Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014
manna við óblíð náttúruöfl í
sjúkraflugi upp á líf og dauða.
Með öðrum sögum veitti Karl
innsýn í viðskiptaheim fyrri ára-
tuga á Íslandi en einkum þó í
viðskiptum við Þýskaland 6. og
7. áratugarins. Honum var líka
hugleikin hörð lífsbarátta fyrri
kynslóða, margt alþýðufólk sem
bjó við hörð kjör, og allar slíkar
frásagnir voru gegnsýrðar af
mannúð Karls, en hennar nutu
líka margir.
Heimsmaðurinn mikli lét há-
an aldur ekki aftra sér frá því að
fljúga á milli landa og dvaldi
langdvölum síðastliðið sumar í
Danmörku með Fjólu sinni. Það
er afar sárt til þess að hugsa að
Karl sé ekki væntanlegur út í ár.
Allt verður svo miklu tómlegra
án hans – úti og heima.
Við vottum aðstandendum
Karls okkar dýpstu samúð.
Kristín Ólafsdóttir,
Gestur Guðmundsson.
Kveðja frá Skógrækt-
arfélagi Íslands
Heiðursfélagi Skógræktar-
félags Íslands, Karl Eiríksson,
er látinn, en hann var einn af
gegnustu stuðningsmönnum fé-
lagsins og studdi starfsemi þess
dyggilega um áratuga skeið. Á
jörð sinni Stíflisdal í Þingvalla-
sveit kom hann, ásamt fjöl-
skyldu sinni, upp myndarlegum
og fallegum skógi. Um upphaf
ræktunar í Stíflisdal, sem hófst
um 1967, hafði hann oft á orði að
flestir sérfræðingar hefðu ráðið
honum frá því að hefja þar rækt-
un. Það væri vonlaust mál enda
ræktunarsvæðið um og yfir 200
metrar yfir sjávarmáli. Hvatn-
ingarorð Hákonar Bjarnasonar
urðu hins vegar til þess að hann
hélt áfram og hægt og bítandi
varð Stíflisdalur að unaðsreit
skógræktarmannsins.
Karl var einnig frumkvöðull í
landgræðslu hér á landi. Eftir að
hann kom heim úr flugstjóra-
námi frá Bandaríkjunum vildi
hann taka uppgræðslu lands
föstum tökum, en hann hafði
kynnst hvernig unnið var að
þeim málum ytra. Flutti hann
inn áburðarflugvél og vann í
samvinnu við Landgræðslu rík-
isins að því að bera á uppblást-
ursfláka ofan Gunnarsholts. Í
framhaldinu hófst nýr kafli í
uppgræðslu lands hér á landi.
Skyldurækni Karls var ekki
eingöngu bundin við Skógrækt-
arfélag Íslands, því ótalin eru
störf hans í þágu Skógræktar-
félags Reykjavíkur, en þar var
hann m.a. stjórnarmaður um
langt árabil og gegndi því starfi
af einlægum áhuga á skógrækt.
Á þeim árum var hann fulltrúi
Reykjavíkurfélagsins á aðal-
fundum Skógræktarfélags Ís-
lands og kom þar færandi hendi,
lagði gott til mála og var sannur
gleðigjafi meðal skógræktar-
fólks.
Ósjaldan bauð hann stjórn
Skógræktarfélags Íslands í
heimsóknir í Stíflisdal, en þar
var Karl hrókur alls fagnaðar.
Sýndi hann okkur árangur skóg-
ræktarstarfsins og sagði
skemmtilegar sögur af ýmsum
atvikum. Þessar ferðir voru okk-
ur um margt ógleymanlegar,
gleðistundir sem efldu fé-
lagslega samstöðu og aukna trú
á möguleikum íslenskrar skóg-
ræktar.
Á síðari árum, þegar hinum
hefðbundna starfsdegi var lokið,
var það hans mesta yndi að leita
í dalinn og huga að trjágróðri.
Og þrátt yfir ýmiskonar áföll í
einkalífinu átti skógræktarhug-
sjónin fastan sess í hjarta hans
fram á síðasta dag.
