Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014 Dagný Hildur Leifsdóttir er sextug í dag, fædd. 7. mars 1954.Hún mun halda upp á stórafmælið í kvöld í góðra vina ogættingja hópi. „Ég ætla að vera í fríi í vinnunni á afmælisdaginn og taka á móti ættingjum og vinum í kvöldmat í sal úti í bæ. Ég hef haldið upp á af- mæli mitt á tíu ára fresti en alltaf verið með veisluna heima þangað til núna,“ segir Dagný Hildur og kveðst ekki halda upp á afmælið sitt nema á fimm til tíu ára fresti. Dagný Hildur vinnur hjá sjóðnum Vestnordenfonden og um helgina fer hún til Kaupmannahafnar í vinnuferð. „Ég ferðast einn- ig mikið til Grænlands og Færeyja vegna vinnunnar því Vestnorden- fonden lánar til Grænlands, Færeyja og Íslands,“ segir Dagný Hild- ur sem hefur unnið hjá sjóðnum í 24 ár og er eini starfsmaður hans á Íslandi. „Eina manneskjan sem kemur til mín á skrifstofuna er póst- urinn, svo ég hef mjög góðan vinnufrið,“ segir hún og hlær. Dagný Hildur er úr ætt sem er með arfgenga heilablæðingu og er ein eftirlifandi af átta manna fjölskyldu. Foreldrar hennar og fimm systur eru öll látin, auk nokkurra systkinabarna hennar. Hún er í stjórn Heilaverndar sem eru samtök sem voru stofnuð til þess að styrkja rannsóknir á þessum arfgenga sjúkdómi. „Ég er þakklát fyrir það að hafa átt heilsu þessi sextíu ár sem eru að baki, ég gleðst á þessum degi. Svo verður maður að horfa fram á við og vona að það komi önnur tíu,“ segir Dagný Hildur. Hún er gift Þorvaldi B. Sigurjónssyni, á þrjú börn og þrjú barnabörn. Dagný Hildur Leifsdóttir er 60 ára Sextug Dagný Hildur Leifsdóttir heldur upp á stórafmælið í kvöld. Er þakklát fyrir lífið og heilsuna Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Akranes Ares Freyr fæddist 22. júní kl. 5.30. Hann vó 3685 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Hafdís Gunnarsdóttir og Reynir Valdimar Freysson. Nýir borgarar Reykjavík Theodóra Kristín fæddist 29. júlí kl. 2.20. Hún vó 3.380 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Jó- hanna Kristín Jóhannesdóttir og Þröstur Bragason. M agnús fæddist í Reykjavík 7.3. 1974 og ólst þar upp fyrstu sex árin en flutti þá í Kópavog- inn. Hann gekk í Ísaksskóla 1980-83 og Digranesskóla í Kópavogi 1983- 90, lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti 1994 og BSc-prófi í viðskiptafræði frá HÍ 2001. Á skólaárunum vann Magnús á sumrin hjá Búnaðarbankanum frá 18 ára aldri og síðan hjá SPRON. Hann flutti til Sauðárkróks 2001, var lánasérfræðingur hjá Byggða- stofnun 2001-2004 en varð þá for- stöðumaður rekstrarsviðs Byggða- stofnunar og hefur gegnt því starfi síðan. Magnús sat í stjórn knattspyrnu- deildar Tindastóls 2002-2006, hefur setið í aðalstjórn Tindastóls frá Magnús Helgason, forstöðumaður hjá Byggðastofnun – 40 ára Með systkinafjölskyldum Magnús, ásamt bróður sínum og systur, mökum þeirra og börnunum, síðustu jól. Einhleypur fjallagarp- ur hjá Byggðastofnun Gengið á Hornströndum Magnús á toppi Skálarkambs, séð ofan í Hlöðuvík. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Vandaðir og vottaðir ofnar Ofnlokasett í úrvali NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA FINGERS 70x120 cm • Ryðfrítt stál JAVA 50x120 cm • Ryðfrítt stál COMB 50x120 cm • Ryðfrítt stál Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.