Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014 Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is flottir í flísum Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Komin er á markað sérstök munn- tóbakssprauta sem ber heitið Mort- ar. Sprautan er gerð eftir íslenskri hönnun en framleidd í Kína. Árni Björn Guðjónsson er einn þriggja eigenda fyrirtækisins Mortar ehf. sem hannaði munntóbaksspraut- una. Að sögn hans kom hún á mark- að á fimmtudag í síðustu viku og segir hann söluna framar vænt- ingum. Kostar 795 krónur Eins og stendur er hún eingöngu til sölu í verslunum N1 en að sögn Árna hafa margir áhugasamir sett sig í samband við fyrirtækið. Sprautan kostar 795 krónur. Árni segir að tekið hafi verið mið af plastsprautum, sem seldar eru í apótekum, við hönnunina. Sala munntóbaks er óleyfileg á Íslandi en Árni segir að það hafi ekki stöðvað fyrirtækið í að hasla sér völl á þessu sviði. „Mikill meiri- hluti þeirra sem kaupa íslenskt nef- tóbak notar það sem munntóbak. Því er í raun ekki réttnefni að kalla þetta eingöngu neftóbak,“ segir Árni. Hann segir að fyrirtækið stefni að því að fara á markað er- lendis. Af þeim sökum eru merking- ar á umbúðum á ensku. Sala munn- tóbaks hefur til þessa verið leyfð í Svíþjóð, Noregi og Danmörku af Evrópulöndum, auk þess að vera leyfileg í Bandaríkjunum. Íslensk tóbakssprauta  Hönnuðu munn- tóbakssprautu  Salan sögð góð Morgunblaðið/Viðar Guðjónsson Sprauta Mortar er munntóbakssprauta sem er gerð eftir íslenskri hönnun. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Hægt er að koma tæknikennslu að innan ólíkra greina skólans, ekki eingöngu í tölvufræði. Í raun hefur tæknin áhrif á hvert einasta fag. Með því að vera vakandi fyrir því að blanda tækninni inn í kennslu þá er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að áhugi á tölvugeiranum kvikni. Hann er langt frá að vera bundinn við nördalegt fag sem eingöngu er á færi karlmanna að tileinka sér,“ segir Adda Birnir stofnandi og for- stjóri fyrirtækisins Skillcrush. Hún er stödd hér á landi til að halda fyrirlestur á ráðstefnu Sam- taka sjálfstæðra skóla. Erindi hennar nefnist: Hvernig á að hugsa út fyrir rammann? Adda Birnir hefur töluverða reynslu af slíku. Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hún stofnað tvö fyr- irtæki og fyrir tæpu ári var hún valin sú sjöunda á lista Business Insider yfir 30 áhrifamestu konur í tæknigeiranum undir þrítugu. Adda heitir fullu nafni Hallfríður Adda Birnir. Hún flutti út til Kali- forníu þegar hún var 10 vikna göm- ul og hefur verið búsett í Banda- ríkjunum upp frá því. Hún heldur þó fast í íslenskar rætur sínar og er dugleg að rækta frændgarðinn þegar hún bregður sér til landsins. Hún útskrifaðist úr Yale-háskól- anum árið 2007 í ljósmyndun. Foreldrar hennar eru Inga Dóra Björnsdóttir, mannfræðingur og rithöfundur, og Björn Birnir stærðfræðiprófessor. Bæði hafa ár- um saman kennt við Kaliforníuhá- skólann í Santa Barbara sem og við Háskóla Íslands. Tími örra tækniframfara „Það sem er heillandi við tæknina er hversu gagnvirk hún er. Hægt er að setja saman efni á fjöl- breyttan og ólíkan hátt og birta á netinu. Mér finnst mikilvægt að sýna fram á hversu skapandi tækn- in er.“ Adda bendir á að við lifum á tím- um mikilla tækniframfara og starfsgreinar þurfi að tileinka sér þessar nýjungar. Sjálf fékk hún áhuga á tæknigeiranum í gegnum starf sitt sem blaðamaður. Það kom henni á óvart hversu auðvelt það var að læra inn á tæknimiðlun. „Ég segi ekki að það hafi verið ofur- einfalt en ekki eins flókið og ég hafði gert mér í hugarlund.“ Hún segist vonast til þess að konur hugsi á þá leið þegar þær sjá hana í þessu starfi: „Fyrst hún gat þetta þá hlýt ég að geta það líka.