Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014 áfram hjá móðurömmu sinni þar. Ég var 15 ára er hún kynntist bróður mínum, Árna Grétari, og höfum við átt sam- leið síðan. Sigga hafði fengið vinnu á sjúkrahúsinu á Akra- nesi og bjó þar hjá móður sinni og stjúpa. Hún hafði haft áhuga á að læra hjúkrun. Ekkert varð úr náminu, þarna kynntist hún lífsförunaut sínum. Ég man fagran morgun um helgi 1957. Við fengum að sigla með ferj- unni, sem hafði það hlutverk að sækja möl fyrir hafnargerð á Akranesi, inn að Hrafnabjörg- um. Við sigldum inn Hvalfjörð- inn í glampandi sól og logni. Fjörðurinn skartaði sínu feg- ursta. Við vorum svo sóttar að Hrafnabjörgum og keyrðar út á Akranes. Árni Grétar hafði fengið sumarvinnu við þetta. Þau giftu sig 9. júní 1957 og fóru að búa í Reykjavík. Árni fór að lesa lögfræði í háskólanum og Sigga að vinna á saumastofu. Þegar Árni fékk vinnu með náminu við blaðið Hamar í Hafnarfirði fluttu þau þangað og bjuggu þar alla tíð síðan. Sigga sinnti fyrst og fremst heimilinu, börnum þeirra þrem- ur og síðan barnabörnum. Hún var alltaf til taks fyrir þau. Heimilið varð hennar vettvang- ur. Hún tók á móti fjölskyldu og vinum og vinum barna sinna og ófáar ferðir fór hún að keyra og sækja börn og barnabörn ef á þurfti að halda. Árni kom ekki alltaf heim í mat á réttum tíma og oft drógust fundahöld hjá honum, svo að maturinn þurfti að bíða. Hún var natin og hug- ulsöm við eldra fólk í fjölskyld- unni, foreldra sína, ömmu, tengdaforeldra og móðursyst- ur. Alltaf var tekið vel á móti öllum, sem komu á Kletta- hraunið. Hún ferðaðist með Árna og fjölskyldunni innan- lands og utan og oft var farið í berjaferðir á Snæfellsnes. Sigga var vönduð kona, sem hafði góða nærveru. Hún er nú laus úr viðjum sinna veikinda eft- ir öll þessi ár. Við fjölskyldan söknum góðrar konu og sendum fjölskyldu hennar allri innilegar samúðarkveðjur. Hún hvíli í friði. Anna Finnsdóttir. Sigríður móðir vina okkar, þeirra Lollu, Finns og Ingibjarg- ar, var fögur kona og yfir fasi hennar og framkomu bjó mikill þokki. Fyrst og fremst var hún þó yndisleg eiginkona Árna Grét- ars Finnssonar og móðir barnanna þeirra þriggja. Við systur urðum þeirrar gæfu að- njótandi að vera heimilisvinir á Klettahrauninu í mörg ár, á þeim tíma sem mótar einstaklinga mest eða unglingsárunum. Sigga, kletturinn á Klettahrauninu, bauð okkur ávallt velkomnar á fallegt heimili þeirra hjóna, þar sem við vorum aufúsugestir. Sigga hafði þann einstaka hæfi- leika að láta okkur krakkana ræða um líf okkar og tilveru, skólann og skemmtanalífið, þannig að við þroskuðumst við umræðuna. Eða það töldum við þótt við héldum okkur líka hafa höndlað heiminn eins og gjarnt er á þessum aldri. Hún var einn besti hlustandi sem við höfum kynnst. Með sinni fallegu nær- veru og næma skilningi varð Sigga okkur fyrirmynd og hefur verið ætíð síðan. Siggu og sam- ræðnanna við hana höfum við saknað lengi að geta ekki átt, en hún hvarf inn í heim sinn fyrir allt of löngu. Á síðustu árum hef- ur verið einstakt að fylgjast með þeim systkinum og þeirra fjöl- skyldum hversu vel þau hafa annast hana og gætt þennan tíma. Við vitum einnig að fyrir systkinin hefur verið ómetanlegt hversu mikla alúð starfsfólk Sól- vangs hefur sýnt í störfum sínum og skapað Siggu gott heimili hin síðustu ár. Okkur þykir sárt að Siggu skyldi ekki auðnast að fylgjast með yndislegum börnum sínum og ekki síður barnabörn- um, sem öll hafa þroskast