Til marks um það traust sem
hann bar til Skógræktarfélags
Íslands afhenti Karl félaginu á
liðnu ári sérstaka bjúgskóflu til
varðveislu og eignar. Sögulegur
gripur sem vinur hans Kjartan
Sveinsson hafði gefið honum og
er hluti af merkilegri skógrækt-
arsögu Elliðaárdalsins og
tækniþróun ræktunarstarfsins
hér á landi. Umrædd bjúgskófla
prýðir nú anddyri skrifstofu fé-
lagsins.
Á aðalfundi Skógræktarfélags
Íslands á Lýsuhóli árið 2005
veitti félagið Karli æðstu orðu
félagsins, gullmerki, ásamt við-
urkenningu, þar sem honum var
þakkað ómetanlegt starf í þágu
skógræktar.
Stuðningur Karls Eiríkssonar
við Skógræktarfélag Íslands var
einstakur.
Magnús Gunnarsson
formaður, Brynjólfur Jóns-
son framkvæmdastjóri.
Karl Eiríksson var flugmaður
og skógræktarmaður, hugrakk-
ur brautryðjandi og þjóðernis-
sinnaður alþjóðasinni. Hann var
frjálshyggjumaður af gamla
skólanum og einlægur haturs-
maður hafta: viðskipti áttu að
stjórnast af heilbrigðri eftir-
spurn og framboði án íhlutunar.
Það var í umhverfi hafta og
þröngsýni að Karl stofnaði fyr-
irtæki skömmu eftir seinni
heimsstyrjöldina, Flugskólann
Þyt. Í þessu umhverfi neyddist
hann til að betla innflutnings-
leyfi fyrir varahlutum gegnum
stjórnskipaðar haftanefndir, þar
sem menn tóku ákvarðanir án
þess að hafa nokkuð til brunns
að bera annað en flokksskírteini
og áskrift að happdrættismiðum
þess sama stjórnmálaflokks. Við
getum ímyndað okkur hvaða
áhrif þetta niðurnjörvaða kerfi
afturhaldsseminnar hafði á tví-
tugan ofurhugann, sem var þá
nýkominn úr námi frá Banda-
ríkjunum.
Karl Eiríksson var aldrei
hræddur við að fara ótroðnar
slóðir. Í Bandaríkjunum kynnt-
ist hann nýjung sem hann vildi
innleiða á Íslandi: dreifingu
áburðar úr lofti. Það tók hann þó
áratug að koma þessu í fram-
kvæmd því bæði vantaði fjár-
magn og svo innflutningsleyfi
frá gæslumönnum Píningar-
dóms. Það tókst þó Karli og fé-
lögum í Þyti – en ferlið var allt
kolólöglegt og framhjá kerfinu.
Gæslumönnum til hróss, eins og
hann sagði sjálfur, voru þó öll
leyfi undirrituð og stimpluð á
methraða í þríriti sumarið 1958
eftir að menn sáu árangurinn.
Árið 1960 tók hann við rekstri
fyrirtækis föður síns. Á þeim
tíma komst flokkur hans til
valda ásamt krötum og boðaði
nýja tíma með afnámi hafta og
opnu hagkerfi. Það tók sinn tíma
að brjótast úr viðjum vanans, en
þessi tími gerði Karl að einörð-
um stuðningsmanni frjálslyndr-
ar alþjóðahyggju. Þó hann væri
einlægur Íslendingur og jafnvel
þjóðernissinni – í jákvæðri
merkingu – var hann aldrei
hræddur við útlönd. Þvert á
móti: hann kunni að temja sér
það besta sem menn gera í út-
löndum.
Karl var fagmaður fram í
fingurgóma, hvort sem viðfangs-
efnið var greining á orkumálum
eða viðgerð á vél eða umfangs-
mikil skógrækt hans í Stíflisdal
– paradís Karls Eiríkssonar.
Baráttumaður í öllu sem hann
trúði á og óhræddur sem slíkur.
Það gleymist seint þegar hann
rökstuddi í hópi vinstrisinnaðra
hlustenda hvers vegna Davíð
Oddsson væri stórmenni. Það
gerði hann æsingalaust og
studdi svo vel með dæmum að
vel má vera að einn og einn
hlustandinn hafi kinkað kolli –
svo lítið bar á.
