Morgunblaðið - 11.03.2014, Page 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014
✝ Matthías Bjarna-son fæddist á
Ísafirði 15. ágúst
1921. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
28. febrúar 2014.
Foreldrar hans
voru Bjarni Bjarna-
son sjómaður, síðar
vegaverkstjóri, f. 17.
maí 1881, d. 6. jan-
úar 1960, og k.h.
Auður Jóhannesdóttir hús-
móðir, f. 26. apríl 1882, d. 28.
desember 1968.
Systkini Matthíasar voru
Björgvin, f. 14. ágúst 1903,
Charles, f. 10. mars 1906, Þór-
ir, f. 10. janúar 1909, Kristín, f.
23. júní 1910, Bjarni, f. 2. mars
1912, og Karl, f. 13. desember
1913. Þau eru öll látin.
Hinn 30. apríl 1944 kvæntist
Matthías Kristínu Ingimund-
ardóttur húsmóður, f. 4. maí
1924, d. 11. júní 2003. For-
eldrar hennar voru Ingimund-
ur Þórður Ingimundarson, f.
b) Sigrún Hanna, f. 25.10. 1974,
sambýlismaður hennar er Ken-
neth Kure Hansen. Börn Sig-
rúnar Hönnu og fyrrverandi
sambýlismanns eru Tinna
María, Ylfa Björk og Hinrik
Ýmir. c) Kristín Petrína, f.
17.3. 1977. Sambýliskona Hin-
riks í dag er Steinunn Ósk
Óskarsdóttir, f. 25.7. 1950.
Matthías var fyrst kjörinn á
Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn í Vestfjarðakjördæmi árið
1963 og sat samfellt sem þing-
maður flokksins til 1995. Hann
var sjávarútvegsráðherra og
heilbrigðisráðherra í rík-
isstjórn Geirs Hallgrímssonar
1974-1978 og heilbrigðis- og
samgönguráðherra í fyrstu rík-
isstjórn Steingríms Her-
mannssonar og samgöngu- og
viðskiptaráðherra í sömu stjórn
til 1987.
Hin síðari ár átti hann góða
samfylgd með Jónínu Margréti
Pétursdóttur, skólasystur sinni
úr Verslunarskólanum, f. 15.
mars 1922, d. 15. júlí 2012. Þau
ferðuðust mikið og nutu lífsins
saman.
Útför Matthíasar verður
gerð frá Dómkirkjunni í dag,
11. mars 2014. og hefst athöfn-
in kl. 15.
Meira: mbl.is/minningar
11. september
1894, d. 30. maí
1976, og kona
hans María Sig-
urbjörg Helga-
dóttir, f. 15. apríl
1890 d. 14. jan-
úar 1966. Börn
Matthíasar og
Kristínar eru: 1)
Auður, fé-
lagsráðgjafi, f.
10.2. 1945, maki
Kristinn Vilhelmsson verkfræð-
ingur, f. 9.1. 1946, sonur þeirra
er Matthías, f. 11.3. 1978, maki
Liv Anna Gunnell, f. 9.11. 1981.
Börn þeirra eru Trostan, Saga
og Íssól. 2) Hinrik, ráðgjafi hjá
Sjóvá-Almennum, f. 20.11.
1946, kona hans var Svein-
fríður Jóhannesdóttir íþrótta-
kennari, f. 7.6. 1947, d. 5.3.
2008. Börn þeirra: a) Matthías,
f. 21.6. 1968, maki Kristín
Dögg Guðmundsdóttir, f. 28.7.
1978. Börn þeirra Ísabella Auð-
ur Nótt, Alexandra Sveinfríður
Margrét og Sunneva Kara Mist.
Matthías Bjarnason mun ung-
ur hafa byrjað að vinna, því vinnu-
semi einkenndi hann langa ævi.
Hann varð fjárhagslega sjálf-
stæður fyrir tvítugt, en rasaði þó
ekki um ráð fram, því fyrsta bílinn
keypti hann ekki fyrr en hann gat
borgað hann á borðið. Hann varð
og snemma í forystusveit sinnar
heimabyggðar í atvinnumálum og
bæjarpólitík. Á Alþingi bjó hann
því að hagnýtri reynslu og varð
fljótt svipmikill stjórnmálamaður
og síðan fyrirferðarmikill ráð-
herra í tveimur ríkisstjórnum.
Hér er ekki rúm til að rekja
mál sem hann bar fram til sigurs.
