Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014 Tveir hæstaréttardómarar, þau Ingibjörg Benediktsdóttir og Árni Kolbeinsson, létu af störfum sem dómarar við Hæstarétt um mán- aðamótin. Dómarar við réttinn eru þá aftur orðnir níu og verður ekki fjölgað, samkvæmt lögum sem sett voru 2011 af Alþingi. Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofu- stjóri Hæstaréttar, staðfesti þetta í samtali við mbl.is en frá málinu var greint í fréttum RÚV í gærmorgun. Að sögn Þorsteins hættu Ingibjörg og Árni vegna aldurs. Með lögum frá Alþingi árið 2011 var hæstaréttardómurum fjölgað tímabundið úr níu í tólf, til að ráða betur við fjölgun dómsmála eftir bankahrunið. Í ákvæði sömu laga er getið um að ekki verði auglýst í stöður þeirra sem hætta eftir 1. janúar 2013, nema þeir verði orðnir færri en níu. Því verður ekki aug- lýst í stöðu þeirra Ingibjargar og Árna. Gunnlaugur Claessen hætti sl. haust en hann var skipaður árið 1994. Árni var skipaður hæstaréttar- dómari árið 2000 og Ingibjörg árið eftir. Lengstan starfsaldur við Hæstarétt hefur nú Markús Sigur- björnsson, forseti Hæstaréttar, en hann var skipaður í embættið árið Hæstaréttardóm- arar aftur níu  Ingibjörg og Árni hætt vegna aldurs Árni Kolbeinsson Ingibjörg Benediktsdóttir 1994. Aðrir dómarar við Hæstarétt eru eftirtaldir, en skipunarár þeirra er í sviga: Benedikt Bogason (2012), Eirík- ur Tómasson (2011), Greta Baldurs- dóttir (2011), Helgi I. Jónsson (2012), Ólafur Börkur Þorvaldsson (2003), Páll Hreinsson (2007), Viðar Már Matthíasson (2010) og Þorgeir Örlygsson (2011). Þess má geta að Helgi var settur hæstaréttardómari árið 2011 og Viðar Már árið 2009. Með brotthvarfi Ingibjargar og Árna lækkar því starfsaldur dóm- ara í Hæstarétti töluvert. Haustið 2012 hættu þeir Jón Steinar Gunn- laugsson og Garðar Gíslason, en Jón Steinar hafði verið dómari frá haustmánuðum 2004 og Garðar frá ársbyrjun 1992. bjb@mbl.is Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ójafnvægi hefur skapast á milli ákæruvalds og dómstóla sökum þess að fjármagn til dómstóla hefur staðið í stað á meðan verulegum fjár- munum hefur verið varið til rannsóknar- og saksóknarþátta efnahagsbrota. Niðurskurður til dómstóla er kom- inn á það stig að hætta er á því að dómskerfið „hiksti“. Fjársvelt og vanbúið dóms- kerfi sé í hættu á að láta undan þrýstingi frá sterku ákæruvaldi. Þetta er mat Skúla Magnússonar, formanns Dómarafélags Íslands. Fé- lagið sendi nýlega inn umsögn um skýrslu innanríkisráðherra um skipulag og tilhögun rannsókna og saksóknar í efnahagsbrotamálum. Þar er vakin er athygli á því að fjár- veitingar til dómstóla hafi staðið í stað og í reynd verið skornar niður. Skortur sé á þjálfun og endurmennt- un dómara til að takast á við sérstæð mál eins og efnahagsbrot eru dæmi um. Þá er bent á að héraðsdómstólar standir frammi fyrir verulegum nið- urskurði árið 2014. Í umsögn dómarafélagsins kemur m.a. fram að það sé mat þess að huga þurfi að þjálfun og aðbúnaði dómara sökum fjölda í efnahagsbrotamála. Aðbúnaði lítill gaumur gefinn „Það þarf að huga betur að enda- stöð efnahagsbrotamála sem er hjá dómstólum. Gríðarlegu fjármagni hefur verið varið til rannsóknar- og saksóknarþátta, en lítill gaumur gef- inn að aðbúnaði og öðrum forsendum dómstóla til að fjalla um þessi mál með skilvirkum og faglegum hætti,“ segir Skúli. Hann bendir á að dómurum hafi verið fjölgað tímabundið í héraðs- dómi og hæstarétti en betur megi ef duga skuli. „Að öðru leyti hafa fjár- veitingar verið skornar við nögl og nú er allt útlit fyrir harkalegan niður- skurð á þessu ári,“ segir Skúli. Hann segir að við breyttar að- stæður í kjölfar bankahruns hafi ekki verið veitt nægilegt fjármagn til þjálfunar dómara í efnahagsbrota- málum. Spurður hvort það þýði að hætta sé á því að dómarar hafi ekki næga þekkingu á málefninu svarar hann því til að þarna sé svigrúm til bætingar. „Umfang gagnamagns er stundum talið í pappakössum frekar en dómskjölum. En svo eru einnig stór og flókin einkamál sem snúa að fjármálamörkuðum. Við getum kall- að til sérfróða meðdómsmenn og getum kallað til dómkvadda mats- menn […] Engu að síður tel ég að við þurfum að gera betur í því að þjálfa dómara og mennta þá með tilliti til einstakra tegunda mála,“ segir Skúli. Hann segir það ágætt dæmi um fjárþörfina að málum sé þannig háttað nú að nýskipaður dómari fái ekki einu sinni saumaða á sig skikkju þar sem ekki séu til peningar. Hættumerkin eru skýr „Ef ekki fæst viðbótarfjárveiting inn í dómstólana, þá þýðir það að hér sé ekki lengur hægt að halda uppi grunnstarfsemi. Þá er ég t.d. að tala um það að unnt sé að setja aðra dóm- ara í forföllum og að hægt sé að kalla til sérfróða meðdómsmenn. Ef ekk- ert er að gert má gera ráð fyrir því að dómskerfið fari að hiksta,“ segir Skúli. Spurður hvort ekki sé hætta á því að ekki fáist rétt niðurstaða í dóms- málum sökum þessa telur Skúli að við séum ekki enn komin á það stig en hættumerkin séu skýr. „Veikir dómstólar og illa launaðir dómarar sem búa við lakan aðbúnað, eru auðvitað í hættu á því að láta undan þrýstingi frá öflugu ákæru- valdi,“ segir Skúli. Hætta á að dómstólar láti undan  Ójafnvægi er á milli fjárveitingar til rannsóknar- og saksóknarþátta annars vegar og til dómstóla hins vegar að mati Dómarafélags Íslands  Dómskerfið fari að hiksta  Skortur á þjálfun dómara Morgunblaðið/Ernir Héraðsdómur Áætlaður er niðurskurður til héraðsdómstóla árið 2014. Skúli Magnússon Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.is Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands eða næsta útibú Olís og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Íslensk hönnun og framleiðsla Íslensk húsgögn og hönnun í Hörpu 27. - 30. mars Frumsýnum nýjar vörur á sýningunni HönnunarMarsDesignMarchReykjavík E-60 Klassísk hönnun frá 1960 Hægt að velja um lit og áferð Verð frá kr. 24.300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.