Móðir mín, Fjóla Magnús-
dóttir í Antíkhúsinu, og Karl
hófu sambúð nokkrum árum eft-
ir að makar þeirra beggja féllu
frá. Fráfall eiginkonu hans var
ekki eina áfall Karls á lífsleið-
inni; hann missti tvö ung börn
og svo hann Skúla sinn ekki
fimmtugan. Við sem þekktum
hann vitum vel hversu djúpur og
nístandi sársauki hans var.
Karl Eiríksson var margt, en
fyrst og fremst var hann ein-
staklega góður maður – örlátur,
skilningsríkur og hjálpsamur.
Við tökum eftir, að barnabörn
móður minnar nefna Karl Ei-
ríksson aldrei annað en „afa
Kalla“. Við kona mín, Steinunn
Harðardóttir, og börnin okkar,
Fjóla Kristín og Hörður Páll,
munum aldrei gleyma Karli Ei-
ríkssyni.
Magnús Ólafsson, New York.
Ég kynntist Karli Eiríkssyni
eftir að ég varð samgönguráð-
herra 1991. Hann var þá formað-
ur Flugslysanefndar og hafði þá
eins og endranær látið sig ör-
yggismál í flugsamgöngum mjög
varða. Má raunar segja, að hann
hafi verið meðal frumkvöðla á
því sviði og naut trausts. Það var
mér mjög mikils virði að hafa
hann mér til ráðuneytis, þegar
skipan þessara mála var breytt
og sett í fastari skorður með
Rannsóknarnefnd flugslysa árið
1996. Honum var það kappsmál,
að Skúli J. Sigurðarson veitti
Rannsóknarnefndinni forstöðu.
Með þeim var mjög gott sam-
starf, gagnkvæmt traust og vin-
átta. Það er mjög mikils virði
fyrir ráðherra að eiga slíka
menn að sem trúnaðarvini í op-
inberri stjórnsýslu.
Eftir að ég flutti í Breiðablik
fyrir átta árum lágu leiðir okkar
Karls aftur saman. Þá kynntist
ég nýjum og óvæntum hliðum á
þessum vini mínum og sam-
starfsmanni. Eins og áður töl-
uðum við um flug, orkumál og
pólitík en nú kynntist ég rækt-
unarmanninum Karli Eiríks-
syni. Það er vafalaust að fáir ef
nokkur einstaklingur hefur lagt
jafnmikið til skógræktar og
hann. Jörðin Stíflisdalur er un-
aðsreitur, – þar ríkir fegurðin
ein. Mér er minnisstæð ferð
okkar Kristrúnar með honum
þangað sl. haust. Tilfinning mín
var sú að hver hrísla, hvert tré,
sem við fórum hjá, væri vinur
hans. Vafalaust er, að á þessum
síðustu vetrardögum hefur hug-
ur hans leitað þangað í kyrrð-
ina.
Kynslóðir koma og kynslóðir
fara. Breiðablik er mikið hús.
Við hittumst á fimmtudags-
kvöldum nokkur og röbbuðum
saman. Á síðustu vikum hafa
tveir horfið úr hópnum, Þorkell
Valdimarsson og Karl Eiríksson.
Við söknum vina í stað sem eftir
sitjum. Og síðan kemur röðin að
okkur.
Halldór Blöndal.
Góður vinur er genginn á vit
feðra sinna, eftir langa og at-
hafnasama ævi.
Til kynna okkar Karls var
stofnað þegar ég var barn í for-
eldrahúsum en mikil vinátta var
á milli fjölskyldnanna alla tíð
eða frá hans fyrstu störfum að
flugmálum. Hann var sannar-
lega frumkvöðull í eðli sínu og
átti ýmis hugðarefni sem hann
sinnti af miklum áhuga og fylgni
sem honum var svo eiginlegt.
