Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014 FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fullreynt þótti í fyrrakvöld að samningar tækjust ekki um stjórn makrílveiða á þessu ári. Að lokinni sjöundu fundalotunni kvöddust menn með vinsemd að loknum fundi í Edinborg, en í raun var eng- inn ánægður með niðurstöðuna, að því er virtist. Allir segjast hafa teygt sig langt í átt til samkomu- lags og harma að ekki hafi náðst samningur þegar öll skilyrði hafi átt að vera til staðar. Samkvæmt heimildum blaðsins telja Íslend- ingar og Evrópusambandið að Norðmenn hafi verið ósveigjanlegir og stöðugt komið með nýjar kröfur og athugasemdir. Ekki stendur á svörum frá Norðmönnum, sem kenna hinum aðilunum um óbilgirni og segja ekki við sig að sakast. „Norðmenn hafa því miður kom- ið í veg fyrir að þetta samkomulag næði fram að ganga, ekki síst með ósveigjanlegri og órökstuddri kröfu um veiðar langt umfram vís- indalega ráðgjöf,“ var haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni sjáv- arútvegsráðherra á heimasíðu ráðuneytisins í fyrrakvöld. Í umræðunum var unnið að samningi til þriggja ára og lengst af hefur deilan snúist um hlutdeild einstakra þjóða í heildarkvótanum og hversu mikið ætti að veiða í heildina. Í haust sem leið urðu Ís- land og Evrópusambandið, að frumkvæði ESB, ásátt um að hlut- ur Íslands yrði 11,9% af heildinni. Ekki mun hafa verið hvikað frá þeirri hlutdeild í viðræðunum. Óvænt útspil vegna veiða við Grænland Síðasta sprettinn var hlutur Færeyinga kominn upp í 12,6%, en að Noregur og ESB skiptu með sér rúmlega 70% af heildinni, Ekki náðist samkomulag um þessa skipt- ingu. Það sem eftir stendur, undir 5%, hefði komið í hlut Rússa, sem þó eru ekki strandríki í viðræðum um makríl. Þá lá fyrir vitneskja um ásetning Grænlendinga um að veiða 100 þúsund tonn í ár. Á fund- inum komu fram áhyggjur vegna þróunar veiða í grænlenskri lög- sögu, svo ekki sé talað um ef þær aukast enn frekar. Varðandi heildarkvótann var í upphafi miðað við ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins, ICES, um 890 þúsund tonna afla, sem er veruleg aukning frá ráðgjöf síðasta árs upp á 542 þúsund tonn. Fljótlega í viðræð- unum kröfðust Norðmenn þess að heildarkvótinn yrði hækkaður upp í allt að 1300 þúsund tonn. Evrópu- sambandið gaf undir fótinn með að hækka kvótann eitthvað, en Íslend- ingum fannst það ekki bera vott um sjálfbæra og ábyrga fiskveiðistjórn. Sérfræðingar ICES fóru yfir stofn- matið á fundi í lok febrúar og skila- boðin þaðan munu hafa verið langt frá hugmyndum Norðmanna og í raun nálægt fyrri tillögum fyrir þetta ár. Af heildarkvóta og hlutdeild frá- talinni kom óvænt upp á í síðustu lot- unni krafa Norðmanna um að strandríki gætu ekki bæði stundað veiðar í eigin lögsögu samkvæmt strandríkjasamningi og jafnframt veiðar í lögsögu annars ríkis. Þessu var einkum beint að Íslendingum, sem hafa veitt innan lögsögu Græn- lendinga, en einnig Evrópusam- bandinu. Íslensku fulltrúarnir töldu sig hvorki hafa umboð né höfðu þeir vilja til að skrifa undir skuldbind- ingu gagnvart banni á veiðum við Grænland. Fulltrúar Evrópusam- bandsins voru sama sinnis. Þetta hefði þó ekki haft áhrif á þá sem eru komnir í samstarf eða með aðstöðu nú þegar í Grænlandi. Tilkynna einhliða kvóta Meðan tekist hefur verið á um stjórnun makrílveiða hafa viðræður um stjórnun veiða á norsk-íslenskri síld og kolmunna legið í láginni og ekki liggur fyrir hvenær þeim verð- ur fram haldið. Tvíhliða viðræður Norðmanna og ESB um veiðar á ýmsum öðrum tegundum og gagn- kvæm fiskveiðiréttindi hófust hins vegar í Edinborg í gær. Á næstunni munu strandríkin væntanlega tilkynna einhliða um kvóta sína og ekkert liggur fyrir um hvert stefnir með heildarveiðina. Haldi allir við sínar ýtrustu kröfur virðist ljóst að heildarafli getur farið langt fram úr ráðgjöf. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, hvatti strandríkin í fyrrakvöld til að sýna ábyrgð þegar kemur að ákvörðun um veiðar á makríl í ár. Ekki forsendur til refsiaðgerða Á síðustu árum hafa Íslendingar oft miðað við um 16% af heildarveiði og verði svo áfram yrði íslenski kvót- inn rúmlega 142 þús. tonn í ár. 11,9% af ráðgjöfinni, eins og fallist var á í viðræðunum, gæfu kvóta upp á um 106 þúsund tonn. Forsenda þeirrar hlutdeildar var samningur til þriggja ára, sem ekki er lengur í myndinni. Heimildarmenn blaðsins telja að ekki séu nokkrar forsendur til refsi- aðgerða gegn Íslendingum eins og ESB hefur hótað á liðnum árum. Ís- lendingar hafi undanfarið verið í far- arbroddi í umræðu um ábyrgar makrílveiðar í samræmi við ráðgjöf. Framhjá þeirri staðreynd verði heldur ekki litið að síðustu sumur hafa um 1,5 milljónir tonna af makríl verið í íslenskri lögsögu í fæðugöngu á norðurslóðir. Stöðugt nýjar kröfur Norðmanna  ESB og Íslendingar gagnrýna Norðmenn, sem segja ekki við sig að sakast  Deilt um heildarkvóta og hlutdeild í þriggja ára makrílsamningi  Veiðar við Grænland ásteytingarsteinn á lokaspretti Ljósmynd/Börkur Kjartansson Á veiðum Nýjasta skipið í uppsjávarflotanum er Börkur NK, sem Síldar- vinnslan keypti frá Noregi. Myndin er tekin á Vestfjarðamiðum á þriðjudag. Makrílafli íslenskra skipa árin 2005-2013 2005 2006 2008 2010 20122007 2009 2011 2013 160.000 140.000 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 0 36 3 4. 22 2 36 .5 18 11 2. 34 9 11 6. 15 9 12 2. 03 3 1 58 .9 50 15 2. 41 3 15 4. 32 0 Á árunum 2009-2012 var meira en 97% makrílaflans aflað innan íslenskrar lögsögu en á síðasta ári fór hlutur makríls úr lögsögunni niður í 91%. Í fyrra veiddu íslensk skip tæplega 12 þúsund tonn í grænlenskri lögsögu eða 7,7% af heilidnni. Íslensk skip hafa einnig veitt makríl úr færeyskri lögsögu og hefur hlutur aflans úr henni verið á bilinu 1-1,5% síðastliðin sex ár að undanskildu 2009 þegar hluturinn fór í 2,7%. Aflinn var þá rúm 3.100 tonn en var á síðasta ári 1.940 tonn. Einkum er um að ræða meðafla í síldveiðum. Audun Maråk, framkvæmdastjóri norskra útgerðarmanna, segir að ástæður viðræðuslitanna liggi hjá Íslendingum og Evrópusamband- inu. Leyfilegur heildarafli og hlutur einstakra strandríkja hafi verið erf- ið atriði til úrlausnar. Orsök slit- anna hafi þó fyrst og fremst verið sú að Ísland og ESB hafi ekki viljað skuldbinda sig til að veiða ekki makríl úr kvóta Grænlendinga. Það gangi ekki að veiða makríl sam- kvæmt strandríkjasamningi og einnig utan hans. Slíkt hefði grafið undan samningnum og breyti hlut- deild strandríkja samkvæmt hon- um, að því er fram kemur í Fisk- aren. Elisabeth Aspaker sjávarútvegs- ráðherra tekur í sama streng varð- andi veiðarnar við Grænland. Hún segir að gagnrýni á tillögur Norð- manna um heildarkvóta sé ein- kennileg í því ljósi að ESB og Ísland ætli, auk strandríkjasamnings, að leyfa skipum sínum veiðar þar til viðbótar við heildarkvótann. Vísar hún þá til þess að Grænlendingar stunda það sem þeir kalla tilrauna- veiðar og sá afli hefur ekki verið inni í heildarkvóta strandríkja. Maråk gagnrýnir Mariu Daman- aki, sjávarútvegsstjóra ESB, sem hafi með einleik fyrst gagnvart Ís- landi og síðan Færeyjum lofað þessum þjóðum ákveðinni hlut- deild, án þess að ræða það við Norðmenn. Einnig hafi skort á upp- lýsingar frá ESB um veiðar við Grænland. Veiðar við Grænland hefðu breytt hlutdeild strandríkjanna NORÐMENN GAGNRÝNA VEIÐAR TIL HLIÐAR VIÐ SAMNINGINN Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við leggjum til, eins og ávallt, að við úthlutun makrílkvótans sé farið að vísindalegri ráðgjöf Alþjóðahafrann- sóknaráðsins (ICES), eins og á við um stofna sem nýttir eru í samstarfi margra þjóða “ segir Jóhann Sigur- jónsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar en tilefnið er slit viðræðna strandríkja um skiptingu makríl- stofnsins. Er fjallað um þau viðræðuslit í grein hér fyrir ofan. Málið allt í uppnámi „Auðvitað er stjórn veiðanna í uppnámi þegar ekki hafa náðst samningar. Það er mjög miður að ekki skuli hafa náðst saman þegar makrílstofninn er í vexti. Þótt það séu vísbendingar um að stofninn sé að stækka og að hann sé sterkur og hafi þolað þessar veiðar á undan- förnum árum, þá er fyrirsjáanlegt að stofninn mun fara niður á við á ein- hverjum tíma- punkti, og þá fyrr en seinna, ef ein- hverjar verulegar veiðar umfram ráðgjöf halda áfram.