Morgunblaðið - 11.03.2014, Síða 24

Morgunblaðið - 11.03.2014, Síða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014 Græðikremið og tinktúran Rauðsmári og gulmaðra hafa gefist afar vel við sóríasis, exemi og þurrki í húð. Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Sóríasis og exem Græðikremið frá Önnu Rósu hefurvirkað mjög vel á sóríasis hjá mér. Ég hef líka tekið inn tinktúruna rauðsmára og gulmöðru í fjóra mánuði og er orðinn mjög góður í húðinni þrátt fyrir töluverða streitu og vinnuálag. – Kristleifur Daðason www.annarosa.is Breytingar á lögum um almannatrygg- ingar, lögum um fé- lagslega aðstoð og lög- um um málefni aldraðra tóku gildi 1. febrúar 2014. Ein af ástæðum breytinganna á lögunum var að koma í veg fyrir svik og finna bótasvikara hjá Trygg- ingastofnun ríkisins og því varð að gefa Trygg- ingastofnun ríkisins fullan aðgang að sjúkraskrám bótaþega hjá TR. Hver eru bótasvikin og hvað á að gera með lögunum til að koma í veg fyrir þau? Á árunum 2007-13 eru flest svikin sem tengjast heimilis- uppbót. Heimilisuppbótin er um 32.000 krónur á mánuði og hún fellur niður ef bótaþeginn býr ekki einn. Hún fellur einnig niður er börn bóta- þegans ná 18 ára aldri og óháð tekjum þeirra, sem er furðulegt. Þessi svik koma því ekkert við sjúkraskrám eða upplýsingum úr þeim, heldur varða rangar upplýs- ingar um tekjur og eða hvort fólk býr eitt. Það er um veikt fólk og eldri borgara að ræða sem ekki vita um lög og reglur TR og því ekki um svik að ræða. Á sömu árum eru næstmestu svikin vegna meðlaga, síðan eru það búsettir erlendis og þá mæðra- og feðralaun. Í heild eru þetta rúmlega tveir milljarðar króna á fimm árum. Árið 2012 eru þessi svik um 120 milljónir króna og því langt frá þeim 3-4 millj- örðum króna sem talað var um að svikin væru á hverju ári. Þá er óupp- lýst hvað mikið skilar sér til baka til TR árinu síðar með innheimtuað- gerðum. Ekkert af því sem hér á undan er talið upp sem svik hjá Trygg- ingastofnun ríkisins kemur sjúkra- skrám bótaþega hjá TR nokkuð við. Hvers vegna þarf því Trygg- ingastofnun ríkisins óheftan aðgang að sjúkraskrám skjólstæðinga? Fyrir hvern er þessi ólöglegi aðgangur TR að öllum sjúkraskrárupplýsingum um allt sem í sjúkraskrám skjólstæð- inga stendur og hvernig á að nota þær ? Stjórnarskráin sem bannar mismunun, friðhelgi einkalífsins, persónuvernd, mannréttindasáttmáli Evrópu og Sameinuðu þjóðanna, allt horfið með lögum frá Alþingi. Sam- þykkt með atkvæðum allra alþing- ismanna um að allar sjúkraskrár skjólstæðinga Tryggingastofnunar ríkisins verði á borðum heilbrigð- isstarfsmanna TR. Hvaða heilbrigð- istarfmenn fá fullan aðgang ? Eru það allir starfsmenn TR eða eru það bara læknar sem eru að vinna fyrir tryggingafélög og Tryggingastofnun ríkisins á sama tíma? Það að ná svikurum hjá TR með sjúkraskrám stenst ekki. Þetta er eins og að koma í veg fyrir skattsvik með því að fá fullan aðgang að sjúkraskrám allra skattgreiðenda. Komum við þá ekki í veg fyrir öll svik á Íslandi með fullum aðgangi að öll- um sjúkraskrám allra landsmanna? Er friðhelgi einkalífs um sjúkraskrár fyrir alla nema skjólstæðinga TR, sem eru veikt og slasað fólk, eldri borgarar, langveik börn og einstæðir foreldrar. Á borðum Tryggingastofnunar- innar verða skrár um t.d. HIV, kyn- sjúkdóma, krabbamein í legi, brjósti og lýtaaðgerðir og fl. og fl. Allt er þeim falt og það bara ef þeir telja sig nauðsynlega þurfa á þeim að halda „vegna ákvörðunar um greiðslu bóta og vegna eftirlitshlutverks hennar,“ eins og segir orðrétt í 42. gr. laganna. Vegna eftirlitshlutverks TR eru allir skjólstæðingar þeirra sviptir öllum mannréttindum. Í 39. gr. laganna er maka umsækj- anda eða