Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014 Kringlan / Sími 533 4533 Nýjar vörur töskur skart klútar slæður kimono föt BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sú ákvörðun að loka NA-SV- brautinni á Reykjavíkurflugvelli er þvert á samkomulag borgar, ríkis og Icelandair Group um að leiða flugvall- armálið til lykta í sátt. Þetta er mat Friðriks Pálssonar, formanns samtakanna Hjartans í Vatnsmýrinni. Eins og rakið var í Morgun- blaðinu í gær er stefnt að því að hefja fram- kvæmdir við 850 íbúðir á Valssvæð- inu við Hlíðarenda fyrir árslok, en forsenda fram- kvæmdanna er sú að NA-SV-brautin verði aflögð. Hyggjast Valsmenn krefjast bóta ef verkið tefst. Vilji flugvöllinn í burtu Friðrik telur áformin hluta af stærri kapli. „Ákafi [Dags B. Egg- ertssonar] formanns borgarráðs við að koma Reykjavíkurflugvelli úr Vatnsmýrinni er löngu þekktur. Nú skal þrengt að flugvellinum smátt og smátt með því að skipuleggja byggð hér og þar í kringum hann þangað til að hægt verði að lýsa því yfir að hann standist ekki lengur kröfur sem Al- þjóðaflugmálastofnunin og íslenskar reglugerðir gera til flugvalla. Skellt er skollaeyrum við áskorun nærri 70.000 landsmanna um að tryggja flugvellinum framtíð í Vatnsmýrinni og nú síðast er hagsmunum íbúa borgar og landsins alls ýtt til hliðar til að tryggja hagsmuni eins af knatt- spyrnufélögum borgarinnar og aðila tengdra því. Ekkert nýtt hefur komið fram sem réttlætir að m.a. ríkinu sé nú stillt upp við vegg og því hótað fjárútlátum ef ekki verði orðið við þeim kröfum Valsmanna að hefja þegar í stað byggingar á Hlíðarendareit. Ef borg- in hefði haft minnsta áhuga á því á undanförnum árum að reyna að tryggja í sessi framtíð almannaflugs og sjúkraflugs og mikilvæga atvinnu- starfsemi á Reykjavíkurflugvelli hefði hún auðveldlega getað leitað eftir breytingum á skipulagi Hlíðar- endareits, svo öryggisbrautin gæti áfram sinnt hlutverki sínu. Nú sést loks í snjáldrið á úlfinum í gegnum sauðargæruna og sú pressa sem Valsmenn setja á Reykjavíkurborg er borgaryfirvöldum kærkomin.“ Hugur fylgi ekki máli Friðrik heldur áfram: „Þarna er að mati formanns borgarráðs stundin til að lýsa því yfir að byggð sé hafin í Vatnsmýrinni, eins og hann gerði á fagnaðarfundi með Valsmönnum í fyrradag. Því var fagnað án nokkurs fyrirvara um framtíð neyðarbrautar. Innanríkisráðherra, borgarstjóri og forstjóri Icelandair Group ehf. skrifuðu nefnilega undir samkomulag um að koma á fót nefnd Rögnu Árna- dóttur til að leiða flugvallarmálið til lykta. Ég vonaði í byrjun, að hugur fylgdi þar máli hjá öllum samnings- aðilum. Hins vegar kom fljótt í ljós að svo var ekki. Í bréfi frá innanrík- isráðuneytinu til ISAVIA 30. desem- ber sl. segir orðrétt og er meira að segja feitletrað í bréfinu: „Rétt er að ítreka að flugbrautinni skal þó ekki lokað eða aðrar ákvarðanir teknar sem leiða til þess að flugbraut 06/24 verði tekin úr notkun á meðan verk- efnastjórn, sem nú starfar undir for- ystu Rögnu Árnadóttur, skv. sam- komulagi ríkisins, Reykjavíkur- borgar og Icelandair Group, er enn að störfum og ákvörðun á grundvelli tillagna hennar liggur ekki fyrir.“ Af orðum og gerðum forsvars- manna Reykjavíkurborgar undan- farið er ljóst, að þeir hyggjast ekki taka mikið mark á þessu bréfi ráðu- neytisins. Það hefur Hjartað í Vatns- mýrinni gert og aðrir þeir aðilar sem í góðri trú hafa skipað fólk í baknefnd Rögnunefndarinnar til að vinna heils hugar að lausn á þessu áratuga deilumáli sem staðsetning Reykjavíkurflugvallar er.