Morgunblaðið - 11.03.2014, Side 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014
Ég kynntist Matthíasi vini
mínum vel árið 2001 þegar ég
flutti ásamt fjölskyldu minni til
Spánar. Við vorum nágrannar og
garðar okkur lágu saman, á milli
okkar myndaðist strax mikil vin-
átta. Á morgnana var það mér
kært þegar hlýlegt bros Kristínar
heilsaði mér yfir vegginn og
kvöldstundirnar okkar félagana
oft hápunktur dagsins, heimsókn-
irnar yfir urðu því tíðar og seinna
meir mér ógleymanlegar minn-
ingar.
Þegar leiðir okkar lágu heim á
við urðu engin vinaslit heldur
urðu okkar vinabönd sterkari,
þegar ég kom til ykkar upp á
Arnarnes og seinna meir þegar
ég fór upp hæðina til þín í Lóm-
sali. Við félagarnir fórum á seinni
árum í skemmtilegar ferðir sam-
an í húsið þitt á Spáni og eru
veislurnar sem við héldum þar
mér alltaf minnisstæðar mjög og
skemmtilegar. Ferðir okkar á
sumrin í bústaðinn þinn í Trost-
ansfjörðinn voru alltaf gleðiferðir
þar sem rifjaðar voru upp á leið-
inni allar þær sögur sem landið
hafði að geyma, þú vissir margt,
ef ekki allt um það sem hafði liðið
hjá á bakvið hvern einasta hól í
sveitum landsins.
Kaffihúsaferðirnar okkar í
borginni voru þó tíðari enda stutt
fyrir okkur að fara, þó okkur
þætti ekkert langt að fara austur
fyrir fjall og kíkja þar á mannlífið.
Við félagarnir ræddum allt á milli
heima og geima frá lífi til dauða.
Þú varst með mikla kímni enda
alltaf mikið hlegið, alveg sama
hvað var rætt. Ótrúlegast fannst
mér þó allt það sem þú mundir,
sögurnar, fólkið, atburðirnir og
allt sem þú einhvern tíman sást
eða last á lífsleiðinni. Þú varst
mikill fagurkeri og gjafmildur,
það var sama hvaða búð við fórum
í hér heima eða á Spáni, alla hluti
skoðaðir þú vel og ef þeir voru fal-
legir vildirðu færa börnunum þín-
um og barnabörnum.
Ég vil þakka þér, Matthías,
fyrir að vera góður vinur og ég á
eftir að sakna félagsskapar þíns
mikið. Ég votta Hinrik, Auði og
fjölskyldum samúð mína. Hvíldu í
friði. Þinn vinur
Hjörtur Friðriksson.
Hinn vestfirzki víkingur er að
velli hniginn. Vaskur og hrein-
skiptinn, málsnjall og mælskur
vel, gat verið hvort sem er hvass-
yrtur eða spaugsamur í ræðustól,
enginn skyldi freista þess að
grípa fram í fyrir honum þar, svo
skjótur sem hann var til andsvara
og hittinn á hinn rétta tón. Hann
hafði einnig hið ágætasta vald á
íslenzku, kjarnyrtu máli. Við-
brögð hinna þingreyndari við ný-
liðanum 1971 voru yfirleitt hín
ágætustu en þó báru nokkrir þar
af. Í þeim góða hópi var Matthías
einna fremstur, Lúðvík Jósefsson
reyndar gefið Matthíasi hina
beztu einkunn, þó marga snerr-
una tækju þeir fyrr og síðar. Ölll
mín kynni af Matthíasi áttu eftir
að staðfesta þau orð um hrein-
lyndan og drenglundaðan mann,
skapheitan og einlægan í allri
málafylgju sinni, þar fylgdi hugur
ævinlega máli. Hann var mikill og
vaskur baráttumaður fyrir vel-
gengni fólksins fyrir vestan,
landsbyggðarfólks yfirleitt. En
ekki var sú eigind síðri er sneri að
glettni og gamansemi hans sem
var einstök á góðum stundum,
enda hann vinsæll vel í þing-
mannahópnum. Og svo fann mað-
ur þessa eðlislægu hlýju til fólks,
heitt var hjartað er í brjósti sló.