“ Ótrúleg breyting á starfsframa Adda segir að áhrifin sem þetta hafi haft á starfsferil hennar hafi vægast sagt verið ótrúleg. Eftir þetta fór hún að starfa hjá fjöl- miðlarisum á borð við New York Times, The Huffington Post og WNYC. Við þetta stóra stökk hugsaði hún með sér að fleiri gætu nýtt sér þetta því hún greindi brýna þörf fyrir fólk, einkum kven- fólk, sem byggi yfir tæknikunnáttu. Úr varð að hún stofnaði sitt annað fyrirtæki, Skillcrush, sem miðar að því að efla tæknikunnáttu kvenna. Adda segir að mikill mannauður búi innan fjölmiðlafyrirtækja. Hann þurfi að virkja svo unnt sé að leiða fyrirtækin áfram í átt að breyttum tímum í miðlun efnis. „Ég vonast til að geta fjölgað kvenmönnum í tæknigeiranum,“ segir Adda og bendir á að hver kona sem starfar í tæknigeiranum laðar a.m.k. 5 til 10 aðrar inn í stéttina. „Það er virkilega hvetj- andi. Mig langar að fá fleiri konur til að sitja við þetta borð.“ Spurð út í hvaða merkingu það hafi fyrir hana að vera í sjöunda sæti á lista yfir áhrifamestu konur, segir hún það fyrst og fremst mik- inn heiður. Og gaman að hafa áhrif á samfélagið til hins betra. Efla tæknikennslu í skólum  Vill fjölga kven- fólki í tæknigeir- anum  Skapandi og skemmtilegt Morgunblaðið/Ómar Áhrifakona Adda Birnir er forstjóri Skillcrush sem hún stofnaði sjálf. Hún er búsett í Bandaríkjunum en er stödd hér á landi til að halda fyrirlestur á ráðstefnu. Erindi hennar nefnist: Hvernig á að hugsa út fyrir rammann? Adda Birnir er sjöunda áhrifamesta konan í tæknigeiranum undir þrítugu Hæstiréttur hef- ur dæmt karl- mann á sjötugs- aldri í 12 mánaða fangelsi, þar sem níu mánuðir eru bundnir skilorði, fyrir kynferð- isbrot gegn 14 ára pilti. Mað- urinn keypti vændi af piltinum fyrir allt að 30 þúsund kr. Brotin framdi maðurinn í janúar eða febrúar á árinu 2011. Héraðs- dómur Vesturlands hafði áður dæmt manninn í 18 mánaða fang- elsi en Hæstiréttur taldi töf sem varð á meðferð málsins ekki rétt- lætanlega og því yrði refsingin að hluta bundin skilorði. Maðurinn hafði í tvö skipti kyn- ferðismök við piltinn gegn greiðslu, og án þess að gæta nægjanlegrar varúðar um aldur hans. Var mann- inum gert að greiða piltinum 600 þúsund krónur. Í niðurstöðu dóms héraðsdóms kom fram að pilturinn hefði verið að leita leiða til að fjármagna fíkni- efnaneyslu. Ákærði hefði verið í yf- irburðastöðu gagnvart honum vegna aldursmunar og reynslu. Þyki hann hafa brotið gróflega gagnvart brotaþola. Dómur vegna kynferðisbrots mildaður vegna tafa Olíuflutningabíll frá Skeljungi fór út af á vest- anverðri Kleifa- heiði rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi og valt á hliðina. Engin slys urðu á fólki en bif- reiðin skemmd- ist talsvert. Þeir sem vinna að mál- inu fyrir fyrirtækið fóru á staðinn og hófu aðgerðir á vettvangi í gærkvöldi. Fyrsta skoðun benti til að ekki læki olía úr tanki bifreiðarinnar, að sögn Einars Arnar Ólafssonar, forstjóra Skeljungs. Unnið var við að losa olíu úr bílnum og koma fyrir á öðrum tanki. Að því verki loknu átti að velta bílnum á hjólin og athuga betur hvort olía hefði hellst niður. Gert var ráð fyrir að aðgerðir myndu standa fram undir morgun. Einar segir að mjög slæm færð hafi verið á Kleifaheiðinni þegar bíllinn fór út af veginum. Olíuflutningabíll fór út af Vestfjarða- vegi á Kleifaheiði Skillcrush er fyrirtæki sem Adda Birnir stofnaði árið 2012 ásamt fleirum. Það sérhæfir sig í nám- skeiðum þar sem grunnatriði for- ritunar eru kennd og markhóp- urinn er einkum kvenfólk. Námskeiðin eru þriggja vikna löng og miða að því að bæta við þá þekkingu sem fólk hefur þegar öðlast í gegnum nám og störf. Markmiðið er að efla starfsgetu fólks á sviði tækniþekkingar. Boð- ið er upp á námskeið m.a. í html. Mikið er lagt upp úr samskiptum við nemendur og kennara. Hugmyndin að fyrirtækinu kviknaði þegar Adda sjálf starfaði sem blaðamaður, þá fékk hún áhuga á miðlun og á tæknilegu hliðinni. Í kjölfarið tók starfsferill hennar stakkaskiptum. Hægt er að kynna sér námið frekar á vefsíðunni skillc- rush.com. Grunnatriði í forritun kennd FYRIRTÆKIÐ SKILLCRUSH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.