Ekki verður annað sagt en að
hann hafi verið stór í sniðum og
honum var létt að taka ákvarð-
anir og koma þeim í verk, enda
sjást farsæl spor hans víða og á
mörgum sviðum einka- og at-
hafnalífs. Hann stofnaði Flug-
skólann Þyt og var einn þeirra
sem keyptu fyrstu flugvélina til
áburðadreifingar svo og tveggja
hreyfla flugvél til loftmyndatöku
og síldarleitar. Þegar hann hafði
starfað um nokkurt árabil sem
flugmaður bæði hjá Flugfélagi
Íslands og Loftleiðum, stóð
hann frammi fyrir því að velja á
milli flugsins sem framtíðar-
starfs eða taka við rekstri fjöl-
skyldufyrirtækisins Bræðranna
Ormsson. Sú ákvörðun að velja
fyrirtækið var sjálfsagt ekki
auðveld og trúlega hefur trú-
mennska hans og kærleiki til
föður hans átt einhvern þátt í
því. Ekki leikur nokkur vafi á
því að fyrirtækið naut verulega
góðs alla tíð af störfum Karls og
eiginkonu hans Ingibjargar sem
starfaði þar með honum af lífi og
sál ásamt sonum þeirra, Eiríki
og Skúla. En hugur hans var
aldrei fjarri fluginu og má nefna
að reynsla hans á því sviði kom
að góðu gagni í störfum hans í
flugslysanefnd bæði sem með-
limur og síðar sem formaður
hennar.
Oftast var það svo í samræð-
um við Karl að talið barst að
hans stærsta áhugamáli sem var
uppgræðsla landsins og skóg-
rækt. Margur maðurinn hefði
lagt upp laupana ef reynt hefði
þá byrjunarerfiðleika sem hann
mátti stríða við í Stíflisdal og
voru margar ástæður fyrir því.
Hann naut þar seiglu sinnar og
sannfæringar og vann þann sig-
ur að í dag gefur að líta skóg-
rækt sem ber af vegna fjöl-
breytileika og fegurðar svo unun
er á að líta. Hann var ótrúlega
flinkur í því að vera sannur vin-
ur manns, nýtti þau tækifæri
sem gáfust eða skapaði tilefni til
að rækja vinskapinn og var
hrókur alls fagnaðar. Ekki var
síst gaman að koma til þeirra
hjóna í Stíflisdal, njóta gestrisni
þeirra, sigla um vatnið og ganga
um skóginn undir leiðsögn Karls
þegar hann sagði sögur margra
þeirra plantna sem honum hafði
borist víða að.
Karl fékk að reyna ýmis áföll
í lífinu, sem hann tók með æðru-
leysi lífsreynds manns. Þeim
hjónum varð fimm barna auðið
og misstu tvö þeirra ung. Síð-
asta áfallið var þegar Skúli son-
ur hans lést skyndilega á besta
aldri í blóma lífsins og var öllum
sem til þekktu sár missir.
Karli var fullljóst síðustu
misserin sem hann lifði að sjúk-
dómur hans var þess eðlis að líf
hans hékk á bláþræði. Þetta lét
hann ekki á sig fá eða lét það
hafa þau áhrif á sig að hann væri
ekki glaður og reifur á góðra
vina fundi.
Eftir að hann missti eigin-
konu sína mjög svo ótímabært,
var hann svo heppinn að kynn-
ast Fjólu K. Magnúsdóttur, sem
var honum ómetanlegur föru-
nautur, sem vinur og stoð og
stytta allt til hinsta dags.
Þegar ég minnist Karls koma
mér í hug orðin: trúmennska,
heiðarleiki og hreinskilni. Þann-
ig mun ég minnast hans með
þakklæti.
Ég votta ættingjum og vinum
hans samúð.
Sveinn Björnsson.
Fallinn er frá einn af okkar
kæru félögum í Lionsklúbbnum
Baldri. Karl Eiríksson var sá
okkar er lengst hafði setið í fé-
laginu. Var það stofnað í október
árið 1953, en Karl gekk í klúbb-
inn í febrúar 1954. Tók hann
strax virkan þátt í allri starfsemi
félagsins, sat í stjórn þess og
gerðist formaður um stund.
Sinnti hann þeim viðfangsefnum
Baldursfélaga að veita munaðar-
lausum börnum stuðning. Hann
hóf einnig brautryðjendastarf í
að stuðla að bættri umgengni í
umhverfismálum. Við félagar
vildum vekja athygli á því að al-
menningur gæti fegrað umhverfi
sitt og reynt að sporna við gróð-
ureyðingu landsins. Hófu Bald-
ursfélagar þá að skilja eftir á
bensínstöðvum plastpoka, sem
bílstjórum voru gefnir til að
setja í rusl, en henda því ekki út
um glugga. Einnig gáfum við
þar fötur með fræi og áburði til
uppgræðslu við rofabörð, sem
farþegar gátu notað í áningar-
stað eða við sumarhús. Karl var
einnig góður þátttakandi í starfi
okkar við uppgræðslu á gróð-
urvin milli Svartár og Hvítár-
vatns á Kili, sem við nefndum
Baldurshaga, en þá torfu tókum
við í fóstur árið 1965 til að
bjarga henni frá uppblæstri.
