Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 21
Peking. AFP. | Kínverskir fjölmiðlar hafa leitast við að réttlæta aukin út- gjöld Kína í varnarmálum og segja engum stafa ógn af aðgerðunum, þvert á móti stuðli þær að heimsfriði. Kínversk stjórnvöld tilkynntu á mið- vikudag að þau hygðust hækka út- gjöld til hersins um 12,2% á þessu ári, í 132 milljarða Bandaríkjadala, en ákvörðunin hefur mætt mikilli gagnrýni, einkum í Japan og Banda- ríkjunum. „Kína hefur engar fyrirætlanir um að kollvarpa ríkjandi öryggismynstri í heiminum,“ sagði í leiðara Global Times, sem hefur sterk tengsl við Kommúnistaflokkinn. „Kína mun aldrei sækjast eftir yfirráðum.“ Í China Daily, sem rekið er af hinu op- inbera, sagði m.a. að þörf væri á hernaðarlega sterkara Kína en að mála mynd af Kína sem kúgara væri algjörlega á skjön við raunveruleik- ann. Eyða þrefalt á við Tókýó Aukin útgjöld Kínverja til her- mála og aukinn máttur þeirra á því sviði hafa vakið stjórnvöldum í Bandaríkjunum og Asíu ugg en tals- maður japönsku ríkisstjórnarinnar, Yoshihide Suga, sagði á miðvikudag að skortur á gegnsæi hvað varðaði fjárútlát Kínverja til varnarmála væri alþjóðasamfélaginu áhyggju- efni. Japanska dagblaðið Asahi Shimb- un vakti m.a. athygli á því í gær að útgjöld Kína væru þreföld útgjöld stjórnvalda í Tókýó. „Það dregur ekki úr þenslu kínverska hersins,“ sagði í leiðara blaðsins. „Hver er til- gangur þess að hraða hernaðar- þenslunni? Það kemur ekki á óvart að alþjóðasamfélagið hefur þungar áhyggjur.“ Ekkert ríki í heiminum ver meiru til varnarmála en Bandaríkin en áætluð útgjöld landsins 2014 nema 633 milljörðum Bandaríkjadala. Skýrendur segja hins vegar að raun- veruleg útgjöld Kína vegna hermála séu mun hærri en þarlend stjórnvöld gefa upp. Réttlæta aukin út- gjöld til varnarmála  Segja enga ógn stafa af Kína  Japanir hafa áhyggjur AFP Eldur Hugdjarfur kínverskur hermaður á heræfingu í Heilongjiang-héraði. Eyðsla » Samkvæmt Global Times telja Kínverjar að útgjöld þeirra til varnarmála ættu að nema helmingi eða tveimur þriðju af útgjöldum Bandaríkjanna. » Þá eigi Kína að standa Jap- an framar hvað þetta varðar, þar sem Japanir standi í skjóli Bandaríkjamanna. FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014 i d e x . i s – s í m i 4 1 2 1 7 0 0 Með samsettu Larson álklæðningunum frá Alucoil færð þú það sem þú ert að leita að - slétta álklæðningu sem lítur ekki út eins og sjórekin olíutunna. Larson álklæðningarnar sameina styrk, léttleika og umfram allt eru þær sléttar. Helstu kostir: u Eldþolnar u Léttar og sléttar u Einstakt veður– og efnaþol u Burðarkerfi sem henta mismunandi verkefnum u Hávaða– og hitaeinangrun u Umhverfisvænar ( endurvinnanlegt efni ) u Fjöldi lita og efnisáferða u Allt að 20 ára ábyrgð ÞEGAR SLÉTT SKAL VERA SLÉTT Stjórnendur Legoland í Bretlandi hafa ákveðið að loka hóteli staðarins um næstu helgi, eftir að hægri öfga- menn höfðu í hótunum við skemmti- garðinn fyrir að hafa bókað fjöl- skyldudag fyrir múslíma. Hótelið var tekið á leigu af Muslim Research and Development Founda- tion og var von á 1.000 fjölskyldum til dvalar yfir helgina. Legoland af- bókaði hópinn hins vegar í síðustu viku, í kjölfar þess að fjöldi hótana barst í gegnum Facebook-síðu stað- arins frá ónafngreindum „hægri- hópum“. Legoland hefur ekki gefið upp um hvaða hópa var að ræða en eftir að hafa haft samráð við skipuleggj- endur fjölskyldudagsins og lög- regluyfirvöld, var ákveðið að loka hótelinu yfir helgina. Áður en viðburðinum var aflýst sagði bloggari og félagi í Breska þjóðarflokknum að Legoland ætti að „skammast sín fyrir að beygja sig fyrir þessum múslímum“. Öryggi í fyrirrúmi „Legoland Windsor-skemmtigarð- urinn hefur neyðst til þess að loka hótelinu laugardaginn 8. og sunnu- daginn 9. mars 2014 eftir hótanir frá hægrihópum,“ sagði talskona Lego- land. „Velferð og öryggi gesta okk- ar og starfsfólksins er fremst í for- gangsröðinni og þess vegna höfum við tekið þá erfiðu ákvörðun að loka hótelinu,“ sagði hún. Lögregluyfirvöld sögðu að móðg- andi og ógnandi skilaboð yrðu ekki liðin og að rannsakað yrði hvort ein- hver brot hefðu verið framin. AFP Legoland Lögregla hefur Facebook-hótanirnar nú til rannsóknar. Hótelinu lokað í kjölfar hótana  Bókuðu fjölskyldudag múslíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.