greiðsluþega einnig skylt að taka þátt í meðferð málsins, m.a. með því að koma til viðtals og veita Tryggingastofnun þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru svo unnt sé að taka ákvörðun um bótarétt, fjár- hæðir og greiðslu bóta og annarra greiðslna samkvæmt lögunum. Makinn verður tekinn á teppið hjá TR og honum skylt að afhenda allar upplýsingar um t.d. sjúkraskrár. Makanum og bótaþeganum er skylt að afhenda upplýsingar um allt sitt líf, allt. Upplýsingaskylda fyrir TR er einnig hjá skattyfirvöldum, Vinnu- málastofnun, Þjóðskrá Íslands, Inn- heimtustofnun sveitafélaga, Fangels- ismálastofnun, Útlendingastofnun, ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu, lífeyrissjóðum, sjúkrastofnunum, dvalar- og hjúkrunarheimilum, LÍN og mennta- og háskólum. Stóri bróðir er kominn og fær allt um okkur. Lek- inn úr innanríkisráðuneytinu á per- sónuupplýsingum hælisleitanda var tekinn fyrir á Alþingi og í fjölmiðlum. Alþingi var rétt áður búið að sam- þykkja einróma afnám persónu- verndar á tugþúsundum skjólstæð- inga TR og það án athugasemda, nema hvað Píratar báðust afsökunar eftirá. Mismunun er bönnuð og allir eiga að vera jafnir fyrir lögum, er það ekki, þingmenn? En hvað með upplýsingaskyldu TR? Er ekki sjálfsagt að skjólstæð- ingar þeirra fái að sjá allt sem TR er með á þeirra borðum. Í sjúkraskrám eru upplýsingar um fólk sem það ekki veit um og þær geta verið rang- ar og því ber því að fá aðgang að þeim til að geta varið sig gegn TR. Öll svik ber að koma í veg fyrir með öllum löglegum ráðum. Berum fulla virðingu fyrir öllum og ef það er lausnin að uppræta svik með aðgangi að sjúkraskrám, þá gildi það um alla og öll svik. Ef ekki, þá á bara að ráð- ast á garðinn þar sem hann er lægst- ur, hjá skjólstæðingum Trygg- ingastofnunar ríkisins, og þá er Persónuvernd bara fyrir útvalda. Lekandi persónuupplýsingar Eftir Guðmund Inga Kristinsson Guðmundur Ingi Kristinsson » Þetta er eins og að koma í veg fyrir skattsvik með því að fá fullan aðgang að sjúkraskrám allra skattgreiðenda. Höfundur er öryrki og formaður BÓTar. Á afskekktum og mjög fáförnum stað á Kópavogstúni er lítill minnisvarði. Við hann er neðangreind áletr- un: „Sá atburður í sögu landsins og Kópavogs sem verður minnst þótt annað gleymist er Erfðahyllingin í Kópavogi 28. júlí 1662. Þá neyddi danski höfuðsmað- urinn Hinrik Bjelke íslenska for- ystumenn til að undirrita einveld- isskuldbindingu og að sverja Friðriki III Danakóngi hollustueiða meðan hermenn hans hátignar stóðu yfir þeim alvopnaðir.“ Hátt í þrjár aldir varð þjóðin að búa við miklar hörmungar, bæði af völdum náttúruhamfara og ofríkis erlends yfirvalds. Fyrir 70 árum rann upp sá dagur sem forfeður okkar þráðu svo heitt og börðust fyrir í aldir. Frelsi til að ráða sínum eigin málum, með heill og hamingju íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi. Árið 1944 sköpuðust aðstæður til að losna undan erlendum yfirráðum. Við þjóðaratkvæðagreiðslu um að stofna frjálst og fullvalda lýðveldi var kosningaþátttaka 98,6%. Það er heims- met, sem engin þjóð mun nokkurn tíma geta slegið. 99,5% allra kjósenda samþykktu sam- bandsslit við Dani og stofnun lýðveldis. (Tal- ið var að ½% kjósenda hefði verið danskir inn- flytjendur.) Ég, und- irritaður, var 16 ára gamall við stofnun lýð- veldisins á Þingvöllum 17. júní 1944 og daginn eftir á Lækjartorgi, þeg- ar mesti mannfjöldi, sem þar hefur komið saman, fagnaði af einlægni langþráðu frelsi til að vinna að hagsmunamálum þjóðarinnar í frjálsu landi. Með vísan til ofanritaðra kosn- inga fullyrði ég ennfremur að: Ekki einum einasta kjósanda um stofnun lýðveldis á Íslandi árið 1944 datt í hug að börn þeirra og