Karl var þá ötull í þessu rækt-
unarstarfi. Hann flaug yfir land-
ið og dreifði áburði á torfuna.
Karl var reyndar fyrstur til að
nota flugvél við dreifingu fræs
og áburðar hér á landi. Í vin
okkar í Baldurshaga lét Karl
flytja skúr, sem hann hafði not-
að í starfi við byggingu álversins
í Straumsvík. Skúrinn er nú
íveruhús Baldursfélaga þegar
farið er á Kjöl til uppgræðslu-
starfa.
Karl var mikill áhugamaður
um ræktun. Það vitum við fé-
lagar. Því oft höfum við notið
þess að heimsækja hann og
virða framtak hans í skógrækt á
setri hans í Stíflisdal.
Við kveðjum góðan félaga
með söknuði og sendum fjöl-
skyldu hans samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Baldursfélaga,
Sturla Friðriksson.
Í dag er borinn til grafar Karl
Eiríksson, en hann og móðir
mín, Fjóla Magnúsdóttir, áttu
samleið í fjórtán ár. Það var
gæfuspor, ekki aðeins fyrir
mömmu, einnig fyrir okkur
systkinin og börn okkar.
„Að deyja er að vera allur“ og
er fólgin í því djúp alþýðuviska:
við erum minnt á að mannsævin
er fjöldi sundurleitra brota sem
safnast saman í eina mynd á
dauðastundinni og þá fyrst
verður maður heill þegar hann
hefur lokið lífshlaupi sínu; í síð-
ustu andartökum innihaldsríkr-
ar ævi.
Sumt geymist betur í minninu
en annað, einkum slóðar bernsk-
unnar. Karl Eiríksson mundi vel
sína bernsku, var mikill sögu-
maður og hafði unun af að rifja
upp lífshlaup sitt. Honum var til
dæmis minnisstætt hve mikil
eftirvæntingin var fyrir fyrstu
ferðinni til ömmu og afa, að
Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri,
1933. Nú, þegar hann hefur lagt
í sína hinstu ferð leitar hún á
hugann og þannig finnst mér nú
að það líf sem Karl átti sem
barn, mörg sumur, í Álftaveri
hafi haft djúpstæð áhrif á hann,
orðið að áttavita sem vísaði hon-
um vegaslóðann. Auðvitað er
það margt sem mótar einstak-
ling, en lífsreynsla bernskunnar
varð honum fyrirmynd sem
varðaði veginn.
Drengurinn hafði beðið lengi
eftir að heimsækja móðurafa og
ömmu, Jón Brynjólfsson og Sig-
urveigu Sigurðardóttur. Allar
samgöngur voru erfiðar á þeim
árum og þegar þessi ferð var
farin var Markarfljótsbrú ekki
komin. Hugur var í Karli að
komast í sveitina og farkostur-
inn Buick-bifreið, árgerð 1930.
Það sprakk þrisvar á leiðinni og
þá var sest niður við vegbrúnina,
límtúba tekin upp og bíldekkið
bætt. Að Markarfljóti komu þau
síðdegis en Buickinn komst þó
ekki yfir fljótið, en farið á hest-
um og var lífsreynsla fyrir litla
drenginn, að hafa beljandi fljótið
fyrir neðan sig. Einhver kallaði
til hans að horfa til lands, en
ekki niður í fljótið. Einkenndi
það ekki Karl Eiríksson, að
eygja ávallt landsýn? Líka undir
það síðasta.
Karl sagði mér að minnis-
stætt frá sumrum bernskunnar
hefði verið frjálsræðið og í minn-
ingunni alltaf bjart sumarveður.
Þessi dýrmæta bernska ein-
kenndi Karl; náttúrubarnið
hreiðraði um sig hið innra, frelsi
bernskunnar í farvegi flugs um
heiminn, bóndinn sem tók við
fyrirtækjabúi föðurins og kapps-
fulli trjáræktarbóndinn.