fallega og eru um margt lík Siggu. Það er okkur ölum huggun harmi gegn að nú á hún endurfund við Árna Grétar, stóru ástina í lífi hennar. Megi almáttugur Guð veita fjölskyldunni styrk í sorg- inni og hið eilífa ljós lýsa ein- stakri og góðri konu. Karitas og Þorgerður. Vinur okkar Svönu minnar, Sigríður Oliversdóttir, andaðist 26. febrúar sl. á Sólvangi. Sigga, eins og hún var alltaf kölluð, var einstök kona, vel gefin, hógvær og alger reglu- kona. Hún var eiginkona Árna Grétars Finnssonar sem andað- ist á Sólvangi 11. október 2009. Þau hjón voru okkar bestu vinir áratugum saman. Börnin þeirra Lovísa, Finnur og Ingibjörg og dóttir okkar Katrín voru nánast eins og ein fjölskylda. Við ferð- uðumst saman og áttum margar stundir saman og deildum sam- an sorg og gleði. Sigga var kona friðar og sátta, hún var fróð um fortíð og nútíð. Ótal sinnum lit- um við til þeirra hjóna og rædd- um um daginn og veginn. Sigga átti alltaf kaffi á könnunni og tók vel á móti öllum sem litu inn. Heiðurskona er nú farin til austursins eilífa, þar sem hún hittir Árna sinn. Hægt væri að rita heila bók um vináttusam- band okkar Svönu við Siggu, Árna og þeirra fjölskyldu fyrr og síðar. Við höfðum öll gaman af tón- list og ljóðum og list almennt. Margar fórum við veiðiferðirnar og ferðir um okkar fagra land sem almættið hefur trúað okkar fámennu þjóð til að varðveita alla tíð. Við Árni áttum lengi saman góðar stundir í pólitík sem getur verið skemmtileg og líka leiðinleg. Sigga og Svana mín leiddu hjá sér pólitískt þras. Sigga og Árni voru fjölskyldu- fólk, ættrækið og umfram allt vinir vina sinna. Þegar þau bæði voru orðin al- varlega veik og lágu á Sólvangi bað Árni starfsfólk oft um að aka henni Siggu sinni til sín að rúminu hans. Þar hélt hann í hönd hennar og lét sig eflaust dreyma góðar stundir. Nú eru þau bæði í faðmi almættisins. Í ljóðunum hans Árna er hann sjálfur rómantískur, raunsær og miðlandi af reynslu sinni. Við Svana mín og okkar fjöl- skylda vottum afkomendum þeirra Siggu og Árna innilega samúð. Hinn hæsti höfuðsmiður varði ætíð þeirra veg. Sveinn og Svanhildur. Kær tengdamóðir mín kvaddi síðastliðinn miðvikudag á Sólvangi hér í Hafnarfirði. Sigríður Oliversdóttir var af- skaplega fríð og myndarleg kona. Hún var að vísu miklu meira því hún var algjör dugn- aðarforkur, hún eiginlega sá um flest sem að heimilinu á Kletta- hrauni 8 kom. Ekki bara að elda frábæran mat og hafa allt í röð og reglu, heldur sá hún einnig um garðinn, sló blettinn, skipti um dekk, þreif bílinn, skipti um perur, auk þess sem hún sótti barnabörnin í skóla og ók þeim hingað og þangað á æfingar svo fátt eitt sé nefnt sem hún tók sér fyrir hendur. Við Lovísa byrjuðum okkar búskap í kjallaranum á Kletta- hrauninu og þar sem ég hafði nú búið einn fram að því var þetta eins og að flytja á fimm stjörnu hótel. Var lengi að jafna mig eft- ir að hafa flutt þaðan út og var- aði þau Finn og Ingibjörgu, systkini konu minnar, eindregið við því að flytja að heiman, þetta væri nokkuð sem þau ættu að halda í sem lengst. Þau Árni Grétar og Sigríður voru mjög gestrisin og góð heim að sækja og tengdust foreldrar mínir þeim strax nánum vina- böndum. Þau áttu fallegt og ást- ríkt samband, ferðuðust um landið í útilegum og veiðiferðum með börnum sínum og vinum, auk þess að ferðast töluvert er- lendis. Að vera með tengdaforeldrum mínum var áreynslulaust, það voru aldrei nein vandamál, bara gleði. Enda bæði einkar