Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014 Streð við sleða Ungviðið hefur margt að iðja þessa dagana í snjónum sem fallið hefur á höfuðborgarsvæðinu. Rösk börn puða hér við að koma sleða upp brekku ofan við Seljahverfið í Reykjavík. Ómar Mér undirrituðum hefur borist til eyrna að á Íslandi sé nú ákaft rætt um að leggja meiri áherslu á fiskeldi og framleiðslu á eldislaxi en hingað til hefur verið gert og að sitt sýnist hverjum um neikvæð umhverf- isáhrif þess átaks. Eðlilegt er að bæði fylgjendur laxeldisins og þeir sem draga kosti þess í efa líti til Noregs til þess að draga sinn lærdóm af reynslu Norðmanna á þessu sviði. Framleiðsla eldislax í Noregi Segja má að framleiðsla á eld- islaxi í Noregi hafi hafist árið 1970. Árið 1985 hafði framleiðslan náð rúmum 50.000 tonnum en á síðustu tveimur árum varð hún samtals rúmlega 1,2 milljónir tonna af laxi. Það er rúmlega ferfalt meiri fram- leiðsla matvöru en af öllum öðrum eldisdýrum samanlagt í Noregi. Laxeldi fer fram í svonefndum sjókvíum sem í stuttu máli eru nætur sem haldið er opnum með fljótandi ramma. Dæmigerð sjókví er 50 metrar í þvermál og allt að 40 metra djúp. Í sjókví af þessu tagi má geyma allt að 200.000 laxa. Sjórinn streymir þar í gegn og fær- ir fiskunum súrefni og fjarlægir úr- gang. Þess vegna verða sjókvíarnar að liggja þar sem straumar eru og því verða þær oft fyrir miklu álagi af völdum veðurs og vinda. Að jafn- aði er slátrað um það bil 3.000 tonnum af laxi árlega í dæmigerðri norskri laxeldisstöð. Vandamál sem varða umhverfið Við matvælaframleiðslu í þessu magni er um að ræða umtalsverð vandamál vegna umhverfisins. Norska ríkisstjórnin setti sér árið 2009 markmið um sjálfbærni í fisk- eldi í sjó. Þau skráðu fimm mik- ilvægustu umhverfisvandamálin og settu sér raunhæf markmið í hverju og einu þeirra: Norska ríkisendurskoðunin vann árið 2012 mat á stjórn- un sjávarfiskeldis í ljósi meðal annars þessarar stefnumörk- unar. Norska ríkisend- urskoðunin kvað upp óvæginn dóm. Hún sló því föstu að vöxtur í norsku fiskeldi hefði ekki verið í samræmi við forsendur Stór- þingsins um vöxt lag- aðan að umhverfinu. Ástæðan var fyrst og fremst neikvæð áhrif á stofna villtra laxfiska (laxa og sjó- göngusilungs, bæði urriða og bleikju). Í stuttu máli sagt snýst vandinn um það að sníkjudýrið laxalús berst frá eldislaxi í villtan lax, auk þess sem eldislax sleppur og blandast villilaxi á hrygning- arsvæðum í ánum. Laxalúsin er vandamál Á hverjum tíma eru um það bil 400 milljónir laxa í eldiskvíum með- fram norsku ströndinni. Laxalúxin þaðan veldur miklu álagi á niður- gönguseiði villilax og sjóbirtings sem leitar til sjávar úr ánum á vor- in. Norska hafrannsóknastofnunin fylgist með smitálaginu á villta stofna og sér á hverju ári fjölda svæða þar sem laxalúsin ræðst á villtan fisk og veldur honum dauða. Þetta er líklega ein af ástæðum þess að göngulaxi í norskar ár hef- ur fækkað um á að giska helming undanfarinn aldarfjórðung og að sjóbirtingurinn nálgast víða hættu- stig útrýmingar. Eldislax sem sleppur er vandamál Allir náttúrulegir laxastofnar búa yfir eiginleikum sem valda því að þeir eru betur aðhæfðir lífinu í sínu eigin umhverfi en aðrir laxastofnar, eldislaxinn er hins vegar alidýr. Eftir 40 ára markvissa ræktun hafa orðið til í Noregi eldislaxastofnar með fjölbreyttari afurðaeiginleika en villtir laxastofnar en sem standa sig miklu verr en villtur lax í nátt- úrulegu umhverfi. Alls gengur um hálf milljón villtra laxa upp í norsk- ar ár. Opinbera talan yfir fjölda eldislaxa sem sleppa frá norskum fiskeldisstöðvum er um 300.000 og fjöldi þeirra ratar upp í árnar þar sem þeir hrygna ásamt villtum laxi. Afleiðingin verður blendingur af eldislaxi og villilaxi sem stendur sig verr úti í náttúrunni en ómengaður villtur lax. Árið 2013 voru birtar niðurstöður rannsókna í 20 ám. Þær sýna umtalsverðar erfðafræði- legar breytingar í villilaxi í fimm þeirra en þær má rekja til eldislaxa sem sloppið hafa áratugum saman. Staðan í Noregi Ný ríkisstjórn tók við í Noregi árið 2013. Hún vill auka framleiðslu í laxeldi en gerir sér grein fyrir því að umhverfisvandamálin eru orðin það umfangsmikil að ekki er hægt að gefa út ný leyfi til eldis. Þess vegna er nú lögð sífellt meiri áhersla á nýja og umhverfisvæna fiskeldistækni. Ekki er síst rætt um möguleika á fljótandi en þó al- gerlega