hverfra. „Samhæfingarhlutverk Ljósmynd/Grímur Bjarnason Sérstakur Þorvaldur Davíð Kristjánsson fyrir miðju í hlutverki Christopher Boone í leikritinu Furðulegu háttalagi hunds um nótt. Leikgerðin er byggð á vinsælli og heillandi verðlaunabók enska rithöfundarins Marks Haddon. „Verðugt verkefni fyrir leikhús“  Furðulegt háttalag hunds um nótt frumsýnt í Borgarleikhúsinu  Piltur á einhverfurófinu rann- sakar hundsdráp  „Stórt verkefni að setja sig inn í aðstæður drengs af þessu tagi,“ segir leikstjórinn Hilmar Jónsson leikstjórans er mikið í stórum sýn- ingum eins og þessari þar sem margir þættir þurfa að vinna saman. Hlutverk leikstjórans, fyrir utan að vera listrænn stjórnandi og velja leiðina að útfærslu sýningarinnar, er að samhæfa alla þætti leikhússins þannig að úr verði heildstæð sýning. Það eru margir góðir listamenn sem standa að þessu og þetta er auðvitað krefjandi. Þetta er gott og samhent teymi og við höfum gert fjölda leik- sýninga saman þannig að þetta hef- ur gengið mjög vel. Það hafa allir þurft að taka vel á því og gera sitt besta.“ -Þið eruð með sama danshöfund og vann við söngleikinn Mary Popp- ins í Borgarleikhúsinu, Lee Proud. Það er enginn dans í verkinu, er það? „Nei. Hann kom inn í þetta á fyrstu stigum og við völdum atriði sem hann hjálpaði okkur að útfæra og það er mikil prýði að þeim í sýn- ingunni,“ segir Hilmar. Höfundur Furðulegs háttalags hunds um nótt er Sim- on Stephens og leikstjóri Hilmar Jónsson. Leikarar í verkinu eru Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Bergur Þór Ingólfsson, Bryn- hildur Guðjónsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Jóhann Sigurð- arson, Arnar Dan Kristjánsson, Sigurður Þór Óskarsson, Marí- anna Clara Lúthersdóttir, Álf- rún Helga Örnólfsdóttir. Leik- gerðina þýddi Guðrún Vilmundardóttir og um hönnun leikmyndar sá Finnur Arnar Arnarsson. Um búninga sá Þórunn María Jónsdóttir, lýs- ingu Björn Bergsteinn Guð- mundsson og tónlist Frank Þórir Hall. Titillag sýningarinnar samdi Ásgeir Trausti, um hljóð sér Thorbjørn Knudsen og leik- gervi Margrét Benediktsdóttir. Danshöfundur er Lee Proud og um myndbönd sér Petr Hlou- šek. Ásgeir samdi titillagið AÐSTANDENDUR Ásgeir Trausti 38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014 STOFNAÐ1987 einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n S k i p h o l t 5 0 a | S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s M ál ve rk : Si g u rb jö rn Jó n ss o n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.