Sextugum sendi ég Matthíasi
kveðju og læt brot af henni fylgja
með þessari stuttu saknaðar-
kveðju. Segir flest sem þarf.
Elds í línu unir sér,
undirmálum fjarri er.
Horskur drengur, hreinn og beinn,
harður á köflum eins og steinn.
Þó er mætust muna í
merluð glettnin, lundin hlý.
Leiftrar fyndnin, logar háð
líkt og kornum gulls sé stráð.
Þeim fækkar nú óðum þessum
kæru kempum sem maður átti svo
góð og lærdómsrík samskipti við.
Þar á hann Matthías Bjarnason
sína hugþekku sögu, sem þökkuð
skal nú. Börnum hans og öðrum
aðstandendum sendum við Hanna
einlægar samúðarkveðjur. Bless-
uð sé hugumkær minning þessa
mæta drengs.
Helgi Seljan.
Í fortíð, nútíð og framtíð var
Ísafjörður bærinn hans. Hann
fæddist þar og ólst upp, þroskað-
ist á meðal fólksins fyrir vestan,
fór í Verslunarskólann og kom
heim aftur og varð forustumaður
á mörgum sviðum. Pólitíkin heill-
aði hann og hann varð ritstjóri
Vesturlands, blaðs sjálfstæðis-
manna á Ísafirði, ásamt Sigurði
Bjarnasyni frá Vigur, og var bæj-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um
árabil og forseti bæjarstjórnar
um tíma. Síðar varð hann þing-
maður Vestfirðinga og ráðherra.
Hann var „sjálfstæðismaður af
gamla skólanum“ og hugtakið
„stétt með stétt“ vildi hann nota
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Frjáls-
hyggjutilburðir flokks hans, þeg-
ar þeir voru mest áberandi, þókn-
uðust honum illa og hann nefndi
það oft að „gróðapungar“ ættu
ekki að hafa afgerandi áhrif á
stefnu flokksins. Það vissu allir
hvar þeir höfðu Matthías Bjarna-
son, hann talaði skýrt og var fast-
ur fyrir, honum varð ekki hnikað,
ef hann var sannfærður um að
hann væri á réttri leið. Hann
þorði að vera ráðherra og lét ekki
embættismannakerfið ráða för,
þótt hann virti mjög sína sam-
starfsmenn í hinum mörgu ráðu-
neytum sem hann stýrði á löngum
ráðherraferli.
„Járnkarlinn getur verið erfið-
ur,“ sögðu forustumenn Sjálf-
stæðisflokksins og báru sig illa. Á
löngum þingmannsferli Matthías-
ar, sem stóð frá 1963 til 1995, var
hann ávallt á vaktinni, þegar
hagsmunir Ísafjarðar og Vest-
fjarða voru undir, enda þekkti
hann betur en aðrir þörfina fyrir
öfluga varnarbaráttu landsbyggð-
arinnar. Auðvitað var hann þing-
maður og ráðherra landsins alls,
en hann var kosinn af fólkinu sínu
fyrir vestan og það hafði forgang í
huga hans. Það var afar gott fyrir
þá, sem voru í forustu fyrir sveit-
arfélögin á Vestfjörðum, að leita
ráða hjá Matthíasi. Hann kunni
söguna, vissi hvað var brýnast í
nútíðinni og horfði til framtíðar.
Allt sem horfði til framfara á Ísa-
firði og Vestfjörðum gladdi hann,
en að sama skapi féll honum
þungt, þegar hallaði undan fæti
og kjörnir fulltrúar Vestfirðinga
og landsbyggðar stóðu ekki undir
væntingum á örlagatímum. Það
er margs að minnast, þegar hinn
aldni höfðingi Matthías Bjarna-
son er nú allur. Eitt af því sem er
hvað minnisstæðast er húmorinn,
hann gat oft verið stórkostlegur,
en hér er ekki tækifæri til að fara
nánar út í þá sálma. Hitt, sem rétt
er að halda til haga, var hispurs-
leysi hans og hreinskilni. Vegna
þess hvað hann var hreinn og
beinn naut hann virðingar fjöl-
margra andstæðinga sinna í póli-
tík. Þeim þótti vænt um hann.