Karl miðlaði því góða sem afi
og amma gróðursettu í hans
bernskusál. Ung föður- og afa-
laus dóttir mín, Jóhanna Steina,
átti hlýjan væng að skríða undir
og hve þakklát ég er fyrir þann
afa sem hann gaf henni: hafði
svo einlægan húmor fyrir henni
og börnum yfirleitt.
Dauðinn kemur aldrei á rétt-
um tíma en í stóra samhenginu
þá eru það allar stundirnar sem
skipta máli og sameinast í gang-
verki lífsins. Það vissi sá öðling-
ur og heiðursmaður sem hefur
kvatt, lífsreyndur og kunnugur
þeim systrum, gleði og sorg.
Fyrir mína hönd og dætra
minna sendi ég fjölskyldu Karls
Eiríkssonar, ástvinum og vinum,
hluttekningu og samúð.
Blessuð sé minning Karls Ei-
ríkssonar.
Steinunn
Ólafsdóttir.
✝ Ólöf Cooperfæddist í
Reykjavík 4. sept-
ember 1943. Hún
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 26. febrúar
2014.
Foreldrar henn-
ar voru Lester
Creed Cooper, f.
17.2. 1923, d. 7.11.
1990, og Margrét
Björnsdóttir, f. 9.3. 1923.
Systkini Ólafar eru Thor B.
Eggertsson, f. 28.12. 1945, og
Margrét Viderø Joensen, f.
12.1. 1951. Hinn 10. mars 1962
giftist Ólöf eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Gylfa Ein-
arssyni, f. 13.1. 1941, í Reykja-
vík.
Ólöf og Gylfi eignuðust tvö
börn: 1) Konráð
Gylfason, f. 15.9.
1962, kvæntur
Önnu Maríu Harð-
ardóttur, f. 2.8.
1963, eiga þau tvö
börn: a) Hörð
Svein, f. 1992, og
b) Helenu, f. 1995.
2) Margrét Gylfa-
dóttir, f. 21.5.
1964, gift Ólafi
Sveinssyni, f. 30.1.
1962, eiga þau þrjú börn: a)
Fannar Svein, f. 1997, b) Söru
Mjöll, f. 2000 og c) Írenu Mjöll,
f. 2000. Sonur Margrétar af
fyrra sambandi er Gylfi Snær
Cooper Salómonsson, f. 1984.
Útför Ólafar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
7. mars 2014, og hefst athöfnin
kl. 13.
Maður er aldrei viðbúinn and-
láti góðra vina. Hún Ólöf vinkona
okkar er látin eftir mjög erfið
veikindi. Við höfum verið saman í
saumaklúbb yfir 50 ár og Ólöf
hafði gaman af að rifja það upp
þegar henni var boðið að koma í
saumaklúbbinn okkar. Þá var hún
innan við tvítugt, nýgift og fannst
að við, sem vorum nokkrum árum
eldri en hún, værum alveg „hræði-
lega gamlar“ – það kæmi ekki til
greina, en það átti eftir að breyt-
ast og hún kom í hópinn okkar og
aldursbilið minnkaði með árunum.
Við höfum gert ýmislegt
skemmtilegt í gegnum árin sem
oft er rifjað upp; saumaklúbbs-
böllin, sumarbústaðaferðirnar og
að sjálfsögðu útilegurnar í Þjórs-
árdal og margt fleira. Þau Ólöf og
Gylfi voru einstaklega samhent
hjón og góðir vinir sem gott var
heim að sækja, og fyrir það skal
þakkað.
Af öllum þeim gæðum sem okkur veitir
viturleg forsjá til ánægjuauka er vin-
áttan dýrmætust.
(Epíkúros)
Elsku Gylfi og fjölskyldan öll,
innilegar samúðarkveðjur til ykk-
ar.
Kvöldstjarnan skín inn um gluggann
minn glatt.
Gamlar minningar ljóma.
Fiðrildin svífa í kvöldsins kyrrð,
eða kúra á milli blóma.
(Elín Eríksdóttir frá Ökrum)
Elsku Ólöf, takk fyrir sam-
fylgdina. Guð geymi þig.
Eyrún, Stella, Guðlaug,
Inga, Þóra og eiginmenn.
Ólöf Cooper