Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014 Malín Brand malin@mbl.is Fjórir af nemendunum sexsem liðið skipa eru aðskrifa meistararitgerð ílögfræði og tveir eru á fjórða ári. Þetta eru þau Lena Mjöll Markúsdóttir, Ásdís Auðunsdóttir, Anton Birkir Sigfússon, Grímur Már Þórólfsson, Eygló Sif Sigfúsdóttir og Skúli Hakim Mechiat. Í október síðastliðnum var þeim úthlutað tilbúnu máli sem þau hafa undirbúið og flytja í keppninni Wil- lem C. Vis í næsta mánuði. Þar verða 250 lið laganema hvaðanæva úr heiminum. „Allir eru að kljást við sama vandamál sem við höfum feng- ið nokkra mánuði til að undirbúa. Við byrjuðum á að skila inn stefnu og greinargerð, stefnunni skiluðum við í desember og greinargerð í lok janúar,“ útskýrir meistaraneminn Lena Mjöll. „Við erum báðum megin, stefn- andi og verjandi sitt á hvað. Núna erum við að semja ræður og æfa okkur að flytja ræðurnar, undirbúa málflutning og keppa hvert við ann- að. Við erum líka búin að keppa á netinu í keppni á vegum Pace- háskólans í Bandaríkjunum,“ segir Lena. Þar fengu þau umsögn og tók- ust á við tvö lið, annað bandarískt og hitt pólskt. Notast var við fjarfund- arbúnað svo keppendur gætu séð mótherjana og dómarana. „Dómar- arnir grípa inn í og spyrja spurninga í miðri ræðu og reyna svolítið að slá mann út af laginu,“ segir hún. Prýðileg þjálfun Þjálfari liðsins er Garðar Víðir Gunnarsson, lögmaður á lögmanns- stofunni Lex, en hann er einnig stundakennari við skólann. Æfinga- ferlið er strangt og tekur liðið þátt í alls kyns keppnum fram að aðal- keppninni. Þjálfunin er margs konar og reynir á marga þætti lögmennsk- unnar. Lena segir að það sé einstakt tækifæri að fá að taka þátt í alþjóð- legri keppni og í þessu langa ferli felist mikill lærdómur. Það sama eigi við um allar undirbúningskeppn- irnar. „Það er gaman að skipta um umhverfi og fá nýja dómara því þar sitja aðrir yfir,“ segir hún. Fyrsti áfangastaður liðsins utan landsteinanna er París en þar fer fram æfingarmót. „Svo förum við til Búdapest og keppum á öðru æfing- armóti þar en þar á eftir förum við til Vínar þar sem aðalkeppnin er þann 10. apríl og það er alveg heil vika,“ segir Lena. Dagskráin er vel skipulögð og hefst með riðlakeppni þar sem keppt er fjórum sinnum. Komist íslenska liðið í gegnum riðlakeppnina er það komið í 64 liða úrslit og útsláttar- keppnin hefst. Þau setja markið hátt og stefna að sjálfsögðu á úrslit. Lögfræði á ensku Eins og gefur að skilja fer allur málflutningur fram á ensku og það er sannarlega stór áskorun að flytja mál á öðru tungumáli en sínu eigin – og það í keppni! „Þetta var dálítið erfitt fyrst enda ekki tungumálið sem við erum vön að læra á þó að framboðið af námskeiðum á ensku hér í HR auk- ist. Maður þurfti alveg að tileinka sér nýjan þankagang á ensku og læra öll þessi flóknu hugtök en það hefur gengið betur og betur. Ég Safna fyrir alþjóðlegri málflutningskeppni Sex manna lið laganema úr HR æfir stíft þessa dagana fyrir alþjóðlega málflutn- ingskeppni sem fram fer í Vínarborg í byrjun apríl. Keppt verður í alþjóðlegum gerðardómsrétti og alþjóðlegum lausafjárkaupum og þurfa liðin bæði að bregða sér í hlutverk sækjanda og verjanda í erfiðu máli. Það reynir því á ræðusnilld, sannfæringarkraft og síðast en ekki síst góða röksemdafærslu fyrir málinu. Æfing Lið HR sem fer í málflutningskeppnina æfir stíft þessar vikurnar. Í dag flytur Elín Björk Jóhannsdóttir, MA í almennri bókmenntafræði, fyr- irlesturinn Kona sem átti að vera einsog kókflaska í laginu - Mávahlát- ur og átraskanir. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns- ins kl. 12-13. Í skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, Mávahlátri, er sjúkdómur Freyju í senn falinn og hjúpaður þögn. Sjúkdómurinn er lotugræðgi og meðferð hans í verkinu kallast á við þá þöggun sem einkennt hefur átraskanir. Í erindinu verður varpað ljósi á tengsl ögunar kvenlík- amans, breyttra neysluvenja og át- raskana eins og þau birtast í verkinu. Einnig er skoðað hvernig áhrif ögunar kvenlíkamans sem endurspeglast í átröskun Freyju birtast í öðrum kven- persónum í verkinu, sér í lagi í Öggu en hún er í þann mund að stíga inn í kvennaheiminn með öllu því sem honum fylgir. Vefsíðan www.rikk.hi.is Stilla/Úr kvikmynd Ágústs Guðmundssonar Mávahlátri Mávahlátur Ugla Egilsdóttir og Margrét Vilhjálmsdóttir sem Agga og Freyja. Mávahlátur og átraskanir Tónlistarmaðurinn og Ísfirðingurinn Skúli mennski er einkarekinn í al- mannaþágu og ætlar hann að heiðra Strandamenn með nærveru sinni á morgun, laugardag. Hann verður með tónleika á Malarkaffi á Drangsnesi og verður húsið opnað kl. 21. Á undan Skúla mun tónlistarmaðurinn Borko leika nokkur lög. Í tilkynningu segir að gráglettin og vönduð textagerð sé eitt aðalsmerki Skúla mennska og mega gestir Malarinnar búa sig undir að hlæja, gráta, upplifa og opinberast á góðri kvöldstund með góðum dreng enda eru kjörorð Skúla frelsi, virðing og góð skemmtun. Endilega … … kíkið á Skúla mennska Morgunblaðið/Eggert Ísfirðingur Skúli mennski skemmtir. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. VELKOMINN Í BATA SMÁRALIND Skoðið úrvalið á bata.is Vertu vinur á Helgartilboð 18.990,- Helgartilboð 7.990,- Helgartilboð 18.990,- Helgartilboð 14.990,- Helgartilboð 19.990,- Helgartilboð 14.990,- HELGAR TILBOÐ 6.-9. mars Hver á að fá líftryggingunaþína?“ spurði trygginga-salinn. Ekki hafði éghugsað út í það. Satt best að segja heimsótti ég tryggingafélag til þess að festa kaup á bílatryggingu, og ekkert annað, en kaupin undu upp á sig. Og allt í einu blasti við þessa stóra spurning. Raunar er ég nú líka sjúkdómatryggður. Svona ef mér tekst að lifa dauðann af – fyrst um sinn. En þær milljónir munu allar renna í minn vasa. „Það gæti til dæmis verið foreldrar þínir, systkini eða sambýliskona,“ sagði sölumaðurinn. Ég hafði aldrei leitt hugann að því hver ætti að njóta góðs af líftryggingunni, hugmyndin um líftryggingu ein og sér var jú ný af nál- inni. Við hjúin hófum búskap í haust og hafði ég frekar velt vöngum yfir mun nærtækari málum, eins og hvar ég ætti að búa ef ske kynni að hún myndi sparka mér – það tók fleiri mánuði að ramba á eignina sem við erum í óðaönn að flytja í – en ekki hvernig standa ætti að málum ef ég myndi kveðja þennan heim fyrir fullt og allt. Og það er nú ekki að ástæðulausu sem ég orða þetta með þeim hætti, „fyrir fullt og allt“. Sókrates sagði nefnilega „að allir þeir, sem iðka heimspeki með réttum hætti, temja sér það eitt að deyja og vera dauðir“. Þannig að ég á litla von á upprisu. Það er eflaust fyrir bestu. En reynum að halda þræði, jú jú, það hefði verið andstætt ágætri meg- inreglu að miða að því að foreldrar mínir myndu erfa mig og mína tryggðu sál, á hinn veginn skal það vera. „Það er auðvelt að gera breyt- ingar á þessu,“ skaut tryggingasalinn að, ef- laust leiður á biðinni. Eftir stutta umhugsun, komst ég að því að um þáttaskil væri að ræða. Ungi maðurinn hafði skrifað upp á líftryggingu til Betu. Og hún vissi ekki einu sinni af því, var símalaus uppi á heiði. »„Hver á að fá líf-trygginguna þína?“ spurði tryggingasalinn. Heimur Helga Vífils Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.