Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Gunnhildur Óskarsdóttir, deildarfor- seti kennaradeildar við menntavís- indasvið Háskóla Íslands, segir að taka eigi gagnrýni Andreas Schleich- ers, stjórnanda PISA-könnunarinnar, alvarlega enda eigi námsmat alltaf að vera í endurskoðun. Fram kom m.a. í viðtali við Schleicher í Morgunblaðinu í vikunni að frammistaða og einkunnir nemenda væru ofmetnar og þeim hrósað of mikið. Gunnhildur segir að í íslenskum skólum sé viðhaft fjölbreytt námsmat og áhersla lögð á samskipti og vinnu- brögð, ekki síður en faglega þekk- ingu, t.d. í umsögnum nemenda. „Mér finnst það mikilvægt því nám er svo margt annað en fagleg þekking þótt hún skipti vissulega máli. Það hefur verið áhersla á mikilvægi hróss og trú á eigin getu en kannski erum við komin á hálan ís ef þetta er rétt og við farin að hrósa fyrir það sem ekki er innistæða fyrir. Nemendur verða að hafa réttar upplýsingar um árang- ur sinn. Í íslenskum skólum hefur frekar verið hefð fyrir því að hrósa og hvetja einstaklinginn áfram miðað við hans eigin þekkingu og framfarir en ekki verið hefð fyrir því að ala á met- ingi og samanburði á milli nemenda,“ segir Gunnhildur. Almar Halldórsson, verkefnisstjóri PISA hjá Námsmatsstofnun, sagði í Morgunblaðinu á miðvikudag að meiri harka þyrfti að vera í vali á nemendum í kennaranámið og aðeins ætti að taka inn þá hæfustu. Um þessi ummæli Almars bendir Gunnhildur á að í kennaranámið séu þeir teknir inn sem hafa stúdentspróf eða sambæri- lega menntun. Þangað sæki fjöl- breyttur hópur með fjölbreytta reynslu. Með lengingu kennaranáms- ins í fimm ár hafi umsóknum fækkað verulega og útskrifuðum kennurum fækkað samfara því. Í vor mun fyrsti árgangurinn úr fimm ára MEd-námi útskrifast og er Gunnhildur sannfærð um að nemendum fjölgi á næstu ár- um. „Nemendur með MEd-gráðu hafa fengið meira fræðilegt og hag- nýtt nám, eins og meira vettvangs- nám og meiri kennslu um námsmat. Meiri væntingar eru gerðar til þeirra og þá líka meiri kröfur. Í náminu felst sérhæfing í námsgreinum þar sem kennaranemar sérhæfa sig í einni eða tveimur námsgreinum. Það er gert til þess að styrkja fagþekkingu þeirra og möguleika til að sérhæfa sig meira í námsgreinum. Það er trú okkar að þessar áherslur í náminu séu besta leiðin til að efla kennsluna og þar með nám nemenda í grunnskólum,“ segir Gunnhildur ennfremur. Hún segir mikið af hæfum kenn- urum í grunnskólum landsins sem þurfi að hlúa að og veita þeim tæki- færi til símenntunar. „Ef fjölga á nemendum á hvern kennara þá krefst það mikilla skipulagsbreytinga sem er pólitískt mál og ekki gefið að það leiði til betra skólastarfs.“ Á öðrum stað en aðrar þjóðir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, gefur ekki mikið fyrir ummæli Almars Halldórssonar. „Þetta er hans einkaskoðun. Ég trúi því ekki að Námsmatsstofnun sé þeirrar skoðunar að kennarar á Ís- landi séu 40 prósent of margir. Almar getur haft þessar skoðanir sem ein- staklingur en ég átta mig ekki á til hvaða veruleika hann vísar. Það er hægt að fá alls konar útkomu við að skoða gögn PISA en í okkar sam- hengi verðum við að skoða skólakerfið í heild og hvernig við höfum mótað ís- lenska skólastefnu. Við erum á allt öðrum stað en margar aðrar þjóðir. Við rekum skóla fyrir alla nemendur, alls staðar um allt land. Það kallar líka á meiri mannskap. En við verðum þá að taka upp umræðu um hvort við ætlum að breyta skólakerfinu, sem margar mælingar sýna einnig að sé að mörgu leyti mjög gott. Ég fæ til dæmis ekki séð að fjöldi kennara skipti einhverju máli í þessu sam- hengi,“ segir Ólafur. Um hæfni kennara segir hann sama hvar sé gripið niður, alls staðar vilji menn ráða hæfasta fólkið, hvort sem það eru kennarar, flugmenn, bakarar eða aðrir. „Aðsókn í kennara- nám hefur minnkað. Það er fullt af hæfileikaríku fólki sem velur þá ekki kennarastarf sem ævistarf, en það er ekki þar með sagt að þeir sem geri það séu ekki hæfir. Þetta er beintengt við starfsumhverfi og launakjör. Við höfum fullt af kennaramenntuðu fólki úti í þjóðfélaginu sem vinnur við allt annað en kennslu, þar sem betri laun og starfsaðstaða býðst,“ segir Ólafur. Hann segir fulltrúa Kennarasam- bandsins því miður ekki hafa fengið færi á að ræða beint við Andreas Schleicher, það hafi verið afboðað á síðustu stundu. Umræðan sé af hinu góða en hún þurfi að vera í vitrænu samhengi til að geta rætt málin. „Ég veit ekki hvort það sé eitthvert vandamál í skólakerfinu að nemend- um sé hrósað of mikið. Ef það væri nú bara það sem við þyrftum að slást við þyrftum við ekki að hafa áhyggjur,“ segir Ólafur. Taka gagnrýnina alvarlega  Nemendur verða að hafa réttar upplýsingar um árangur sinn, segir deildarforseti kennaradeildar HÍ  Formaður félags grunnskólakennara segir að við túlkun á PISA þurfi að skoða skólakerfið í heild Morgunblaðið/RAX Kennsla Mikil umræða hefur skapast í kjölfar Íslandsheimsóknar stjórn- anda PISA-könnunarinnar, sem gagnrýndi m.a. námsmat skólanna. Gunnhildur Óskarsdóttir Ólafur Loftsson ÞAÐ GETA EKKI ALLIR VERIÐ GORDJÖSS Það er mikið í mig lagt Þú veist það um leið og þú sérð hann. Það er eitthvað einstakt við Range Rover Evoque. Hönnunin grípur þig samstundis. Útlitið er loforð um ævintýri, þægindi og óbeislaða upplifun. Búnaðurinn er á heimsmælikvarða, hvort sem um ræðir aksturseiginleika, fjöðrunarbúnað, drifkerfi eða afl. Reynsluaktu Evoque og leyfðu honum að heilla þig. Hafðu samband í síma 525 8000 eða komdu í heimsókn. www.landrover.is E N N E M M / S ÍA / N M 6 11 4 5 *M ið að vi ð up pg ef na r vi ðm ið un ar tö lu r fr am le ið an da um el ds ne yt is no tk un íb lö nd uð um ak st ri . RANGE ROVER EVOQUE – VERÐ FRÁ 8.770.000 KR. 4x4 - TD4 2,2 dísil, 9 þrepa sjálfskipting. Eyðsla 6,5 l/100 km.* BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.