Því skal hér aðeins minnt á hlut
hans í einu stórmáli. Sem sjávar-
útvegsráðherra undirritaði Matt-
hías reglugerð um útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar í 200 mílur. Hitt
var ekki síður mikils vert að eftir
langvarandi stríðsástand á Ís-
landsmiðum milli Breta og Ís-
lendinga og misheppnaðar til-
raunir til sátta tókst honum,
ásamt Einari Ágústssyni utanrík-
isráðherra, að ná samningi um
frið og viðurkenningu Breta á
okkar lögsögu. Skylt er að geta
þess, að utanríkisráðherra Norð-
manna átti góðan hlut að þeim
málalokum sem sáttasemjari.
Við Matthías áttum samleið á
Alþingi í 28 ár. Hann var öflugur
ræðumaður. Röksemdir hans
voru skýrar, byggðar á þekkingu,
sem hann hafði aflað sér, og
stundum blandnar ísmeygilegri
kímni. Fyrir kom að við rákumst
á, einkum í tengslum við ríkis-
stjórn Gunnars Thoroddsen. Þeg-
ar sú ríkisstjórn hafði runnið sitt
skeið og við Friðjón Þórðarson
komum að nýju inn í þingflokkinn
hvatti hann flokksmenn til að
bjóða okkur velkomna og láta
okkur í engu gjalda þess að við
hefðum, að þeirra mati, farið eitt-
hvað út af veginum. Þannig var
Matthías, mér þótti alltaf gott að
sættast við hann, því þær sættir
voru heilar.
Við Matthías vorum frændur af
Skeggsstaðaætt, og kölluðum
hvor annan frænda. Hann var
skemmtilegur félagi, sögumaður
ágætur og kímnigáfan í besta lagi.
Þótt hann sækti stundum mál sín
fast og sumum þætti hann harður
í horn að taka var hjartað hlýtt.
Ef hann vissi af kunnugu fólki í
erfiðleikum gat hann varla á heil-
um sér tekið ef hann fékk ekki úr
því bætt.
Lengi höfðu verið hlýjar
taugar á milli okkar. Eftir því sem
árin liðu breyttust þær í vináttu.
Öðru hvoru áttum við með okkur
vinafundi. Þeir eru mér minnis-
stæðir, fyrir þá og kynni okkar öll
er ég þakklátur.
Þótt Matthías hafi stundum
siglt hvassan beitivind, sem ekki
er að efa að hafi átt vel við hann,
hefur hann nú lent fari sínu í frið-
arhöfn. Þar hygg ég að hann hafi
átt góða landtöku.
Því miður getum við Helga
ekki fylgt honum síðasta spölinn
vegna fjarveru okkar erlendis.
Blessuð sé minning Matthíasar
Bjarnasonar.
Pálmi Jónsson.
Foringi Vestfirðinga og leið-
togi um langt árabil, Matthías
Bjarnason, hefir nú gengið götu
sína á enda, og er horfinn af
heimi. Með honum er fallinn frá
eftirminnilegur maður, sem alla
starfsævi sína var stór hluti af
samfélaginu. Þar er nú skarð fyrir
skildi. Hann fæddist á Ísafirði og
þar ólst hann upp, en foreldrar
hans voru báðir af norðlenzkum
ættum, en áttu starfsævina á Ísa-
firði. Hann ólst upp í fjölmennum
hópi systkina. Á unglingsárum
stundaði hann vegavinnu hjá föð-
ur sínum, en hóf störf við útgerð
Björgvins bróður síns að loknu
skólanámi. Í foreldrahúsum þáði
hann gömul og góð lífsgildi. Hann
var nokkuð örlyndur, skapríkur
tilfinningamaður, en hreinskipt-
inn jafnt við andstæðinga sína
sem samherja, ör og skjótur til
andsvara væri hallað á málstað
hans. Hann var afar fastur fyrir,
þegar því var að skipta, og lét
ógjarnan hlut sinn, þegar hann
vissi sig hafa á réttu að standa.
Það var föðurarfurinn, en ljúf-
mennskuna og hjálpsemina sótti
hann í móðurættina. Hún var frá
Nolli í Eyjafirði. Það þurfti því
engum að koma á óvart, sem til
þekkti, að hann naut þess að
starfa sem heilbrigðisráðherra í
tveim ríkisstjórnum og á hausti
lífs síns var hann hvað stoltastur
af því starfi.