Einhver öflugasti málsvari Ísa-
fjarðar, Vestfjarða og lands-
byggðarinnar á Íslandi er fallinn
frá og honum ber að þakka vel
unnin störf. Persónulega þakka
ég Matthíasi Bjarnasyni fyrir vin-
semd og hjálpsemi um áratuga-
skeið, þegar þörf var á stuðningi
ráðamanna landsins við réttmæt-
ar óskir Vestfirðinga um betra
mannlíf.
Ég sendi börnum hans, fjöl-
skyldum og frændgarði samúðar-
kveðjur.
Magnús Reynir Guðmundsson,
fv. bæjarritari á Ísafirði.
Genginn er fyrir ætternisstap-
ann félagsmálagarpurinn og full-
huginn Matthías Bjarnason í
hárri elli. Með hinum margvíslegu
þjóðmálastörfum markaði hann
djúp spor í atvinnusögu íslenzku
þjóðarinnar, þótt fyrirferðar-
mesta megi hiklaust telja forystu
hans í sjávarútvegsmálum, en
undir henni náðu Íslendingar
lokaáfanga í stækkun fiskveiði-
lögsögunnar.
Matthías var borinn og barn-
fæddur Ísfirðingur, þótt framætt-
ir hans lægju til Eyjafjarðar.
Fluttu foreldrar hans austan það-
an til Ísafjarðar sem þá var einn
mesti uppgangsstaður landsins,
en um aldamótin næstsíðustu
voru Ísafjörður og Seyðisfjörður
mestir uppgangsstaðir næst á eft-
ir Reykjavík.
Gerðist Matthías ungur að ár-
um merkisberi og forystumaður
Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði og
síðar einnig um gervalla Vestfirði
og tók enda síðar við landsstjórn-
armálum sem ráðherra um átta
ára skeið samtals.
Kornungur að árum keypti
hann starfandi Bókaverzlun
Helga Guðbjartssonar á Ísafirði
og rak hana af myndarskap um
margra ára skeið, eða allt til þess
að þjóðmálastörf hans urðu svo
umfangsmikil að leyfðu ekki ann-
an starfa. Ennfremur var hann
framkvæmdastjóri Djúpbátsins
um áratuga skeið, sem sá um allar
samgöngur um Ísafjarðardjúp og
víðar um Vestfirði.
Árið 1946 hrundu Matthías og
félagar hans áratuga einveldi Al-
þýðuflokksins í bæjarstjórn Ísa-
fjarðar. Var Sigurður Bjarnason
frá Vigur einnig í fararbroddi
þeirra vígaferla. Tók þá að eflast
útgerð og fiskvinnsla á Ísafirði.
Höfðu umsvif Sjálfstæðisflokks-
ins þau áhrif að Kjartan Jóhanns-
son læknir vann þingsæti af Al-
þýðuflokknum. Skömmu síðar tók
Matthías við forystu flokksins á
Vestfjörðum. Átti sæti á Alþingi í
meira en þrjátíu ár, þar af átta ár
á ráðherrastóli.
Matthías Bjarnason var skap-
ríkur og viljasterkur maður, sem
fór sínu fram af vilja og festu.
Mörgum flokksgæðingi þótti
hann frekur mjög og óbilgjarn í
umsvifum sínum fyrir umbjóð-
endur sína, en þar kom að hinir
sömu mátu verk hans að verðleik-
um.
Matthías kvæntist ungur að ár-
um Kristínu Ingimundardóttur,
ættaðri frá Hólmavík. Eignuðust
þau tvö myndarbörn, Auði og
Hinrik. Kristínu missti Matthías
fyrir nokkrum árum. Varð hún
Matthíasi mikill harmdauði, en
hún hafði átt við heilsuleysi að
stríða um alllangt skeið.
Vinir Matthíasar kveðja vest-
firzku kempuna með virðingu og
þakklæti. Hann mun lengi vera
minnisstæður vinum sínum og
velunnurum, sem biðja honum
blessunar Guðs.
Sverrir Hermannsson.
Matthías Bjarnason var einn af
áhrifamestu stjórnmálamönnum
þjóðarinnar síðasta aldarfjórðung
síðustu aldar. Hann var skapríkur
og hlífði sér hvergi ef því var að
skipta. Mikill málafylgjumaður en
gat slegið á létta stengi ef þannig
lá á honum. Hann var allra manna
skemmtilegastur í vinahópi,
mannfróður og hafði frá mörgu að
segja. Hann var svo lifandi í frá-
sögnum sínum að þær festust í
minni manns. Kannski vegna
þess, að þær voru oft lýsandi fyrir
aðstæður sögupersónunnar og
skaphöfn.
