Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014 VINNINGASKRÁ 45. útdráttur 6. mars 2014 31 14533 23329 34056 44657 53521 62087 71937 110 15276 23394 34183 45177 53839 62686 72220 118 15540 23404 34568 45583 54281 62881 72249 152 16101 23702 34933 45588 54326 62968 72290 559 16217 23796 35460 45664 54484 63342 72825 734 16394 23855 35516 45934 54876 64370 72966 1447 16666 24010 36130 46082 55357 64704 72967 1536 17146 24274 36250 46530 56489 64784 73042 1694 17216 25088 37313 46598 56518 65152 73158 3090 17299 25363 37346 47114 56643 65533 73811 3212 17549 25536 37502 47454 57082 65661 73906 3597 17775 25570 37643 47502 57445 65928 75215 3734 18141 25699 38842 47714 57854 65998 75612 4688 18188 25736 39064 48168 57962 66724 75677 4862 18442 26097 39584 48217 58152 67275 75735 7126 18854 26314 40101 48409 58156 67459 75862 7226 19186 27043 40234 48717 58357 67779 76681 7473 19289 27728 40486 48894 58590 68014 76715 7713 19744 27961 40729 48992 58615 68364 77154 8506 19812 28006 41026 49141 58849 69075 77262 9136 19936 28090 41080 49188 59181 69096 77521 9683 20405 28216 41097 49208 59276 69107 77602 9723 20649 28308 41209 49365 59407 69776 78188 10021 20678 28666 41465 49884 59787 69890 78224 10270 20961 29087 42740 50186 60479 69983 78715 10317 21113 29669 42780 50636 60526 70318 79799 10818 21945 29743 43309 51184 60529 70430 11157 22087 30328 43356 51587 60590 70481 11460 22519 32042 43859 52807 61404 70748 12463 22983 32770 43902 53279 61414 70900 13302 23060 32973 44521 53318 61530 71025 13426 23170 33452 44617 53511 61929 71578 881 16895 24138 34241 42181 57882 63533 72165 1417 17592 25297 35066 43173 57973 64497 72898 2333 18661 25340 35931 44519 58036 65148 73480 6861 19064 26323 36331 45808 58572 65199 74122 7492 19856 29124 36449 46559 58621 65456 74431 8127 20511 29291 37317 48345 58895 65909 75190 8300 20609 29955 37497 49215 60160 66531 75497 9254 21146 31119 38121 50065 60171 67800 77995 10148 21173 31814 38249 50161 61317 67815 78244 10822 22551 32691 38431 53266 61996 68815 10958 22611 33560 38995 54532 62137 70282 13188 23484 33588 40380 54749 62204 70559 13333 23806 33856 41415 55979 63246 70740 Næstu útdrættir fara fram 13. mar, 20. mar & 27. mar 2014 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 11504 34557 38562 73151 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 3216 10142 15603 35096 53497 70229 3435 14307 15662 35832 59806 71575 4516 14421 27092 39757 65339 74944 5145 14469 31298 49520 67077 76679 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 5 7 3 9 4 Ráðherra mennta- mála hefur ítrekað lýst því yfir í ræðu og riti að hann hyggist stytta framhaldsskól- ann og kennurum standi ekki annað til boða en 2,8% launa- hækkun nema svo verði. Hann vill koma á kerfisbreytingu í framhaldsskólanum. Hvergi er hægt að nálgast upplýs- ingar um í hverju þær breytingar felast enda eru yfirlýsingarnar ekki samhljóma því sem unnið hef- ur verið að undanfarið. Í lögum frá 2008 er miðað að auknu frelsi skóla og þeim ætlað að gera skóla- námskrár sem öðlast ígildi aðal- námskrár að fengnu samþykki ráðuneytis. Innan þess ramma geta skólar t.d. skipulagt þriggja ára námsbraut til stúdentsprófs. Í námskrá frá 2011 segir að skólar skuli skipuleggja námsbrautir til 3. þreps, þar með talið stúdents- próf, sem eigi að taka fimm til átta annir. Ef marka má yfirlýsingar ráðherra á að hverfa aftur til mið- stýringar og þessi lög, sem enn hafa ekki orðið að raun, verða þá líklega lögð til hliðar, eða hvað? Ráðherra talar um að stytta framhaldskólann í þrjú ár. Hvað á hann við? Vélstjórnarnám er gæðavottað fimm ára nám sem veitir alþjóðleg réttindi, verður það þriggja ára nám? Iðnnám tek- ur frá tveimur upp í 3,5 ár í skóla auk vinnustaðanáms, m.a. á sumr- in, verður það þrjú ár? Er ráð- herra kannski bara að tala um bóknám í bekkjarskólum? Núna geta nemendur sem það kjósa lok- ið námi til stúdentsprófs á þremur árum. VMA býður nýnemum svo- kallaða matsönn þar sem þeir geta tekið próf í kjarnagreinum og far- ið beint í framhalds- áfanga og lokið námi á þremur árum. Aðrir skólar hafa þróað svipaðar leiðir enda er það í anda