Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Landsmenn voru 325.671talsins í ársbyrjun oghafði fjölgað um 3.814 frásama tíma í fyrra, eða um 1,2% frá 1. janúar 2013 til 1. janúar 2014, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. „Það fluttu fleiri til landsins en frá því og felst aukningin í því en yf- irleitt er alltaf náttúruleg fjölgun á Íslandi, tölur yfir fædda og dána haldast stöðugar,“ segir Guðjón Hauksson sérfræðingur hjá Hag- stofunni. Á árinu 2013 fluttu 1.598 fleiri til landsins en frá því, þá voru að- fluttir 7.071 en brottfluttir 5.473. Var það í fyrsta sinn frá árinu 2008 sem aðfluttir voru umfram brott- flutta. Á tímabilinu 2009-2012 flutt- ust samtals 8.692 fleiri frá landinu en til þess. Fleiri á höfuðborgarsvæðinu Hlutfallslega mesta fólksfjölg- unin 2013 var á Suðurnesjum, þar sem fjölgaði um 1,7% eða um 354 einstaklinga. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær bjuggu tæp- lega 21.600 manns á Suðurnesjum um áramótin og höfðu íbúarnir þá aldrei verið fleiri. Af þeim búa 14.527 í Reykjanesbæ. Flestir fluttu þó á höfuðborg- arsvæðið en þar voru íbúar 3.077 fleiri 1. janúar 2014 en ári fyrr. Það jafngildir 1,5% fjölgun íbúa á einu ári. Fólki fjölgaði einnig um 1,1% á Suðurlandi, um 0,7% á Austurlandi, 0,4% á Vesturlandi og 0,2 á Norður- landi eystra. Fólksfækkun var á tveimur landsvæðum, á Vestfjörðum þar sem fækkaði um 59 manns, eða 0,8%, og á Norðurlandi vestra en þar fækkaði íbúum um 26, eða 0,4%. Guðjón segir að á þessum tveimur landsvæðum sé yfirleitt fækkun á milli ára og að hún hafi verið stöðug frá því um 1990. Hann segir samt engan fólksflótta vera frá ákveðnum landsvæðum og fjölgunin sé ekki heldur af neinni sérstakri stærðargráðu. Fjölgar í þéttbýli Þegar fólksfjölgunin er skoðuð eftir kynjum þá fjölgaði konum og körlum sambærilega á árinu en þann Íslendingar hafa aldrei verið fleiri 1. janúar 2014 voru karlar 1.065 fleiri en konur í landinu. Tíu árum áður, í ársbyrjun 2004, voru á lands- vísu 367 fleiri karlar en konur. „Á bóluárunum fluttu mun fleiri karlar til landsins heldur en konur og síðan fæðast yfirleitt aðeins fleiri drengir heldur en stúlkur. Kynja- hlutfallið er breytilegt eftir land- svæðum, það eru fleiri konur í þétt- býli og á höfuðborgarsvæðinu heldur en út á landi, þar eru karlar yfirleitt fleiri,“ segir Guðjón. Enn fjölgar í þéttbýlinu en þann 1. janúar bjuggu 305.642 manns í þéttbýli og hafði þá fjölgað um 4.178 á árinu. Í dreifbýli og smærri byggðakjörnum bjuggu 20.029 manns. Þá vekur Guðjón at- hygli á því hversu fámenn mörg sveitarfélög eru. Af þeim 74 sveit- arfélögum sem eru í landinu séu ein- ungis níu með yfir 5.000 íbúa. Alls voru 42 sveitarfélög með undir 1.000 íbúa og íbúatala sex sveitarfélaga er undir 100. Sveitarfélögunum hefur ekki fækkað frá fyrra ári. Sveitarfélögunum hefur aðeins fækkað um fjögur frá 1. janúar 2009 þegar þau voru 78, hins vegar var fjöldi sveitarfélaga í byrjun árs 1998 163, segir í Hagtíðindum 612 fleiri kjarnafjölskyldur Kjarnafjölskyldunum hefur fjölgað um 612 frá því fyrir ári síðan, en þann 1. janúar síðastliðinn voru þær 78.780 en árið áður 78.168. Þá voru þann 1. janúar 4.160 ein- staklingar í hjónabandi sem ekki voru samvistum við maka. Mannfjöldi á Íslandi 1. janúar 2008 til 1. janúar 2014 Heimild: Hagstofa Íslands 330.000 325.000 320.000 315.000 310.000 305.000 300.000 2008 2009 2011 20132010 2012 2014 315.459 319.368 317.630 318.452 319.575 321.857 325.671 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ AndreasSchleicher,yfirmaður PISA-kannananna, lýsti um margt athyglisverðum sjónarmiðum í við- tali við