Morgunblaðið - 11.03.2014, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.03.2014, Qupperneq 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Seðlabankinn upplýsti ekki þáver- andi fjármálaráðherra, Katrínu Júl- íusdóttur, um að bankinn myndi greiða kostnað vegna málaferla Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á hendur bankanum, þrátt fyrir að það hafi að sögn Más verið forsenda áfrýjunar hans til Hæstaréttar. Fram kemur í dómi Hæstaréttar í máli Más, númer 695/2012, hinn 24. apríl 2013 að seðlabankastjóri hafi tekið ákvörðun um að áfrýja málinu hinn 20. nóvember 2012. Tíu dögum síðar, eða 30. nóvember 2012, sendi Seðlabankinn bréf til Angantýs Ein- arssonar, skrifstofustjóra hjá fjár- mála- og efnahagsráðuneytinu, og var efnið svar við „ósk fjármálaráðu- neytisins um upplýsingar um kostnað við málsókn seðlabankastjóra“. Vísar Seðlabankinn til bréfs sem dagsett er 15. nóvember 2012 þar sem þessa er óskað og er tilefnið sagt fyrirspurn til fjármála- og efna- hagsráðherra á þingskjali númer 484 sem lagt var fram á 141. löggjafarþingi. Ræðir þar um fyrir- spurn Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokksins, 13. nóv. 2012. Fram kemur í svari bankans 30. nóvember 2012 að kostnaður Seðla- bankans af málaferlum seðla- bankastjóra gegn bankanum nemi til þessa dags samtals 4.060.825 kr. „Ekki mögulegt að svara“ Síðan er borin upp síðari spurning af tveimur í bréfi Seðlabankans: Mun seðlabankastjóri greiða bankanum þann kostnað? og er svarið við henni svohljóðandi: „Það er ekki mögulegt að svara spurningunni á þessu stigi, þar sem uppgjör hefur ekki farið fram á hér- aðsdómi, m.a. þar sem áfrýjunar- frestur er ekki liðinn.“ Svarið vekur athygli í ljósi um- mæla Más um aðdraganda áfrýjunar hans í útvarpsþættinum Sprengi- sandi síðastliðinn sunnudag en þar sagði seðlabankastjóri orðrétt: „Hins vegar lá það fyrir að þegar úrskurður var kominn í héraðsdómi, að þá var ég búinn að ákveða það að halda ekki áfram með málið nema ég fengi til þess einhvern atbeina frá bankanum. Og ég hefði hætt, [ef] ég hefði ekki farið með það áfram, þá hefði niðurstaða ekki komið í málið,“ sagði Már þar m.a. Hinn 28. janúar 2013, eða tveimur mánuðum eftir að fyrra bréfið var sent, sendi Seðlabankinn annað svar við sömu spurningu til ráðuneytis- stjóra efnahags- og fjármálaráðu- neytisins. Áfrýjun hafi kallað á annað svar Fram kom í svari frá SÍ að tilefni bréfsins var að „nokkru síðar [en fyrra bréfið var sent] var málinu áfrýjað og því var talin ástæða til að senda nýtt bréf þar sem það kom fram“. Var svar SÍ við síðari spurningunni svohljóð- andi: „Varðandi seinni spurninguna þá var það svo, að báðir málsaðilar (þ.e. seðlabankastjóri og Seðlabanki Ís- lands) gerðu kröfu um að hinn greiddi málskostnað, vegna dómsins sem kveðinn var upp af Héraðsdómi Reykjavíkur 3. október 2012. Í dóms- orði var kveðið á um að málskostnaður falli niður, sem almennt þýðir það að málsaðilar bera hvor um sig þann kostnað sem þeir hafa stofnað til sjálf- ir (svo sem lögmannskostnað). Seðla- bankastjóri áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar, sem hefur tekið málið til meðferðar, og því liggur á þessari stundu ekki fyrir hvort þessi nið- urstaða er endanleg.