Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014
FERSKLEIKI • GÆÐI • ÞJÓNUSTA
FORRÉTTUR
Hvítlauksristaðir humarhalar
með brauði og hvítlaukssmjöri
AÐALRÉTTUR
Lamba primesteik með ristuðu grænmeti,
rósmarín, hunangi og bakaðri kartöflu
EFTIRRÉTTUR
Frönsk súkkulaðikaka með þeyttum rjóma
og ferskum berjum
BRUNCH
Heilsu Brunch: Brauð, ostur, soðið egg, tómatur, gúrka,
ávextir, sulta, kjúklingaskinka og íslenskt smjör
Lúxus Brunch: Spæld egg, beikon, ostasneiðar, spægi-
pylsa, brauð, kartöflur, ferskt tómatsalat, smoothie,
ávextir, sulta, smjör og amerískar pönnukökur með sírópi.
Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD
FAXAFENI 14 - 108 REYKJAVÍK - S. 525 8200 - Z.IS -
ÚRVA
L - G
ÆÐI
- ÞJÓ
NUST
A
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Þingmenn í Krím samþykktu í gær
sameiningu við Rússland og ákváðu
að aðskilnaður frá Úkraínu yrði bor-
inn undir þjóðaratkvæði 16. mars
næstkomandi. Forsætisráðherra
Úkraínu, Arseniy Yatsenyuk, sagði
niðurstöðu þingsins hins vegar ólög-
mæta og að úkraínsk stjórnvöld
væru ákveðin í því að undirrita sam-
starfssamning við Evrópusambandið
við fyrsta mögulega tækifæri.
Tillagan um sameiningu var sam-
þykkt með 78 atkvæðum af 86 en leið-
togar tatara hafa sagt að þeir muni
sniðganga þjóðaratkvæðagreiðsluna.
„Þetta er ekki einvörðungu Úkraínu-
og Rússlandskrísa, heldur krísa í
Evrópu,“ sagði Yatsenyuk í Brussel
en honum var boðið að sitja neyðar-
fund leiðtoga Evrópusambandsríkj-
anna sem haldinn var í gær.
Draga landamærin upp á nýtt
„Við verðum að tryggja að Rúss-
land og Úkraína tali saman,“ sagði
David Cameron, forsætisráðherra
Bretlands, á fundinum en svo virðist
sem skoðanir séu skiptar um aðkomu
sambandsins að málinu. Yngri aðild-
arríkin, í austurhluta Evrópu, hafa
kallað eftir mun ákveðnari viðbrögð-
um en t.d. Frakkland og Þýskaland.
„Í dag er þetta opinn og grimmi-
legur yfirgangur, það er nákvæm-
lega það sem er að gerast og við verð-
um að skilja það,“ sagði Dalia
Grybauskaite, forseti Litháen. „En í
dag sé ég ekki umsvifalaus viðbrögð.
Rússland í dag er hættulegt. Rúss-
land í dag er ófyrirsjáanlegt,“ sagði
hún og sakaði Rússa um að leitast við
að draga landamæri Evrópu upp á
nýtt.
Utanríkisráðherrar Bandaríkj-
anna og Rússlands, John Kerry og
Sergei Lavrov, funduðu í gær, í ann-
að skiptið á jafnmörgum dögum, en
án árangurs. Þá tilkynntu stjórnvöld
vestanhafs að Barack Obama Banda-
ríkjaforseti hefði undirritað tilskipun
sem heimilaði refsiaðgerðir í formi
takmarkana á ferðafrelsi og kyrr-
setningu eigna, gegn þeim sem eru
taldir eiga beinan þátt í að valda
óstöðugleika í Úkraínu, þ. á m. hern-
aðaríhlutuninni á Krímskaga.
Stöðvuðu eftirlitsmenn
Fjörutíu óvopnaðir eftirlitsmenn
frá Öryggis- og samvinnustofnun
Evrópu voru stöðvaðir við heimatil-
búna landamærastöð á mörkum
Krímskaga og meginlands Úkraínu.
Talsmaður stofnunarinnar sagði að
þeim hefði verið meinuð för inn í
Krím og að þeir myndu dvelja á hót-
eli í Kherson þar til ákvörðun hefði
verið tekin um næstu skref.