vel lesin og Árni Grétar mjög ræðinn maður og því var margt skemmtilegt spjallað á þeim bænum. Hafa margir vina okkar minnst þess hve gaman var alltaf að hitta þau og eiga við þau spjall um hin ýmsu málefni. Þau voru boðin og búin að að- stoða á allan þann máta sem hægt var og vil ég að lokum þakka þeim Sigríði og Árna Grétari alla þá ómetanlegu að- stoð og vináttu sem þau sýndu mér og fjölskyldu, munu barna- börnin búa vel að því að hafa fengið að alast upp með afa Árna og ömmu Siggu. Guð blessi minningu Sigríðar Oliversdóttur. Viðar Pétursson. svo þakklát þessum englum sem starfa á Sjúkrahúsinu á öllum deildunum, það er leitun á öðrum eins. Á vaktaskiptum og í fríum komu þau að kíkja og knúsa hana og spyrja um heilsuna. Þegar við vorum að fara heim þá var sagt: „Okkur þykir svo vænt um hana.“ Tómarúmið hjá okkur verður stórt en við gleðjumst með henni að vera komin til hans Óla síns og allra ástvinanna sem tóku á móti henni. Takk fyrir allt, elsku Lilja mín. Ástvinanna söknuður er sár svíða á hvörmum, brennheit angurs tár. Himnafaðir huggun veittu og styrk og hverfa láttu sorga skýin myrk. Komin hinsta kveðjustundin er kærar þakkir öll við færum þér. Við kærleik þinn og ást er aldrei dvín alla tíð sé blessuð minning þín. (Höfundur óþekktur) Guðrún (Gunna). Amma Lilja hefur kvatt þenn- an heim, ég veit að hún er hvíld- inni fegin. Ég er búinn að vera að lesa fésbókina að undanförnu og margir hafa skilið eftir falleg orð hjá frændfólki mínu um hana ömmu. Það sem er svo gaman að lesa er að amma Lilja var sko ekki bara amma okkar barnabarnanna, heldur var hún þekkt sem amma Lilja fjöl- margra annarra, það kannski lýsir henni best. Enda hver hefði ekki viljað eiga hana sem ömmu? Annað sem margir hafa skrifað er að hún hafi verið lágvaxin en með mikla reisn og þá fór ég að hugsa, mikið er það rétt, aldrei fannst mér amma vera lágvaxin, með hennar stóra hjarta náði hún mér og telst ég nokkuð há- vaxin. Þó að við höfum búið á sitt á hvorum enda landsins þá var alltaf taugin sterk til ömmu, og ég sem knattspyrnudómari skipti yfir í Boltafélag Norð- fjarðar ömmu Lilju til heiðurs. Ég kveð þig nú, amma mín, og nú getur þú loks kysst nafna minn, hann afa. Þinn sonarsonur, Sigurður Óli Þórleifsson. Elsku besta amma mín. Það er erfitt að hugsa til þess að fá ekki að hitta ömmu aftur. Það verður ekki eins að fara á Norð- fjörð eftir að hún er farin. Mínar fyrstu minningar um ömmu eru hlýja, faðmlög og söngur. Hún var ekta amma sem bjó til heitt súkkulaði, sem mátti ekki kalla kakó, þar sem þetta var ekta súkkulaði og bakaði pönnukök- ur. Eitt sinn var ég stödd með mömmu og pabba í Reykjavík og sá ömmu, og hljóp auðvitað beint í fangið á henni, en þá var þetta ekki hún heldur Ásta systir hennar. Amma átti sjö systur og var ættarsvipurinn mjög sterk- ur. Ég var fyrsta barnabarnið hennar og naut þeirra forrétt- inda sem fylgja því. Alltaf var amma mætt til að passa okkur ef mamma og pabbi þurftu að fara eitthvað, mikið var gaman að hafa hana. Þá dekraði hún við okkur á allan hátt. Hún bakaði alltaf það sem okkur fannst best og minnist ég þess að í öll skiptin hafi hún bak- að hvíta rúllutertu með rauðri sultu, sem var uppáhaldið mitt. Öll jól og hátíðir var hún stór partur af öllu, alltaf eitthvað að gera, strauja og hjálpa til. Fyrsta árið mitt í framhalds- skóla bjó ég hjá ömmu, þá fékk ég heilan vetur af ömmudekri. Eins fengu börnin mín fullt af ömmudekri enda