þess sem lagt var upp með í lögum frá 2008. Á menntaþingi Samiðnar 28/2 sl. flutti ráðherra erindi undir yfirskriftinni: Áhrif styttingar á iðn- nám. Hann hélt tölu um slaka náms- framvindu, sagði nemendur of gamla við töku sveinsprófs, það þyrfti að bæta stýringu á starfs- námi og breyta grunnnámi. Eftir alllanga tölu um hvað væri að tal- aði hann um að koma á formlegu samráði og efla áhuga nemenda. Ekki eitt orð um áhrif styttingar á iðnnám. Ráðherra er og tíðrætt um önn- ur lönd og OECD. Hann heldur því fram að nemendur séu ári lengur í námi á Íslandi en í við- miðunarlöndunum. Hann hefur aldrei minnst á starfstíma skóla þessara landa sem má ætla að sé að meðaltali um þremur vikum lengri á ári en hérlendis. Ef við margföldum það með 13, sem er algengur árafjöldi til stúdents- prófs, fáum við lengri skólasetu þar en hér til þeirra námsloka. Hann hefur heldur ekki nefnt að nemendur viðmiðunarskólanna fá skólastyrk, beinharða peninga og þurfa ekki að greiða fyrir náms- gögn. Ætlar ráðherra að koma á kerfisbreytingu sem miðar að því að fara í svipað kerfi og finnst í viðmiðunarlöndunum? Ætlar hann að lengja skólaárið, veita nem- endum skólastyrk og hækka laun kennara um 40% til að ná með- altali OECD? Eða ætlar hann að hækka þau um 50% til að ná með- altali Norðurlandanna? Nú er kjaradeila kennara hjá sáttasemjara og útlit fyrir harðar deilur. Ráðherra setur kennurum þá afarkosti að þiggja 2,8% hækk- un – þrátt fyrir ákvæði í kjara- samningi frá 26. maí 2011 um hækkanir í takt við viðmið- unarhópa sem í dag eru 17% hærri en kennarar – ellegar að gangast inn á kerfisbreytingar sem eru ómótaðar og hvergi til. Við eigum að skrifa upp á óútfyllt skuldabréf. Þessi afstaða ráðherra er með ólíkindum. Það er líkast því að hann þekki lítt innviði skólakerf- isins, hvað þá það þróunarstarf sem unnið hefur verið á und- anförnum árum. Hann heldur því fram að kerfisbreytingu fylgi sparnaður – ef nemendur fá 50 þúsund króna skólastyrk á mánuði er það einn milljarður á mánuði – og notar eingöngu atriði frá út- löndum sem honum hugnast. Það væri nær fyrir ráðherra að horfast í augu við ástandið og gera eitthvað vitrænt frekar en setja sí- fellt fram sömu óljósu tugguna um kerfisbreytingu. Brýn atriði eru að koma til móts við kröfur kennara, þó ekki væri nema að standa við bókanir 1 og 5 í síðasta samningi, lesa áfellisdóm Ríkisendurskoð- unar um hvernig ríkisvaldið stend- ur að rekstri skólanna og bregðast við því sem þar kemur fram og að því loknu setja fram mótaðar hug- myndir um hvernig kerfi hann sér fyrir sér. Ef miða á við önnur lönd þarf að skoða heildarmyndina og meta áhrifin af slíkri grundvall- arbreytingu sem á sér ekki hlið- stæðu í íslenskri skólasögu. Stytting framhaldsskóla Eftir Baldvin Ringsted » Yfirlýsingar ráð- herra um styttingu náms eru í andstöðu við lög og aðalnámskrá. Baldvin Ringsted Höfundur er kennslustjóri við VMA. „Þau vilja frekar vera í verknámi, þau vilja meira verknám.“ Þetta má lesa úr nið- urstöðum rannsóknar dr. Ingu Dóru Sigfús- dóttur, um hvað unga fólkið okkar í fram- haldsskólum vill og kynntar voru á Menntadegi atvinnu- lífsins hinn 3. mars sl. Þar kom skýrt fram að 36% þeirra sem eru í bók- námi hefðu frekar viljað fara í verknám. Það sem meira er – þau sem eru í bóknámi eða um 60% þeirra vilja meira verk- nám inn í kennsluna. Í þessu felast skýr skilaboð sem bjóða upp á gríðarmikil tækifæri ef rétt er á málum hald- ið. Viðhorf til iðn- og verknáms þarf að breyt- ast, heima fyrir sem úti í samfélaginu. Ung- lingana vantar hvatn- ingu. Um þetta hefur lengi verið rætt. Þessu þarf að breyta. Niðurstöður rannsóknarinnar eru skilaboð um að iðn- og verkmenntun er ekki nægilega aðgengileg og að- laðandi þótt aðrir þættir eins og fé- lagslíf skólanna spili stóran þátt við val unga fólksins. Könnunin dregur líka fram mikið brottfall við lok iðn- og verknáms. Það er umhugsunar- efni, sem virðist m.a. tengjast upp- byggingu námsins og verður að ræða frekar. Síðan má segja að krafa þeirra bóknámsnemenda sem vilja meiri verknámkennslu gefi skýrt til kynna að endurskoða verði kennsluhætti á framhaldsskólastigi og fyrri skóla- stigum. Breytinga