Matthías vor foringi hvar sem
leið hans lá. Stjórnmálaferil sinn
hóf hann 1946, þegar hann tók
áttunda sætið á lista Sjálfstæðis-
flokksins til bæjarstjórnar á Ísa-
firði. Fjórum árum síðar tók hann
við leiðtogakeflinu og var foringi
og fánaberi flokksins í bæjar-
stjórninni næstu tvo áratugina.
Samherja sína lét hann oft ráða,
en kunni þó ávallt betur við að
ráða sjálfur. Hann tók sæti á Al-
þingi 1963, sem landskjörinn, og
sat á þingi fyrir Vestfirðinga í
rúma þrjá áratugi. Hann var að
eðlisfari frjálslyndur í lífsskoðun-
um og öfgalaus og var vel læs á líf-
ið og þekkti aðstæður kjósenda
sinna flestum öðrum betur og var
tilbúinn að greiða götu þeirra,
þegar því varð við komið. Hann
var mikill dugnaðar- og framfara-
maður, hjálpfús og ósérhlífinn
baráttumaður til góðra verka.
Hann naut þess að þoka fram
málum, sem hann beitti sér fyrir.
Í tvo áratugi höfum við verið
nágrannar í Trostansfirði yfir
sumarmánuðina. Þar undi hann
sér vel að loknu löngu lífsstarfi og
stóð alltaf í stórræðum. Þegar
hann kvaddi á liðnu hausti sagði
hann okkur Huldu frá ýmsu, sem
hann ætlaði að gera, þegar hann
kæmi vestur næsta sumar. Hug-
urinn snerist alltaf um fram-
kvæmdir. Hann gat alltaf komið
auga á eitthvað, sem hann ætti
ógert. Milli heimila okkar lágu
gagnvegir, hver heimsókn var
hrífandi skemmtileg. Hann var
hafsjór af fróðleik, sagnabrunnur
og skarpskyggn á menn og mál-
efni og hnyttinn í tilsvörum. Hann
átti góða og gefandi ævi, en hin
síðari ár hafði líkamlegt þol látið
undan síga, en andlega hliðin hélt
reisn sinni. Hann tók veikindum
sínum, þegar á reyndi, af meiri yf-
irvegun en margir hefðu getað
ímyndað sér. Við Hulda syrgjum
með fjölskyldu hans, en gleðjumst
yfir lokinni þrautagöngu og þökk-
um honum ánægjulega samfylgd.
Jón Páll Halldórsson.
Matthías Bjarnason komst
þannig að orði þegar við ræddum
saman einu sinni sem oftar: Ég
vona að aldrei verði um mig sagt;
hann var hvers manns hugljúfi. –
Ég svaraði að það þyrfti hann
örugglega ekki að óttast. Honum
líkaði svarið vel.
Matthías var aldrei þannig að
hann færi með löndum eða hikaði
við að tjá skoðanir sínar. Hann
var stór í sniðum og lét fyrir sér
finna ef hann taldi þörf á. En hann
var, eins og oft er með skapríka
menn, líka tilfinningaríkur og ég
kynntist því vel að hann gat orðið
allt að því meyr, þegar þannig bar
undir.
Hann spratt upp úr vestfirsk-
um jarðvegi. Á fundum og við
málafylgju lét hann mjög til sín
taka, enda hertur í þeim eldi sem
vestfirsk stjórnmál voru í á
löngum tíma. Hann, sjálfstæðis-
maðurinn, hóf stjórnmálaferil
sinn á Ísafirði, á velmektardögum
Alþýðuflokksins; á tímum rauða
bæjarins sem Ísafjörður var
nefndur vegna sterkrar stöðu
kratanna í bænum. Hann var bæj-
arfulltrúi, ritstýrði og skrifaði í
Vesturland, málgagn okkar
sjálfstæðismanna, og dró ekki af
sér. Sjálfstæðismennirnir upp-
skáru eins og þeir sáðu og
hnekktu meirihluta kratanna í
sögufrægum kosningum.
Í alþingiskosningunum árið
1963 var Matthías Bjarnason
kjörinn alþingismaður Vestfirð-
inga. Hann var alla tíð ötull bar-
áttumaður kjördæmisins og sem
strákur minnist ég heimsókna
hans út í Bolungarvík. Þeir faðir
minn voru vel kunnugir, enda á
líkum aldri og höfðu átt samleið í
samstarfi útvegsmanna fyrir
vestan. Í fyrsta sinn sá ég til
Matthíasar á sameiginlegum
stjórnmálafundi í Bolungarvík við
kosningarnar árið 1971. Félags-
heimilið var troðfullt. Þarna var
fullorðið fólk auðvitað í meiri-
hluta, en jafnvel við unglings-
krakkarnir þyrptumst á fundinn.
