Morgunblaðið - 11.03.2014, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.03.2014, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það hefur verið þreytandi tíðarfar í vetur og lítil sýn til fjalla. Þetta hefur verið leiðinlegur vetur,“ sagði Sigríður Hallgrímsdóttir, húsmóðir á Grímsstöðum á Fjöllum. Hún hef- ur átt heima þar í 39 ár og er gift Braga Benediktssyni bónda. Þau eru með nokkrar kindur fyrir heim- ilið. Féð hefur verið á gjöf frá því um miðjan september. „Mér finnst þetta hafa verið leið- inlegur vetur. Maður hefur lítið séð til sólar. Alltaf skafrenningur, úr- koma eða éljagangur. Það er kom- inn mikill snjór þótt oft hafi hann verið meiri eins og seinni partinn í fyrra vetur. Nú eru gríðarlegir skaflar við hús og víðar.“ Sigríður sagði að tíðarfarið hefði verið óstöðugt frá því um miðjan desem- ber og legið í austanáttum. Vetur- inn kom um miðjan september með áhlaupi. Eftir það kom ágætur kafli þar til leiðindin byrjuðu. Síðan hef- ur varla dúrað og ekki komið hæg- viðriskaflar inn á milli. Sem kunnugt er hafði Huang Nubo hug á að byggja upp aðstöðu fyrir ferðamenn og gera golfvöll á Grímsstöðum. Líklega viðrar ekki vel nú til að iðka þar golf? „Nei, ekki eins og er,“ sagði Sig- ríður. „Það væri margt annað betra, held ég.“ Erfitt hefur verið að komast af bæ vegna ófærðarinnar og reyndar gerir hún fólki erfitt fyrir um flest, að sögn Sigríðar. Afleggjaranum að bænum er ekki haldið opnum. Þau Bragi eiga öflugan jeppa á stórum dekkjum og nota hann til að komast út á þjóðveg. „Svo reynir maður að vera ekki mikið á ferðinni í svona tíðarfari,“ sagði Sigríður. Ferðamenn í hrakningum Ferðaþjónusta og gisting er á Grímsstöðum. Fáir koma vegna ófærðarinnar. Ferðamenn hafa lent í hrakningum undanfarið í ná- grenni Grímsstaða. Á sunnudaginn var dró Bragi til dæmis lausa tvo bíla sem fastir voru í sköflum á þjóðveginum. Vegurinn var lokaður en ökumennirnir fóru hann samt. Sigríður sagði að um tíma hefðu komið allmargir góðir vetur og það kunni að sitja í fólki. Nú finnst henni tíðarfarið vera farið að líkjast því sem hún man frá því á árum áð- ur – alvöru snjóavetur. Ljósmynd/Bragi Benediktsson Grímsstaðir á Fjöllum Veturinn hefur verið erfiður á Fjöllum. Skafrenningur, úrkoma eða éljagangur hefur verið flesta daga frá miðjum desember. Viðrar ekki vel fyrir golf  Veturinn hefur verið erfiður á Grímsstöðum á Fjöllum  Ófærð og leiðinda- veður frá því í desember  Alvöru snjóavetur eru komnir aftur eftir nokkurt hlé Ljósmynd/Bragi Benediktsson Farið í fjárhúsin Sigrún Arnarsdóttir, barnabarn hjónanna á Grímsstöðum, og Anna Bragadóttir, móðir hennar, komu í heimsókn og litu í fjárhúsin. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Forinnritun til náms í framhaldsskóla er hafin og verður til 11. apríl, fyrir nemendur í 10. bekk grunnskóla, fædda árið 1998 eða síðar. Nemendum og foreldrum mun berast bréf með veflykli að innritunarvef þar sem skráningin fer fram. Þó hafa nemendur í 10. bekk frest til að sækja um nám eða breyta umsókn úr forinnritun til 10. júní. 4.271 nemandi tók samræmd próf í 10. bekk síðastliðið haust. Ætla mætti að þessi fjöldi, auk annarra nemenda sem ekki þreyttu samræmt próf, sækti um nám í fram- haldsskólum landsins. Inntökuskilyrðin eru mismunandi eftir skólum og brautum innan skólanna. Þær upplýs- ingar er að finna á heimasíðum þeirra. Forgangsraðað eftir einkunnum Réttur nemenda á svokölluðum heimaskóla er fyrir- komulag sem er ekki lengur við lýði. Nú er skólum í sjálfsvald sett hvernig þeir haga inntöku nemenda í skól- ann, en reglur þar að lútandi og inntökuskilyrði sem skól- arnir setja er að finna á heimasíðum hvers skóla. Hins vegar er það svo að sumir skólar eyrnamerkja tiltekinn fjölda inntökuplássa nemendum úr sínu hverfi, sam- kvæmt upplýsingum frá Námsmatsstofnun. Forsendan er þó sú að nemendurnir sæki um skólavist hjá skólanum, en þeim er þá forgangsraðað inn í þessi pláss eftir ein- kunnum. Þeir komast jafnvel inn þrátt fyrir að vera með lægri einkunn en þeir nemendur sem sækja um skólavist en eru ekki í hverfinu. Ljóst er að það komast ekki allir nemendur í þá skóla sem þeir sækja um. Í fyrra voru það u.