Morgunblaðið fyrr í vikunni. Eitt af því sem Schleicher nefnir er að íslensk- ir kennarar fái fremur léleg laun en bekkirnir séu til- tölulega fámennir. Í Kína sé vilji til að fá besta fólkið í kennarastéttina og þar sé einn- ig vilji til að umbuna því vel. Til að ná þessu markmiði án þess að það kosti meira séu kennararnir með stóra bekki. Dæmið sem hann tekur af Kína á við um fleiri lönd, einkum í Asíu, og koma þau almennt vel út úr samanburðarmælingum PISA. Sjónarmið eins og þau sem Schleicher viðraði við Morg- unblaðið geta verið umdeild að mörgu leyti og vissulega er til að mynda ekki alltaf samhengi á milli þeirra launa sem fólk fær greidd og þeirrar vinnu sem það innir af hendi. Þannig hafa fjölmargir íslenskir kenn- arar skilað frábæru starfi þó að lýsing Schleichers á launakjör- unum sé því miður ekki fráleit. Svipuð sjónarmið um bekkj- arstærð og þau sem fyrr- nefndur yfirmaður PISA- kannananna lýsti komu svo fram hjá Almari Halldórssyni, verkefnisstjóra PISA hjá Námsmatsstofnun, í viðtali við Morgunblaðið í fyrradag. Al- mar segir bekkjarstærð lítil sem engin áhrif hafa á náms- árangur og að þau lönd sem standi sig best séu yfirleitt með færri starfsmenn miðað við nemendafjölda. Almar segir að ef við miðuðum okkur við Finnland kæm- umst við af með 40% færri kennara. Þetta er há tala og kallar augljóslega á frekari skoðun áður en afstaða væri tekin til þess hvort svo mikil breyting væri möguleg. En þegar horft er til þess að nemendum á hvern kennara hér á landi hefur fækkað um- talsvert á tiltölulega fáum ár- um er full ástæða til að velta því upp hvort sú þróun er æski- leg eða hvort hún kann til lengdar að verða til þess að halda niðri launum kennara án þess að bæta menntun nem- enda. Þessi umræða er flókin og viðkvæm og stundum verða viðbrögðin þau að með henni sé með ósanngjörnum hætti vegið að kennurum landsins. Svo er alls ekki. Þvert á móti er nauð- synlegt, hvort sem horft er til hagsmuna nemenda eða kenn- ara, að líta gagnrýnum augum á það skólakerfi sem búið er að byggja upp hér á landi, hvernig það hefur þróast á síðustu ár- um, hvað hefur tekist vel og hvar þarf að gera betur. Ekki verður framhjá því litið að fjármunir til skólastarfs eru og verða takmörkunum háðir. Ólíklegt er að kennarar geti sótt mikið meira í sameiginlega sjóði til að bæta kjör sín, en um leið eru væntanlega allir sam- mála um að kjör kennara þurfi að batna. Þess vegna er mik- ilvægt að ræða hvernig megi ná þessu markmiði án þess að draga úr menntun íslenskra ungmenna. Best væri að sjálf- sögðu ef hægt væri að ná báð- um markmiðum samtímis, að bæta kjör kennara og menntun ungmenna. Ástæða er til að skoða umbætur í skólastarfi með opnum huga} Bætt kjör og betri menntun Hinn venjulegiflokksmaður og kjósandi Sjálf- stæðisflokksins fór nærri um afstöðu flokksins í Evrópu- málum. Hún var nefnilega hin sama og þorra þeirra. Þetta kom mjög vel fram í grein Jóhanns Gunnars Ólafssonar flugmanns í Morgunblaðinu í gær. Hann nefnir fyrst að síðustu daga „hafi háværir menn farið mik- inn og ásakað Sjálfstæðisflokk- inn um að framfylgja ekki eigin kosningastefnu. Fjölmiðla- menn hafa tekið virkan þátt í þessu sjálfir og auk þess berg- málað ásakanir annarra sam- viskusamlega“. Og hann bætir við að hinn fámenni, háværi hópur ESB-sinna „þar sem ósvífnin í kröfum og málflutningi virtist jafn- takmarkalítil og fjölmiðlaatgang- urinn, hafði oft náð að teyma forystu flokksins afvega. Langverst varð það þegar for- ystan og meirihluti þingflokks samþykkti skyndilega þriðja Icesave-samning þeirra Jó- hönnu og Steingríms. Ekki fór á milli mála hverjir höfðu ráð- lagt það og hverjir fögnuðu mest innan Sjálfstæðisflokks- ins.