“ Jóhann segir þróunina þvert á væntingar um betri stjórn veið- anna. Veitt umfram ráðgjöf „Við höfum horft upp á veiðar verulega umfram ráðgjöf. Menn höfðu væntingar um að þetta myndi komast í betra horf með samningi strandríkjanna. Ráðgjöf ICES fyrir 2014, um 890.000 tonn, var gefin út í október sl. Hún byggist á meðalafla síðustu þriggja ára og var má segja bráðabirgðanálgun þar til endur- skoðaðar aðferðir lægju fyrir á þessu ári. Ráðið taldi að þessi veiði myndi ekki hafa marktæk neikvæð áhrif á stöðu makrílstofnsins,“ sagði Jó- hann. Fyrir tilstilli Alþjóðahafrann- sóknaráðsins fór fram fundur í febr- úar sl. þar sem sátu vísindamenn frá ríkjum sem nýta makrílstofninn. Þar voru ný gögn tekin til skoðunar og ákveðið að nota nýjar og betri að- ferðir í framtíðinni. Stuðst við íslenskar rannsóknir Að sögn Jóhanns er hér m.a. stuðst við gögn sem aflað hefur verið með rannsóknum íslenskra vísinda- manna í togmælingum á sumar- útbreiðslusvæði makríls, merkinga- gögn og gögn um nýliðun, sem bæta munu spár um stofnþróun. Hann sagði að ætla mætti að ráðgjöf ICES með endurskoðuðu aðferðinni gæfi svipaða niðurstöðu og fyrirliggjandi ráðgjöf fyrir 2014. Endurskoðaðri aðferð yrði síðan beitt á ný gögn þeg- ar næsta úttekt yrði gerð á stofn- inum og ráðgjöf mótuð í október nk. fyrir veiðarnar árið 2015. Umframveiði mun koma niður á makrílstofninum  Forstjóri Hafrannsóknastofnunar er uggandi yfir þróun Jóhann Sigurjónsson Jacob Vestergaard, sjávarútvegs- ráðherra Færeyja, sagði í símaviðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að Fær- eyingar myndu ekki ákveða makríl- kvóta fyrr en að loknum tvíhliða við- ræðum við ESB og Noreg. „Eftir að tvíhliða viðræðum lýkur munum við ákveða afla fyrir síld og makríl og í kjölfarið hefja veiðar,“ sagði Vestergaard. Svaraði hann því síðan til að ótímabært væri að ræða hvort Fær- eyingar myndu auka makrílkvótann, færi svo að Norðmenn hygðust veiða umfram ráðgjöf ICES, líkt og þeir gáfu til kynna í samningaviðræð- unum. Samhliða þessum tvíhliða við- ræðum munu fulltrúar ESB annars vegar og Noregs hins vegar eiga í við- ræðum sín á milli um skiptingu afla og er makríll ein tegundin sem kem- ur þar við sögu. Þær viðræður hófust í gær og sagði Vestergaard Fær- eyinga bíða tækifæris til að hefja tví- hliða viðræður við ESB og Noreg. Skal tekið fram að við ofan- greindar viðræður er ekki samið um heildarafla makríls. Haft var eftir Vestergaard á fær- eyska vefnum Aktuelt, að Fær- eyingar mundu ekki gefa afslátt af kröfunni um 23% af ráðlögðum heildarafla ICES. Vestergaard kann- aðist við þetta. Spurður um efnahagslegar af- leiðingar banns við löndun makríl- og síldarafurða í löndum ESB, sem sam- bandið setti í fyrra vegna meintrar ofveiði Færeyinga á síld, sagði Vest- ergaard að þær hefðu komið niður á útflutningstekjum Færeyinga um sem næmi tugum milljóna danskra króna. Samsvarar það hundruðum milljóna íslenskra króna. Væri tapið umreiknað sem hlutfall af vergri landsframleiðslu myndi það sam- svara milljörðum króna á Íslandi. „Við höfum flutt út makríl til Níg- eríu og annarra Afríkuríkja. Hluti af- urðanna hefur farið til Kína. Þá höf- um við flutt út makríl til Rússlands og Úkraínu. Verðið er ekki ýkja hátt vegna bannsins,“ segir hann en sjáv- arútvegur er lifibrauð Færeyinga. Færeyjar í nýrri viðræðulotu LÖNDUNARBANN ESB REYNIST FÆREYJUM DÝRT Jacob Vestergaard

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.