Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014
Árin segja sitt1979-2014
Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslumeistari og kona
hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1
104 Reykjavík • laugaas.is
Lauga-ás hefur
frá 1979 boðið
viðskiptavinum sýnum
uppá úrval af réttum
þar sem hráefni,
þekking og íslenskar
hefðir hafa verið
hafðar að leiðarljósi.
)553 1620
Verið velkominn
VIÐTAL
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Íslandspóstur þarf að slá lán innan skamms til
þess að unnt verði að standa við skuldbind-
ingar og lögbundna þjónustu. Ingimundur Sig-
urpálsson, forstjóri Íslandspósts, segir að
handbært fé frá rekstri hafi einungis verið 276
milljónir króna við árslok, líkt og árið áður,
sem sé óviðunandi, en það þyrfti að vera um
450 milljónir króna svo hægt væri að reka fyr-
irtækið án þess að grípa til lántöku. Íslands-
póstur tapaði 119 milljónum króna í fyrra sam-
anborið við 53 milljóna króna hagnað árið áður.
Ingimundur segir í samtali við Morgunblað-
ið að Íslandspóstur fái bróðurpart af sínum
tekjum í nóvember, desember og janúar.
Rekstrinum fylgi fastur kostnaður og suma
mánuðina séu tekjur minni en kostnaður. Þær
sveiflur verði ekki fjármagnaðar með hand-
bæru fé á þessu ári. Ekki liggi fyrir á þessari
stundu hvort það verði gert með skammtíma-
eða langtímaláni.
Íslandspóstur hefur einkarétt á að flytja
póst sem er 0-50 grömm, en aftur á móti hvílir
svokölluð alþjónustuskylda á fyrirtækinu, sem
felst í því að dreifa allt að 20 kílóa sendingum
um allt land alla virka daga ársins. Hluti þeirr-
ar þjónustu er á samkeppnismarkaði en annar
er utan virkra markaðssvæða, enda kostnaður
við dreifingu þar jafnan meiri en nemur
tekjum. Ingimundur segir að ástæðan fyrir of
litlu handbæru fé sé að einkarétturinn standi
ekki undir kostnaði við óarðbær svæði vegna
þess hve verðið sé lágt. Ekki sé hægt að hækka
verðið án samþykkis Póst- og fjarskiptastofn-
unar. Frá árinu 2010 hafi stjórnendur Íslands-
pósts gert tillögur um verðbreytingar til að
standa undir auknum dreifingarkostnaði og
hafi þær aðeins að hluta til verið samþykktar.
– Hvers vegna fær Íslandspóstur ekki að
hækka verðið?
„Síðast var nýrri verðskrá hafnað vegna
þess að ekki þótti sýnt fram á með fullnægj-
andi hætti hver alþjónustubyrðin er. Verð-
tillögur okkar hafa byggst á sérstöku upp-
gjörslíkani, sem lagt hefur verið fyrir Póst- og
fjarskiptastofnun frá stofnun Íslandspósts
1998. Kostnaðarlíkanið byggist á því, að öllum
kostnaði við rekstur Íslandspósts er deilt niður
á vöru- og þjónustueiningar eftir magni, um-
fangi og kostnaði við meðhöndlun. Þegar
einkaréttarbréfum fækkar mikið, líkt og raun-
in er, fellur hærri krónutala á aðrar vörur en
einkaréttarbréfin í kostnaðarlíkaninu. Sú stað-
reynd á alls ekki að vera ein ráðandi um verð-
lagningu einstakra samkeppnisvara, því jafn-
framt þarf að taka tillit til þess, hvaða kostnað
sú þjónustukvöð framkallar, sem fylgir einka-
réttinum.“
– Þið samnýtið tæki og tól, pósthús og bíla,
til að flytja vörur, hvort sem um er að ræða
vöru í samkeppnisrekstri eða einkaréttarpóst?
„Já, það er vissulega þannig. Við höfum í
gegnum tíðina bætt við okkur nýjum vörum ut-
an einkaréttarins, og það er ljóst að þær styðja
vel við bakið á alþjónusturekstrinum.“
– Hafið þið ekki ráðist í of miklar fjárfest-
ingar til að sinna samkeppnisrekstri?
„Nei, fjárfestingar okkar eru fyrst og fremst
tengdar þeirri þjónustu sem alþjónustuskyld-
an kallar á og svo einnig lögboðinni skyldu til
að þróa þjónustuna. Umfang fjárfestinga hefur
dregist verulega saman; húsakostur mældur í
fermetrum hefur t.d. minnkað um þriðjung.“
Sundurliða ekki uppgjör 2013
– Þið sundurliðið ekki lengur í uppgjörinu af-
komuna á milli einkaréttarpósts, alþjónustu og
samkeppnisreksturs. Hvers vegna?
„Við teljum það villandi framsetningu vegna
þess að líkanið, sem stuðst hefur verið við, sýn-
ir eingöngu hvernig kostnaði er deilt niður á
tiltekna flokka. Sú niðurstaða segir ekkert til
um það hvort einkaréttur sé að niðurgreiða
samkeppni, því allt eins sýnir hún að sam-
keppnisþátturinn sé að taka á sig meiri kostn-
að en honum ber. Ef Íslandspóstur myndi
hætta allri starfsemi sem flokkast undir sam-
keppnisvörur utan alþjónustu yrði fyrirtækið
af miklum tekjum. Kostnaður við dreifikerfið
myndi ekki lækka að sama skapi. Samkeppn-
isvörur skila þannig drjúgri framlegð inn í það
dreifikerfi sem alþjónustuskyldan og þar með
einkarétturinn krefst og okkur er skylt að
sinna.“
Hann segir samkeppnisrekstur Íslandspósts
styðja við rekstur fyrirtækisins og standa vel
undir þeim kostnaði sem hann veldur í flutn-
inganeti Íslandspósts.
Pósturinn þarf brátt að slá lán
Afkoma Íslandspósts
Einkaréttur Alþjónusta Samkeppni Hagnaður/tap
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
400.000
300.000
200.000
100.000
0
-100.000
-200.000
-300.000
-400.000
-500.000
2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012
160.956 120.171
0 -27.446
-18.492
-118.776
-408.988
-103.064
Handbært fé frá rekstri hjá Íslandspósti er óviðunandi og stendur ekki undir rekstrinum út árið án
þess að gripið sé til þess ráðs að taka lán að sögn Ingimundar Sigurpálssonar, forstjóra fyrirtækisins