er þörf Þessi skilaboð eiga heima í menntaumræðu samtímans. Hverju þarf að breyta og hvar er hægt að gera betur. Á Menntadegi atvinnu- lífsins kom m.a. fram í máli frum- kvöðuls í framleiðslu- og þjónustu- fyrirtæki að menntun sveinsnema og kerfið í kringum tiltekna sérfræð- inga endurspeglaði ekki veruleika og þarfir fyrirtækja. Þarfir fyrirtækja kalla á meiri umræðu um hvernig við eigum að byggja iðn- og verknám upp til lengri tíma. Það er óumflýj- anlegt að endurskoða kerfið og meta alla þá möguleika sem stuðlað geta að auknu faglegu iðn- og verknámi. Iðnnám verður að sinna bæði eft- irspurn atvinnulífsins og laða að unga fólkið í ríkara mæli en nú er, sér í lagi þegar fyrir liggur að stytt- ing náms til stúdentsprófs er smám saman að verða að veruleika. Breyt- ingar í þessa veru eiga ekki að vera ógnun heldur tækifæri því krakk- arnir vilja verknám. Þau eru tilbúin en kerfið ekki. Í máli dr. Andreas Schleichers frá OECD komu fram mikilvægar upp- lýsingar sem gagnast við að móta skarpari stefnu í menntamálum er ýtt getur undir samkeppnishæfni landsins okkar. Hér verður tæpt á nokkrum atriðum. Kennaramenntun Áherslur um að forgangsraða fjár- munum innan kerfins, t.d. þegar litið er til kennarastarfsins og kenn- aramenntunar, þarfnast ítarlegrar umræðu. Dr. Schleicher benti á að stjórnvöld í Singapúr, sem er í einu af efstu sætum PISA-niðurstaðna, hefðu ákveðið að forgangsraða með þeim hætti að fjölga nemendum í bekkjum og ýta markvissar undir kennarastarfið, m.a. með aukinni umbun. Jafnframt var inntak kenn- aramenntunar endurskoðað. Umræða um kennaramenntunina hér á landi er orðin þyngri en áður og er það fagnaðarefni. Lenging kenn- aranámsins var skynsamlegt skref, eins og dr. Schleicher benti á, en há- skólarnir komast ekki hjá því að víkka út samvinnu við sveitarfélög og atvinnulíf um hvernig kenn- aramenntun við þurfum á að halda. Óhjákvæmilegt er m.a. að skoða bet- ur hvernig starfsnám á þessum fimm árum geti orðið stærri hluti af kenn- aranáminu. Gæti það farið fram bæði innan skólanna og fyrirtækja? End- urskoðun á kennaranáminu og öfl- ugri símenntun fyrir starfandi kenn- ara er lykilþáttur í nauðsynlegum breytingum á kennsluháttunum í skólunum. Meiri þungi og fyrr á lestur Ýmislegt fleira er hægt að ræða í tengslum við PISA-niðurstöður og komu dr. Schleichers hingað til lands. Stóri lærdómurinn af nið- urstöðunni er sá að við þurfum að bæta verulega lestrarkunnáttu barna og unglinga. Fimmtán ára unglingi sem ekki getur lesið sér til gagns mun verða það fjötur um fót síðar á lífsleiðinni hvort heldur í áframhald- andi námi eða starfi á vinnumarkaði. Hann mun eiga erfitt með að læra allt annað hvort sem það er tungu- mál, stærðfræði eða náttúruvísindi. Samkeppnishæft atvinnulíf mun í vaxandi mæli byggja á menntun og nýsköpun. Störf á vinnumarkaði munu halda áfram að þróast og gera aukna kröfu um kunnáttu sem ekki verður lærð án þess að leskunnátta komi þar verulega við sögu. Því verð- ur að taka lestrarkunnáttu fyrr fast- ari tökum, jafnvel strax í leikskóla. Í gegnum leik er hægt að læra. Fyrir utan öll skemmtilegheitin. Tölfræðin í Noregi sýnir að því fyrr sem hlúð er að krökkum á skóla- göngu, ekki síst þegar kemur að grunnfærni eins og lestri, er líklegra að þau haldist innan skólakerfisins og lendi ekki í brottfallshópi. Þau eru þá einnig líklegri til að finna nám við hæfi og í samræmi við styrkleika sína. Engin ástæða er að ætla annað en að það sama gildi um okkur Íslendinga. Það er til mikils að vinna fyrir at- vinnulífið, stjórnvöld, heimili og sam- félag að vel takist við þær breytingar sem nauðsynlegar eru á íslensku menntakerfi. Því er mikilvægt að gott samstarf og samvinna verði um næstu skref í breytingum á mennta- kerfinu. Hef ég trú á að þar vilji margir leggja hönd á plóg. Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir » Breytingar í þessa veru eiga ekki að vera ógnun heldur tæki- færi því krakkarnir vilja verknám. Þau eru tilbú- in en kerfið ekki. Höfundur er forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs SA. Mikilvæg skilaboð á Menntadegi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.