Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Þórður Skelegg Frá vinstri eru þau Grímur Már Þórólfsson, Ásdís Auðunsdóttir, Lena Mjöll Markúsdóttir og Skúli Hak- im Mechiat. Á myndina vantar Anton Birki Sigfússon og Eygló Sif Sigfúsdóttur. Þau ætla að keppa í Willem C. Vis. held að við séum öll að verða ansi sleip í enskunni. Þetta er gríðarlega góð æfing bæði í viðskipta- og laga- ensku,“ segir Lena. Það er ekki bara tungumálaþjálfunin sem kemur sér vel fyrir hópinn. „Þetta er líka góð æfing í framkomu og gríðarlegar pælingar á bak við ræðumennskuna, hvernig ræðan byggist upp og hvernig hún er flutt. Svo hittum við lið frá öllum heimshornum og mynd- um tengslanet sem er mjög mikil- vægt.“ Að keppa í málflutningi Þó svo að eitt lið vinni keppnina eru veitt alls kyns heiðursverðlaun og tilnefningar sem liðin fá fyrir frammistöðu. „Jú, það er vel hægt að keppa í málflutningi eins og öðru. Þetta er bara eins og íþrótt. Þarna fer saman ræðusnilld og sannfær- ingarkraftur. Það er eitthvað sem hægt er að æfa sig í og keppa í,“ seg- ir Lena sem hefur umgengist liðið sitt afar mikið undanfarna mánuði. „Ég hitti liðið mitt oftar en fjölskyld- una,“ segir hún og hlær. Nemendur standa sjálfir straum af öllum kostnaði vegna keppninnar. Það kostar sitt að fljúga á milli staða og svo þarf vissulega að greiða fyrir gistingu. Þau safna styrkjum og í gegnum tíðina hafa ýmis fyrirtæki lagt hönd á plóg. „Við erum að reyna að fá fyrirtækin í landinu til að styrkja okkur og höf- um farið á lögmannsstofur og til þeirra sem tengjast keppninni og lögfræðinni. Einstaklingar geta líka styrkt okkur. Við erum með netsöfn- un þar sem við erum að selja þetta klassíska: klósettpappírinn, lakkr- ísinn og páskaegg. Það er hægt að fara inn á síðuna og styrkja okkur þannig,“ segir laganeminn og kepp- andi í Willem C. Vis. Þeim sem vilja styðja við bakið á liði HR er bent á vefsíðuna www.netsofnun.is/Sofnun/ Vorur/1875/0/ eða að hafa beint samband við nemendurna í liðinu. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014 Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri Full búð af nýjum vörum á frábæru verði Svört kápa kr. 16.900 Svört kápa með gráu kr. 15.900 Peysa kr. 12.900Ljós kápa kr. 16.900 Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir sýnir myndasögur Hjá henni er húmorinn léttur, fjarstæðukenndur og kíminn Höfuð Þessar persónur Lóu Hlínar hafa birst í The Reykjavik Grapevine. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er þekkt fyrir að vera söngkona hljómsveitarinnar FM Belfast, en að auki er hún mynd- listarkona, teiknari, myndskreytir og myndasöguhöfundur. Í dag kl. 16 verður opnuð myndasögusýning á verkum Lóu í myndasögudeild Borgarbókasafnsins. Lóa lærði mynd- skreytingar í Parsons í New York. Hún hefur sent frá sér bókina Alhæft um þjóðir (2009) og birt myndasögur í ýmsum ritum, m.a. Grapevine, (gisp!), Mannlífi, ÓkeiPiss og Very Nice Comics. Hún teiknaði hluta teiknimyndaseríunnar Hulli, sem sýnd var á RÚV haustið 2013. Á sýningunni sem er á annarri hæð í myndasögudeild aðalsafns Borg- arbókasafns, Tryggvagötu 15, má finna ýmis dæmi um myndasögur Lóu, aðallega þó myndasögur úr Grapevine. Sýningin stendur út aprílmánuð. Um Alhæft um þjóðir segir í rit- dómi Björns Unnars Valssonar á bok- menntir.is: „Þótt myndirnar séu með annan eða báða fætur í gróteskunni þá er húmorinn sem svífur yfir ekki andstyggilegur eða með hausinn í forinni, heldur léttur, fjarstæðu- kenndur og kíminn. Tónninn í lýsing- unum minnir stundum á dýralífs- mynd þar sem markmiðið er ekki síður að uppfræða en að skemmta, og smitandi áhugi á viðfangsefninu skín í gegn. Bókin er einfaldlega lítil gersemi og óvæntasti gleðigjafinn þennan stóra, langa bókavetur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.