Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Úrslit í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Geysissvæðisins í Haukadal voru kynnt í gær. Alls bár- ust 14 tillögur og mikill einhugur var hjá dómnefndinni um vinningstillög- una, sem var tillaga Landmótunar. Nefnist hún „Geysir í Haukadal, hlýir straumar náttúru og mannlífs.“ Höfundar tillögunnar eru Einar E. Sæmundsen, landslagsarkitekt, FÍLA, Guðrún Ragna Yngvadóttir arkitekt, Jóhann Sindri Pétursson, mastersnemi í landslagsarkitektúr, Lilja K. Ólafsdóttir, landslags- arkitekt, FÍLA, og Yngvi Þór Lofts- son, landslagsarkitekt, FÍLA, í sam- starfi við Argos arkitekta, Grétar Markússon, arkitekt, AÍ, Stefán Örn Stefánsson, arkitekt, AÍ, og Einar Ásgeir E. Sæmundsen, landslags- arkitekt, FÍLA. Ráðgjöf veitti Gag- arín ehf, margmiðlunarstofa. Önnur verðlaun hlaut Arkiteó; Magdalena Sigurðardóttir arkitekt, Hulda Sigmarsdóttir arkitekt og Ein- ar Ólafsson, arkitekt, FAÍ. Þriðju verðlaun hlutu Arkís arki- tektar ehf., þau Birgir Teitsson, arki- tekt, FAÍ, og Sara Axelsdóttir arki- tekt en ráðgjafar við tillögugerð voru þeir Hermann Ólafsson, landslags- arkitekt, FÍLA, og Guðjón L. Sig- urðsson, lýsingarhönnuður, PLDA. Auk verðlaunatillagna þá keyptu aðstandendur samkeppninnar ákveðnar hugmyndir og útfærslur á svæðinu, t.d. á útsýnisskífu. Þjóðvegur verði fluttur til Í áliti dómnefndar um vinnings- tillögu segir að heildarlausn sé vel út- færð og að tillagan leysi vel þær for- sendur sem lagt hafi verið upp með. „Lega stíganna er raunhæf og til þess fallin að mynda gott flæði. Upp- lifunarstígum og útsýnispöllum er vel fyrirkomið. Sjónlínum er haldið hreinum og er aðgangur opnaður að fleiri hverum,“ segir í áliti dómnefnd- ar. Áhersla tillögunnar var að líta á hverasvæðið umhverfis Geysi heild- stætt. Með bættu stígakerfi og áning- arstöðum ykist öryggi gesta og tryggði náttúrulega framvindu hverasvæðisins. Tillagan felur einnig í sér flutning á þjóðveginum suður fyrir þjónustukjarnann. Þannig náist betri tenging milli hverasvæðisins og þjónustukjarnans og betri og skil- virkari aðkoma að svæðinu. Framkvæmdasjóður ferðamanna- staða veitti Bláskógabyggð 20 millj- óna króna styrk til þess að efna til samkeppninnar, sem var haldin í samvinnu við landeigendur Geysis- svæðisins og Arkitektafélag Íslands. Í ávarpi sínu við afhendingu verð- launa í gær sagði Drífa Kristjáns- dóttir, oddviti Bláskógabyggðar og ritari dómnefndar, að með sam- keppninni hefði verið lagður grunnur að áframhaldandi vinnu. „Hér hefur verið lyft grettistaki og það veitir mér ómælda gleði. Barnið er fætt en nú þarf að koma því á legg, sinna því og móta til framtíðar,“ sagði Drífa. Vonaðist hún til þess að Landeig- endafélagið og ríkið bæru gæfu til að taka höndum saman og vinna málið áfram. Það væri vel hægt nú þegar ramminn væri kominn og tillögur lægju fyrir. Drífa hét á ríkisstjórnina að grípa tækifærið og koma mynd- arlega að málum og vinna hratt og vel með Landeigendafélaginu og Blá- skógabyggð að uppbyggingu Geysis- svæðisins. Drífa