“ Ráðherra var ekki upplýstur  Seðlabankinn greindi fjármálaráðherra ekki frá kostnaði vegna málaferla Más Guðmundssonar  Bankinn svaraði ráðherra í tveimur bréfum eftir að bankastjóri ákvað að áfrýja til Hæstaréttar Morgunblaðið/Árni Sæberg Snjóhengja Anddyri Seðlabanka Íslands við Kalkofnsveg í Reykjavík. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014 Niðurföll og ofnar í baðherbergið EVIDRAIN Mikið úrval – margar stærðir COMPACT VERA 30cm 8.790,- Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Reykjavík Reykjanesbæ PROLINE 60 cm 23.990,- VITA handklæðaofn 50x80 cm kúptur, króm 14.290 Már Guðmundsson seðlabankastjóri sat fyrir svörum hjá Sigurjóni M. Egilssyni blaðamanni í viðtalsþætt- inum Sprengisandi sl. sunnudag. Kvaðst Sigurjón þar hafa heimildir fyrir því að um þriðjungur kostnaðar vegna málskostnaðar SÍ vegna málaferla seðla- bankastjóra hefði þegar verið greiddur um það leyti sem ákvörðun um áfrýjun Más var tekin. Staðhæfingin var borin undir Seðlabankann og var svar Stefáns Jóhanns Stefánssonar, upplýsingafull- trúa bankans, svohljóðandi: „Mér sýnist að búið hafi verið að greiða málskostnað vegna undirréttar áður en málinu var áfrýjað. Það var rétt ríflega helmingur kostnaðar í heild og um 45% þess kostnaðar sem greiddur hafði verið vegna lögfræðistofu seðlabankastjóra.“ Eins og rakið er hér til hliðar áfrýjaði Már dómi Héraðsdóms Reykja- víkur til Hæstaréttar 20. nóvember 2012. Heildarkostnaður SÍ vegna lögfræðiþjónustu við málið er 7.431.356 kr. Heildarkostnaður vegna undirréttar var ríflega fjórar milljónir kr. og heildarkostnaður vegna Hæstaréttar kr. 3.372.531. Greitt áður en áfrýjað var BANKINN BORGAÐI FYRIR SEÐLABANKASTJÓRA Már Guðmundsson Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra, segir að hafi ákvörðunin um að greiða málskostnað Más legið fyrir á þeim tíma þegar fyrirspurn Al- þingis lá fyrir sé það ekki gott að það hafi ekki komið fram í svari Seðlabankans til ráðuneytisins. „En þá spyr maður sig líka hvers vegna aðallögfræðingur og aðstoðar- framkvæmdastjóri rekstrarsviðs vita ekki af þessu,“ segir Katrín. Í svörum seðlabankastjóra um málskostnaðinn kom fram að for- senda þess að hann áfrýjaði væri að Seðlabankinn myndi bæta honum upp kostnaðinn, þar sem um próf- mál um sjálf- stæði bankans hefði verið að ræða. En var þá svarið sem ráðu- neytið fékk frá Seðlabankanum 28. janúar rétt? „Ég gef mér það, að þeir sem skrifa undir bréf- ið séu að segja satt samkvæmt sinni vitneskju. Þá hlýtur maður að setja spurning- armerki við boðleiðirnar innan Seðlabankans. Þau þurfa að svara því.“ Ekki gott ef ákvörðunin lá fyrir á þessum tíma Katrín Júlíusdóttir Katrín Júlíusdóttir Karl Ó. Karlsson, lögmaður Seðla- bankans í máli Más Guðmunds- sonar seðlabankastjóra gegn bank- anum, kveðst aðspurður ekki hafa haft upplýsingar um að bankinn myndi standa straum af máls- kostnaði Más. „Mér var ekki kunnugt um neitt sem snéri að Má í þessu máli fyrr en ég les um það í fjölmiðlum. Mín samskipti lutu aðeins að vörninni í málinu,“ segir Karl. Hinn 24. apríl 2013 staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, með viðbótarskýringum. Fram kemur í dóms- orði Hæstaréttar að áfrýjandi, þ.e. Már Guðmunds- son, hafi krafist málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi, þ.e. Seðlabankinn, krafðist máls- kostnaðar í hér- aði og fyrir Hæstarétti. Dæmdi Hæstiréttur að málskostnaður milli aðila skyldi