barnabörn, sem þjóðin treysti best til að gæta langþráðs sjálfstæðis og hagsældar hennar, myndu gleyma erfiðleikum og frelsisbaráttu forfeðra sinna og vilja selja sjálfstæði landsins aftur í erlendar hendur, fyrir tálbeitu hul- ins valds, sem náð hefur að stjórna þeim, sem þjóðin treysti best til að gæta hagsmuna hennar, og talið þeim trú um að rúm 99% atkvæða stjórnar ESB muni veita Íslandi, með tæpt 1% atkvæða, sérstök for- réttindi fram yfir alla aðra! Ekki var talin þörf á að fá sam- þykki þjóðarinnar þegar óskað var eftir aðild að ESB og enn síður er þörf á þjóðaratkvæðagreiðslu til að leiðrétta þau herfilegu mistök og afturkalla umsóknina. Enginn, og allra síst það fólk sem þjóðin hefur falið tímabundið að gæta fullveldis og frelsis hennar, hefur vald til að svipta komandi kynslóðir minnstu ögn af fullveldi þjóðarinnar yfir landinu og gæðum þess. Aldrei mun afsal sjálfstæðis Íslands verða fyrirgefið, né aftur fengið. Sem sjálfstæð þjóð, með vin- samleg samskipti á jafnrétt- isgrundvelli við allar þjóðir, og þar með ESB, eiga afkomendur okkar fullan og ótakmarkaðan rétt til af- nota af landsins gögnum og gæð- um. Megi komandi kynslóðir Íslend- inga njóta heilbrigði og velfarnaðar í frjálsu landi um alla framtíð. 17. júní 1944 – 17. júní 2014 Eftir Óskar Jóhannsson Óskar Jóhannsson »Ekki var talin þörf á að fá samþykki þjóðarinnar er sótt var um aðild að ESB og enn síður er þörf á þjóð- aratkvæðagreiðslu til að afturkalla umsóknina. Höfundur er fyrrverandi kaupmaður. Háspenna í undanúrslitum Íslandsmótsins um helgina Fjörutíu sveitir víðs vegar að af landinu spiluðu um helgina um 12 sæti sem etja kappi um Íslands- meistaratitilinn í sveitakeppni 24.- 27. apríl nk. Spilað var í fjórum 10 sveita riðl- um og komust flestar bestu sveitir landsins klakklaust í gegnum keppn- ina. Ljóst er þó að færri komast að en vilja og var keppnin víða spenn- andi, einkum í B- og D-riðli þar sem fjórar sveitir tókust á um þriðja sæt- ið í riðlinum. A-riðill: Sveit Bergs Reynissonar tapaði fyrsta leik mótsins fyrir Málningu en setti þá í fluggírinn og vann riðilinn sannfærandi. Lokastaðan: Bergur Reynisson 142,45 Gunnar Björn 138,60 Málning hf. 107,65 B-riðill: Í þessum riðli var mikil háspenna sem endaði með því að Flóamenn læddu sér í þriðja sætið á lokametr- unum. Grant Thornton 126,25 Garðs Apótek 107,08 Flóamenn 97,43 Guðmundur Ólafsson 95,44 C-riðill: Tvær mjög sterkar sveitir voru í þessum riðli og því spurningin um þriðja sætið sem Miðvikudagsklúbb- urinn hreppti. Lokastaðan: Sparisjóður Siglufjarðar 138,77 Lögfræðistofa Íslands 129,49 Miðvikudagsklúbburinn 99,52 Logaland 92,23 D-riðill: Í þessum riðli var allt á suðu- punkti fram á síðasta slag. Sterk sveit J.E. Skjanna vann riðilinn örugglega og Reykjanesmeistararn- ir GJE fylgdu þeim eftir feiknagott start í mótinu. TM Selfossi fylgja þeim svo í úrslitin en eins og fyrr sagði var það ekki ljóst fyrr en síð- ustu spilunum var stungið í stokkinn. J.E. Skjanni 150,03 GSE 111,86 TM Selfossi 105,26 www.myvatnhotel.is 103,75 Garðar Garðarsson bæði í fyrsta og öðru sæti í meist- aramótinu á Suðurnesjum Það vantar ekki spennuna í meist- aramótið í tvímenningi sem nú er hálfnað. Garðar Þór Garðarsson og Gunn- ar Guðbjörnsson spiluðu best sl. fimmtudag og voru með 60,6% skor. Garðar Garðarsson og Svavar Jen- sen voru með 60% og Grethe Iversen og Ísleifur Gíslason þriðju með 57,6. Staðan í mótinu Garðar Garðarsson - Guðjón Jensen 58,0 Garðar Þór - Gunnar Guðbjörnsson 56,7 Oddur Hanness. - Sigurj. Ingibjörnss. 56,15 Mótinu verður fram haldið nk. fimmtudag kl. 19. Spilað er í félags- heimilinu að Mánagrund. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.