sagði í samtali við Morg- unblaðið að gríðarlega mikilvægt væri að halda verkefninu áfram. Semja þyrfti við vinningshafann um áframhaldandi hönnun en miðað við tillögu Landmótunar væri að hennar mati hægt að byrja á hluta svæðisins og vinna verkið síðan í áföngum. „Hugmyndasamkeppnin og nið- urstaða hennar er algjör lykill að því að geta haldið hér áfram. Menn hafa verið fastir í umræðu um eignarhald og ég vil ekki einu sinni taka þátt í umræðu um gjaldtöku á Geysi, það er bara annað mál. Við viljum bara horfa á möguleika til að geta byggt Geysis- svæðið upp, þetta er í fyrsta sinn sem sá möguleiki liggur fyrir,“ sagði Drífa við Morgunblaðið. Grettistaki lyft og barnið fætt  Landmótun sendi inn bestu tillöguna að uppbyggingu á Geysissvæðinu  Úrslitin kynnt í gær  Gert ráð fyrir stígum, brúm og útsýnispalli  Lykillinn að því að halda áfram, segir oddvitinn Vinningstillaga Landmótunar um Geysissvæðið Tjaldsvæði Torg Gönguleið milli tjald- svæðis og þjónustu Verslun Bílastæði Hótel Geysir Sleppistæði fyrir rútur Sleppistæði fyrir rútur Nýtt torg myndast milli bílastæða Svæðið sunnan og austan við Geysi er friðað og umferð takmörkuð Timburstígur Setsvæði í kringum Strokk Tröppustígur Upplifunarstígur og tröppur upp að Konungshver Áhorfendapallur/ áningarstaður Upplifunarstígur og tröppur upp að útsýnisstað Allur gróður mun halda sér með náttúrulegri framvindu Möguleg gönguleiðatenging við tjaldsvæði Gönguleiðir eru afmarkaðar með leiðurum sem lýsa upp gönguleiðir Áningarstaðir úr timbri fyrir hópa, upplýsingaskilti og setbekkir Áningarstaðir úr timbri fyrir hópa, upplýsingaskilti og setbekkir Nýr inngangur Inngangur er látinn halda sér en skal lagfærður fyrir gjaldtöku Gistiheimili Ný rútustæði Ný bílastæði Rútustæði skv. deiliskipulagi Sísjóðandi Upplýsingaskilti skal koma fyrir hjá hvernum Óþverrishola Pallur nær að honum svo hægt sé að virða hann fyrir sér Blesi Útsýnispallur er ofan við hverinn ÚTSÝNISSKÍFA Timburpallur ÚTSÝNISPALLUR OG MARGMIÐLUNARSKÁLI Útsýnispallur og/eða skáli verður fyrir ofan Geysir Konungshver Tvíburapallar liggja um hverinn Móri Smiður Litli Strokkur Vigdísarhver Litli Geysir Strokkur Geysir Þykkvuhverir Sóði Upplifun - göngustígur liggur yfir hverinn Tölvumynd/Landmótun Vinningstillaga Svona gæti Geysissvæðið litið út, með timburstígum og brú. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014 Formaður dómnefndar í hug- myndasamkeppninni var Hall- dóra Vífilsdóttir, arkitekt og að- stoðarforstjóri Framkvæmda- sýslu ríkisins. Aðrir í dómnefnd voru Birgir Þröstur Jóhannsson arkitekt, FAÍ, Pétur Ingi Haralds- son skipulagsfulltrúi, fulltrúi Bláskógabyggðar, Sigurður Más- son, fulltrúi Landeigendafélags Geysis ehf., og Ulla Rolfsigne Pedersen landslagsarkitekt, FÍLA. Drífa Kristjánsdóttir, odd- viti Bláskógabyggðar, var ritari dómnefndar. Allar innsendar tillögur verða til sýnis á Geysi í Haukadal. Þau voru í dómnefnd GEYSISSVÆÐIÐ Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is ELDHÚSTÆKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.