“ Það er ekki ólíklegt að til lengri tíma færi betur á að hlustað væri á raddir eins og flugmannsins en minna á hina fáu flugumenn innan flokksins sem hann gerði að umtalsefni. Loforðin sem Sjálf- stæðisflokkurinn fór með í kosningar liggja fyrir og hafa enn ekki verið svikin} Flugmaður og flugumenn E r ekki eitthvað skrýtið við það að hátt í 20% munur sé á launum fólks með svipaða menntun í áþekkum störfum með sam- bærilega ábyrgð í vinnu hjá sama aðila? Hér er ekki átt við launamun kynjanna, þó að þessi spurning gæti vissulega átt við þann fúla fjanda. Hér er til umfjöllunar sá munur sem er á launum framhaldsskólakennara og sambæri- legra stétta þar sem launagreiðandinn er sá sami, ríkið. Engin haldbær rök hafa heyrst í þessu sambandi, hvað gæti hugsanlega valdið því að ríkið velur að greiða framhaldsskóla- kennurum lægri laun en sambærilegum stétt- um. Því þetta er val, kaup og kjör eru ákveðin að vel athuguðu máli margra. Hver gæti ástæðan eiginlega verið? Er þetta kannski vegna þess að laun kennara eru al- mennt lág, hvar sem borið er niður í heiminum? Svo virð- ist ekki vera, því samkvæmt samanburði á launum fram- haldsskólakennara í skýrslu OECD, Education at a glance, eru kennaralaunin á Íslandi langt fyrir neðan meðaltal í alþjóðlegum samanburði. Þannig að það virð- ist ekki vera eitthvert alheimslögmál meitlað í stein að kennarar skuli vera láglaunastétt. Þá er það frá. Það sem stendur eftir er sú staðreynd að laun fram- haldsskólakennara eru talsvert lægri en laun annarra ríkisstarfsmanna sem teljast sambærilegar stéttir. Á meðan þorri almennings fær 2,8% hækkun launa fara kennarar í framhaldsskólum fram á 17%, sem þeir segja að sé sá munur sem er á laun- um þeirra og þessara áðurnefndu sambæri- legu stétta. Þarna munar býsna miklu. Hvernig er hægt að réttlæta slíkar kröfur? Heyrst hefur talað um þjóðarsátt í þessum efnum. Að samfélagið allt, almenningur og ráðamenn, komist að sameiginlegri niður- stöðu um að bæta þurfi kjör kennara umfram kjör annarra. Annars vegar vegna þess að kennarar hafi dregist aftur úr í launaþróun og að það sé réttlætismál að leiðrétta það. Hins vegar vegna þess að það sé algerlega ótækt bæði fyrir kennarana sjálfa og alla aðra að kjaramál þeirra þurfi hvað eftir ann- að að komast í slíkt óefni að þeir þurfi að íhuga verkfall, jafnvel gera alvöru úr því og leggja niður störf svo vikum skiptir, eins og mörg dæmi eru um. Orku og tíma kennara er svo sannarlega betur varið í flest annað og það sama gildir um nemendur. Það er al- gjörlega óviðunandi að skólastarf á Íslandi skuli vera í uppnámi með reglulegu millibili á hinum og þessum skólastigum vegna launa. Þetta hefur gerst allt of oft og það er ekki vegna þess að kennurum finnist almennt svo ánægjulegt að vera í verkfalli, heldur einfaldlega vegna þess að kjör kennara, burtséð frá skólastigi, hafa aldrei verið í lagi. Í þjóðarsátt sem þessari gæti líka falist fullyrðing um hvernig þjóð við viljum vera. Viljum við annars ekki vera fólk sem er annt um menntun? annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Þetta er eitthvað skrýtið STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon 325.671 manns bjuggu á Íslandi 1. janúar 2014. 3.814 fleiri bjuggu á Íslandi 1. janúar 2014 en 1. janúar 2013. 3.077 fleiri bjuggu á höfuðborgar- svæðinu 1. janúar 2014 en á sama tíma árið áður. 354 fleiri bjuggu á Suðurnesjum í árs- byrjun 2014 en í ársbyrjun 2013. 59 færri bjuggu á Vestfjörðum í byrjun ársins en á sama tíma árið áður. ‹ ÍSLENDINGAR › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.