lokuðum fiskeldisstöðvum. Þær gætu dregið úr bæði fjölda þeirra eldisfiska sem sleppa og dreifingu á sjúkdómasmiti frá eld- isfiski í villta stofna. Mjög fáir hafa trú á því að laxeldið geti haldið áfram að aukast án þess að miklar breytingar verði gerðar á greininni í heild. Þetta á bæði við um tækni og samræmda framleiðslustýringu meðfram ströndum Noregs alls. Umfangsmiklar breytingar eru fram undan í norskri fiskrækt á næstum árum. Noregur sem fyrirmynd Norskt fiskeldi flytur nú út lax fyrir um 560 milljarða íslenskra króna á ári (útflutningsverðmæti, ekki nettóhagnaður). Þessari stað- reynd er mjög haldið á lofti en ekki þeim umhverfisvandamálum sem af starfseminni leiða. Þess vegna er eðlilegt að önnur lönd með sam- bærilega möguleika hafi áhuga á rekstri af svipuðu tagi. Síle var eitt þeirra landa. Í upphafi 21. aldar óx laxeldi í Síle hröðum skrefum, ekki síst vegna tilkomu norskra sam- starfsaðila og með norskri tækni. Helsta vandamálið var þó það að hvorki innviðir, skipulag né laga- ákvæði voru til fyrir vöxt af þessu tagi. Fiskeldið fór að mestu fram á litlu svæði í 10. héraði. Í Noregi sátu örvæntingarfullir sérfræð- ingar í fisksjúkdómum og fylgdust með þróuninni. Menn áttu von á hinu versta og sú spá rættist. Á ár- unum 2007/2008 helltust fjölþætt vandamál og sjúkdómar yfir lax- eldið í Síle. Reksturinn hrundi og þúsundir starfsmanna misstu vinn- una og lífsviðurværi. Framleiðslan hefur hægt og rólega aftur tekið við sér en enn á ný vofa yfir miklar líffræðilegar ógnir á borð við laxa- lús og sýkla. Þróunin í Færeyjum varð ekki óáþekk þessu, þannig að Færeyingar urðu að gjörbylta öllu sínu laxeldi í sjó. Síle og Færeyjar eru gott dæmi um að umfang um- hverfisvandans þarf ekki endilega að endurspegla heildarmagn fram- leiðslunnar í fiskeldi. Meira máli skiptir hve þétt eldisstöðvarnar liggja og hvernig samhæfðum for- vörnum á sviði heilbrigðismála er háttað. Ísland Það gæti gengið ágætlega að koma á fót umfangsmiklu fiskeldi á Íslandi í fljótandi sjókvíum, til skemmri tíma litið. Öll vistkerfi búa yfir ákveðnum varnarmætti sem gerir þeim kleift að takast á við vandamálin í byrjun. Reynsla manna í Noregi, Síle, Skotlandi og Kanada bendir hins vegar eindreg- ið til þess að umhverfisvandamál komi í bakið á mönnum þegar framleiðslan nær ákveðnu stigi. Ís- lensk stjórnvöld geta því ákveðið hvort þau velja sömu dýrkeyptu leiðina og fyrrgreind ríki eða hvort þau kjósa að hefjast handa á þeim tæknilegu krossgötum sem Norð- menn standa nú á. Tvímælalaust er hægt að mæla með seinni leiðinni. Auðlindir Íslands, bæði villtir lax- fiskar og sjávarfang, eru allt of mikilvægar til þess að stefna þeim í hættu í eltingaleik við hagnað af fiskeldi til skamms tíma litið. Það er þá líka mikilvægt að sóa ekki tímanum í sams konar rökræður um fiskeldi og áttu sér stað í Nor- egi fyrir tveimur áratugum, þegar umræðan snerist um það hvort laxalús og eldisfiskur sem sleppur væru vandamál. Það ræðum við ekki lengur. Nú rökræðum við hvernig eigi að leysa þessi vanda- mál. Íslendingar hafa enn tækifæri til þess að koma í veg fyrir að vandinn nái að vaxa þeim yfir höf- uð. Það lofar góðu en gott framhald er undir því komið að menn haldi ekki að sá umhverfisvandi sem fylgir fiskeldi í sjó í atvinnuskyni geti ekki látið á sér kræla á Ís- landi. Eftir Erik Sterud » Á hverjum tíma eru um það bil 400 millj- ónir laxa í eldiskvíum meðfram norsku strönd- inni. Erik Sterud Höfundur er M.Sc. í fiskirækt, Ph.D. í sníkjudýrafræðum. Umhverfisáhrif laxeldis Umhverfisvandamál Markmið um sjálfbærni Erfðafræðileg áhrif og fiskur sem sleppur Að fiskieldi stuðli ekki að varanlegum breytingum á erfðaeiginleikum villtra fiskstofna. Mengun og losun úrgangs Að allir þeir sem ástunda fiskeldi haldi sig innan viðunandi stöðu umhverfismála og losi ekki meiri úrgang en viðtakandi umhverfi ræður við. Sjúkdómar, þar með talin sníkjudýr Að sjúkdómar í fiskeldi hafi engin áhrif á stofnstærð villra fiskistofna og að sem stærstur hluti eldisfisksins vaxi fram að slátrun með lágmarksnotkun lyfja. Svæðisnýting Að fiskeldið sem atvinnugrein búi við staðbundið skipulag og svæðisnýtingu sem dregur úr umhverfisáhrifum og hættu á smiti. Fóðurauðlindir Að þarfir fiskeldisins fyrir hráefni til fóðurs verði uppfylltar án þess að ofnýta lífríki hafsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.