Til þess að skilja stjórnmála-
manninn Matthías Bjarnason
verður að hafa í huga, að hann var
Ísfirðingur í húð og hár og það
mótaði stjórnmálaferil hans. Það
sést glöggt af þeim ráðherraemb-
ættum, sem hann gegndi, hvar
áherslur hans lágu. Hann var
sjávarútvegsráðherra og hefur
þáttur hans í lausn landhelgis-
málsins verið vanmetinn. Hann
var sex ár heilbrigðis- og trygg-
ingaráðherra og loks samgöngu-
ráðherra. Á þeim vettvangi sjáum
við sporin eftir hann um Vestfirði
eins og sjúkrahúsið á Ísafirði, svo
að eitthvað sé nefnt. En sam-
göngumál Vestfjarða eru sagan
endalausa og þörf áminning um,
að jafnræði verður ekki með
byggðarlögunum umhverfis land-
ið fyrr en þau mál verða komin í
fullnægjandi horf.
Við Kristrún áttum góðar
stundir með Kristínu og Matt-
híasi. Pólitíkin getur verið erfið á
stundum. Þá er gott að rifja upp,
að í gegnum hana eignast maður
góða vini. Matthías var heil-
steyptur stjórnmálamaður, gjör-
hugull og vissi hvað hann vildi og
hvert hann stefndi. Hann var vin-
ur vina sinna og þau Kristín bæði,
gestrisin og höfðingjar heim að
sækja.
Halldór Blöndal.
Leiðir okkar Matthíasar
Bjarnasonar lágu fyrst saman á
SUS-þingi í Hnífsdal haustið
1981. Ég þekkti hann auðvitað af
afspurn og vissi að hann hafði ver-
ið með öflugustu þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins í mörg ár.
Við þetta tækifæri flutti Matthías
eftirminnilega ræðu sem var
sneisafull af pólitík en einnig vel
krydduð með sögum að vestan.
Eftir þetta var okkar samstarf
jafnan gott, m.a. í miðstjórn
flokksins, þótt hann væri þrjátíu
árum eldri en ég og kæmi úr gjör-
ólíku umhverfi. Við vorum sam-
þingsmenn í átta ár og á meðan ég
var þingflokksformaður og hann á
sínu síðasta kjörtímabili, 1991-95,
var gott traust milli okkar þótt
hann væri ekki sáttur við allt sem
gert var. Snemma tók ég eftir því
hve hann var fljótur að setja sig
inn í flókin mál og móta sér af-
stöðu til þeirra. Árið 1984, þegar
ég var aðstoðarmaður fjármála-
ráðherra, barst í tal okkar í milli
að ég færði mig til og yrði aðstoð-
armaður hans. Af því varð þó
ekki. En eftirminnilegt var að
hlusta á hann og Albert Guð-
mundsson fjármálaráðherra tak-
ast á um fjárveitingar til vega-
mála. Í þeirri rimmu vildi
hvorugur láta sinn hlut.
Matthías var lengi aðsópsmikill
í stjórnmálunum og hafði víðtæka
reynslu úr atvinnulífi og bæjar-
málum á Ísafirði þegar hann tók
sæti á Alþingi árið 1963 eftir
nokkur átök heima í héraði. Sem
sjávarútvegsráðherra undirritaði
hann reglugerð um útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar í 200 mílur 1975.
Stærsti stjórnmálasigur hans var
án efa samningurinn við Breta um
það mál sem gerður var í Ósló
1976. En hann gat einnig verið
ánægður með marga aðra áfanga
sem náðust fyrir hans tilverknað,
bæði í samgöngumálum og á sviði
heilbrigðismála. Hann var af
gamla skólanum í þeim skilningi
að hann var ötull í baráttu fyrir
hagsmuni síns kjördæmis og fyrir
þá mörgu sem leituðu til hans.
Hann var málafylgjumaður, af-
burðafundamaður og átti alla tíð
mikið persónulegt fylgi.