Og þarna leit ég í fyrsta skipti al-
vörustjórnmálaátök á opnum
fundi, þar sem stór orð og snjöll
flugu um borð og bekki, enda
frambjóðendahópurinn skipaður
einstaklingum sem kunnu að láta
til sín taka. Enn þann dag er mér
þessi fundur í fersku minni og
ekki síst frækileg framganga
Matthíasar og hnyttni hans.
Hápunkturinn á ferli Matthías-
ar var ráðherraferill hans árin
1974-1978. Hann var sannarlega
einn þeirra sem mörkuðu leiðina
að lokatakmarkinu, 200 mílna
landhelginni, sem tókst með sögu-
legu samkomulagi við höfuðand-
stæðinginn, Breta. Þetta voru
ógnarlega hörð átök, innanlands
og utan.
Það var gríðarlega lærdóms-
ríkt að taka annað sætið á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins á
Vestfjörðum árið 1991 undir for-
ystu Matthíasar. Hann var læri-
meistarinn, ég nemandinn. Við
höfðum áður átt mikið samstarf á
vettvangi stjórnmálanna og ég
þekkti hann því vel. Því miður
varð vík á milli okkar vinanna
þegar hann á sínum tíma snerist
gegn sínum gamla flokki. En þau
sár greru. Hann kom aftur til liðs
við okkur, mætti á landsfund, hitti
þar fyrir gamla vini og kynntist
yngra fólki sem þekkti hann bara
af afspurn. Ég fann að honum leið
vel í sínu gamla ranni meðal vina
og samherja.
Matthías Bjarnason setti mik-
inn svip á samtíma sinn. Ættingj-
um hans sendi ég samúðarkveðj-
ur. Blessuð sé minning hans.
Einar K. Guðfinnsson.
Matthías Bjarnason var einn
þeirra manna, sem breikkuðu
Sjálfstæðisflokkinn. Hann var
sprottinn úr öðrum jarðvegi og
öðru umhverfi en flestir forystu-
menn Sjálfstæðisflokksins á þeim
tíma. Hann náði til annarra þjóð-
félagshópa. Slíkir menn eru
ómissandi fyrir þann flokk.
Ég heyrði af Matthíasi áður en
við kynntumst. Það bárust fregnir
til Heimdellinga í Valhöll við Suð-
urgötu að það væri kominn fram á
sjónarsviðið uppreisnarmaður á
Ísafirði. Við urðum fljótt vinir eft-
ir að hann kom á þing. Kannski af
því að hann vissi að í móðurætt
mína var ég kominn af sjómönn-
um og bændum við Djúp. Kannski
af því að hann vissi að ég var undir
eins konar verndarvæng Birgis
Kjaran en á milli þeirra var náið
samband.
En vinátta okkar Mathíasar
var stormasöm á köflum. Honum
mislíkaði oft hvernig Morgun-
blaðið fjallaði um stjórnmálabar-
áttuna á þeim árum og lá ekki á
skoðunum sínum í samtölum okk-
ar. Stundum töluðum við ekki
saman í marga mánuði. Í eitt
skipti stóðu þau sambandsslit í
nær ár. Stundum gekk Matthías
Johannessen á milli en í eitt skipti
Geir Hallgrímsson.
En alltaf náðum við Matthías
saman á ný.
Matthías hafði samkennd með
fólki. Þess vegna var hann góður
heilbrigðisráðherra. Hann átti
lykilþátt í því að saga Landakots-
spítala varð miklu lengri en leit út
fyrir um skeið.
En nafn Matthíasar Bjarna-
sonar mun geymast í sögu þjóð-
arinnar um aldur og ævi vegna
þess að hann var sá sjávarútvegs-
ráðherra, sem undirritaði reglu-
gerðina um útfærslu fiskveiðilög-
sögunnar í 200 sjómílur hinn 15.
júlí 1975. Sú útfærsla var fyrst og
fremst verk Sjálfstæðisflokksins.
Í bók minni um átökin í Sjálf-
stæðisflokknum á þeim árum seg-
ir: „Sú útfærsla var ótvírætt mál
Sjálfstæðisflokksins, sem lagði
línur um þá útfærslu sumarið
1973 eftir að 50 forystumenn í
sjávarútvegi höfðu birt opinbera
áskorun þar um. Eyjólfur Konráð
Jónsson varð einn fyrsti talsmað-
ur þeirrar stefnu á vettvangi
flokksins en þeir Geir Hallgríms-
son og Matthías Bjarnason fylgdu
fast á eftir.“
Það var hart barizt veturinn
1976. Þeir höfðu forystu í þeirri
baráttu Matthías og Geir. Undir
vorið var krafan um úrsögn úr
Nató og herinn burt orðin hávær.
