Morgunblaðið - 11.03.2014, Side 10

Morgunblaðið - 11.03.2014, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014 HEYRNARSTÖ‹IN Þjónusta Heyrnarstöðvarinnar gengur út á aukin lífsgæði. Við bjóðum ókeypis heyrnarmælingu, hágæða heyrnartæki og margvíslega sérfræðiþjónustu og ráðgjöf. Kynntu þér þjónustu okkar á heyrnarstodin.is og vertu í sambandi. Við tökum vel á móti þér. Heyrumst. Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Krakkarnir hafa lært mikiðaf þessu og þau segjastaldrei áður hafa setiðsvona marga fundi til að skipuleggja eitthvað langt fram í tímann. Það er gríðarlega mikil vinna að skipuleggja svona hátíð en líka gaman. Stemningin er mjög góð í hópnum,“ segir Ólöf Dómhildur, verkefnastjóri hjá Edinborg, menn- ingarmiðstöð á Ísafirði, um listahá- tíðina LÚR sem verður á Ísafirði í sumar. „Þetta byrjaði allt á því að í haust vorum við með verkefni hér í Edinborg sem hét Listin og Evrópa, en markmiðið með því var að skipu- leggja ísfirska listahátíð. Okkur langaði til að sjá hvort það væri áhugi fyrir því hjá ungu fólki hér að framkvæma hugmyndina. Sem reyndist vera. Fjórar stelpur sem eru í Listaskóla Rögnvaldar Ólafs- sonar mynda kjarnann í hópnum og þær hafa verið drifkrafturinn í þessu. Nú mæta á milli tíu og tutt- ugu manns á aldrinum 16-26 ára á fundina þar sem allt er á fullu við að skipuleggja LÚR.“ Danssmiðja frá útlandi Hún segir krakkana standa sig rosalega vel og að þau vinni þetta nánast alveg sjálf. „Ég er þeim til halds og trausts, sit alla fundi með þeim og hjálpa þeim að fara yfir hvaða verkefni eru á döfinni og hvert við erum komin í skipulagningunni. Við fórum í skipulagsferð og við fengum líka til okkar hana Björt Sig- finnsdóttur, einn af stofnendum Lunga, listahátíðar á Seyðisfirði. Hún kom og hélt fyrirlestur og miðl- Ungir Ísfirðingar halda listahátíð Ungt fólk á Ísafirði á aldrinum 16-26 ára hefur verið á fullu í allan vetur að undirbúa listahátíð sem það stendur fyrir í sumar. LÚR verður hátíð þar sem áherslan verður á myndlist, sviðslistir og kvikmyndir. Þau ætla að byggja á því sem til staðar er í bænum en fá líka góða gesti frá Evrópu. Matur Það þarf líka að gera vel við sig á fundum og borða góðan mat. Hópurinn Efri röð f.v.: Ólöf Dómhildur, Freyja Rein, Úlfur, Margeir, Dag- björt Emilía, Ómar. Neðri röð f.h.: Guðmundur, Hólmfríður, Salóme og Líf. Í kvöld kl. 20:30 ætlar Alma Ómars- dóttir fréttamaður að halda fyrir- lestur á Snorrastofu í Reykholti um vinnuheimilið sem starfrækt var á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal á heimsstyrjaldarárunum 1941-1942. Þangað voru stúlkur sendar ef sann- að þótti að þær ættu í sambandi við erlenda hermenn. Í meistaraverkefni Ölmu í blaða- og fréttamennsku frá HÍ hafði hún samskipti stúlkna við er- lenda hermenn á tímum seinni heimsstyrjaldar á Íslandi að við- fangsefni og hvernig yfirvöld brugð- ust við þeim. Hún fékk aðgang að gögnum Ungmennaeftirlitsins og Ungmennadómstólsins, sem rann- sökuðu og dæmdu í málum stúlkna, en hafði einnig undir höndum gögn vinnuskólans á Kleppjárnsreykjum. Alma vinnur að gerð heimildamyndar um hernámsárin á Íslandi, þar sem saga stúlknanna er rakin. Vefsíðan www.snorrastofa.is Framandi Erlendir hermenn á Íslandi voru heillandi í augum ungra stúlkna. Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum Í kvöld klukkan 19:30 er blásið til bingókvölds hjá Landssamtökunum Geðhjálp í Borgartúni 3. Það er alltaf gaman að spila bingó og fólk á öllum aldri getur tekið þátt í að raða inn tölunum sínum lóðrétt, lárétt, á ská og í kross og stundum heilu spjöld- unum. Veglegir vinningar verða í boði fyrir heppna þátttakendur, meðal annars miðar í leikhús, gjafabréf út að borða og alls konar flottheit. Nú er lag að rifja upp gamla bingó- takta og skella sér í Borgartúnið, það getur verið hörkuspennandi að vera með og stefna að sjálfsögðu að því að verða fyrstur til að hrópa BINGÓ! Endilega … … skellið ykkur á bingó í kvöld Morgunblaðið/Golli Bingó Spil fyrir konur, karla og börn. Í Bergi menningarhúsi á Dalvík stendur nú yfir sýning sem heitir Skyggnst inn á heimili, en þar er gestum boðið að skyggnast inn á heimili íbúa í Dalvíkurbyggð. Menn- ingarhúsið Berg óskaði eftir aðilum til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni sem nú er orðið að veruleika. Sendur var póstur á öll heimili í byggðarlaginu þar sem óskað var eft- ir að fá lánaða mynd sem hefði hang- ið á heimilinu lengi. Myndefnið eða stærðin skipti ekki máli og þetta mátti vera ljósmynd, málverk eða hvernig mynd sem var. Auk þess að lána myndina á sýninguna voru allir tilbúnir til að láta nokkur orð um myndirnar fylgja þeim. Það má segja að þátttakendur leyfi gestum sýning- arinnar að skyggnast bæði inn á heimilin og í hjörtu sín. Myndirnar og sögurnar eru fullar af gleði, sorg og áhugaverðum fróðleik. Allir eru vel- komnir og enginn aðgangseyrir. Opið á afgreiðslutíma Þulu Café – Bistro kl. 11-17 alla daga nema mánudaga. Nýstárleg sýning í Bergi Skyggnst inn á heimilin og í hjörtu Dalvíkinga Töffari Hvaða saga ætli búi að baki þessari mynd? Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.