var amma ein- staklega blíð og góð. Hún gerði aldrei upp á milli og allir fengu sitt hjartarúm hjá henni. Amma mín var lágvaxin kona en leit samt alltaf út fyrir að vera stór, gekk reist með höf- uðið hátt og vel tilhöfð. Hún var mjög stolt af sínu fólki, átti marga vini og var mikil fé- lagsvera. Hún var trúrækin og hélt minningu Óla afa lifandi og nú er hún komin til hans. Ég er einstaklega þakklát fyrir að hafa fengið að eiga ömmu mína í öll þessi ár. Minningin um góða konu og einstaka ömmu á eftir að lifa áfram með okkur. Jóhanna Lilja Eiríksdóttir. Einn af kostum þess að alast upp í nútímafjölskyldu er að ég græddi aukaömmu sem var ein af hjartahlýjustu manneskjum sem ég hef hitt. Lilja Sumarrós bar svo sannarlega nafn með rentu þar sem nærvera hennar gladdi mann eins og fallegt blóm á sólardegi. Ég man svo vel þegar ég kom í heimsókn á Norðfjörð fyrir tæpum aldarfjórðungi, með þá tiltölulega nýrri fjölskyldu minni, hversu vel hún tók á móti mér, eins og koma mín væri jafnkærkomin og barnabarna hennar, hinna nýju systkina minna þeirra Ólafar, Lilju og Freysteins. Eftir þá heimsókn fannst mér við Lilja vera bundn- ar ættarböndum, þó ekki væri með blóði heldur kærleika. Allt- af var gaman að sjá Lilju og fá að smella kossi á mjúka kinnina. Aldrei sá maður hana öðruvísi en með brosblik í augunum og stutt í hláturinn. Hógvær, pen og prúð og hæfileikarík eins og sjá má á öllum þeim fjölbreyttu handverksmununum sem hún skapaði. Þrátt fyrir að hafa átt við erfiðleika að etja í lífinu bug- aði það hana ekki og dró ekki úr hlýjunni og virðingunni sem hún sýndi öðrum. Og það þykir mér afar virðingarvert. Ég er afar þakklát fyrir að hafa kynnst þessari góðhjörtuðu konu og mun búa að fallegu minningunum um alla tíð. Hvíldu í friði Lilja mín og takk fyrir allt. Thelma Elísabet Hjaltadóttir. Mig dreymdi mikinn draum: Ég stóð með Drottni háum tindi á og horfði yfir lífs mín leið, hann lét mig hvert fótspor sjá. Þau blöstu við, þá brosti hann „mitt barn,“ hann mælti, „sérðu þar? Ég gekk með þér og gætti þín í gleði og sorg ég hjá þér var.“ Þá sá ég fótspor frelsarans svo fast við mín á langri braut. Nú gat ég séð hvað var mín vörn í voða, freistni, sorg og þraut. (Sigurbjörn Einarsson) Með söknuði kveð ég hana Lilju mína og þakka henni sam- fylgdina. Stefanía María Júlíusdóttir. Hjónaminning. Er það ekki merkilegt, stór- merkilegt, að við skulum fyrst setjast niður og skrifa ástvinum okkar þegar þeir eru horfnir úr lífi okkar? Við ávörpum þá jafnvel, líkt og þeir sætu hand- an borðsins, og segjum allt sem fallegt er og notum jafnvel lýsingarorð sem okkur er ekki tamt að nota dagsdaglega. Hvers vegna gerum við það ekki fyrr, þegar við vitum jafn- vel hvert stefnir? Erum við kannski að friða okkur sjálf, eða trúum við því að viðkom- andi hlusti á okkur þótt hann sé horfinn sjónum okkar? Ég játa að hefði hún Unnur mín og hann Sigurjón minn set- ið hér fyrir framan mig í dag, þá hefði ég tekið utan um þau og látið þau vita og finna hversu vænt mér þætti um þau. Sú þrá ristir djúpt á þessari stundu. Ég hefði reynt að halda ró minni og nota fáguð en fal- leg lýsingarorð því hógværð var einn af mannkostum þeirra og stóru dyggðum. Sigurjón, þessi fjallmyndar- legi og skarpgreindi maður, kom mér fyrir sjónir, hér áður fyrr, sem alvörugefinn maður. Eftir því sem við eltumst og kynntumst sem fullorðnir menn kom hans beitti húmor og skop- skyn fram, skreytt fágaðri