falla niður. Vissi ekki um greiðsluna Karl Ó. Karlsson Lögmaður Seðlabankans Eins og rakið er hér fyrir ofan greiddi Seðlabankinn kostnað af málaferlum seðlabankastjóra. Af því tilefni sendi Morgunblaðið fyrirspurn til fjármála- og efnahags- ráðuneytisins, þar sem annars vegar var spurt hvort ráðuneytinu hafi verið kunnugt um að Seðlabankinn myndi greiða málskostnað Más. Svar ráðuneytisins var svohljóð- andi: „Í tilefni af fyrirspurn þinni tekur fjármála- og efnahagsráðu- neytið fram að því var á engum tíma- punkti kunnugt um að Seðlabanki Íslands greiddi málskostnað Más Guðmundssonar.“ Síðari spurningin var eftirfarandi: Lítur ráðuneytið svo á að umrædd greiðsla sé hluti af útgjöldum Seðla- bankans, eða er litið svo á að um hlunnindi sé að ræða? Það liggur í svarinu við fyrri spurningunni að ráðuneytið gat ekki tekið afstöðu til máls sem það hafði ekki vitneskju um. Morgunblaðið leitaði einnig til ríkisskattstjóra um hvort flokka bæri greiðslu SÍ á máls- kostnaði Más til hlunninda. Almennt sameiginleg ráðagerð Skúli Eggert Þórðarson ríkis- skattstjóri segir aðspurður að hann vilji ekki tjá sig um einstaka aðila eins og um er spurt. Almennt séð segir hann að ef ákvörðun launa- greiðanda sé að greiða málskostnað vegna málsóknar gegn launagreið- anda sé sameiginleg ráðagerð vinnu- veitanda og starfsmannsins á þeim grundvelli að það séu hagsmunir vinnuveitanda, falli slíkt tæplega undir að teljast hlunnindi hjá starfs- manninum. „Eins og seðlabankastjóri lýsir málsatvikum er um að ræða ákvörð- un um málsókn sem fleiri en hann hafa tekið. Um mál af þessu tagi gilda þau algildu sannindi að ekki er unnt að meta málavexti af því sem fram hefur komið í fjölmiðlum ein- um. Ákvarðanir eru vitaskuld teknar þegar málið er athugað. Ríkisskatt- stjóri gæti ákvarðað hlunnindi ef slíkt yrði niðurstaðan eftir athugun Ríkisendurskoðunar, eða eftir atvik- um fjármálaráðuneytisins enda heyri viðkomandi stofnun undir það ráðuneyti. Meginreglan er sú að skattskylda skapast ekki nema það sé ótvírætt að það falli undir tekjur viðkomandi. Það er meginatriðið.“ Sveinn Arason ríkisendurskoð- andi kvaðst ekki geta tjáð sig um málið. „Þar sem Ríkisendurskoðun fjallar ekki um skattamál sem slík eigum við erfitt með að tjá okkur um þann þátt í þessu máli.“ Þá sé endurskoðun á SÍ útvistuð og því yfirfari Ríkisendurskoðun ekki þá reikninga. baldura@mbl.is Ráðuneytið vissi ekki um greiðslur Morgunblaðið/Þorkell Arnarhváll Við Lindargötuna.  Óljóst hvort greiðslur til Más teljast hlunnindi Fram kemur í fréttinni hér til hliðar að Már Guðmundsson hafi áfrýjað málinu 20. nóvember 2012, en fyrra svar Seðlabankans til ráðuneytisins er dagsett 30. nóvember. Eftirfarandi barst frá Stefáni Jóhanni Stefánssyni, upp- lýsingafulltrúa SÍ, á tíunda tím- anum í gærkvöldi: „Nú eru þeir starfsmenn sem rituðu undir bréfið til ráðuneytisins 30. nóv- ember 2012 erlendis eða veikir en ég þykist þó vita að þeir hafi verið með þriggja mánaða áfrýj- unarfrest málsins í huga þegar þeir skrifuðu bréfið og ekki gert sér grein fyrir að þegar væri bú- ið að áfrýja málinu. Í síðara bréf- inu kemur fram að málinu hafði verið áfrýjað og við það var mið- að í því svari sem ráðherra gaf Alþingi.“ Yfirlýsing frá Seðlabankanum Voru með áfrýjunarfrest í huga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.