Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014
Æfingin hjá okkur
tekur aðeins 30 mínútur
Hringdu og fáðu frían prufutíma
síma 566 6161
… Heilsurækt fyrir konur
Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is
Settu heilsuna
í fyrsta sæti!
Við tökum vel á móti ykkur og
bjóðum upp á notalegt
andrúmsloft og skemmtilegan
félagsskap.
Buxur
Bæjarlind 6, sími 554 7030
www.rita.is
Litir: gallablátt, gallasvart,
svart, ljósbrúnt
kr. 6.900 Str. 36-48
Kringlunni 4 | Sími 568 4900
Vorvörur
Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðs-
stjóri Kjöríss ehf., var kjörin for-
maður Samtaka iðnaðarins á aðal-
fundi sam-
takanna sem
haldinn var í
Íþrótta- og sýn-
ingarhöllinni í
gær. Hún hlaut
106.151 atkvæði,
eða sem nemur
52,4% greiddra
atkvæða, en sitj-
andi formaður,
Svana Helen
Björnsdóttir, frá
Stiku ehf., hlaut 88.684 atkvæði,
eða sem nemur 43,8% greiddra at-
kvæða. Kosningaþátttaka var
85,5%. Guðrún verður því formað-
ur samtakanna fram til Iðnþings
2015.
Með Guðrúnu voru endurkjörin í
stjórn þau Bolli Árnason, GT tækni
ehf., og Vilborg Einarsdóttir,
Mentor ehf., en Eyjólfur Árni
Rafnsson, Mannvit hf., er nýr í
stjórn. Kosið var um þrjú sæti í
stjórn, en vegna þess að nýkjörinn
formaður var jafnframt stjórn-
armaður tók fjórði maðurinn í
kjöri, Sigsteinn P. Grétarsson,
Marel hf., sæti hennar í stjórn.
Guðrún segir að niðurstaðan hafi
komið sér ánægjulega á óvart. „Ég
vissi frá upphafi að það yrði á
brattann að sækja,“ segir Guðrún,
sem segist hafa mætt í gærmorgun
með tvær ræður í vasanum, því að
hún vissi að mjótt yrði á munum.
„Það er alltaf gaman, þegar lagt er
í svona vegferð, að ná markmiðum
sínum,“ segir Guðrún, sem leggur
áherslu á það að hún muni gæta
hagsmuna allra meðlima samtak-
anna, sem séu mjög breið. Vonast
Guðrún því eftir víðtæku samráði
við félagsmenn samtakanna.
Svana Helen Björnsdóttir, frá-
farandi formaður, segir að hún sé
sátt við sín tvö ár sem formaður.
Mikil uppbygging hafi verið innan
samtakanna á þeim tíma og þau
hafi vaxið hratt. sgs@mbl.is
Nýkjörin Guðrún Hafsteinsdóttir flytur ræðu eftir formannskjörið.
Guðrún kjörin nýr
formaður SI
Hlaut 52,4% greiddra atkvæða
Svana Helen
Björnsdóttir
Það skefur fljótt í snjógöngin sem
myndast hafa við snjóruðning á veg-
inum á milli Mývatns og Jökuldals
og til Vopnafjarðar. Það sést til að
mynda á vefmyndavél Vegagerð-
arinnar á Vopnafjarðarheiði.
Vegna snjóþyngsla og snjóganga
sem myndast við moksturinn til-
kynnti Vegagerðin að vegurinn yrði
fyrst um sinn aðeins ruddur tvisvar í
viku. „Þetta hefur alveg sloppið hjá
okkur. Við höfum á fyrri hrogna-
vertíðum oft sótt loðnuhrogn til
Akraness en þeir hafa vel undan
núna og við því ekki þurft að flytja
þau á milli,“ segir Magnús Róberts-
son, vinnslustjóri HB Granda á
Vopnafirði.
Magnús segir að íbúarnir finni
fyrir lokun vegarins. Þeir þurfi að
fara með ströndinni til Akureyrar,
mun lengri leið, og ófært sé til Egils-
staða. Sjálfur segist hann til dæmis
hafa þurft að fara með ströndinni
þegar hann sneri heim úr ferð.
Lítill snjór er í byggð í Vopnafirði
og því kemur það mörgum á óvart
hvernig ástandið er á fjöllum. Mokað
er á þriðjudögum og föstudögum
þannig að vegurinn verður opnaður í
dag, ef veður leyfir.
helgi@mbl.is
Úr vefmyndavél Vegagerðarinnar
Vopnafjarðarheiði Talsverður snjór er á heiðinni og engum bílum fært í
gær. Niðri í Vopnafirði er hins vegar lítill snjór.
Skefur í snjógöngin
á Vopnafjarðarheiði
Opna á veginn um öræfin í dag
Hæstiréttur hefur staðfest sakfell-
ingu Héraðsdóms Reykjavíkur yfir
þrítugum manni sem ræktaði
kannabisplöntur í því skyni að selja
afurð plantanna með hagnaðarvon í
huga. Hann var dæmdur í 6 mánaða
fangelsi. Kannabisplönturnar fund-
ust í Grafarvogi í desember 2012 og
voru á sjötta tug. Þá fundust 1,4 kg
af kannabislaufum, 2,1 kg af kanna-
bisstönglum og 0,630 kg af marí-
júana. Maðurinn viðurkenndi að
hafa haft fíkniefnin í vörslum sín-
um en efaðist um magnið og neitaði
því alfarið að fíkniefnin væru ætluð
til sölu og dreifingar. Hann við-
urkenndi við skýrslutöku að hafa
komið ræktuninni upp en hann
hefði á þessum tíma ekki verið með
vinnu heldur notið atvinnuleys-
isbóta. Hann kvaðst aðallega hafa
ætlað að nota fíkniefnin sjálfur en
einnig ætlað að gefa eitthvað af
efnum í jólagjöf.
Ætlaði að gefa
maríjúana í jólagjöf