Til þess var tekið hvað Matt-
hías var skemmtilegur þegar
hann vildi það við hafa. Hann gat
sagt sögur af þannig innlifun að
viðstaddir grétu af hlátri. Hann
var víðfróður og mikill áhugamað-
ur um sögu lands og þjóðar, sat
m.a. um árabil í Hrafns-
eyrarnefnd. Hann var mikill
skapmaður og gat verið gríðar-
lega harður í horn að taka í póli-
tíkinni. Fundu pólitískir andstæð-
ingar oft fyrir því en einnig
samflokksmenn ef honum mislík-
aði. Um tíma sagði hann skilið við
Sjálfstæðisflokkinn en sneri til
baka í kosningunum 2007 og var
sérstaklega hylltur á landsfundi
vorið 2013.
Í níræðisafmæli sínu í ágúst
2011 lék Matthías við hvern sinn
fingur og sagði sögur. Á síðasta
ári áttum við langt og ánægjulegt
samtal heima hjá honum innan
um hans mikla safn náttúrugripa
og bóka. Um síðustu jól fengum
við hjónin hlýlegt jólakort frá
Matthíasi sem lauk með þessum
orðum: „Hjá mér hallar degi og
endalokin nálgast hægt og bít-
andi“. Og nú hefur hann kvatt.
SJÁ SÍÐU 28
✝
Þökkum af alhug öllum þeim sem sýnt hafa
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar ástkærs eiginmanns, föður, tengda-
föður, afa, bróður, tengdasonar og frænda,
ÓLAFS KRISTÓFERS
GUÐMUNDSSONAR
framkvæmdastjóra,
Lindasmára 4,
Kópavogi.
Guðný Helgadóttir,
Guðmundur Pétur Ólafsson, Bjarney Anna Bjarnadóttir,
Rakel Ýr Ólafsdóttir, Lloyd Hans McFetridge,
Helga Kristín Ólafsdóttir,
Björgólfur Guðmundsson, Þóra Hallgrímsson,
Sigríður Guðmundsdóttir, Gylfi Hallgrímsson,
Björg Guðmundsdóttir, Halldór Þorsteinsson,
Helgi Þórarinn Guðnason, Guðlaug Einarsdóttir,
afabörn og aðrir aðstandendur.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, fóstur-
bróðir, afi og langafi,
ERLINGUR NORÐMANN
GUÐMUNDSSON,
Hörðubóli,
Dalabyggð,
lést á dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal
laugardaginn 8. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Ragnhildur Beatrice Erlingsdóttir, Sigurjón Hannesson,
Kristrún Erna Erlingsdóttir, Baldur Kjartansson,
Guðríður Erlingsdóttir, Stefán Hólmsteinsson,
Líneik Dóra Erlingsdóttir,
Guðmundur Erlingsson, Ninna Karla Katrínardóttir,
Una Auður Kristjánsdóttir, Hjalti Samúelsson,
barnabörn og langafabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HELGI ÞORKELSSON,
Garðaflöt 13,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðju-
daginn 4. mars.
Útförin fer fram frá Garðakirkju fimmtudaginn
13. mars kl. 15.00.
Ásta Helgadóttir,
Haraldur Helgason, Valgerður Hannesdóttir,
Ólafur Þorkell Helgason, Svandís Torfadóttir,
Guðrún Helgadóttir, Geir Gígja,
Andri Már Helgason, Margrét Huld Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir mín,
SVAVA GUNNARSDÓTTIR
frá Steinsstöðum,
Akranesi,
síðast til heimilis á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Höfða Akranesi,
andaðist miðvikudaginn 5. mars.
Útför hennar verður gerð frá Akraneskirkju föstudaginn
14. mars kl. 14.00.
Gunnar Jónsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐRÚN MARKÚSDÓTTIR
frá Þingeyri,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar
miðvikudaginn 5. mars, verður jarðsungin
frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 15. mars
kl. 11.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Þingeyrarkirkju eða líknarstofnanir.
Sigríður Skarphéðinsdóttir, Skarphéðinn Ólafsson,
Njáll Skarphéðinsson, Pálína Baldvinsdóttir,
Guðbjörg Skarphéðinsdóttir, Hilmar Pálsson,
Bjarki Skarphéðinsson, Sigrún Lárusdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.