Fjöldi úkraínskra herstöðva á
skaganum var enn umkringdur
ómerktum hermönnum í gær. Þá var
fjöldi úkraínskra herskipa lokaður
inni í höfnum. „Það [ástandið] er afar
viðkvæmt og ég álít það kraftaverk
að ekki hafi orðið blóðbað hingað til,“
sagði Tim Guldimann, sendifulltrúi
framkvæmdastjóra OECD.
Ofbeldisfull mótmæli hafa brotist
út í borgum í austurhluta Úkraínu og
opinberar byggingar teknar yfir af
stuðningsmönnum Rússa en margir
hafa lýst yfir áhyggjum af því að
rússnesk stjórnvöld muni seilast enn
lengra inn í Úkraínu.
Samþykkja samein-
ingu við Rússland
Boða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað 16. mars
AFP
Umsátur Úkraínskur sjóliði ber matarbirgðir um borð í herskipið Slavutych
sem liggur innilokað í höfninni í Sevastopol á Krímskaga.
Ólga
» Fregnir bárust af því í gær
að yfirvöld í Krím hygðust
stofna eigið ráðuneyti, án að-
komu stjórnvalda í Kænugarði.
» Bandaríkjamenn tilkynntu í
gær að þeir hygðust senda sex
F-15 herþotur frá Bretlands-
eyjum til Litháens.
» Mustafa Dzhemilev, fyrrver-
andi leiðtogi tatara, hefur biðl-
að til stjórnvalda í Tyrklandi,
Aserbaídsjan og Kasakstan um
aðstoð við að halda Krím innan
Úkraínu.
Saksóknarar í Massachusetts í
Bandaríkjunum hafa sagt að gera
þurfi breytingar á löggjöf ríkisins
eftir að hæstiréttur þess úrskurðaði
að það að taka myndir í laumi undir
pils eða kjóla kvenna væri ekki ólög-
legt, þar sem konurnar væru hvorki
naktar né hálfnaktar.
Maður á fertugsaldri var ákærður
fyrir fyrrnefna iðju og vísuðu sak-
sóknarar í lög sem banna leynilegar
mynda- og myndbandsupptökur af
nöktum eða hálfnöktum ein-
staklingum. Hæstiréttur komst hins
vegar að þeirri niðurstöðu að kon-
urnar sem brotið var gegn hefðu
hvorki verið naktar né hálfnaktar
og að ákvæði um rétt til einkalífs
ættu ekki við þar sem brotin voru
framin um borð í almennings-
samgöngutæki. Dómarinn tók sér-
staklega fram að þá gilti einu hverju
viðkomandi væri klæddur, eða ekki
klæddur, undir pilsinu eða kjólnum.
Lögspekingur CNN sagði að
tækninni hefði fleygt fram úr lög-
gjöfinni og að málið sneri sannar-
lega að friðhelgi einkalífs
kvennanna.
BANDARÍKIN
Heimilt að taka myndir undir pils og kjóla
Dómur Ef viðkomandi er hvorki nakinn
né hálfnakinn má taka mynd í laumi.
Lögregluyfir-
völd í Japan
sögðu frá því í
gær að meðlimir
yakuza-glæpa-
samtakanna
hefðu aldrei
verið færri en
árið 2013, þegar
þeir voru í
kringum 58.600.
Fækkunina má
rekja til hertra aðgerða lögreglu,
versnandi ímyndar samtakanna
og samdráttar í hagkerfinu. Þá
segja lögregluyfirvöld að strang-
ari löggjöf hafi gert glæpagengj-
um erfiðara fyrir að fjármagna
starfsemi sína og jafnvel leitt til
þess að nokkrir háttsettir með-
limir hafi sagt skilið við félaga
sína.
Meðlimum Yamaguchi-gumi,
stærsta glæpagengis Japan, fækk-
aði um 2.000 í fyrra, úr 27.700 í
25.700, en hjá helsta keppinautn-
um, Sumiyoshi-kai, fækkaði um
1.100, úr 10.600 í 9.500.
JAPAN
Fækkar í yakuza-glæpasamtökunum
Japanskur lög-
gæslumaður.