Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014 570-8600 / 472-1111 www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is FÆREYJAR2 fullorðnirmeð fólksbíl Staðgreitt fyrir 1. mars frá 32.700 á mann DANMÖRK 2 fullorðnir með fólksbíl Staðgreitt fyrir 1. mars frá 64.200 á mann Bókaðu núna! 10% staðgreiðslu- afsláttur fram að helgi Drífa Viðarsdóttir drifavidars@gmail.com Það var heldur betur líf og fjör í Kórnum í gær, er fjöldi grunn- skólanema lagði leið sína á Íslands- mót í iðn- og verkgreinum, sem sett var í 8. sinn. Undanfarin ár hefur mótið vaxið og dafnað og er þetta langstærsta iðn- og verkgreina- keppnin sem haldin hefur verið til þessa. Þá fer einnig fram stór og sameig- inleg framhaldsskólakynning í fyrsta sinn og kynna nemendur og starfsfólk frá tæplega 30 framhalds- skólum fjölbreytt námsframboð. Auk þess er Félag náms- og starfs- ráðgjafa með kynningarbása og svarar fyrirspurnum um val á náms- leiðum og inntökuskilyrði. Búist við 700 grunnskólanemum Að sögn Lilju Sæmundsdóttur, verkefnastjóra Íslandsmótsins, komu um 3.500 grunnskólanem- endur í 8. 9. og 10. bekk í gær með rútum víðsvegar að. „Já, þetta voru um 15-20 þéttsetnar rútur af ung- lingum og bjóðum við þá sérstaklega velkomna. Það er verið að kynna námsframboð eftir grunnskóla og er sérstök athygli vakin á iðn- og verk- greinum.“ Öllum gestum verður gefinn kost- ur á að prófa ýmislegt spennandi undir handleiðslu fagfólks. Þá verð- ur ratleikur um svæðið og er öllum grunnskólanemum gert kleift að taka þátt í ritgerðar-/og eða mynd- bandskeppni þar sem vegleg verð- laun eru í boði fyrir besta efnið. Krefjandi keppni alla daga Um 200 keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í fjölda greina, bæði í einstaklings- keppni og keppni á milli skóla. Keppt verður í 24 greinum alla dag- ana og mátti m.a. sjá nemendur keppa í hársnyrtiiðn, matreiðslu, blómaskreytingum, trésmíði og gull- smíði. Dómarar munu veita verðlaun á laugardaginn fyrir hverja grein. Forskot á fróðleik og fræðslu  Spennandi möguleikar og fjölbreytt námsframboð fyrir nemendur eftir grunnskóla  30 framhaldsskólar kynna starfsemi sína  Íslandsmót iðn- og verkgreina í Kórnum Morgunblaðið/Þórður Baksturslistaverk Þau Vilhelm Örn Jensson, Hanna Kolbrá Friðriksdóttir og Dagný Kára Magnúsdóttir, sem stunda nám í MK, sýndu bakkelsi og sögðu að bakaranámið væri það skemmtilegasta sem þau hefðu gert. Setið fyrir Myndlistarnemar voru með sýningu í Kórnum og teiknuðu og máluðu myndir af fyrirsætum meðan á iðnkeppninni stóð í gær. „Það er allt í gangi núna og keppt verður í 24 greinum alla dagana. Í sumum tilfellum þarf að skipta keppendum í hópa vegna fjölda,“ segir Lilja Sæ- mundsdóttir, verkefnastjóri Ís- landsmótsins sem fram fer í Kórnum í Kópavogi dagana 6.-8. mars. Í dag verður keppni haldið áfram líkt og í gær. Má þar m.a sjá trésmíðanema hanna hag- nýtan hlut, líkt og stól sem hægt verður að breyta með einu handtaki í stiga. Þá verður sett á svið leikrit þar sem tilvonandi sjúkraliðar eiga að annast og róa alzheimersjúkan ein- stakling. Myndlistarnemar verða með módelteikningar á sviði og nemar af fataiðnbraut hanna kjóla á gínur. Fjölmargir keppendur KEPPT Í 24 GREINUM Kátir í Kórnum Hjalti Freyr Ómarsson, Andri S. Scheving, Andri Freyr Við- arsson og Sigmar Freyr Einarsson höfðu meðal annars áhuga á flugnámi. Sigríður Björg Tómasdóttir hef- ur verið ráðin al- mannatengill Kópavogsbæjar. 35 sóttu um starfið. Sigríður Björg starfaði lengst af sem blaðamaður og fréttastjóri á Fréttablaðinu en þar áður var hún blaðamaður á Morgunblaðinu. Sigríður Björg lauk BA-námi í sagnfræði frá Háskóla Íslands og námi í hagnýtri fjölmiðlun frá sama skóla og hefur einnig stundað nám við Kaupmannahafnarháskóla. Hún stundar nú meistaranám í hagnýtri ritstjórn og útgáfu við HÍ. Ráðin almanna- tengill Kópavogs Sigríður Björg Tómasdóttir Minningarsjóði Jóns Gunnlaugs- sonar, útvegsbónda, og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur, húsmóður frá Bræðaparti á Akranesi, var form- lega slitið nýlega en sjóðurinn var stofnaður árið 1969. Eignir sjóðsins námu 54 millj- ónum króna í reiðufé og einnig átti hann lóðir að verðmæti 66 milljónir króna, sem Björgunarfélagið á Akranesi og Slysavarnadeildin Líf hafa nú fengið í sinn hlut. Félögin fengu einnig fjárstyrki úr sjóðnum og styrkir voru veittir til ýmissa verkefna á Akranesi. Í tilkynningu segir að tilgangur með stofnun sjóðsins hafi verið að efla mannlíf og samfélag á Akra- nesi og veita námsstyrki. Með breyttum atvinnuháttum á Akra- nesi hafi færri sótt um styrk úr sjóðnum en stofnendurnir hugðu. Núverandi stjórn sjóðsins hafi því ákveðið leggja sjóðinn niður og ráðstafa stærstum hluta hans til málefna tengdra slysavörnum og samfélagsmálum á Akranesi. Styrkveiting Stjórn sjóðsins og fulltrúar styrkþega eftir að styrkirnir voru veittir. Veittu jafnvirði 120 milljóna í styrki STUTT Kirkjuþing kemur saman í Selja- kirkju kl. 9 í dag eftir þinghlé frá því í nóvember en milli þingfunda hafa fastanefndir þingsins fundað. Fjórtán mál liggja fyrir þinginu að þessu sinni, þar á meðal um vinnulag við sameiningu presta- kalla. Þá liggja fyrir þinginu drög að nýjum þjóðkirkjulögum. Hægt er að fylgjast með þing- störfum á vefnum kirkjuthing.is. Kirkjuþing hefst í dag eftir þinghlé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.