“ „Nú sést loks í snjáldrið á úlfinum“ Morgunblaðið/RAX Reykjavíkurflugvöllur úr lofti í gær Hluti norðaustur-suðvesturbrautarinnar er fyrir miðri mynd. Hluti hennar var hulinn snjó og nær hún til Skerjafjarðar. Innanríkisráðherra boðar lokun brautarinnar fyrir árslok.  Formaður samtakanna Hjartans í Vatnsmýri segir borgina hafa að engu 70.000 undirskriftir  Lokun öryggisbrautar sé liður í stærri áætlun um að þoka flugvellinum burtu úr Vatnsmýrinni Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við stefnum að því að vera búin að gefa út fyrir mánaðarlok hvaða kost- ir verða fullkannaðir. Við höfum tíma út árið til þess að leggja fram niðurstöðu og skýrslu,“ segir Ragna Árnadóttir, formaður stýrihóps um könnun valkosta fyrir framtíðarlegu flugvallar á höfuðborgarsvæðinu. Spurð um gagnrýni forstjóra Ice- landair Group svarar Ragna svo: „Við höfum ákveðið að taka ekki afstöðu til lokunar norðaustur- suðvesturbrautarinnar. Það fellur ekki innan okkar verksviðs að taka afstöðu til brautarinnar. Hins vegar höfum við lagt áherslu á að við fáum nauðsynlegt svigrúm til þess að sinna því verkefni sem okkur var fal- ið. Í því sambandi höfum við orðið sammála um ákveðnar forsendur. Ég treysti því að það verði staðið þannig að málum að við fáum að ljúka okkar verkefni. Það er að full- kanna flugvallarkosti á höfuðborg- arsvæðinu. Við höfum orðið ásátt um að nýjar útfærslur á flugvelli í Vatnsmýri verði ekki útilokaðar.“ Matthías Sveinbjörnsson, fulltrúi Icelandair í hinum sameiginlega stýrihópi ríkisins, Reykjavíkur- borgar og Icelandair Group, segir tímasetningu tilkynningar um fyrir- hugaða uppbyggingu á Valssvæðinu hafa komið á óvart. Áformin ekki í anda vinnunnar „Við höfum rætt þetta innan nefndarinnar, þ.e.a.s. að það hafi staðið til að breyta deiliskipulagi og hefja framkvæmdir á Valssvæðinu. Það hefur komið fram að nefndin vilji fá svigrúm til að vinna, að það sé ekki verið að þrengja að flugvallar- svæðinu og ganga á mögulega kosti meðan sú vinna stendur yfir. Þessi áform eru ekki í anda þess. Þarna er enda verið að ganga inn á öryggis- svæði sem gæti hugsanlega nýst í nýrri útfærslu vallarins.“ Valkostir verða kynntir í mars  Fulltrúar stýrihóps vilja vinnufrið Ragna Árnadóttir Matthías Sveinbjörnsson Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, gagnrýnir að Reykjavíkurborg skuli hafa greint frá lokun NA-SV-brautarinnar áður en stýrihópurinn lýkur störfum. „Það kemur mér mjög á óvart hvernig Reykjavíkurborg hefur haldið á þessum málum og látið í veðri vaka að það sé ekki annar valkostur fyrir Vatnsmýrina en ein- hvers konar uppbygging með blandaðri byggð. Flugvöllurinn sé sem sagt ekki valkostur í Vatns- mýri. Það er alls ekki í þeim takti sem við fórum af stað í þetta verk- efni. Það er hreint með ólíkindum að sjá borgina vinna í þessa átt, á sama tíma og Icelandair Group og vonandi ríkið eru heilshugar að vinna að úttekt á valkostum fyrir innanlandsflug með tilheyrandi kostnaði. Auðvitað hefur maður velt því fyrir sér hver sé þá tilgang- urinn að vera í þessari vinnu.“ Er þetta málamyndagerningur? „Allavega sýnist manni það mið- að við hvernig málum er háttað núna. Manni sýnist sem nefndin sé í raun aðeins málamyndagerningur og e.t.v. leið til þess að losna við umfjöllun um málið fyrir kosningar á komandi vori. Allir heilvita menn sjá að borgin er ekki að vinna í þessari nefnd með það í huga að það sé valkostur að Vatnsmýrin sé miðstöð innanlandsflugs fyrir Reykjavík.“ Framganga borgarinnar með ólíkindum FORSTJÓRI ICELANDAIR GROUP GAGNRÝNIR BORGINA Björgólfur Jóhannsson Friðrik Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.