Morgunblaðið skrifaði af tilfinn-
ingahita gegn þeirri hugsun og
sagði að þetta væru tvö ólík mál.
Matthías hringdi æfur og sagði að
blaðið væri að eyðileggja Sjálf-
stæðisflokkinn. Hann var ekki
jafn mikill áhugamaður um sam-
starf við Bandaríkjamenn og við
Morgunblaðsmenn.
Nokkrum vikum seinna eða
hinn 1. júní 1976 hringdi hann í
mig frá Osló og sagði mér að þeir
Einar Ágústsson, utanríkisráð-
herra, hefðu náð samkomulagi við
Anthony Crosland, utanríkisráð-
herra Bretlands. Ég trúði honum
ekki fyrst.
Matthías Bjarnason var einn
litríkasti forystumaður Sjálfstæð-
isflokksins um þriggja áratuga
skeið. Hann var skapmikill bar-
áttumaður, sem hafði djúpan
skilning á tilfinningum og vanda-
málum hins almenna borgara.
Hann var Vestfjarðagoði.
Styrmir Gunnarsson.
Góður vinur, Matthías Bjarna-
son fyrrverandi alþingismaður og
ráðherra frá Ísafirði, er látinn.
Matthías hóf stjórnmálaferil sinn
fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæjar-
málum á Ísafirði og leiddi flokk-
inn til forystu í bænum, en það
þótti á sínum tíma pólitískt afrek
þar sem Alþýðuflokkurinn hafði
verið allsráðandi. Matthías átti
langan og gifturíkan feril sem al-
þingismaður og ráðherra og kom
mörgum þjóðþrifamálum í verk.
Sem sjávarútvegsráðherra átti
hann m.a. stóran þátt í útfærslu
landhelginnar í 200 sjómílur sem
tryggði að lokum full yfirráð þjóð-
arinnar á öllum helstu nytjastofn-
um sjávarins.
Í starfi sínu sem samgönguráð-
herra lagði hann grunninn að
stórstígum framförum í öryggis-
málum sjómanna. Í kjölfar Hellis-
eyjarslyssins í mars 1984 skipaði
Matthías nefnd alþingismanna úr
öllum stjórnmálaflokkum á Al-
þingi til þess að vinna tillögur á
breiðum grundvelli sem gætu orð-
ið til að bæta öryggi íslenskra sjó-
manna. Nefndin leitaði víða fanga
undir forystu Péturs Sigurðsson-
ar alþingismanns og skilaði yfir-
gripsmiklum tillögum í árslok
1984. Matthías vann ötullega að
því ásamt samstarfsfólki sínu í
samgönguráðuneytinu og við-
komandi stofnunum ráðuneytis-
ins að tryggja að öllum tillögum
nefndarinnar yrði fylgt eftir í
framkvæmd. Meðal þess var að
leggja traustan grundvöll að
rekstri Slysavarnaskóla sjó-
manna, gera úttekt á stöðugleika
minni fiskiskipa, bæta björgunar-
búnað skipa og efla menntun sjó-
manna svo nokkuð sé nefnt. Allt
þetta gekk eftir og gjörbreyting
hefur orðið á öryggismálum ís-
lenskra fiskiskipa og sjómanna
frá því á níunda tug síðustu aldar
eins og kunnugt er.
Matthías var af sumum talinn
ráðríkur og víst gat hann verið
ákveðinn og fastur fyrir, en það
var fyrst og fremst þegar honum
fannst að menn vildu láta sér-
hagsmuni ganga út yfir almanna
hagsmuni. Hann hafði viðkvæma
lund, mátti ekkert aumt sjá án
þess að bregðast við og lagði sig
jafnan fram um að hjálpa þeim
sem áttu um sárt að binda. Hann
var gleðinnar maður, góður sögu-
maður, mikill húmoristi og það
var ávallt skemmtilegt að vera í
návist hans.
Matthías Bjarnason á miklar
þakkir skildar fyrir sitt framlag
til að efla og styrkja íslenskt sam-
félag á uppgangstímum. Hans
verður hlýlega minnst fyrir þau
mikilvægu störf sem hann vann
fyrir þjóðina á löngum stjórn-
málaferli.