frá- sagnargáfu. Allt sem Sigurjón gerði gerði hann vel, hvort heldur sem var að passa upp á rétt hitastig og rétta efna- blöndu við járnsteypu í áratugi, byggja húsið sitt við Skipasund eða viðhalda verkfærunum sín- um. Hann kenndi mér t.d. að með réttri meðhöndlun er hægt að eiga málningarpensil í ára- tugi og hægt er að láta spor- járnið flísa viðinn ofurþunnt með réttri beitingu brýnisins. Sigurjón Guðnason og Unnur Árnadóttir ✝ SigurjónGuðnason fæddist 6. nóv- ember 1917. Hann lést 2. febrúar 2014. Unnur Árna- dóttir fæddist 18. júní 1927. Hún lést 25. des- ember 2012. Út- för Sigurjóns fór fram 12. febrúar 2014 og útför Unnar fór fram 3. janúar 2013. Aldrei heyrði ég Sigurjón kvarta, þrátt fyrir lömun eftir heilablóðfall eða annað mótlæti sem hann varð fyrir. Hann var alltaf ferskur og jákvæður í hugsun og fylgdist vel með málefnum líðandi stundar. Á tí- ræðisaldri las hann, sem dæmi, stjórnlagafrumvarpið og glós- aði. Menn komust því ekki upp með að fara með neitt fleipur þegar það bar á góma. Ein af stóru stundunum í lífi Sigurjóns hlýtur að hafa verið þegar hann kvæntist henni Unni sinni – þessari gyðju sem var einhverjum tíu árum yngri en hann. Unnur var ekki aðeins falleg heldur gull af manni. Hún setti alla í fyrsta sæti og sig í þjónustusætið, alltaf. Þeg- ar dregið var fyrir sjónu henn- ar og hún var orðin lasburða og rúmföst hafði hún mestar áhyggjur af því að lífeyririnn hennar myndi ekki duga til að kaupa gjafir handa barnabörn- unum. Mikið myndi ég, nú á þessari stundu, gefa fyrir það að geta tekið utan um þessa góðu konu og þakkað henni fyrir þann kærleika sem hún sýndi mér sem ungum manni. Það var notalegt að koma í Skipasundið eftir skóla, með Herði vini mín- um, og ganga þar að heitum há- degisverðinum, hvort heldur sem það var ný ýsa eða hakka- buffið með kartöflumúsinni, grænu baununum og heimalag- aðri rabarbarasultunni. En þó að sagt sé að matur eigi greiða leið að hjarta mannsins, þá var það brosið og blikið í augum Unnar sem færði unga mann- inum sönnur þess að allt var gert af gleði og væntumþykju. Tækifærið að tjá sig rann mér úr greipum, en með þakk- læti og virðingu í huga kveð ég þessi heiðurshjón. Kristján Gíslason. Þegar ég sest niður til að skrifa minningargrein um mág minn og vin, Pétur Gestsson, koma fyrst og fremst upp minn- ingar um allar þær ferðir sem við hjónin fórum í með þeim Pétri og Hildi á meðan börn okkar öll voru innan við ferm- ingu og veiðiferðir norður á Strandir og annað. Þessi ferða- lög og skemmtun, sem við Elsa áttum með þeim, eru ógleym- anleg. Þau hjónin fóru einnig með okkur Elsu í ýmis ferðalög með Karlakór Keflavíkur, bæði innanlands og svo til Færeyja og Pétur Marel Gestsson ✝ Pétur MarelGestsson fædd- ist 20. maí 1934. Hann lést 25. febr- úar 2014. Útför Péturs fór fram 4. mars 2014. Kanada. Þá var Pétur hrókur alls fagnaðar. Við hjón- in spiluðum oft saman seinni árin og eiginkonum okk- ar fannst einkenni- legt hvað okkur Pétri gekk vel í spilunum en hann var gamansamur og var búinn að segja mér formúlu fyrir hvað ég ætti að setja út í það og það skiptið. Pétur og Hildur heimsóttu okkur í sumarhús okkar á Spáni og eins áttum við ófáar gistinæt- ur hjá þeim í sumarbústað þeirra í Kleifarseli á Rangárvöll- um. Elsa mín kveður nú Pétur bróður en Sigurður, eldri bróðir þeirra, lést 9. febrúar sl. Blessuð sé minning þeirra bræðra. Jóhann Líndal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.