þ.b. 100 nemendur af 4.143, rétt rúmlega 2%, sem ekki komust í skóla sem þeir sóttu um. Þeim var úthlutað skólavist í einhverjum þeim skólum sem áttu laus pláss að loknu innritunarferl- inu eða höfðu svigrúm til að taka við þeim, samkvæmt upplýsingum frá Námsmatsstofnun. Undanfarin ár hefur Verslunarskóli Íslands verið á meðal eftirsóttustu skólanna. VÍ tekur um 308 nemendur inn í 3. bekk (fyrsta árið). Um inntökuskilyrði á heima- síðu skólans segir að nemendur verði að hafa náð að lág- marki 6,0 í einkunn í hverri grein. Einnig stendur: „Bent skal á að nám við Verzlunarskólann er kröfuhart og reynslan sýnir að nemendum með einkunn undir 7,0 í ís- lensku og stærðfræði hefur ekki vegnað vel í skólanum.“ Þá er einnig tilgreint að ákveðinn fjöldi nemenda verð- ur tekinn inn á grundvelli annarra þátta. Forinnritun hafin í framhaldsskólana  Sumir skólar eyrnamerkja tiltekin pláss fyrir nemendur Morgunblaðið/Eyþór Skólar Sl. haust þreytti 4.271 nemandi samræmt próf, ætla má að stór hluti sæki um framhaldsskólanám. Ferðafélag Íslands Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 18. mars kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6. Hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórnin. Sérstakur sak- sóknari hefur ákært Lyf og heilsu hf. og tvo karlmenn á sex- tugsaldri, þá Karl Emil Wernersson og Guðna Björg- vin Guðnason, fyrir meiriháttar brot gegn ársreikningalögum. Karl var stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins frá 1. september 2010 en Guðni var fram- kvæmdastjóri þess til 31. ágúst 2010. Mennirnir eru sakaðir um að hafa vanrækt að standa skil á ársreikn- ingum hlutfélagsins á lögmæltum tíma. Karl vegna áranna 2008, 2009 og 2010 en Guðni vegna áranna 2008 og 2009. Fram kemur í ákærunni, sem var gefin út 20. febrúar sl., að brot mannanna varði við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga og brot fyr- irtækisins við ákvæði laga um árs- reikninga. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Meint brot á lögum um ársreikninga  Sakamál gegn Lyfjum og heilsu Karlmaður sem kom hingað til lands 23. febrúar án vegabréfs, farseðils, fjár til að fjármagna dvölina og allra skilríkja hefur verið úrskurðaður í farbann til 3. apríl næstkomandi. Maðurinn er grunaður um að afla sér fjár með lögbrotum. Maðurinn er grunaður um líkams- árás og þjófnaði á töskum gesta á veitingastöðum í miðborg Reykja- víkur. Líkamsárásin átti sér stað að kvöldi 4. mars í Reykjavík. Mað- urinn neitar árásinni og var kröfu lögreglustjórans á höfuðborgar- svæðinu um gæsluvarðhald yfir hon- um hafnað í héraðsdómi. Úrskurðaður í farbann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um hálft kíló af kannabisefnum við húsleit á tveimur stöðum í austurborginni í síðustu viku. Karl á þrítugsaldri var handtekinn en efnin fundust á heimili hans og í bílskúr sem hann hefur til umráða annars staðar. Á heimili mannsins var einnig lagt hald á talsvert af peningum, sem taldir eru vera tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Í óskyldu máli, einnig í austurborginni, stöðvaði lög- reglan kannabisræktun og lagði hald á tæplega 30 kannabisplöntur. Karl á sjötugsaldri var yfirheyrður en í híbýlum hans var mikið af búnaði til ræktunar. Hald lagt á hálft kíló af kannabisefnum Kannabis Ræktun var stöðvuð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.