Ég sendi börnum Matthíasar
þeim Auði og Hinrik og fjölskyld-
um þeirra innilegustu samúðar-
kveðjur. Minning um góðan
dreng og mikinn heiðursmann lifi.
Magnús Jóhannesson.
„Ég fæddist ekki með silfur-
skeið í munninum. Það er kannski
þess vegna sem ég hef verið tölu-
vert áhugasamur um afkomu
fólks, alltaf með nefið ofan í at-
vinnulífinu og hugann við upp-
byggingu þess. Sömuleiðis hef ég
alla tíð verið viðkvæmur fyrir fá-
tækt og öðrum bágindum. Ef ég
veit af fólki í vanda, sem ég gæti
hugsanlega hjálpað til að leysa, á
ég erfitt með að slíta hugann frá
því fyrr en einhver úrlausn hefur
fundist.
Hvort tveggja stendur mér
jafnskýrt fyrir hugskotssjónum
þegar ég lít um öxl, hryggðin yfir
örbirgðinni hjá mörgum fjöl-
skyldum leikfélaga minna og
gleðin yfir að sjá bátana sigla inn
á Pollinn drekkhlaðna af þorski.“
Með þeim orðum hefst saga
kempunnar Matthíasar Bjarna-
sonar „Járnkarlinn“ sem nú hefur
lokið langri ævigöngu. Ég kynnt-
ist honum fyrst sem smástrákur
þegar hann stóð í bókabúð sinni
og rétti okkur Moggann yfir búð-
arborðið og síðan sem einn af
blaðasölustrákunum þegar hann
lét okkur hafa bunka af blaðinu
Vesturlandi sem hann hafði mikið
til skrifað sjálfur. Seinna hlustaði
ég á hann halda ræður fyrir bæj-
arstjórnarkosningar á Ísafirði og
þar var ekki töluð nein tæpitunga
því vart var nokkurs staðar harð-
ar tekist á í pólitík en á Ísafirði.
Ég var síðan fjarverandi um
átta ára skeið við skólanám í
Reykjavík, London og Winnipeg
og hitti Matthías næst árið 1969,
þá sem stjórnarmann í innflutn-
ingsfyrirtækinu Sandfelli sem ég
var að koma heim til að stýra.
Matthías spurði mig þá hvað ég
vildi hafa í kaup, ekki í Kanada-
dollurum heldur í krónum! Okkur
samdist fljótt og samdist prýði-
lega þá tvo áratugi sem við áttum
samstarf í þessu ágæta fyrirtæki
sem flutti inn útgerðarvörur og
matvörur, dreifði matvörum um
Vestfirði en útgerðarvörum um
allt land. Matthíasi var annt um
þetta félag og var formaður þess
bæði eftir að hann varð þingmað-
ur og ráðherra. Við ræddum oft
saman bæði þegar hann kom í
vestur á Ísafjörð eða ég hitti hann
í Reykjavík. Það var alltaf gott til
hans að leita því eins og hann seg-
ir sjálfur hafði hann brennandi
áhuga fyrir atvinnulífinu og ekki
síst í sinni heimabyggð. Hann sá
formennskuna í Sandfelli líka sem
leið til að halda tengslum við
menn í atvinnulífinu á Vestfjörð-
um og stýrði öllum aðalfundum
félagsins. Þó að haldið væri í öll
fundarform var tekið upp léttara
hjal að fundi loknum og þá var
Matthías hrókur alls fagnaðar og
lét fjúka skemmtisögur sem hann
átti gnótt af. Þegar ég fór með
hann um héruð þá var einn staður
sem var fastur viðkomustaður –
Vélsmiðja Bolungarvíkur. Matt-
hías og Guðmundur Bjarni í Vél-
smiðjunni voru góðir vinir og
höfðu lag á að stríða og skemmta
hvor öðrum.
En það verður ekki af honum
tekið að dugnaður og elja stjórn-
málamannsins var óbilandi og
þegar hann var þess viss að vera á
réttri leið skorti hann ekki kjark
til að fylgja málum eftir og leiða í
höfn.
Ég sendi Auði, Hinriki og fjöl-
skyldum þeirra innilegar samúð-
arkveðjur. Megi þau varðveita
minningar um góðan föður og
mann sem fylgdi sinni sannfær-
ingu og trú. Guð blessi minningu
hans og Kristínar konu hans.
Ólafur Bjarni
Halldórsson.
Matthías
Bjarnason